Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 44
44 | MORGUNBLAÐIÐ Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir Bílaeigendur standa margir frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að þurfa að gera upp við sig hvort bíllinn er lát- inn vera á ónegldum vetrardekkjum, svokölluðum heilsársdekkjum, árið um kring, eða þá að keyptir eru tveir um- gangar; annar fyrir sumarið og hinn fyrir snjóinn og hálkuna, og dekkja- verkstæðið heimsótt tvisvar á ári. Sturla segir sparnaðinn greinilegan ef valin eru heilsársdekk og flestir verði ekki varir við muninn í akstri eða eyðslu. Þá sé það ekki raunin á Íslandi sem þekkist í útlöndum að heitt sum- arveðrið fari illa með gúmmíið í vetr- ardekkjunum sem gert er fyrir akstur í kulda. „Hinu er ekki hægt að neita að góður fólksbíll getur verið skemmti- legri í akstri yfir sumartímann á sumardekkjum, en nagladekk eru oft skynsamlegasti kosturinn ef aka þarf á milli landshluta yfir veturinn. Eig- endur jepplinga velja hins vegar marg- ir að nota heilsársdekkin því gróft mynstrið á þeim getur komið sér vel ef skjótast á út fyrir bæinn að sumri, t.d. í veiðitúr á slóðum þar sem þörf er á auknu gripi.“ Eru heilsársdekk sniðugur kostur? Þó svo að nagladekkjatímbilið sé frá 1. nóvember til 15. apríl segir Sturla að það sé einkum veðrið sem ráði hvenær dekkin fara af og á. Vetr- ardekkjavertíðin hófst snemma þetta árið í takt við vonskuveður og snjó sem dundi á norðlægari hlutum lands- ins. „Um leið og kemur smá föl fara verkstæðin að fyllast og ég veit að nú þegar er nóg að gera á dekkjaverk- stæðum á norðurhluta landsins og við finnum líka fyrir því að vetrartíminn er byrjaður á verkstæðunum fyrir sunnan. Ég kvarta ekki enda gott að byrja snemma til að dreifa álaginu yfir haustið.“ Morgunblaðið/RAX Snjór Veðurfarið ræður því hvenær nagladekkin fara á og af. Á nagla strax og snjóar M ikil þróun hefur átt sér stað í gerð bíldekkja þar sem framleiðendur keppast við að skapa dekk sem eru bæði öruggari, umhverfisvænni og hag- kvæmari. Sturla Pétursson hjá Gúmmívinnustofunni segir harð- skeljadekkin vera stærstu breyt- inguna og hægt að tala um spreng- ingu á íslenska markaðinum. „Mér virðist harðskeljadekkin í dag orðin um 15% af sölunni. Bæði hefur verðið á harðskeljadekkjum farið lækkandi og eru nú á meðalverði miðað við önn- ur dekk. Þá eru stöðugt fleiri sem hafa uppgötvað kosti þessara dekkja fyrir akstur og umhverfi.“ Grípa vel í hálku Harðskeljadekkin innihalda, eins og nafnið gefur til kynna, skeljar af val- hnetum. „Valhnetuskeljar eru með hörðustu lífrænu efnum sem finna má. Þegar þessum skeljum er bland- að í gúmmíið er útkoman sannkall- aður kraftaverkahjólbarði sem dugar sérlega vel í vetrarveðrum. Þeir sem ekið hafa á harðskeljadekkjum í hálku finna vel hvað dekkið grípur vel í veginn. Harðskeljadekkin hafa líka þann stóra kost fram yfir nagladekk að slíta malbikinu síður og gefa frá sér minni hávaða svo bæði minnkar niðurinn við umferðargötur og minna svifryk liggur yfir borginni,“ segir Sturla . „Framleiðendur hafa nýlega bætt silica-blöndu út í hjólbarðann sem gerir hann mýkri og sterkari í vetrarkuldum án þess þó að það komi niður á notagildinu yfir sumartímann. Er óhætt að nota harðskeljadekkin sem heilsársdekk því þau láta ekki á sjá í íslenskum sumarveðrum, þó annað ætti mögulega við á enn heitari slóðum suður í Evrópu.