Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 28

Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 28
Munið að slökkva á kertunum Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klippið af kveiknum svo að ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér Slökkvilið höfuborgasvæðisins Menning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Ævintýraleg þroskasaga Draumsverð bbbbn Eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjars- son. Vaka-Helgafell 2013. 555 bls. Fyrri bókin í sagnabálknum Þriggja heima sögu, Hrafnsauga, hlaut Íslensku barnabókaverð- launin 2012 og stóð vel undir því. Þessi, sem segir líka frá ferð- araunum Ragnars, Breka og Sirju, er enn betri, mun betur skrifuð og framvindan ævintýra- legri. Þremenningarnir halda suður á bóginn og komast í kynni við óteljandi persónur, berjast við ófreskjur og ófreska menn og konur og glíma ekki síður við við sig sjálf, því þetta er líka þroskasaga. Ragnar var heilsteyptasta persóna fyrri bókarinnar og er enn, kvöl hans er sannfærandi og líka hvernig hann nær æ betri tökum á kröftum sínum. Sirja verð- ur líka heilsteyptari, þó að enn eigi hún nokkuð í land, en Ragnar er enn ómótaður, full eintóna og þvælist nánast fyrir. Málfar á bókinni er gott, en á stöku stað hefði yfirlesari átt að grípa í taumana, ekki síst til að fækka „krökkum“. Of mikið af aukasetningum Vargsöld bbmnn Eftir Þorstein Mar. Rúnatýr 2013. 240 bls. Vargsöld er fyrsta bókin í sgnabálki sem fengið hef- ur heitið Roðasteinninn. Bókin segir frá unglings- stúlkunni Ráðgríði, liðsmanni Grænstakkanna sem búa norður í ótilgreindu landi. Ráðgríð lifir á óttaleg- um tímum, því ill öfl sækja í sig veðrið, ófrýnilegri naddar vaða uppi með grimmdarverkum og Rágríði er falið að leita eftir aðstoð frá greifanum af Norðmæli með Hræreki félaga sínum. Sagan sem felst í Vargsöld er prýðileg, spennandi og framvindan ör. Textaflóðið í bók- inni er á móti galli, því of mikið er af aukasetningum, óþörfum lýsingum og útúrdúrum. Samtöl eru líka sum klaufalega skrifuð. Ráðgríð sjálf er líka ekki nógu sannfærandi, ekki síst í ljósi þess að hún er liðsmaður Grænstakkanna, en þó afskaplega linkuleg. Vonandi tekur Þorsteinn sig taki fyrir næstu bók, þéttir stíl- inn og klippir burt allan óþarfa. Ólíkindalegt ævintýri Augað bbnnn Eftir Hallveigu Thorlacius. Salka 2013. 143 bls. Í Martröð, bók sem Hallveig Thorlacius sendi frá sér fyrir fimm árum, segir frá telpunni Hrefnu Es- meröldu, sem á sér óvenjulegan og um margt átakanlegan uppruna. Því miður fór sú bók franmhjá mér, en er rifjuð upp í ljósi þess að komin er önnur bók um ævintýri Hrefnu og vina hennar, Kjartans og Kristínar. Hrefna er fjórtán ára, fædd í Mexíkó en elst upp á Íslandi hjá fósturforeldrum sínum. Í Auganu býður líffræðilegur faðir hennar, sem stund- aði víst peningaþvætti fyrir mexíkóska mafíuforingja forðum, henni til Kanaríeyja, en hann er tekinn til við fyrri iðju, nema að nú kúnni hans er úkraínsk mafía, ekki mexíkósk. Þegar Hrefna er komin út ákveður faðir henn- ar að hjálpa henni að grafast fyrir um hvað varð um fúlgu peninga sem hún átti á bók fyrir hrun og í kjölfarið lendir hún í óttalegum ævintýrum – þarf að glíma við ís- lenska útrásarvíkinga, mexíkóska morðhunda og spænska mannræningja, svo fátt eitt sé talið. Sagan er öll með slíkum ólíkindablæ að hún á heima með hreinum ævintýrabókum. Það má þó hafa nokkurt gaman af henni, ekki síst ef maður leggur skynsemina til hliða um stund. Galdrar og glæpamenn Yfirlit yfir nýútkomnar ævintýrabækur fyrir unglinga Árni Matthíasson arnim@mbl.is Eflaust þekkja margirítölsku kvikmyndina Ilpostino, sem byggð er ásílesku skáldsögunni El Cartero de Neruda eða Ardiente Paciencia og hefur nú verið snarað sem Bréfberinn. Bókin segir frá kynnum bréfberans Mario Jiménez og nóbelsskálds- ins Pablos Ne- ruda, en Jiménez, sem er ólæs, kaus að gerast bréf- beri til að losna við sjómennsk- una. Sagan hefst sumarið 1969 í þorpinu Isla Negra á strönd Síle. Framan af hef- ur Jiménez lítinn áhuga á Neruda og skáldskap almennt, en svo kemur að hann einsetur sér að nema af Ne- ruda, þó sá síðarnefndi hafi lítinn áhuga á að gerast kennari. Þegar Jiménez verður ástfanginn kemur Neruda þó honum til aðstoðar við að vinna ástir stúlkunnar og eftir það verða þeir góðir vinir. Miklir umbrotatímar fara í hönd, því sjöundi áratugurinn var tími pólitískra átaka milli hægri- og vinstrimanna og lyktaði með valda- ráni hrottans og þjófsins Augustos Pinochets. Neruda kom við sögu í þeim umbrotum, því hann var sósíal- isti og handgenginn Salvador Al- lende sem kjörinn var forseti haustið 1970. Allende gerði Neruda að sendiherra í Frakklandi, en hann sneri aftur til Síle vegna heilsu- brests. Hann fékk svo Nób- elsverðlaunin 1971, þá orðinn heilsu- veill. Þegar Pinochet rændi völdum í byrjun september 1973 lá Neruda fyrir dauðanum og lést tveim vikum síðar. Þessi saga er rakin óbeint í bók- inni, en í henni birtast persónur hennar, Neruda og bréfberinn, sem sín hliðin hvor á síleskri þjóðarsál; skáldskapurinn og hið upphafna og fagra, og síðan lífskrafturinn, ástin, girndin og gleðin. Þegar hyski Pino- chets hefur umkringt hús Neruda, hneppt hann í stofufangelsi, laumast bréfberinn heim til hans til að færa honum síðustu póstsendinguna og lýsandi er í bókinni þegar Jiménez styður skáldið að glugganum á svefnherberginu svo það geti litið sjóinn í síðasta sinn; „[s]em einn maður fikruðu þeir sig að gluggan- um“. Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi bók, stutt og fljótlesin, en það er í henni merkilegur sannleikur og mikil tilfinning. Þýðingin er mjög fín. Skármeta Það er merkilegur sannleikur og mikil tilfinning í Bréfber- anum eftir Antonio Skármeta, að mati gagnrýnanda. Skáldskapurinn og lífskrafturinn Skáldsaga Bréfberinn bbbbn Eftir Antonio Skármeta. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir þýddi. Sögur útgáfa, 2013. 140 bls. kilja. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.