Morgunblaðið - 09.12.2013, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú er vön/vanur að leita eftir full-
komnun, en í dag lendir þú í þeirri stöðu að
geta ekki betur. Og þar sem þú ert svo yf-
irmáta ánægð/ur með það sem þú færð
færðu jafnvel meira.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er engum öðrum að kenna en
sjálfum þér ef þér leiðist eitthvað þessa dag-
ana. Settu þig í samband við konurnar í fjöl-
skyldunni, ekki síst ömmu eða gamla
frænku.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt einvera sé holl á stundum má
of mikið af henni gera sem öðru. Gott hjá þér
að bjóða fram krafta þína. Þú mátt alls ekki
deila hugmyndum þínum með neinum sem
gæti eyðilagt þær.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er allt á fullu í hausnum á þér og
þú hefur hundrað lausnir við öllum vanda-
málum. Temdu þér forgangsröðun.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þér lítist ekkert á að fá aðstoð við
ákveðið verkefni skaltu hugsa málið. Hættu
að velta óþægilegu málunum á undan þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Veltu fyrir þér leiðum til þess að bæta
vinnuaðstæður þínar eða aðferðir. Líttu bara
niður og sjáðu út í hvað þú ert að henda þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lífið hefur mikinn tilgang núna, þar sem
viss manneskja spilar stóra rullu. Gættu
þess að láta pirring hvorki bitna á vinnu-
félögum þínum né þínum nánustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert óhrædd/ur. Nú gengur
lífið sinn vanagang. Ef þú venur þig á það
daglega að hugsa jákvætt losnar þú á end-
anum við bjánaleg vandamál eins og þau
sem blasa við í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Viðskiptasamningar og allt sem
lýtur að kaupum og sölu ætti að ganga vel í
dag. Drífið í hlutunum og hamrið járnið með-
an það er heitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hraðinn í daglega lífinu magnast
næstu vikur. Láttu þér ekki koma á óvart öf-
und og illkvittni sumra, farðu varlega í
stressinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er góður dagur fyrir verslun
og viðskipti. Veltu hlutunum vandlega fyrir
þér og svarið hlýtur að skjóta upp kollinum
fyrr en varir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Heimili þitt þarf að vera eins og hlýtt
og notalegt hreiður. Ef eitthvað veldur þér
streitu farðu á afvikinn stað og hvíldu þig í
smástund.
Íaðdraganda fréttamannafundaroddvita ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir vegna skulda heimilanna
orti Ólafur Stefánsson:
Af mér verður lánum létt,
lífsins opnast smugur.
Munur að vera í millistétt,
mildur Guð almáttugur.
Ágúst Marinósson prjónaði við
það:
Af kæti á morgun millistétt
mun á torgum óma.
Gleypir sorgir gleðifrétt
galsaorgin hljóma.
Ármann Þorgrímsson var ekki
bjartsýnn á niðurstöðuna:
Staða mála einföld er
um þó megi þrasa
allir borgi sjálfum sér
úr sínum eigin vasa.
Jón Arnljótsson orti um nið-
urskurð á RÚV:
Fréttatímar falla brott,
fáir verða og stuttir.
Líka munu gera gott,
gamlir, endurfluttir.
Dagskrárliðir detta út,
er depurð veldur sumra.
Frá eitt til sjö, má heyra hrút,
hornóttan, að kumra.
Í Sjónvarpinu sífellt hlé,
síðkvöldin mun dekka.
Bara sýnt er Bretar te,
úr bollum sínum drekka.
Hjálmar Freysteinsson segist
sprunginn á pólitískra-yrkinga-
bindindinu, sem hann ætlaði að
vera í og þá best að sleppa þessari
limru lausri:
Fer oft með fjarstæður hreinar
og fáum er ljóst hvað hann meinar,
ég segi ekki hér
hver þetta er,
(því þetta er hann Ásmundur Einar).
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af niðurskurði á RÚV
og skuldum heimilanna
Í klípu
„ÞÉR ER VONANDI SAMA, HÚN ER
LÍKAMSTJÁNINGARTÚLKURINN MINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÁTTU SJÁ AF TÍUÞÚSUNDKALLI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að greiða yfir
skallablettinn hans.
ÞETTA ER
HÁSÆTI
KONUNGS.
ER ÞETTA EKKI
BARA SÝNDAR-
MENNSKA? NEI.
SPEGILL, SPEGILL, HERM
ÞÚ MÉR - HVER ER ...
BÍDDU! ÁÐUR EN ÞÚ
HELDUR ÁFRAM ...
ÞÚ ERT
FEITUR!
EINN MÚR-
STEIN, TAKK!Í huga Víkverja er augljóst aðstærsta frétt síðustu viku var lát
mannréttindafrömuðarins Nelson
Rolihlahla Mandela. Það eitt að hann
hafi náð 95 ára aldri hlýtur að teljast
til frétta, ekki síst í ljósi þess hvernig
æviskeið hans var.
Eins og er um alla menn og konur
voru ekki allir aðdáendur Mandela.
Það flækist til dæmis fyrir sumum
að hann hafi tekið þátt í að stofna
hina herskáu deild Umkhonto we
Sizwe í baráttunni gegn aðskiln-
aðarstefnunni í Suður-Afríku. Til
þess verður þó að horfa að án fram-
lags hans er alls óvíst að aðskiln-
aðarstefnan hefði fengið þann endi
sem hún fékk.
Þá telur Víkverji öllum hollt að
muna að enginn sé alslæmur, og
enginn algóður, þó svo að margir
vilji horfa á heiminn með slíkum
svart-hvítum gleraugum. Meira að
segja Gandhi fannst í lagi að grípa til
ofbeldis við vissar aðstæður. Til-
gangurinn og meðalið og allt það.
Í augum Víkverja leikur enginn
vafi á því að Mandela var mik-
ilmenni, og vel að sínum heiðri kom-
inn. Á fésbók spurði vinur Víkverja
hvort síðasta stórmennið væri ef til
vill fallið frá. Eflaust er til fólk sem í
dag, eða síðar meir, vinnur önnur
eins afrek og Mandela eða Gandhi
unnu á sinni ævi. En Víkverji veit í
það minnsta ekki um neinn sem til-
heyrt gæti slíkum flokki.
x x x
Á heimili Víkverja eru lottóraðirkeyptar í áskrift. Það er því,
sem von er, nokkur tilhlökkun til
næsta útdráttar. Enda hafa Víkverji
og betri helmingurinn ákveðið að
vera með fimm rétta.
Stundum er það gert að leik að
fabúlera um ráðstöfun vinningsfjár-
ins, sér í lagi ef upphæðin er veruleg.
Eins konar „Hvað myndirðu gera við
peningana sem frúin í Hamborg gaf
þér?“. Af biturri reynslu getur Vík-
verji ráðlagt fólki að sleppa slíkum
vangaveltum, þar sem kaldur veru-
leikinn verður enn kaldari eftirá.
Nær væri að lesa mannkynssögu
og kynna sér ástandið í öðrum lönd-
um. Og þakka fyrir að við höfum það
jú umtalsvert betra en næstum allir
sem hafa nokkru sinni verið til.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Játið að Drottinn er Guð, hann hefur
skapað oss og hans erum vér, lýður
hans og gæsluhjörð.
(Sálmarnir 100:3)
NÝ LÍNA AF
BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ
Baðinnréttingar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósbrúnar – dökkgráar – svört eik
Allt í baðherbergið frá A til IFÖ.
Opið virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 10–15
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is