Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
H
ækkandi eldsneytisverð
hefur ekki farið framhjá
ökumönnum. Ekki er
hægt að prútta við
bensínpumpuna en
reyna má að aka bílnum og um-
gangast hann þannig að eldsneyt-
isnotkunin sé minni frekar en
meiri. Stefán Ásgrímsson er rit-
stjóri FÍB-blaðsins og með fróðari
mönnum þegar kemur að spa-
rakstri. Hann segir mikinn mun
geta verið á eyðslu bíls eftir því
hvernig honum er ekið.
„Reikna má með að það geti ver-
ið allt að helm-
ingsmunur á því
að aka á spar-
neytinn hátt og
ósparneytinn.
Sem dæmi átti
ég eitt sinn
spjall við mann
sem var verk-
stjóri hjá SVR
og tjáði hann
mér að sá bíl-
stjóri sem æki
hvað verst með tilliti til sparneytni
eyddi tvöfalt meira eldsneyti á
hvern kílómetra en sá sem
minnstu eyddi.“
Stefán segir mikinn áhuga hafa
kviknað á sparakstri samfara
hækkandi verði á bensíndropanum.
Hann segir eldsneyti vera svo
stóran kostnaðarlið fyrir heimilið
að margir sjái sig hreinlega knúna
til þess að aka á eins sparneytinn
hátt og frekast er unnt. FÍB hefur
gert sparakstri góð skil og dreifir
m.a. bæklingum til félagsmanna og
á bensínstöðvum þar sem farið er í
helstu grundvallaratriðin og árlega
efnir félagið til sparaksturskeppni
í samstarfi við Atlantsolíu, þar sem
bílaumboðin tefla fram sínum spar-
neytnustu bílum í „kappakstri“ frá
Reykjavík til Akureyrar. „Þróunin
er svipuð víða um heim og drifin
áfram bæði af þörf fyrir að spara
og eins að fara betur með um-
hverfið. Í Bandaríkjunum má finna
heilu áhugamannahópana og vef-
síðurnar sem eru tileinkaðar spa-
rakstri og reynir fólk þar t.d. að
slá hvað öðru við í því að komast
sem lengst á einum tanki.“
Á bíl sem hentar
Sparakstur segir Stefán að sé í
sjálfu sér enginn vandi. „Fyrst ber
að huga að því hvaða bíll verður
fyrir valinu. Fólk ætti að velja sér
bíl sem samræmist þörfum þess og
daglegu brúki. Ef ætlunin er að
spara bensín er ekki skynsamlegt
að vera á þriggja tonna jeppa ef
bíllinn er aðeins notaður til að
koma einni manneskju á milli
staða innanbæjar.“
Þá má spara mikið með því að
skipuleggja ferðirnar vel. „Eitt er
að eyða sem minnstu á hvern ek-
inn kílómetra og annað að spara
óþarfa króka og skutl. Með smá
fyrirhyggjusemi má reyna að leysa
sem flest erindi í einni ferð í stað
þess að endasendast hingað og
þangað milli bæjarhluta. Það eitt
að vera stöðugt að ræsa bílinn að
nýju eyðir miklu eldsneyti og get-
ur verið allt að 50-60% munur á
eyðslu bíls sem tekur af stað kald-
ur og bíls sem þegar er orðinn
heitur.“
Lausagangur borgar sig heldur
ekki. „Eldsneytisnotkun í lausa-
gangi hefur verið vandlega mæld
og sýna prófanir að lausagangur í
eina mínútu er eldsneytisfrekari
en gangsetning vélarinnar. Þó svo
að bíllinn sé ekki á ferð þá brennir
lausagangur töluverðu eldsneyti,
og jafnvel þó að slökkt sé á mið-
stöðinni.“
Dekkin skoðuð mánaðarlega
Annað mikilvægt sparnaðarráð er
að vakta vandlega ástand og loft-
þrýsting í dekkjum. Ekki aðeins
dregur réttur þrýstingur úr sliti
