Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 30
Þ
rátt fyrir mjög svo aukna
bifreiðaeign síðustu tvo til
þrjá áratugina er enn að
finna mun eldri bíla á
lista yfir 10 söluhæstu
fólksbílana frá upphafi vélknúinna
farartækja. Bíla sem löngu er hætt
að framleiða. Þykir það vitn-
isburður um einstakar vinsældir og
ágæti viðkomandi bíla meðan þeir
voru fáanlegir.
Þá er að sjálfsögðu að finna á
listanum bíla sem eru nú í fram-
leiðslu og seljast jafnvel betur í dag
en nokkru sinni áður. Og mögu-
leikar eru á að einhverjir þeirra eigi
í framtíðinni eftir að verma eitt af
topp 10 sætunum á lista af þessu
tagi. Tölurnar sem ná yfir sölu
bílanna eru frá síðustu áramótum
en samt líklegt að röðin hafi lítið
sem ekkert breyst síðan.
Í tíunda sætinu er Chevrolet
Impala sem enn er framleiddur.
Frá því hann kom fyrst á götuna
árið 1958 sem Bel Air Impala hafa
14 milljónir eintaka verið seld, en
nýjasta kynslóðin er sú tíunda.
Í níunda sæti er Volkswagen Pas-
sat og þrátt fyrir að vera langt um
minna aldurshniginn en Passat þá
hafa selst fleiri eintök af þessum
bíl, eða 15,5 milljónir eintaka frá því
hann leit fyrst dagsins ljós, árið
1973. Passat er mun sparneytnari
bíll í dag og fer með um 5,5 lítra á
hundraðið á þjóðvegum úti.
Í áttunda sæti er fyrsti fjölda-
framleiddi bíllinn sem verulega hef-
ur kveðið að. Þegar Henry Ford hóf
raðsmíði á Ford Model T árið 1908
hófst bylting í bílaframleiðslu. Mod-
el T markaði veginn og opnaði
stórum hópum fólks möguleikann á
að eignast eigið farartæki. Á fram-
leiðslutíma Model T seldust 16,5
milljónir eintaka sem er einstakur
árangur, alveg sama við hvað er
miðað. Var hann bíllinn drottnandi,
sakir fjöldans, á bandarískum veg-
um á sínum tíma.
Í sjöunda sæti er einn af nokkr-
um japönskum bílum, Honda Ac-
cord, sem áunnið hefur sér orðstír
fyrir áreiðanleika og ending-
artraust. Upphaflega var um smábíl
að ræða – samt kallaður stóri bróðir
Civic í árdaga – sem vaxið hefur í
stallbak dagsins í dag. Accord hefur
selst í 17,5 milljónum eintaka frá
því hann kom fyrst á götuna 1976.
Ný kynslóð bílsins sá dagsins ljós í
ár og rokselst enn þann dag í dag.
Þeir fylgjast að á listanum bræð-
urnir en Honda Civic er einu sæti
ofar Accord, sem sjötti söluhæsti
bíll allra tíma. Civic kom fyrst á
götuna árið 1973 sem smábíll og
hefur látið að sér kveða alla tíð. Í 40
ára sögu hans hafa 18,5 milljónir
Civic runnið um götur og vegi
heimsbyggðarinnar allrar. Ný kyn-
slóð kom til sögunnar í ár og hefur
hlotið lof og fengið góðar viðtökur
meðal bílkaupenda.
Henry Ford getur verið stoltur af
arfleifð sinni því bílrisinn sem hann
stofnaði og við er kenndur á fleiri
fulltrúa á listanum en Model T.
Þannig er bíll sem reynst hefur
mörgum Íslendingnum sá fimmti
mest seldi allra tíma, Ford Escort.
Hið undarlega er að hann hefur
reynst miklu vinsælli í Evrópu en
Bandaríkjunum, á smíðistímanum,
frá 1968 til 2000. Á þeim tíma
runnu tæplega 20 milljónir eintaka
út um heimsbyggðina alla.
Volkswagen Bjallan á eitt lengst
lífsskeið nokkurs bíls en frumgerð
hennar kom á götuna í Þýskalandi í
aðdraganda seinna stríðins, árið
Tímamótabíll Toyota Corolla átti eftir að valda byltingu í bílaeign. Hér á landi sem annars staðar trónir hann á toppnum sem mest seldi bíllinn.
10 mest seldu bílar allra tíma
Toyota Corolla trónir í
fyrsta sæti en Ford pall-
bíll skammt undan
Vinnuþjarkur Ford F-150 er glæsilegur fulltrúi Ford F-línunnar sem er næstsöluhæsta bíltegund sögunnar.
Smellur Honda Accord nýjustu árgerðar gengur sérlega vel í Bandaríkjunum.
Goðsögn Eldforn útgáfa af Ford F-pallbílnum sem er í öðru sæti.
30 | MORGUNBLAÐIÐ
Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar