Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 26

Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 26
flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Norski rithöfundurinn Jørn Lier Horst fékk Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáld- sögu sína Veiðihundarnir, en bók- in er nýkomin út í íslenskri þýð- ingu og er ofarlega á metsölulista Eymundssonar. Hún er áttunda skáldsaga Horsts og aðalpersónan, eins og í fleiri bókum höfundar, er lögreglumaðurinn William Wisting sem rannsakar morð og hvarf á unglingsstúlkum. Horst starfaði í tæp tuttugu ár sem rannsóknarlögreglumaður, en hætti störfum í ágúst síðastliðnum og helgar sig nú ritstörfum. Hann var staddur hér á landi fyrir skömmu og var meðal þátttakenda á glæpasagnahátíðinni Iceland No- ir. „Ég hef alltaf haft gaman af að skrifa. Ég skrifaði smásögur þeg- ar ég var krakki en svo tók brauð- stritið við og ég hafði engan tíma til að skrifa,“ segir Horst. „Kannski varð ég rithöfundur þeg- ar ég kom á minn fyrsta glæpa- vettvang sama kvöld og ég hóf störf hjá lögreglunni. Í desember 1995 var gamall maður myrtur á hrottalegan hátt á heimili sínu í Larvik ekki langt frá heimili mínu. Fyrsta verkefni mitt sem lög- reglumaður var að fara á vett- vang. Málið upplýstist ekki. Sex árum seinna lá ég uppi í rúmi og var að lesa glæpasögu, en bókin var svo hræðileg að ég henti henni frá mér og sagði við konuna mína: Ég get skrifað betri bók! Ég reyndi síðan að sofna en tókst ekki, fór fram úr og byrjaði að skrifa um þetta gamla mál. Þessi fyrsta glæpasaga mín, Lykilvitnið, byggðist því á raunverulegu morð- máli. Tilgangurinn með að skrifa þá sögu var að endurvekja áhuga á gömlu morðmáli og reyna að afla nýrra upplýsinga. Það tókst, því nýjar upplýsingar streymdu til lögreglunnar eftir að bókin kom út, en málið er enn óupplýst.“ Horst vann við rannsókn saka- mála í tæp tuttugu ár og skrifaði á þeim tíma nokkrar glæpasögur. „Þetta var alveg sérstök staða,“ segir hann, „að vinna við að leysa sakamál og skrifa jafnframt glæpasögur. Lögreglustarfið smit- aðist inn í sögur mínar. Við rann- sókn glæpa hitti ég fórnarlömb og syrgjendur og í mörg ár hafði ég líka það hlutverk að yfirheyra glæpamenn. Öll þessi reynsla rat- ar inn í bækur mínar og ég held að einmitt það eigi stóran þátt í vinsældum bókanna. Ég vil ekki bara skrifa bækur sem eru af- þreying. Ég reyni að segja eitt- hvað um þjóðfélagið og þá út frá reynslu minni sem lögreglumaður. Þjóðfélagsvandamál koma oft á borð lögreglumannsins.“ Sár persónuleg reynsla ratar í glæpasögu Þú hlýtur að hafa velt fyrir þér af hverju fólkið sem þú yfirheyrðir sem lögreglumaður framdi glæpi. „Já, og ástæðurnar fyrir því að þetta fólk varð að glæpamönnum eða morðingjum eru þær að það leyfði tilfinningum eins og reiði, afbrýðisemi og græðgi að taka af sér völdin. Þetta eru tilfinningar sem ég veit að ég get fundið fyrir. Í bókum mínum langar mig til að rannsaka hvað það er sem fær fólk til að fremja glæpi. Í Veiðihundunum nýti ég mér einnig persónulega og sársauka- fulla reynslu. Í þessari bók er Wisting sakaður um að fremja glæp og honum er vikið úr starfi. Fyrir nokkrum árum var ég sjálf- ur í sömu sporum. Það er löng og flókin saga en í stuttu