Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 37
Banabiti Pontiac Aztek reið framleiðandanum að fullu og ekki að undra.
Það er engin tilviljun að Walt White í Breaking Bad á svona bíl.
Ford Pinto 1971
Þessi skelfing átti að vera svar Ford við olíu-
kreppunni enda ólíkt minni og léttari – og
ljótari – en kraftkaggarnir sem þá ríktu.
Pinto skorti hins vegar skikkanlega vörn
fyrir afturliggjandi bensíntankinn og ávann
sér fljótt orðspor sem eldfim dauðagildra
sem kostaði Ford hrikalegar fjárhæðir í
skaðabótum.
Pontiac Aztek 2001
Haft var á orði að ytra byrðið væri það besta
við þennan ferlega bíl, og því blasir við að
vélin, innréttingar og annað við Aztekinn var
ekki beint gæfulegt. Hann var þó áhrifarík-
ur á sinn hátt því hann reyndist banabiti
hins 84 ára gamla bílaframleiðanda, Pontiac.
Yugo 1987
Serbnesk útgáfa af Fiat 127 þótti grun-
samlega ódýr og fyrr en varði kom útskýr-
ingin í ljós; bíllinn setti ný viðmið í fráleitum
gæðum hvað alla mögulega þætti bílsins
áhrærði.
Cadillac Cimarron 1982
GM lýsti því borginmannlega yfir að hér
væri kominn bandarískur keppinautur
BMW og Benz. Í reynd var Cimarron ekki
annað en Chevrolet Cavalier með nýjum
framenda. Óskapnaður sem gekk næstum af
Cadillac dauðum.
Saturn Ion 2003
Þessi bíll setti víða met í vondum umsögnum
sérfræðinga því aksturseiginleikarnir þóttu
jafn afleitir og innréttingin var fráleit. Bíll-
inn er að miklu leyti úr plasti og átti það til
að fara á límingunum – bókstaflega.
jonagnar@mbl.is
Púkó Hinn serbneski Yugo þótti afleitur í flesta staði og sannaði þar að verðmiði
getur verið vísbending um gæði – eða réttara sagt skort þar á.
Óvandaður Saturn Ion þykir með því allra slappasta sem smíðað hefur
verið í Bandaríkjunum enda efniviðurinn með allra lélegasta móti.
Verstu bílar allra tíma?
Ættarskömmin Hjá Cadillac sjá menn ennþá eftir því að hafa sett merkið á Cim-
arron-gerðina. Minnstu munaði að þessi tegund setti framleiðandann í þrot.
Það má sífellt rífast um það hverjir eru verstu bílar allra tíma og listarnir yfir slíka
bíla eru óteljandi. En sumir bílar koma einfaldlega oftar fyrir á slíkum listum og
þessir eru þar fastagestir, ýmist fyrir að vera ljótir, lélegir eða hvorttveggja.
Dauðagildra Ford Pinto reyndi að mæta olíukreppunni með því að skera niður og
öryggið galt fyrir. Við aftanákeyrslur mátti bóka að tankurinn spryngi í loft upp.
MORGUNBLAÐIÐ | 37
Sími 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com
• Vélaviðgerðir
• Vélavarahlutir
• Almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
allt á einum stað
Við hugsum um vélina
Fagmennska í meira en 60 ár