Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUR OG
RÚÐUVÖKVI
FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Þ
að er rétt, við erum árs-
gamlir rétt um þessar
mundir,“ segir Eiður
þegar stund gefst milli
stríða. Fyrsti vetr-
ardagur er jú í þessum mánuði og
landinn hugsar sér óðum til hreyf-
ings í dekkjamálum enda aldrei að
vita hvenær fyrsti snjórinn, fyrsta
hálkan og fyrsta illfærðin skellur
á.
„Eitt af því ánægjulegasta við
þessa fyrstu 12 mánuði okkar í
þessari starfsemi er að við sjáum
marga af okkar gömlu kúnnum
sem hafa þekkt okkur um langt
árabil. Um leið sjáum við svo
marga nýja kúnna sem koma héð-
an úr hverfinu. Maður er sífellt að
sjá það að fólkið hér í nágrenninu
er að fatta það að við séum komn-
ir á svæðið.“
Reynsla sem má ekki fórna
Eiður er mörgum að góðu kunnur
úr dekkjabransanum enda starfaði
hann hjá stóru fyrirtæki á þeim
vettvangi í 35 ár. Í kjölfar breyt-
inga þar urðu breytingar hjá Eiði.
„Fyrst um sinn var ég svosem
ekkert ákveðinn í því að fara í
dekkin aftur. En þetta er það sem
ég þekki og hef starfað við í 35 ár,
og einhvern veginn þurfti maður
að lifa. Ég ákvað að þetta væri,
þegar allt kom til alls, of mikil
reynsla til að kasta á glæ. Það var
bara ekki málið fyrir mig.“ Í fram-
haldinu ákváðu þeir Eiður og son-
ur hans, Einir, að slá til og fara í
þennan pakka. Þeir fundu svo hús-
næðið við Auðbrekku og settu þar
upp dekkjaverkstæði, eins og
reynslan bauð og þeir þekkja til.
Persónuleg þjónusta
Eiður bendir á að það hafi ráðið
miklu þar um að ekkert hjólbarða-
verkstæði hafi verið í hverfinu.
Kópavogur sé fjölmennt bæj-
arfélag og mannmörg íbúahverfi í
næsta nágrenni. „Ætlunin var hjá
okkur frá upphafi að hafa rekst-
urinn frekar lítinn og persónu-
legan og reyna að ná smá mark-
aðshlutdeild á þeim forsendum,
því það er þekkt að sum stóru fyr-
irtækin hafa fyrirgert persónulega
þættinum í starfseminni; mannlegi
þátturinn er að sumu leyti dreginn
út úr dæminu, ef svo má segja.
Maður finnur þetta í alls konar
rekstri þegar stærðin fer að segja
til sín. Það er nú bara staðreynd.
Okkur datt því í hug að hafa þetta
minna í sniðum og gera þetta á
persónulegu nótunum. Þannig
sjáum við í rauninni okkar sér-
stöðu. Við erum eingöngu í dekkj-
um, sérhæfum okkur í þeim og
einbeitum okkur að það að gera
það vel. Viðbrögðin hafa líka verið
einstaklega góð og það er sjálfsagt
til marks um að þetta hafi að ein-
hverju leyti tekist hjá okkur.“
Góður staður til að fá sér dekk
Eiður segir frá því að þegar þeir
feðgar ákveða að kaupa húsnæðið
hafi þeir gert sér grein fyrir því
að húsið stendur á baklóð, sem
gæti haft vissa ókosti í för með
sér. „Þegar þú getur staðsett þig
að framanverðu þá eru bílar sífellt
að keyra þar framhjá og slíkt er
fljótara að auglýsa sig, þannig séð.
En hér erum við og það hefur ver-
ið alveg hreint ágætt. Við erum
með góða aðstöðu, kunnum til
verka og erum bara nokkuð dug-
legir að auglýsa, og reynum þá að
auglýsa þjónustuna upp, og okkur
finnst við vera á góðum stað.“ Auk
þess minnir Eiður á að Toyota
hafi verið í húsnæðinu um langt
árabil og því sé ekki laust við að
ákveðinn bílaþjónustuandi svífi yf-
ir vötnum þarna í hverfinu. „Svo
er Vélastilling hér við hliðina á
okkur, fyrirtæki sem hefur sömu-
leiðis áratuga reynslu og býður
upp á bílaviðgerðir, smurþjónustu,
bremsuviðgerðir og fleira. Það má
segja að fyrirtækin tvö njóti
ákveðins stuðnings hvort af öðru.“
Að velja sér vetrardekk
Það líður að þeim tíma að landinn
þurfi að huga að dekkjunum fyrir
veturinn og Eiður býr að ríkri
reynslu hvað það varðar. Eiður
segir þetta í sjálfu sér ekki flókið,
það verði hver og einn að taka mið
af þeim aðstæðum sem hann ekur
við. „Fólk sem er að fara út á land
þarf ef til vill að fá sér betri dekk
en aðrir, til dæmis með nöglum
því á þjóðvegunum getur myndast
erfið hálka ásamt snörpum vind-
um. Innanbæjar hefur þróunin
tekið mið af þeirri staðreynd að
það hafa ekki verið að dynja á
okkur mjög harðir vetur, og því
seljast heilsársdekkin betur hjá
þeim sem aka mest innan borg-
armarkanna. Þetta þarf hver og
einn að skoða fyrir sig og svo er
hægt að koma og fá dekkin hjá
okkur, ásamt þeirri persónulegu
þjónustu sem við leggjum aðal-
áherslu á,“ segir Eiður í Dekkja-
húsinu að endingu.
jonagnar@mbl.is
Ungt fyrirtæki með áratuga reynslu
Við Auðbrekku í Kópa-
voginum er Dekkjahúsið
til húsa. Fyrirtækið er
ekki nema rétt ársgam-
alt en í því felst engu að
síður reynsla sem
spannar um 35 ár. Fyrir
starfsmönnunum fer
Eiður Örn Ármannsson
en hann man tímana
tvenna í bransanum.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Fagmennska „Við erum eingöngu í dekkjum, sérhæfum okkur í þeim og einbeitum okkur að það að gera það vel. Viðbrögðin hafa líka verið einstaklega góð og það er
sjálfsagt til marks um að þetta hafi að einhverju leyti tekist hjá okkur,“ segir Eiður Örn Ármannsson hjá Dekkjahúsinu við Auðbrekku í Kópavoginum.
Morgunblaðið/Heiddi
Hjólbarðar „Innanbæjar hefur þróunin tekið mið af þeirri staðreynd að það hafa
ekki verið að dynja á okkur mjög harðir vetur, og því seljast heilsársdekkin betur.“
Okkur datt því í hug að
hafa þetta minna í snið-
um og gera þetta á per-
sónulegu nótunum. Þann-
ig sjáum við í rauninni
okkar sérstöðu.