máli snerist það um eitt stærsta fjárkúg- unarmál í Noregi og viðskipta- jöfur. Ég fékk manninn sakfelldan og hann var fimm ár í fangelsi en þegar hann var laus kom upp mál af svipuðum toga og hann var dæmdur á ný. Þá kom til mín maður sem sagði mér að við- skiptajöfurinn væri saklaus í þessu máli. Ég var síðan sakaður um að hafa verið í vitorði með dæmdum glæpamönnum til að fá hann lausan. Ég var hreinsaður af öllum ásökunum en það að hafa rannsakað mál og vera síðan ákærður og þurfa að sitja hinum megin við borðið og svara spurn- ingum var athyglisverð og sárs- aukafull lífsreynsla. Veiði- hundarnir eru persónulegasta bók mín, hún ber það með sér og ég held að það eigi sinn þátt í vel- gengni hennar.“ Horst fékk Glerlykilinn fyrir bókina sem hefur orðið til að auka áhuga á verkum höfundarins utan heimalandsins. „ Ég ferðast þó nokkuð til að kynna bækur mínar. Eftir að hafa látið af störfum sem lögreglumaður hef ég fleiri tæki- færi til að fylgja bókum mínum eftir víða um heim. Þessi ferðalög eru eitt af því skemmtilegasta við að vera rithöfundur,“ segir hann. Spennusögur fyrir börn og unglinga Horst er ekki bara höfundur glæpasagna heldur einnig höf- undur barnabóka með spennandi ívafi. Bækurnar hafa yfirskriftina Clue. Fyrsta bókin í bókaflokkn- um, Salamöndrugátan, kom út á íslensku í fyrra og nú er komin út barnabókin Möltugátan og þar leysa vinirnir Cecilia, Leo, Une og hundurinn Egon æsispennnandi ráðgátu. „Clue-glæpaserían er ætluð börnum frá 10 til 14 ára,“ segir Horst. „Á þeim aldri sökkti ég mér ofan í spennandi bækur eins og Frank og Jóa bækurnar, bæk- urnar um Nancy Drew og allar Lögreglumaðurinn sem varð glæpa- sagnahöfundur  Jørn Lier Horst hlaut Glerlykilinn fyrir bók sína Veiðihundarnir sem komin er út á íslensku » Það að hafa rannsakað mál og vera síðanákærður og þurfa að sitja hinum megin við borðið og svara spurningum var athyglisverð og sársaukafull lífsreynsla. Veiðihundarnir eru per- sónulegasta bók mín, hún ber það með sér og ég held að það eigi sinn þátt í velgengni hennar.“ „Í bókum mínum langar mig til að rannsaka hvað það er sem fær fólk til að fremja glæpi,“ segir Jørn Lier Horst. bækur Enid Blyton. Þarna var heillandi söguheimur sem ég lifði mig inn í. Hugsanlega hefði ég ekki orðið rithöfundur nema vegna þess að ég las Frank og Jóa og bækur Enid Blyton sem barn. Með Clue er ég að reyna að endurskapa eitthvað af þeirri spennu sem ég upplifði með Frank og Jóa, Nancy Drew, og hinum fimm fræknu. En ég er ekki bara að leitast við að segja börnum spennandi sögu. Í hverri Clue-bók kynni ég til sögu velþekktan heimspeking. Þannig komu heimspekikenningar Sókratesar við sögu í fyrstu Clue- bókinni og þar urðu söguhetjurnar að nýta sér heimspeki Sókratesar til að leysa ráðgátuna. Þessi heim- speki er falin í textanum, ég er ekki að ota henni fram á predik- unarkenndan hátt. Þetta gefur börnunum færi á að hugsa um stóru spurningar tilverunnar án þess að þau geri sér beinlínis grein fyrir því. Mér finnst mik- ilvægt að börnin haldi ekki að þau séu að lesa bók um heimspeki því þá finnst þeim að sagan hljóti að vera leiðinleg. Heimspekin er miklu frekar smá veganesti sem ég gef þeim.“ 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.