hjólbarðans og lætur hann endast
betur heldur getur rangur þrýst-
ingur aukið eldsneytisnotkun veru-
lega. „Í flestum bílum má finna
upplýsingar innan á hurð-
arstafnum þar sem framleiðandinn
tilgreinir æskilegan þrýsting í
dekkjunum eftir því hvort bíllinn
er fullhlaðinn eða tómur. Er góð
regla að athuga þrýstinginn ekki
sjaldnar en einu sinni í mánuði
enda halda venjulegir hjólbarðar
ekki fullum þrýstingi nema í tak-
markaðan tíma. Á flestum bens-
ínstöðvum má í dag finna sjálf-
virkar loftdælur sem almenningur
hefur ókeypis aðgang að og sára-
einfalt að tryggja að rétti þrýst-
ingurinn sé á öllum fjórum dekkj-
um.“
Ekki ætti heldur að vanmeta
þau áhrif sem þyngd og loftmót-
staða hefur á eyðslu bílsins. Stefán
segir spara mikið eldsneyti að fjar-
lægja aukahluti sem festir hafa
verið utan á bílinn og aka ekki um
með skott og farþegarými fullt af
óþarfa. „Toppgrindur og farang-
urshólf valda töluverðri loftmót-
stöðu og auka eldsneytisnotkunina
verulega. Er það fyrirhafnarinnar
virði að fjarlægja þessa hluti þegar
þeir eru ekki í notkun og halda
skottinu tómu.“
Aukin vindmótstaða skýrir líka
hvers vegna rólegur akstur á lög-
legum hraða skilar betri eldsneyt-
isnotkun en hraður akstur. „Eftir
því sem hraðinn eykst því stærri
kraftar verka á bílinn vegna loft-
mótstöðu og má reikna með að
loftmótstaðan ein bæti um 10-15%
við eldsneytisnotkunina ef hraðinn
er aukinn úr 60 upp í 90 km/klst.“
ai@mbl.is
Að stunda sparakstur er enginn vandi
Morgunblaðið/Ómar
Krónur Oft er talan sem birtist á bensíndælunni hærri en við vildum sjá enda hefur eldsneytisverð verið á hraðleið upp á við. Sparakstur dregur mjög úr eldsneytisnotkuninni. Frá bensínstöð í Reykjavík.
Með því að fylgja nokkrum einföldum ráðum má draga mjög úr eldsneytisnotkun. Getur verið helmingsmunur á eyðslunni
hjá þeim sem ekur án umhugsunar og hinum sem kann sparakstur. Réttur loftþrýstingur og tómt skott sparar bensín
Ef ætlunin er að spara
bensín er ekki skyn-
samlegt að vera á þriggja
tonna jeppa ef bíllinn er
aðeins notaður til að koma
einni manneskju á milli
staða innanbæjarStefán
Ásgrímsson
Stefán segir að flestar bílvélar gefi
besta nýtni við 1.800 snúninga og
ekki vitlaust að hafa augun á snún-
ingshraðamælinum við sparakstur.
Flestir nýir bílar eru líka útbúnir
notendavænum aksturstölvum sem
sýna eldsneytiseyðsluna í rauntíma
svo að sést vel hvaða akstursmáti
eyðir miklu eða litlu. „Síðan er gott
að aka mjúklega, halda jöfnum
hraða og taka hvorki hratt af stað
né hemla harkalega. Á sumum
stöðum, eins og í Ártúnsbrekkunni,
má prufa að hafa bílinn í sem
hæstum gír þegar farið er niður
brekkuna og hætta að gefa inn.
Heldur snúningur vélarinnar þá í
við hreyfingu bílsins og eyðslan er
sama sem 0 lítrar. Þeir allaranösk-
ustu reyna að velja sér akstursleið
sem er greiðfær og sneiða hjá
þungri umferð eða illa samstilltum
umferðarljósum. Er t.d. hægt að ná
nokkuð góðri bylgju af grænum
ljósum þegar ekið er eftir Sæbraut-
inni alla leið að Hörpu.
Best að velja greiða leið