Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 20

Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Smáauglýsingar Hljóðfæri Þjóðlagagítarpakki: kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka- strengir, stilliflauta og kennslu- forrit. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27, s. 552 2125. www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt STOKKABELTI Gullfallegt stokkabelti eftir Guðmund Helga Guðnason gullsmið til sölu. Upplýsingar í síma 895 7177. TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 4.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070.                    !   GLÆSILEGAR MITTISBUXUR Í ÚRVALI Teg MAJA - fást í hvítu og svörtu í S,M,L,XL á kr. 2.995,- Teg GABE - í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2XL á kr. 2.995,- Teg eco MI - í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2XL á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18. Opið laugard 10 - 14 Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Frú Sigurlaug Mjóddin s. 774-7377 Mikið úrval af sloppum Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Þjónustu- auglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð Það er erfitt að setjast niður og skrifa fátækleg orð um Röggu vinkonu mína og jafn- öldru. Sama dag og ég fagnaði því að verða árinu eldri, kvaddi Ragga þennan heim aðeins 44 ára gömul. Við Ragga höfum fylgst að frá því við vorum litl- ar, bjuggum í sama hverfi, vor- um bekkjarsystur, vorum í skát- unum og í boltanum. Ég man þegar Ragga byrjaði að æfa körfu með okkur, það voru ekki margar æfingarnar sem hún mætti á því fljótlega áttaði hún sig á því að þetta var ekki fyrir hana og án þess að gera lítið úr hæfileikum Röggu á þessu sviði þá held ég að drengirnir hennar hafi fengið körfuboltagenin frá pabba sínum. Eitt sumarið fengu foreldrar mínir þá snilld- arhugmynd að fá sumarskipti- nema frá AFS til okkar, það var allt í góðu nema ég var mjög lé- leg í ensku en var svo heppin að við Ragga vorum mikið saman á þessum tíma og hún talaði fyrir okkur báðar, enda mjög góð á því sviði og ófeimin við að tala. Við áttum okkar frumburði á sama ári þannig að leiðir okkar lágu saman þar, þá vorum við aftur fluttar í sama hverfið og mikill samgangur milli Ragnars og Hafliða. Við tókum líka tjald- vagnatímabil, fórum í ferðalög, á fótboltamót og fleira með strákana, fukum út úr Herjólfs- dal eitt árið á fótboltamóti og okkur rigndi niður á Bakkaflöt eina verslunarmannahelgina þannig að það var sjaldan logn- molla þar sem við vorum. Síðast en ekki síst höfum við setið á körfuboltaleikjum, hvatt strák- ana okkar áfram og spjallað um daginn og veginn. Það var mikið reiðarslag þeg- ar Ragga greindist með illvígan sjúkdóm, þessi glaðværa, glæsi- lega eiginkona og móðir þriggja drengja sem lýsti upp heiminn þegar hún hló sínum einskæra hlátri ætlaði ekki að láta í minni pokann í þessari baráttu. Hún barðist eins og hetja og náði tökum á sjúkdómnum, ég Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir ✝ RagnheiðurGuðný Ragn- arsdóttir fæddist í Keflavík 22. sept- ember 1969. Hún lést á Landspítal- anum 22. nóvember 2013. Útför Ragnheið- ar fór fram frá Keflavíkurkirkju 5. desember 2013. gleymi ekki þeim degi í vor þegar við hittumst á körfu- boltaleik að hún snéri sér að mér og sagðist hafa gleði- fréttir handa mér, hún hafði sigrað sjúkdóminn aftur 2-0 fyrir mér eins og hún orðaði það, það er á svona stundu sem maður tárast gleðitárum. Við héldum 30 ára fermingarafmæli í vor, þá hafði Ragga greinst aftur. Hún mætti galvösk í bekkjar- partíið og svo í veisluna, glæsi- leg til fara að venju, ætlaði sko ekki að láta þetta framhjá sér fara og skemmti sér konunglega með okkur. Eins ósanngjarnt og þetta er þá yljum við okkur við góðar minningar um Röggu. Elsku Alli, Ragnar, Aron, Hrannar, Guðrún og Ragnar, systkini og aðrir aðstandendur, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrýtið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Anna María Sveinsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Ragnheiðar Ragn- arsdóttur sem kvaddi okkur fyrir skömmu eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Kynni mín af Röggu hófust þegar hún og Alli fóru að vera saman fyrir u.