Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 36
36 | MORGUNBLAÐIÐ
Saga Alpine nær allt aftur til ársins
1967 þegar Motorola stofnar sam-
setningafyrirtækið Alps, síðar
nefnt Alpine. Fyrsta mikilvæga vara
fyrirtækisins var átta rása hljóm-
kerfi sem gat spilað efni af þar til
gerðum hylkjum (e. cartridge).
„Síðan kemur hálfgerð ládeyða þar
til árið 1977 að Lamborghini leitar
til Alpine um að gera tæki fyrir
sportbílana sína. Árið 1978 kemur
Alpine með látum inn á bandaríska
markaðinn sem „high end“ hljóm-
tækjalína fyrir bíla,“ segir Guð-
mundur. „Síðan þá hefur Alpine
verið leiðandi í vöruþróun og var
m.a. árið 1996 fyrsti framleiðand-
inn til að gera leiðsögukerfi með
skjá fyrir einkabíla.“
Það nýjasta og flottasta í Alpine-
bílaútvörpunum í dag segir Guð-
mundur að sé INE-W928R útvarpið
sem skartar átta tommu skjá.
„Þetta tæki fæst m.a. með fest-
ingum fyrir flesta VW-bíla og er
hægt að tengja skjáinn við öll önnur
kerfi bílsins, frá miðstöðinni yfir í
bakkskynjarana.“
Talandi um bakkskynjara þá fær-
ist í aukana að ýmiss konar skynj-
arar og myndavélar séu settar á bíl-
inn. Segir Guðmundur suma láta
duga að hafa eingöngu myndavél að
aftan en aðrir vilji líka myndavél að
framan og vélar sem festar eru á
hliðarspeglana og sýna hvaða svig-
rúm er að fá sitt hvorum megin við
bílinn. „Aukið öryggi fylgir því að sjá
greinilega að ekkert er í veginum
fyrir bílnum en sparar líka háar fjár-
hæðir vegna minniháttar tjóna á
hurðum og stuðara að ekki sé talað
um hversu auðvelt verður að leggja
bílnum í stæðið.“
Nesradíó selur radarvara frá Es-
cort og Whistler og segir Guð-
mundur að salan haldist í hendur
við hækkaðar sektir og aukið um-
ferðareftirlit. „Radarvari er hjálp-
artæki í umferðinni og með auknu
umferðareftirliti getur notkun rad-
arvara minnkað umferðarhraða.“
Náði á toppinn með
Lamborghini
Þ
egar kemur að því að velja
hljómtæki í bílinn þykja fá-
ir standa framar japanska
framleiðandanum Alpine.
Guðmundur Ragnarsson
rafeindavirki er eigandi Nesradíós,
umboðsaðila Alpine á Íslandi síðan
1996. Hann segir að þrátt fyrir sam-
drátt frá hátindi góðærisins lifi Alp-
ine-tækin góðu lífi á íslenska mark-
aðinum.
Hljómtækin eru í dag máttarstólp-
inn í rekstri Nesradíós, en málum var
ekki alltaf þannig farið. „Nesradíó hóf
starfsemi sína með sölu gjaldmæla
fyrir leigu- og sendibíla. Fljótlega
tókum við svo til við að selja og setja í
hljómtæki frá Blaupunkt og Pioneer.
Um svipað leyti fer þáverandi um-
boðsaðili Alpine á hausinn og vildi svo
óheppilega til að Japanarnir töpuðu á
gjaldþrotinu. Japanar kunna því illa
að tapa peningum og eru langræknir.
Við höfðum sýnt umboðinu áhuga og
haft reglulega samband við Alpine í
3-4 ár þegar þeir loksins tóku sjens-
inn á þessum ýtna Íslendingi “ segir
Guðmundur. Auk Alpine selur Nesra-
díó Viper-þjófavarnir frá Directed
Electronics, talstöðvar frá Tait og
loftnet frá Smarteq svo nefndir séu
nokkrir framleiðendur.
