Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
IÐAN fræðslusetur
Skúlatúni 2 - 105 Reykjavík
www.idan.is - s. 590-6400
Prófnefnd bifreiðasala
Undirbúningsnámskeið vegna prófs
til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja
verður haldið í Reykjavík 14.- 30. október 2013
ef næg þátttaka næst. Umsóknarfrestur er til
6. október 2013.
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 590 6400
eða fjola@idan.is og www.idan.is
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík • S: 581-4991 • rafstilling@rafstilling.is
Alternatorar og startarar
eru okkar mál
Viðgerðarþjónusta og sala
Þ
að hefur verið margt um að
vera í verksmiðjum Volvo,
því um miðjan nóvember
hefst framleiðsla nýrra
véla. Það eru ekki aðeins
vélarnar sem breytast heldur hafa
allir bílarnir fengið andlitslyftingu,
eða facelift og nýir litir standa við-
skiptavinum til boða. Ágúst Hall-
varðsson er ráðgjafi hjá Brimborg og
er vel inni í þeim breytingum sem
Volvo hefur tekið útlitslega og véla-
breytingunum sem bílarnir munu
taka á næstu vikum.
Tæknibyltingin og umhverfið
„Tæknibreytingarnar byggjast alfar-
ið á tveggja lítra, fjögurra strokka
dísilvélunum. Mesta breytingin er ný
tækni við innsprautun á eldsneyti inn
í brunahólfin. Það sem maður þekkir
til dæmis í dag sem „common rail“
eða samrásarinnsprautun þar er
þrýstingnum dælt ójafnt og óreglu-
lega inn í bruna-
hólfin. Þá er
kannski ekki mikil
stjórnun á því eins
og verið hefur.
Þessi nýja tækni
gerir það að verk-
um að sérstök
tölvustýring kem-
ur inn í hvert hólf
fyrir sig,“ segir
Ágúst. Með því
móti ætti að nást jafnari bruni enda
verður hægt að stýra þrýstingnum
nákvæmlega og segir Ágúst að hann
geti verið hundrað prósent jafn. Það
ætti að þýða mun betri nýtingu á
eldsneytinu og um leið ætti CO2 gildið
að minnka. „Til dæmis má nefna að
tveggja lítra vél sem er 181 hestafl,
fer úr 126 grömmum af CO2 niður í 99
grömm og þetta er enginn kettlingur
heldur hörku-kraftmikil vél.“
Breytingarnar á bensínbílunum
verða með öðru móti þar sem þeir
notast meira við túrbínur og for-
þjöppur sem vinna saman, annars
vegar fyrir lægra hraðasvið og hins
vegar hærra. Tölvustýrða innspýt-
ingin breytist líka. „Nú er þetta allt
sett inn í brunahólfin á mun meiri
þrýstingi heldur en áður. Til dæmis í
bensínbílunum er 200 bara þrýst-
ingur en upp í 2.500 í dísilbílnunum,“
segir Ágúst.
285 hestafla umhverfisvænn bíll
Nýr hybrid-bíll, Volvo V60 Plug-in
Hybrid, er væntanlegur frá framleið-
andanum og er ljóst af kynningarefn-
inu að Volvo bindur miklar vonir við
þann bíl. „Þetta er venjulegur dísilbíll
með stóru dísilvélinni en fær raf-
magnsvél við afturhjólin sem gerir
hann í fyrsta lagi fjórhjóladrifinn og í
öðru lagi getur þetta unnið saman
líka. Þú hefur val því það eru þrjár
stillingar þar sem þú getur valið
hvort þú lætur hann ganga bara á raf-
magninu, hybridinu eða svokölluðu
power þar sem hann gengur á þessu
öllu saman.“ Í hybrid-stillingunni
hleður bíllinn stöðugt við akstur og
eyðir um 1,9 lítrum af eldsneyti á
hundraðið og CO2 gildið er 49 í blönd-
uðum akstri. Þessar tölur eru áhuga-
verðar, ekki síst í ljósi þess að bíllinn
er 285 hestöfl. Ágúst, sem sjálfur hef-
ur prófað bílinn, segir að það sé ein-
stök upplifun að aka þessum bíl. Bæði
í rafmagnsstillingunni og auðvitað á
fullu afli.
Mestu breytingar sem
gerðar hafa verið
Þær breytingar sem nú verða á 2014-
árgerðunum frá Volvo eru, að sögn
Ágústs, þær mestu sem gerðar hafa
verið á heilli línu. „Þeir eru að breyta
núna S60, V60, XC60, V70, S80 og
XC70. Þá er í raun og veru öll línan
uppfærð nema XC90 og hann kemur
nýr í byrjun árs 2015,“ segir Ágúst.
Útlitsbreytingarnar á bílunum eru
nokkrar en þó ekki það miklar að
Volvo-einkennin dofni. XC60-bíllinn
breytist mest útlitslega og fær alveg
nýjan framenda, verður samlitur á
hliðunum og afturendinn breytist
líka. Hinir bílarnir breytast eingöngu
að framan. Það er ljóst að Volvo tekur
mið af umræðu um loftslagsmál
heimsins og sífellt verður ljósara að
eyðsla og útblástur er eitthvað sem
neytendur vilja draga úr eins og hægt
er.
malin@mbl.is
Ferðabíll Volvo XC70 er stór skutbíll sem býr yfir skemmtilegum aksturseiginleikum sem koma að góðum notum á fjallvegum. Hann er fjórhjóladrifinn og með öfluga spólvörn og veggripsskynjara.
Nýtt útlit Allir bílarnir hafa fengið andlitslyftingu og dálítið kraftalegra útlit.
Sportlegur V60 er rennilegur og með breytt fas. Hybrid útgáfa verður fáanleg.
Breyttur XC60 er sá bíll sem tekur mestum útlitsbreytingum af öllum bílunum.
Fjölskyldubíllinn V70 er með feykistórt skott og er aðalfjölskyldubíll flotans.
Volvo tekur stakkaskiptum
Mestu breytingar sem gerðar hafa verið á heilli línu hjá Volvo verðar kynntar á
næstunni. Höfuðáhersla er lögð á sparneytni og umhverfisvænar vélar. Útlits-
breytingarnar eru nokkrar en þó ekki svo miklar að einkenni Volvo dofni.
Í hybrid-stillingu eyðir V60
Plug-in um 1,9 lítrum af
eldsneyti á hundraðið og
CO2 gildið er 49 í blönd-
uðum akstri.
Ágúst
Hallvarðsson