“ Dekk sem spara bensín Nýjustu dekkin frá Goodyear og Mic- helin leggja áherslu á umhverfisáhrif- in en þó með öðrum hætti en harð- skeljadekkin. Segir Sturla að leiðandi dekkjaframleiðendur hafi á síðustu árum lagt sig fram við að svara kalli markaðarins eftir hjólbörðum sem draga úr eldsneytisnotkun. Hjólbarð- ar hafa mikil áhrif á það hversu miklu eldsneyti bíllinn eyðir en með réttum efnablöndum og mynstrum hefur tekist að skapa dekk sem hafa lítið viðnám í akstri en veita engu að síður góða stjórn og hemlun. „Eldsneyt- issparnaðurinn getur numið allt að 4% með þessari gerð dekkja,“ segir Sturla. Önnur áhugaverð nýjung eru nagladekk frá Goodyear sem nota þríhyrnda nagla. „Bæði hefur lögun naglanna verið breytt og þeim komið fyrir á hjólbarðanum með ákveðinni stefnu og munstri sem gefur grip í snjó og hálku sem á fáa sína líka. Sjálfur hef ég ekið á þessum dekkjum í vetrarveðrum austur fyrir fjall og er gripið alveg svakalegt. Þessi dekk eru góður kostur fyrir þá sem búa úti á landsbyggðinni eða ferðast reglu- lega út fyrir höfuðborgarsvæðið á veturna.“ Rigningin minnti á slitið Umtalað var á dekkjaverkstæðum fyrstu misserin og árin eftir efna- hagshrun að margir viðskiptavinrnir virtust draga fram á síðustu stundu að skipta um slitin dekk. Sturla segir það á tímabili hafa verið daglegt brauð að á Gúmmívinnustofuna kæmu bílar á rennisléttum dekkjum. Nú sé ekki annað að sjá en að ástand- ið fari skánandi. „Þessum tilvikum fer fækkandi og kannski má þakka vætutíðunni undanfarið fyrir það. Þegar rignir mikið finna ökumenn mjög greinilega ástand dekkjanna og bíða ekki boðanna ef slétt dekkin eru greinilega farin að valda slysahættu. Þá sýnist mér að vaxandi hópur bíl- eigenda hugsi vel um dekkin og láti t.d. víxla dekkjunum reglulega til að tryggja jafnara slit.“ Neytendur leita í alla verðflokka: sumir þurfa að passa vel upp á pen- ingana og leita því í ódýrustu merkin, á meðan aðrir sætta sig ekki við ann- að en dýrustu hágæðadekkin. Enn aðrir halda sig einfaldlega við sömu tegundina ár eftir ár af vanafestu. „Bestu kínversku dekkjaframleið- endurnir eru að koma sterkir inn með góðum dekkjum á milliverðum,“ út- skýrir Sturla. ai@mbl.is Úthugsað Framleiðendur þróa efni og mynstur sem draga úr mótstöðu og spara með þeim hætti bensín. Grip Þríhyrndu naglarnir ríghalda í ísinn og kjörnir á bíla á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Rósa Braga Undur „Þeir sem ekið hafa á harðskeljadekkjum í hálku finna vel hvað dekkið gríp- ur vel í veginn. Harðskeljadekkin hafa líka þann stóra kost fram yfir nagladek að slíta malbikinu síður og gefa frá sér minni hávaða svo bæði minnkar niðurinn við umferðargötur og minna svifryk liggur yfir borginni,“ segir Sturla. Vetrardekk með þríhyrndum nöglum og níðsterku gripi og spardekk sem draga úr bensíneyðslu eru meðal nýjunga á dekkjamarkaðinum. Þegar þessum skeljum er blandað í gúmmíið er út- koman sannkallaður kraftaverkahjólbarði Harðskeljadekkin æ stærri hluti af sölunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.