Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 33
Barack Obama Banda-
ríkjaforseti rúntar um á
kádilják sem er til jafns í
ætt við skriðdreka og bif-
reið enda þarf valdamikill
maður farartæki sem er í
senn öruggt og þægilegt.
Rétt eins og einkaþota
forsetans nefnist Air
Force One nefnist for-
setabíllinn Cadillac One,
nema hvað.
Yfirbygging: blanda úr
hertu stáli, áli, títaníum og
keramikleir til að verjast
alls konar árásum.
Dekk: hert með kevlar-efni
og búin stálgjörðum sem
gera bílnum kleift að aka á
miklum hraða, jafnt þó svo
að níðsterk dekkin springi.
Undirvagn: fimm tomma
þykk plata úr hertu stáli
þekur bílinn að neðan svo
hann fái staðist jarð-
sprengjur.
Farþegarými: búið helstu
þægindum ásamt innbyggðri
fartölvu, gervihnattasíma og
sítengdri línu til Pentagon
ef í hart fer.
Bensíntankur: úr bryn-
vörðu stáli og auk þess bú-
inn sérstakri kvoðuvörn sem
kemur í veg fyrir að hann
springi við högg.
Hurðir: brynvarðar, átta
tomma þykkar og jafn
þungar og hurðin á Boeing
757.
Varnarbúnaður: nætur-
sjónaukar, sjálfvirkar hagla-
byssur og táragasbyssur.
Mál: bíllinn er 5,5 metrar á
lengd og tæplega 180 cm á
hæðina.
Vél: 6,5 lítra dísilvél sem
kemur honum, þrátt fyrir
gríðarlega þyngd, í hundr-
aðið á 6,5 sekúndum.
Verð: Cadillac One kostar
300.000 Bandaríkjadali, eða
rúmlega 36 milljónir króna.
jonagnar@mbl.is
AFP
Farþeginn Barack Obama Bandaríkjaforseti getur andað léttar þegar hann
ferðast um í Cadillac-ferlíkinu. Öruggari bíll finnst trauðla í heimi hér.
Ökurými Aðstaða bílstjórans er ekki af verri endanum enda þarf ökumaður að hafa sitt á
hreinu og rúmlega það, þegar ekið er með sjálfan Bandaríkjaforsetann, Barack Obama.
Bíll sem
hæfir forseta Forsetabíll Cadillac One er ekki bara virðulegur að sjá heldur líka í stakk búinn til að mæta hvers konar árásum og atlögum. Auk
víðtæks öryggisbúnaðar er plássið nægt og margs konar útbúnaður sér til þess að ekki væsi um Obama og aðra farþega.
MORGUNBLAÐIÐ | 33
Þróttur – Til allra verka
Mold og sandur
Grjót og
grjóthleðsla
Fellum tré
Fjarlægjum
garðaúrgang
!