Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 23
H
vað er það sem gerir bíl
að draumabíl? Hvaða
töfrar eru það sem fá
hjartað til að slá örar við
það að sjá smíði úr gleri,
stáli og gúmmíi standandi í bíla-
stæðinu?
Er það útlitið? Eru það kraft-
arnir? Er það hljóðið í vélinni eða
áferðin á sætunum?
Bíllinn Equus Bass 770 svarar
kannski þessari spurningu.
Lítil bílaverksmiðja í Michigan á
heiðurinn að þessum einstaklega
laglega bíl sem, eins og myndirnar
bera með sér, fær lánuð útlits-
einkenni frá mörgum vinsælustu og
fegurstu „köggum“ bandarískrar
bílasögu.
Saman við klassískar línurnar er
blandað nýjustu tækni og nútíma-
legri hönnun, og innviðirnir eru
þaktir krómi, leðri og öllum þeim
stjórntækjum sem orðin eru ómiss-
andi í bíl árið 2014.
Vélin skilar 640 hestöflum og er
bíllinn rétt um 3,4 sekúndur að fara
upp í hundraðið.
Þeir sem vilja eignast þessa dýrð
þurfa að stunda námið vel og leggja
sig fram í vinnunni, því ekki er
verðmiðinn á allra færi. Grunn-
útgáfan kostar 250.000 dali, en
fullbúinn er bíllinn að fara á 290.000
dali út úr búðinni. Er það sambæri-
legt við grunnútgáfuna af Ferrari
FF. Á þá eftir að bæta við verðið
þeim svimandi háu gjöldum sem
fylgja innflutningi til Íslands.
ai@mbl.is
Hestur Framendinn er þakinn ljósum og geislar af klassískum þokka
Hringir Mælarnir eru á sínum stað.
Króm Mælaborðið er nútímalegt.
Draumur
á fjórum
hjólum
Gleði Eins og sést á myndunum er bíllin undir miklum áhrifum frá fallegasta tímabili Mustang vöðvabílsins.
Sófi Sætin eru þægileg á að líta.
MORGUNBLAÐIÐ | 23
2 fyrir 1
Rúðuvökvi 5L
tilboðsverð
1.199,- m/vsk
Rúðuþurrkur
í miklu úrvali.
Tilboð gildir til
12. október 2013.
S: 530 5900 | poulsen.is
Skeifan 2
á rúðuþurrkum
+
2x Rúðuvökvi 5L + Rúðuvökvasápa
tilboðsverð
2.398,- m/vsk