Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 12
sl. sumar og staðið fram á haust. ?Við smíðuðum tanka fyrir fóður- verksmiðju nærri Þrándheimi sem var byggð frá grunni. Við byggðum þar átta tanka sem eru notaðir undir fisk- og jurtaolíur. Það þarf að halda olíunni heitri og á hreyfingu. Tank- arnir eru því einangraðir með hrær- um og hitabúnaði í botninum. Mar- ine Harvest hefur hingað til keypt fóður en ákvað að reisa eigin fóður- framleiðslu,? segir Gunnar. Úðað með olíu Spurður hvernig fóðrið er búið til segir Gunnar að í það fari fisk-, soja- og jurtamjöl og hveiti. Hráefnið er blandað gufu og hnoðað saman í deig. Það er síðan þjappað í litla bita sem eru bakaðir, kældir og settir í lofttæmi og svo úðaðir með fisk- og jurtaolíu. Vegur olían allt að 30% af þyngd bitanna. ?Þeir kalla þetta stærstu bakarí í heimi, þessa fóður- gerð,? segir Gunnar. Verkefnið skapaði 25 störf ytra í hálft ár fyrir starfsmenn Héðins og íslenska undirverktaka, auk þess sem forsmíði í málmsmiðju fyrir- tækisins í Hafnarfirði skapaði störf. Verkefninu lauk í október og var hluti þess á undan áætlun vegna hag- stæðs veðurfars. Lægri kostnaður en í Noregi Gunnar segir samkeppnisstöðu Héðins góða. ?Samkeppnisstaða okkar erlendis er góð. Þetta eru sérhæfð verkefni sem við kunnum vel og auk þess er innlendur kostnaður hjá okkur tals- vert lægri en í Noregi. Við höfum lengi verið í verkefnum í Noregi fyr- ir fiskmjöls- og fóðurverksmiðjur. Í fóðurverksmiðjunum hefur vinn- an mikið snúið að tönkum, bæði mjölsílóum og tönkum fyrir fiskolíu. Þetta er nú samt allra stærsta árið okkar í því,? segir Gunnar um um- svifin í Noregi í ár. Hann segir aðspurður að saman- lögð velta fyrirtækisins í Noregi hlaupi orðið á milljörðum íslenskra króna. Ljósmynd/Héðinn hf./Bergþór Lund Olíutankar Tankarnir átta eru af þremur stærðum. Þeir stærstu eru 40 metra háir og 10 metrar í þvermál. Sækja fram í Noregi  Héðinn hf. veltir 800-900 milljónum króna í Noregi í ár  Unnu verkefni fyrir stærsta laxeldisfyrirtæki heims BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Héðinn hf. hefur verið með mikil um- svif í Noregi í ár og unnið að verk- efnum í fóðuriðnaði að verðmæti 800-900 milljóna króna. Árið er það besta hjá Héðni í Nor- egi síðan fyrirtækið hóf sókn á Noregsmarkað fyrir um tíu árum en veltan á fyrra metárinu var um hálf- ur milljarður íslenskra króna. Meðal verkefna Héðins í ár var að smíða geymslutanka fyrir laxeldis- fyrirtækið Marine Harvest í þorpinu Botngaarden, skammt frá Þránd- heimi. Verkefnið hljóðar upp á um 600 milljónir íslenskra króna en Marine Harvest er stærsta laxeldis- fyrirtæki í heimi. Verksmiðja byggð frá grunni Gunnar Pálsson, verkfræðingur og yfirmaður þróunar og nýsköpun- ar hjá Héðni, segir verkið hafa hafist 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm ? Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm ? Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm ? Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is www.gjofsemgefur.is P IP A R \TB W A ? S ÍA ? 102985 Húsafriðunarnefnd samþykkti ný- lega tvær bókanir, um Laugaveg 12b og Hreppslaug í Borgarfirði. Bókunin um Laugaveg á rætur að rekja til fyrirspurnar Batterísins arkitekta um deiliskipulagsbreyt- ingu á Laugavegi 12b. Gildandi skipulag heimilar niðurrif tveggja gamalla timburhúsa á lóðinni, en að framhliðar þeirra haldi sér að hluta. Húsafriðunarnefnd segir í bókun sinni að hún geti ekki mælt með samþykki tillögunnar. Skoði Laugaveg í heild Í bókuninni segir: ?Nefndin getur fallist á að byggðar séu allt að tvær hæðir ofan á einlyfta húsið á austur- helmingi lóðarinnar við Laugaveg 12b. Ennfremur leggst nefndin ekki gegn því að skoðuð sé uppbygging á baklóð, ef timburhúsin verða áfram heil í götumyndinni.? Þá er það mat nefndarinnar að ?varðveisla fram- hliðar friðaðs timburhúss einnar og sér sé ekki ásættanleg lausn frá sjónarhóli húsverndar?. Í framhaldi leggur nefndin til við Minjastofnun Íslands að Laugaveg- urinn í heild verði skoðaður með til- liti til húsaverndar. Magnús Skúla- son, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri átt við Laugaveg frá Bankastræti að Snorrabraut. Seinni bókun nefndarinnar lýtur að Hreppslaug skammt frá bænum Efri-Hreppi í Andakíl. Í fundargerð nefndarinnar segir að laugin sé byggð á árunum 1928 og 1929. Hún er yngri en Seljalandslaug, sem hef- ur verið friðlýst, en er eldri en sú laug var þegar hún var friðlýst. Minjastofnun telur laugina hafa gildi frá sjónarhóli byggingarlistar sem óvenjulegt steinsteypumann- virki og hafi mikið menningar- sögulegt gildi. Steyptur hluti laug- arinnar er lítið breyttur, en ýmsar seinni tíma viðbætur eru sagðar til lýta. Nefndin mælir með friðlýsingu laugarinnar og að friðlýsingin nái til upphaflega laugarmannvirkisins. gunnardofri@mbl.is Laugavegur verði skoðaður í heild  Lagst gegn niðurrifi Laugavegar 12b Mæla með friðlýsingu Hreppslaugar Morgunblaðið/Rósa Braga Friðlýsa Húsafriðunarnefnd leggst gegn niðurrifi Laugavegar 12b. Úlla R. Pedersen, formaður Ungmennafélagsins Íslendings, segir Hrepps- laug þykja mjög merkilega. ?Hún er með elstu sundlaugum á landinu. Viðhaldskostnaður af henni er hins vegar orðinn mjög mikill.? Undir laug- inni voru áður skiptiklefar og hesthús. En steypan sé greinilega farin að láta á sjá, enda laugin gömul og félagið hafi ekki bolmagn til að standa straum af viðhaldi. ?Vatnið í lauginni kemur úr hlíðinni sem laugin stendur í. Þar er fullt af uppsprettum. Við getum líka sett heitt vatn í laugina, það fer bara eftir árferði. Þegar mjög þurrt er getur borið við að það vanti hreinlega vatn. Vatnið í hlíðunum þarna er svo alveg brennisteinslaust.? Úlla bætir við að vegna þess að selt er ofan í laugina þurfi eftirlits- maður að starfa við laugina. ?Það þarf auðvitað að tryggja öryggi en það gerir reksturinn erfiðari.? Hesthús undir sundlauginni HREPPSLAUG Í ANDAKÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.