Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn Húsið Sýningarsalur og söluráðgjafar, hraðþjónusta, varahlutir og verkstæðismóttaka er hér í einu opnu rými og ef gestir þurfa að bíða eftir einhverju þá gerir hann það hér í þægilegri setustofu,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. H ér er einn inngangur í húsið og þá þjónustu sem það býður upp á, en á Nýbýlaveginum voru inngangarnir tíu,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýs- ingafulltrúi Toyota. „Auk þess vor- um við á sex stöðum í bænum, bókstaflega úti um allt. Það var einn varahlutalager hér og annar varahlutalager þar, verkstæði úti um allt svo menn voru af illri nauðsyn að keyra á milli. Hér er aftur á móti einn inngangur í alla þá þjónustu sem viðskiptavinir sækja í hverju sinni.“ Páll bætir því við að Lexusinn sé reyndar að- skilinn og út af fyrir sig af því það er sér vörumerki. „En að öðru leyti flæðir hér óhindrað á milli sem gerir viðskiptavinum okkar sem þægilegast að sækja þá þjón- ustu sem óskað er eftir hverju sinni. Sýningarsalur og söluráð- gjafar, hraðþjónusta, varahlutir og verkstæðismóttaka er hér í einu opnu rými og ef viðskiptavinur þarf að bíða eftir einhverju þá gerir hann það hér í þægilegri setustofu þar sem boðið er upp á ókeypis nettengingu, kaffi og vín- arbrauð.“ Mótað eftir eigin höfði Páll útskýrir að þegar Toyota flutti starfsemi sína í húsið fyrir rúmu ári hafi starfsfólk haft á orði að húsnæðið, sem er 12.000 fer- metrar að flatarmáli, hafi í reynd verið tvö herbergi og eldhús þegar þau tóku við því. Það hafi þó í raun verið mikill kostur því það gerði Toyota kleift að laga og móta rýmið algerlega eftir eigin höfði. Húsnæðið í heild hýsti áður BYKO og þar sem timbursalan var áður er verkstæðið í dag, og það er töluvert stórt að flatarmáli. „Hér þurftum við að færa einn vegg en að öðru leyti var rýmið óskrifað blað. Verkstæðið var því skipulagt og innréttað nákvæm- lega eins og við teljum að henti best fyrir svona starfsemi í byrjun 21. aldarinnar. Við fengum allar okkar óskir uppfylltar og verk- stæðið er klæðskerasniðið að okk- ar þörfum, og viðskiptavinarins.“ Á verkstæðinu er að finna 43 lyft- ur, í loftinu eru um 3 kílómetrar af leiðslum fyrir olíu, vatn, rúðu- vökva og þvíumlíkt, og fyrir hverja tvennu af stæðum er einn „bar“ af helstu tækjum og tólum svo hver starfsstöð hefur allt sem þarf inn- an seilingar. „Við störfum eftir umhverfisstaðlinum ISO 14001 svo hér er farið afskaplega vel með öll efni og allt endurnýtt sem hægt er, flokkum og seljum sorpið okk- ar í stað þess að borga fyrir förg- un. Við leggjum alla áherslu á að fara vel með öll efni, bæði með umhverfið og starfsfólk okkar í huga.“ Varahlutalagerinn við höndina Stór kostur við húsnæðið er að sögn Páls að varahlutalagerinn er við hliðina á verkstæðinu. „Það skiptir gríðarlega miklu að hafa lagerinn ekki aðeins í sama húsi heldur í nokkurra skrefa fjarlægð frá verkstæðinu. Hann er auk- inheldur það vel búinn að við eig- um lang oftast það sem beðið er um. Ef hlutirnir eru ekki til á lag- er er yfirleitt ekki löng bið eftir þeim frá Evrópu,“ bætir Páll við. „Fremst og næst verkstæðinu geymist það sem hraðast fer og eftir því sem innar dregur eru sér- tækari hlutir sem sjaldnar þarf að sækja. Við fáum einn gám á viku af varahlutum og hver sending deilist í framhaldinu á stöðina hér og svo viðurkennda þjónustu- og söluaðila okkar víða um land. Þá sjaldan sem við eigum ekki til varahlut sem þörf er á er hægt að fljúga honum til landsins með sólahringsfyrirvara, ef mikið liggur við, svo öll umsýsla með varahluti er laus við allt ves- en.“ Páll bendir á að í raun sé minna gólfpláss undir lagerinn í Kauptúninu en var á gamla staðn- um; munurinn liggi í því að loft- Sprautun Fullbúið réttinga- og sprautuverkstæði er í Kauptúninu þar sem lofthæð er mik- il, loftræsting góð og loftgæði eftir því mikil. Áhersla er á fyrsta flokks starfsumhverfi. Úrval Varahlutir og hvers konar viðhaldsvörur eru á einu stóru svæði. til vinstri sést í biðsalinn þar sem kaffi, vín- arbrauð og frítt wi-fi netsamband eru í boði meðan beðið er eftir ráðgjafa eða úrlausn erindis. Öll þjónusta undir einu þaki Við Kauptún í Garðabæj- arhrauninu standa aðal- stöðvar Toyota og hafa gert síðan fyrirtækið flutti þangað í júlí á síð- asta ári. Þar er nú að finna alla þjónustu við Toyota-eigendur en því var ekki að heilsa í gamla húsnæðinu. Mátun Í sýningarsal nýrra bíla hjá Toyota eru gestir hvattir til að máta bílana. Við fundum það strax á fyrsta degi hversu miklu munar að hafa einn inngang, sama hvert erindið kann að vera hverju sinni. 20 | MORGUNBLAÐIÐ NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country Fun Country Mud Country NÝT T! NÝT T! Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr einnig yfir frábærum aksturseiginleikum utan vega. Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fun Country var hannað með það í huga að ná fram einstökum askturseiginleikum utanvega, auk þess að vera hljóðlátt og endingargott innanbæjar. Fun Country er ætlað nútíma jeppum sem vilja komast lengra! Dekkið er fáanlegt í stærðum frá 32“ til 37“. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 arctictrucks.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.