Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn OR munu á allra næstu dögum, jafnvel á morgun, ljúka viðgerð á aðfallsröri Elliðaárvirkjunar og þeir vonast til að hægt verði að gangsetja virkjunina á nýjan leik á föstudaginn. Þar með lýkur tæplega sex vikna vinnslustoppi. Aðfallsrörið fór að leka og því var ekki um annað að ræða en að loka fyrir inntakið og leita að gatinu. Gatið reyndist vera á versta stað, undir brúnni að félagsheimili Orkuveitunnar, efst á Rafstöðv- arvegi. Um tíma var óvíst hvort ráðist yrði í viðgerð og því var framtíð virkjunarinnar í óvissu. Gerð var kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á sex milljónir og hafist handa. Meðal annars þurfti að saga og fjarlægja steinsteypt brúargólfið á innkeyrslunni að félagsheimilinu til að komast að rörinu. Aðfallsrörið er úr timburstöfum sem er haldið saman með þéttri röð járngjarða. Undir brúnni voru 70-80 gjarðir en Ingi Þór Hafsteinsson, vélfræðingur í Elliða- árvirkjun, segir að um tíu þeirra hafi verið ónýtar. „Það verður gengið þannig frá þessu að þetta mun duga í 40, 50 ár,“ segir Ingi Þór. runarp@mbl.is Tíu járngjarðir reyndust ónýtar Morgunblaðið/Kristinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun gerir athugasemdir við skýrslu sérfræðinga og niður- stöðu faghóps um áhrif virkjana á stofna laxfiska í Þjórsá. Segir að ekki hafi verið tekið tillit til svars Lands- virkjunar við skýrslu sérfræðing- anna og misskilningur í mati faghóps ekki leiðréttur í drögum að tillögu verkefnisstjórnar að flokkun virkj- anakosta. Verkefnastjórn um áætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða vinnur að 3. áfanga rammaáætlunar. Í fyrstu er fjallað um þær virkjanir sem færðar voru úr orkunýtingar- flokki í biðflokk þegar þingsályktun- artillaga var unnin í fyrravetur. Í fyrstu drögum sínum færði verk- efnastjórnin aðeins Hvammsvirkjun sem er efst þriggja Þjórsárvirkjana aftur í nýtingarflokk, taldi að enn ríkti of mikil óvissa um áhrif Holta- og Urriðafossvirkjana á lífríkið. Sex athugasemdir bárust í fyrsta umsagnarferli. Landsvirkjun leggur til að Holtavirkjun og Urriðafoss- virkjun verði færðar í orkunýtingar- flokk. Orkustofnun og Samorka leggja það sama til en vísa í rök sem fram koma í séráliti fulltrúa sveitar- félaganna í verkefnastjórn. Lífríki fórnað í tilraunaskyni Landsvirkjun bendir á að allar virkjanirnar hafi farið í gegnum um- hverfismat. Þar hafi verið sett skil- yrði um viðbótarrannsóknir og mót- vægisaðgerðir. Unnið hafi verið að því í tíu ár að fullnægja þeim. Lands- virkjun telur að hlutverkaskipting á milli rammaáætlunar og annarra að- ila þurfi að vera skýr. Þau gögn sem fyrirtækið hafi þegar lagt fram vegna Holtavirkjunar séu mun ítar- legri en hægt sé að gera kröfu um vegna umfjöllunar í rammaáætlun. Umsagnir NASF sem er verndar- sjóður villtra laxastofna og Veiði- félags Þjórsár ganga í hina áttina. NASF telur að vinna á vegum verk- efnisstjórnar staðfesti að athuga- semdir sjóðsins um óvissu og ófull- nægjandi þekkingu og undirbúning Landsvirkjunar vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár hafi verið rétt- mætar. NASF mótmælir því að fag- hópur um laxfiska geri greinarmun á þeim svæðum þar sem útbreiðsla göngufiska er náttúruleg og á þeim svæðum þar sem útbreiðslan er vegna atbeina mannsins. Það voru einmitt rökin fyrir því að Hvamms- virkjun var færð í nýtingarflokk. „Ekkert réttlætir [...] að fórna lífrík- inu ofan Búða í tilraunaskyni – í nafni fyrirfram gefinna hugmynda um upprunalegt lífríki í ánni.“ Forsendum mótmælt  Sex umsagnir um tillögu til rammaáætlunar  Landsvirkjun og fleiri leggja til að Holta- og Urriðafossvirkjanir fari í nýtingu  NASF mótmælir Hvammsvirkjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Virkjanakostur Neðsta virkjunin í Þjórsá á að vera við Urriðafoss. