Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 31
Sívinsæll Toyota Corolla af árgerðinni 2014 hefur runnið út í Bandaríkjunum í ár.
Corolla er söluhæsta bílamódel sögunnar og ekki sér fyrir endann á vinsældunum.
1938 og er enn framleidd. Í millitíð-
inni hefur bjallan selst í 23,5 millj-
ónum eintaka og er í fjórða sæti yf-
ir söluhæstu bíla sögunnar. Bíllinn
var endurhannaður frá grunni og
tók talsverðum og nútímalegri út-
litsbreytingum í byrjun níunda ára-
tugarins. Var þar um fyrsta svo-
nefnda „retro“ bílinn að ræða, eða
alveg nýjan bíl sem þó byggist á
ímynd og útliti fornlegri bíls. Ekki
þykir nýja bjallan þó búa yfir
sjarma þeirrar gömlu og hefur því
mælst misjafnlega fyrir.
Þriðji mest seldi bíll sögunnar á
eftir að vera á listanum um ókomin
ár, í því sæti eða ofar. Þar er á ferð-
inni Volkswagen Golf, blátt áfram
bíll sem tæpast þarf að kynna fyrir
neinum. Frá því frumgerðin kom á
götuna 1974 hafa 27,5 milljónir Golf
selst. Hefur hann fyrir nokkru sleg-
ið Bjöllunni við að vinsældum.
Næstmest seldi bíll sögunnar er
svonefnd F-gerð Ford-pallbílsins,
sá eini sinnar tegundar á listanum.
Vinsældir hans hafa verið miklar
allar götur frá 1948. Og þær eru
ekkert að dvína því það sem af er
þessu ári hefur hann verið sölu-
hæsti bíll Bandaríkjanna mánuð
eftir mánuð. Í 65 ára sögu bílsins
hafa 35 milljónir eintaka verið seld.
Núverandi Ford F-150 er öllu hag-
kvæmari í rekstri en áður, 2013 ár-
gerðin fer með tæpa 11 lítra á
hundraðið á vegum úti, en til sam-
anburðar þurfti 1993 árgerðin 14
lítra á sömu vegalengd.
Árið 1966 kom fyrsta eintakið af
Toyota Corolla á götuna. Átti þessi
bíll eftir að valda vatnaskilum í al-
mennri bílaeign, ekkert síður en
þegar Ford kom með Model T. Á
tæplega 50 ára ferli höfðu ríflega
37,5 milljónir Corolla-bíla selst um
síðustu áramót. Ekkert lát er á sölu
þessa vinsæla fólksbíls. Ný og end-
urhönnuð kynslóð hóf göngu sína í
ár þrátt fyrir að eldri kynslóðin
væri ennþá reglulega meðal sölu-
hæstu bíla.
Af upptalningu þessari má
álykta, að mörg þessi bílaheiti eigi
áfram eftir að verma sæti á lista yf-
ir 10 sölumestu bíla sögunnar.
Hversu lengi er ómögulegt um að
spá.
agas@mbl.is
Knár Honda Civic hefur náð mikilli útbreiðslu en í upphafi var um smábíl að ræða.
Klassík Því verður ekki móti mælt að Chevrolet Impala var stórglæsilegur bíll í árdaga.
Þá er að sjálfsögðu að
finna á listanum bíla sem
eru nú í framleiðslu og selj-
ast jafnvel betur í dag en
nokkru sinni áður.
Nútíminn Chevrolet Impala af 10. kynslóðinni er ólíkur forvera sínum .
MORGUNBLAÐIÐ | 31