þ.b. tuttugu og fimm árum síðan. Alli var þá einn af burðarásum Keflavíkurl- iðsins í körfubolta sem vann glæsta sigra. Ragga hafði hins vegar notað tímann til að mennta sig, farið til útlanda sem skiptinemi og stundaði fyr- irsætustörf meðfram því, enda stórglæsileg stelpa sem hvar- vetna vakti athygli fyrir glæsi- leika og tignarlegt fas. Það var mikil reisn yfir Röggu. Hún var heimskona. Ánægjulegt var sjá hversu vel hún og Alli náðu saman og geislaði af þeim gleðin og lífshamingjan. Fljót- lega eignuðust þau frumburðinn Ragnar Gerald og stuttu síðar fylgdi svo Aron Ingi á eftir. Ekki lét Ragga sér nægja að ala upp tvo unga drengi og stunda nám með heldur hvatti hún Alla með ráðum og dáð sem til þessa hafði nú ekki verið neitt sérlega sólginn í skólavist til þess að flytja búferlum til Flórída í flugvirkjanám. Fljót- lega eftir heimkomuna kom Hrannar Már í heiminn og fjöl- skyldan dafnaði sem aldrei fyrr. Ragga starfaði sem kennari í Heiðarskóla og var farsæl í starfi og naut virðingar nem- enda sinna og samkennara, enda metnaðarfull og samvisku- söm í hvívetna. Fyrir um þrem- ur árum fóru óveðursský að hrannast upp í lífi þessarar glæsilegu fjölskyldu. Ragga greindist með illkynja mein. Við tóku erfiðir tímar. Af mikilli þrautseigju og krafti sigraði Ragga fyrsta bardagann við þennan slóttuga púka sem krabbamein er. Sigurvíman var skammvinn og enn þurfti Ragga að ganga í gegnum stífa læknismeðferð sem reyndi gríð- arlega á, bæði líkama og sál. Samhent og sterk stóð fjöl- skyldan og vinir að baki henni. Enn og aftur náði Ragga að kveða niður þennan lævísa draug sem hert hafði tök sín. Barátta hennar og seigla við þennan grimmilega og illkvittna sjúkdóm tók af henni gríðarleg- an toll. Þrautseigjan og lífsvilj- inn var enn til staðar þegar meinið herjaði á í þriðja sinn af svo miklum þunga að ekkert varð við ráðið. Líkaminn réði ei meir við atganginn og Ragga fékk loks frið frá þeim kvölum sem hún hafði svo kröftuglega gengist við til þess að geta átt tíma með sinni ástkæru fjöl- skyldu. Styrkur hennar og kraftur eru okkur sem lifum hvatning um að gera daginn í dag að meistaraverki okkar. Þó að lífaldur Röggu hafi ekki ver- ið hár eru afrekin hennar mörg. Fjórir glæsilegir piltar. Albert, Ragnar, Aron og Hrannar eru merkisberar hennar um ókomna tíð. Ástin er sterkari en dauðinn og í strákunum sínum mun Ragga eiga eilíft líf. Elsku Alli. Ég dáist að þeim styrk og æðruleysi sem þú hefur sýnt á þessum erfiðu tímum. Baráttan og dugnaðurinn sem þú varst þekktur fyrir á leikvellinum hefur fylgt þér í gegnum þessi veikindi. Þú ert sigurvegari og sýndir það svo ótvírætt í ykkar miklu raunum. Kæru Ragnar, Aron og Hrannar. Harmur ykkar er mikill og sorgin þungbær, en ljósið sem mamma ykkur skildi eftir í hjörtum ykkar mun loga og skína þegar myrkrið er hvað svartast og vera ykkur vegvísir, huggun og innblástur til góðra verka í framtíðinni. Ykkur öll- um, foreldrum Röggu, þeim Ragnari og Guðrúnu, systkin- um, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð og megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Tómas Tómasson. Ljúfmennskan og hlýjan fylgdu Þórdísi Dögg frá fyrstu kynnum. Hún var brosmild og glöð og við fengum að kynnast börnunum hennar, sem voru henni svo óendanlega kær og hennar stolt. Hún ávann sér traust okkar og trúnað og við fengum innsýn í viðkvæma og brothætta sál. Við þökkum fyrir allar okkar stundir, Þórdís mín, og biðjum almættið að halda vel utan um börnin þín og styrkja þau og Þórdís Dögg Gunnarsdóttir ✝ Þórdís DöggGunnarsdóttir fæddist á Húsavík 15. október 1979. Hún lést hinn 28. nóvember 2013 Útför hennar fór fram frá Húsavík- urkirkju 6. desem- ber 2013. styðja. Þá vottum við Max, börnunum, foreldrum, bróður og öðrum aðstand- endum okkar inni- legustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Mecca Spa, Sigrún Benediktsdóttir. Það var mikið áfall þegar við fengum fregnir af andláti okkar elskulegu Þórdísar. Þessi yndis- lega vinkona okkar sem átti allt lífið framundan er á einu auga- bragði horfin frá okkur. Við kynntumst Þórdísi þegar við hóf- um allar nám í snyrtifræði og myndaðist ótrúlega góður vin- skapur okkar á milli sem hefur haldist í gegnum árin þó svo að við séum búsettar hér og þar yfir landið. Þórdís var þessi glað- væra og ljúfa manneskja sem vildi allt fyrir alla gera. Það var aldrei leiðinlegt þegar þessi hóp- ur kom saman enda ófá pylsup- artíin og vitahittingarnir og allt- af var glatt á hjalla. Þegar við hugsum til baka þá getum við ekki annað en brosað. Þórdís var ótrúlega auðmjúk þegar hún sagði frá veikindum sínum og lagði öll spilin á borðið, en sum barátta verður ekki unnin. Minn- ing um vinkonu okkar með stóra hjartað mun lifa áfram með okk- ur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við vottum fjölskyldu og vin- um Þórdísar samúð okkar og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk. Hanna Sigríður, Hulda Rós, Petra Dögg, Sigríður og Þorgerður Eva

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.