Ísetningin innifalin
Árin 1996 til 2003 voru mikill upp-
gangstími fyrir Nesradíó og var í
nógu að snúast að setja ný útvarps-
tæki í bíla, sem þá komu oft til lands-
ins útvarpslausir. Þó svo að flestir ný-
ir bílar komi í dag með útvarpi þá er
enn töluvert að gera við að skipta um
útvarpstæki í nýlegum bílum. Guð-
mundur segir gæðin æði misjöfn á
þeim tækjum sem fylgja bílunum út
úr verksmiðjunni. „Við seljum vel á
annað hundrað útvarstæki í bíla í
hverjum mánuði og eru útvörpin þá
að koma í stað „original“ tækja sem
hafa bilað. Nesradíó á til festingar
fyrir flestar tegundir bíla og mun
hagkvæmara er að koma fyrir góðu
tæki frá Alpine en að panta útvarps-
einingu frá bílaframleiðandanum,
sem oft getur kostað á bilinu 200 til
800 þús. komin í bílinn.“
Guðmundur segir Nesradíó vera
með útvarpslausnir fyrir flestalla bíla
og ísetning á útvarpstækinu er inni-
falin í verðinu. „Enda eru tækin orðin
mjög fullkomin, með Bluetooth,
USB-tengi, hnöppum í stýri og alls
kyns aðra fítusa svo ef tækinu er ekki
komið fyrir af fagmanni eru töluverð-
ar líkur á að eitthvað virki ekki sem
skyldi.“
Á árunum í aðdraganda hrunsins
var algengt að áhugamenn um bíla
gerðu sérlega vel við ökutækin sín,
breyttu og „pimpuðu“ á alla vegu og
kæmu m.a. fyrir veglegum hljóm-
flutningsgræjum, með mögnurum og
hátölurum á ólíklegustu stöðum. Guð-
mundur segir þessa menningu hafa
dalað töluvert og alls óvíst hvort ann-
að sambærilegt blómaskeið í bíla-
hljómtækjaheiminum mun nokkurn
tíma renna upp að nýju. „Sérfræð-
ingar Alpine sem greina markaðinn
benda á að það var einkum unga fólk-
ið sem vildi gera þessar breytingar á
bílunum sínum. Í dag hefur kaupgeta
þessa hóps minnkað og áherslurnar
breyst um leið. Í stað þess að kaupa
stórar bassakeilur í bílinn kaupir
unga fólkið rándýra snjallsíma,“ út-
skýrir hann. „Hér á landi bætir það
við vandann að við berjumst við veika
krónu og há aðflutningsgjöld. Bíltæki
og hátalarar bera 25% vörugjald,
7,5% toll og á þá eftir að bæta við
virðisaukaskattinum.“
Saga Class í aftursætinu
Á móti kemur að vinsældir sjónvarps-
tækja í bílum, svokallaðra bílabíóa,
hafa snaraukist. „Mest selst af tíu
tomma skjáum sem festir eru í topp-
inn miðjan. Skjáirnir í hnakkapúða
eru að dala í sölu bæði vegna þess að
erfitt er að koma skjáunum fyrir, og
eins að eitt tæki fyrir miðju er ódýr-
ara. Skjár í topp er sýnilegur um allt
aftara rými bílsins; margir fjöl-
skyldubílar eru með þrjár sætaraðir í
bílunum og fleiri en tvö börn sem þá
sjá hvað er að gerast á skjánum.“
Bílabíóið hefur gjörbreytt upplifun
barna af bílferðum og um leið gefið
foreldrunum undir stýri meira næði
við aksturinn. Þegar börnin fá sann-
kallaða Saga-Class-meðferð í aft-
ursætinu eru minni ærsl og læti.
„Sumir hafa á orði við mig að sparn-
aðurinn í sjoppu-stoppum spari lang-
leiðina upp í kaupverðið á bílabíóinu.
Skemmtilegt er að segja söguna af
föðurnum sem var duglegur að aka
barninu sínu og vinum þess á skíða-
mót og fékk sér svona kerfi í bílinn.
Síðar kom í ljós að börnin vildu ekki
lengur fá far með hinum foreldum
þegar svo bar undir því að vantaði
rétta afþreyingarkerfið. Á endanum
seljum við oft sjónvarpstæki í 3-5 bíla
til viðbótar sem er afleiðing af vel
heppnaðri ísetningu.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar „Í stað þess að kaupa stórar bassakeilur í bílinn kaupir unga fólkið rándýra snjallsíma,“ útskýrir Guðmundur hjá
Nesradíó um markaðinn. „Hér á landi bætir það við vandann að við berjumst við veika krónu og há aðflutninsgjöld.“
Sýnileiki Nýjustu tækin eru með stórum skjá sem ýmiskonar gagn er af.
Veikluð króna og breytt-
ar áherslur neytenda
hafa fækkað þeim til-
vikum þar sem bíla eru
hlaðnir öflugum mögn-
urum og hátölurum. Hins
vegar er farið að verða
ómissandi að hafa sjón-
varp í bílnum til að hafa
ofan af fyrir börnunum.
Við seljum á annað hundr-
að útvarstæki í bíla í hverj-
um mánuði og eru útvörpin
þá að koma í stað „orig-
inal“ tækja sem hafa bilað.
Bílabíóið að koma sterkt inn á
meðan „pimp“-menningin dalar