Morgunblaðið - 09.12.2013, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Hlutverkin í leikriti lífsins sem ég hef sinnt eru orðin æðimörg. Í tæp þrjátíu ár vann ég í Landsbankanum á Selfossien þar hætti ég um aldamót. Eftir það greip ég í ýmis störf,
vann á slysadeild sjúkrahússins, var ritari hjá fógetanum og vann á
réttargeðdeildinni á Sogni. Starfið þar gaf mér nýjan skilning á
mannlífinu,“ segir Þóra Grétarsdóttir á Selfossi sem er 66 ára í dag.
Eystra hefur hún búið alla sína tíð og tekið virkan þátt í bæjarlífinu.
Var stirni í starfi Leikfélags Selfoss og tók þátt í uppfærslum þess á
ýmsum verkum.
„Líklega er hápunkturinn á ferlinum þegar ég, árið 1969 og þá
rétt liðlega tvítug, lék Ragnheiði biskupsdóttir í Skálholti, leikriti
Guðmundar Kambans. Og það minnir mig á að ég þarf í bókasafnið
að nálgast nýútkomna ævisögu Kambans, þaðan sem ég er nú þegar
komin með nýjar bækur eftir Árna Þórarinsson, Vigdísi Gríms-
dóttur og Sjón,“ segir Þóra.
Síðari árin hefur Þóra jafnan boðið sínu fólki og skylduliði þeirra
í kaffi á afmælisdegi sínum. „Desember er skemmtilegur tími. Þeg-
ar hér er komið sögu er jólabaksturinn langt kominn og gaman að
geta boðið afmælisgestunum í fyrsta skammtinn af smákökunum og
öðru fíniríi; bakkelsi af ýmsum sortum,“ segir Þóra sem er fráskilin
en á einn son; Sigurð Fannar Guðmundsson, sem er kvæntur
tveggja barna faðir og býr í Kópavogi. sbs@mbl.is
Þóra Grétarsdóttir er 66 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smákökur „Jólabaksturinn langt kominn og gaman að geta boðið
afmælisgestunum í fyrsta skammtinn,“ segir Þóra Grétarsdóttir.
Biskupsdóttir sem
vann í bankanum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Bjarni Freyr
fæddist 5. nóvember 2012 kl. 4.16.
Hann vó 4.075 g og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Erla Arnardóttir og
Ingi Björnsson.
Nýir borgarar
Selfoss Guðrún Birna fæddist 6.
september. Hún vó 3.920 g og var
53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru
Bryndís Erlingsdóttir og Sveinbjörn
Ari Gunnarsson.
O
ddný fæddist í Reykja-
vík 9.12. 1943 og ólst
þar upp á Laugavegi
22. Hún var í Miðbæj-
arskólanum, lauk
landsprófi í Vonarstræti og stúd-
entsprófi frá MR 1963.
Eftir stúdentspróf starfaði
Oddný um skeið hjá lögreglustjór-
anum á Keflavíkurflugvelli, fór svo
ári síðar til Parísar og bjó þar hjá
sendiherrahjónunum, Pétri Thor-
steinsson og eiginkonu hans, Odd-
nýju Elísabetu Thorsteinsson, sem
er föðursystir nöfnu sinnar. Þar
stundaði Oddný nám við Sorbonne
og kenndi frænda sínum íslensku.
Oddný varð einkaritari Grétars
Kristjánssonar hjá Loftleiðum
haustið 1964, stundaði jafnframt
nám í ensku, frönsku og latínu við
HÍ og lauk BA-prófum í ensku og
frönsku.
Oddný Björgólfsdóttir – fyrrv. flugfreyja 70 ára
Síðasta ferðin Flugáhöfnin í síðustu ferð Oddnýjar á afmælisdegi hennar, 2010. Frá vinstri: Axel Guðmundsson;
Henríetta Gísladóttir; Þuríður Vilhjálmsdóttir; Oddný; Reynir Ólafsson, Margrét Þórarinsdóttir, og Páll Georgsson.
Var aldrei flughrædd
Skólasystur: Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Oddný og María Jóhannsdóttir.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is