Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Ljósmyndir/Jón R. Hilmarsson
Kvöldroði Hvítserkur baðaður síðustu geislum sólarinnar á júlíkvöldi. Jón tekur gjarnan myndir í ljósaskiptunum.
Malín Brand
malin@mbl.is
Hvort tveggja krefst þol-inmæði: Skólastjórnunog ljósmyndun. Eftirsem áður nýtur Jón
Hilmarsson þess að fara út á kvöld-
in eftir vinnuna og vera einn með
sjálfum sér úti í náttúrunni og taka
myndir. Hann veit fátt betra en það
og hefur tekist í bókum sínum að
draga fram áhugavert landslag,
náttúru, kennileiti og örnefni á þeim
svæðum sem hann hefur myndað.
Þakkar eiginkonunni
Jón byrjaði að taka ljósmyndir
árið 2007 og er sagan af því upphafi
nokkuð skemmtileg.
„Konuna mína, Alexöndru,
vantaði myndir af sjálfri sér og ég
spurði atvinnuljósmyndara hvað
dagur með honum myndi kosta og
það var nóg til
þess að ég fór
út í búð og
keypti mér
myndavél,“
segir Jón um
þetta ágæta
upphaf sem var
árið 2007. Síð-
an þá hefur Jón
sótt nokkur
námskeið og lesið sér til um ljós-
myndun.
Eiginkona hans, Alexandra
Chernyshova, er sópran og söng-
kennari. Saman hafa þau hjónin
unnið ófá myndbönd sem ratað hafa
um víða veröld.
Einstakt landsvæði
Þegar Jón skoðaði ljósmynda-
bækur eftir aðra fannst honum oft
hlaupið yfir það svæði sem hann og
fjölskylda hans bjuggu á og þess
vegna gaf hann út bókina Ljós og
náttúra Skagafjarðar árið 2011. Þá
bjuggu þau á Hofsósi.
„Þegar ég var búinn með það
verkefni þurfti ég náttúrlega að
finna mér nýtt viðfangsefni og þá
fannst mér liggja beint við að taka
fyrir það svæði sem var næst mér
og ákvað að taka þennan landshluta
fyrir, Norðurland vestra,“ segir
hann.
Bókin byggist á þriggja ára
vinnu og hefur hún að geyma 121
ljósmynd með skýringum, auk þess
sem tæknilegar upplýsingar um
hverja og eina og dagsetningu er að
finna aftast í bókinni. Þar er einnig
kort og númer hverrar myndar
merkt þar inn á.
Íslensk birta og myrkur
Jón hefur gaman af íslensku
sumarbirtunni en nýtur þess líka að
taka myndir af stjörnunum og norð-
Skólastjóri á daginn
og myndar á kvöldin
Jón R. Hilmarsson hefur gefið út tvær ljósmyndabækur síðan árið 2011. Þær eru
báðar um svæði sem honum þykja hafa orðið útundan. Það er Skagafjörðurinn
annars vegar og Norðurland vestra hins vegar. Ljósaskiptin eru honum hugleikin
og sú einstaka birta sem hér er á sumrin. Jón er skólastjóri leik- og grunnskóla
Hvalfjarðarsveitar og þar býr hann ásamt eiginkonu og sonum.
Jón R. Hilmarsson
Listakonan Þóra Breiðfjörð heldur úti
síðunni www.thorabreidfjord.is en
þar kynnir hún listsköpun sína.
Hún er að kynna nýja línu um þess-
ar mundir og sækir innblástur úr
hafnfirska hrauninu.
Kjarninn í hugmyndinni er náttúr-
an og náttúruvættir. Álfabollarnir
koma því svo gott sem beint úr
hrauninu en þá hannaði Þóra upp-
haflega fyrir hana Ragnhildi í Álfa-
garðinum fyrir tveimur árum þegar
hún opnaði agnarsmátt kaffihús í
Hellisgerði í Hafnarfirði.
Sjálf hefur Þóra búið í þrettán ár
fyrir ofan Hellisgerði og rekur vinnu-
stofu sína á Skúlaskeiðinu sem er
gatan fyrir ofan Hellisgerði.
Þóra er innfæddur Hafnfirðingur,
alin upp í hrauninu og álfatengingin
mjög sterk hjá henni.
Vefsíðan www.thorabreidfjord.is
Álfabollar Náttúruvættir skipa stóran sess í hönnun Hafnfirðingsins Þóru.
Hafnfirskt hraun innblásturinn
Litlu leikfélögin á landsbyggðinni
gegna afar mikilvægu hlutverki og er
Leikfélag Flateyrar þar engin und-
antekning.
Þann fyrsta desember var leikritið
„Allir á svið“ frumsýnt en það var
sett upp í samstarfi við leikarann
Víking Kristjánsson.
Íbúar Flateyrar eru sagðir afar
stoltir af fólkinu sínu enda þarf
mikla samheldni til að svo fámennt
bæjarfélag geti sett upp svo stóra
sýningu. En 200 manna bæjarfélag
getur lyft grettistaki, ef eitthvað er
að marka þetta. Margir koma til að
sjá vini og ættingja á sviði og hafa
áhorfendur ekki orðið fyrir von-
brigðum.
Á frumsýningunni var salurinn
fullur í Félagsheimilinu á Flateyri og
að sögn viðstaddra var hlegið frá
upphafi til enda.
Leikritið fjallar raunar um leikrit.
Það er ekki amalegt í skammdeginu
að lyfta sér aðeins upp og hafa ber í
huga að hláturinn lengir lífið!
Endilega …
… lítið á Leikfélag Flateyrar
Leikur Úr leikritinu Allir á svið, sem var frumsýnt 1. desember.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.iswww.facebook.com/solohusgogn
Eldhúsborð og stólar
Íslensk hönnun í gæðaflokki
Hönnuður:
Sturla Már Jónsson
Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagn kki)
Aria
Nýja Aría borðalínan fékk
Hönnunarverðlaun FHI 2013 í
húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg
í mismunandi stærðum og útfærslum.
Verð frá kr. 91.000
Almar stóll, verð frá 34.000
Máni
Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum
stálkanti og harðplastlagðri plötu.
Stærð og litur að eigin vali.
Verð frá kr. 85.000
E60 stóll, verð frá 24.300