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til rannsóknar atvik sem varð í Landeyjahöfn 28. nóvember síðastlið- inn. Herjólfur var þá að koma þar til hafnar. Vestsuðvestan 12-16 m/s vind- ur var við höfnina, ölduhæð 2,1 m og meðalstraumur 1,4 sjómílur. „Þegar skipið nálgaðist innsigl- inguna fékk það óvænta öldu á sig og snerist til um 35° til bakborða. Skip- stjóra tókst að rétta skipið á stefnu á milli garðanna en þá snerist það allt í einu aftur um 35° í sama borð og stefndi á vestari garðinn. Með snar- ræði tókst skipstjóra að rétta skipið og stýra því inn í höfnina. Talið er að afturendi skipsins hafi verið u.þ.b. 7 metra frá því að rekast á garðinn,“ segir í tilkynningu á heimasíðu rann- sóknarnefndarinnar. Þess má geta að Herjólfur er 70,7 metra langur og 16 metra breiður. Málið hefur ekki verið tekið fyrir hjá rannsóknarnefndinni. 79 manns voru um borð Um borð í Herjólfi voru 79 manns, farþegar og áhöfn, að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Engum varð meint af at- vikinu. Ólafur sagði að allar aðstæður varðandi veður og ölduhæð hefðu ver- ið innan viðmiðunarmarka fyrir höfn- ina. Ekki er enn vitað hvað olli atvik- inu og er málið í rannsókn. Þetta er í fjórða skiptið sem atvik tengt siglingu Herjólfs í Landeyja- höfn hefur verið tilkynnt til Rann- sóknarnefndar sjóslysa og síðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá því Landeyjahöfn var tekin í notk- un árið 2010. Í tveimur öðrum tilvik- um snerist skipið óvænt í innsigling- unni líkt og í fyrrnefndu tilviki og í eitt skiptið tók skipið niðri og skemmdist talsvert. gudni@mbl.is Herjólfur snerist í innsiglingunni í Landeyjahöfn Morgunblaðið/Ómar Landeyjahöfn Herjólfur snerist óvænt í innsiglingunni.  Tókst að rétta skipið af með snarræði Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á fimmtugsaldri í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bifreið á Akra- fjallsvegi í apríl sl. undir áhrifum áfengis. Bifreið hennar rakst á bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. Konunni var gefið að sök að hafa ekið bifreið austur Akrafjallsveg í Hvalfjarðarsveit, á móts við Gerði, undir áhrifum áfengis. Hún hafi jafnframt ekið of hratt miðað við að- stæður og á allt að 94 km hraða á klukkustund yfir á rangan vegar- helming miðað við akstursstefnu með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti þar í árekstri við annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Stúlka sem var ökumaður þeirrar bifreiðar lést samstundis af áverkum er hún hlaut við áreksturinn. Dæmd fyrir manndráp af gáleysi Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríkissjóður hefur lagt til rúmlega 1.140 milljónir króna vegna ríkis- ábyrgðar á fjárfestingum Farice ehf. á árunum 2012-2014. Farice er eig- andi tveggja sæstrengja sem tengja saman Ísland og Evrópu. Við gerð þjónustusamnings sem Fjarskipta- sjóður er aðili að var gengið út frá við- skiptaáætlun félagsins. Þar var gert ráð fyrir því að stuðningurinn yrði tímabundinn í 3 ár. Sú viðskiptaáætlun byggðist á því að tekjur félagsins myndu aukast mjög verulega á árinu 2014, einkum vegna tekna af gagnaverum. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir. Þjón- ustusamningur Fjarskiptasjóðs og Farice er til fimm ára en hann var und- irritaður í apríl árið 2012. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, varaformanns fjár- laganefndar, er gert ráð fyrir því að fjárheimild til Farice verði um 400 m.kr. árið 2014. Eignarhlutur ríkisins í Farice ehf. er um 30,2% en aðrir stórir hluthafar eru Landsvirkjun með um 29% og Ar- ion banki með um 39%. Samkvæmt þjónustusamningi greiðir ríkið fyrir allt tap auk þess að greiða fyrir 5% ávöxtunarkröfu. „Þetta er fortíðar- vandi sem við verðum að horfast í augu við og það er mjög mikilvægt að þing og þjóð séu meðvituð um þessa stöðu,“ segir Guðlaugur. Hann segir að líkja megi stöðu Fjarskiptasjóðs við stöðu Íbúðalána- sjóðs þó umfangið sé minna. „Þing- menn hafa talað fyrir því að tekjur sem fara inn í Fjarskiptasjóð fari í uppbyggingu úti á landi. Það er góðra gjalda vert en Fjarskiptasjóður er í þessari ábyrgð og mér sýnist svona fljótt á litið að það verði erfitt að koma ríkinu undan þessu,“ segir Guðlaug- ur. Guðlaugur Þór Þórðarson Rúmur 1,1 milljarður vegna ríkisábyrgðar  Ríkið ábyrgist tap Farice og greiðir 5% ávöxtunarkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.