Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Rödd Valdísar er þögnuð en minningin mun lifa. Söknuður- inn er mikill. Við vottum fjöl- skyldu hennar sem og öllum ást- vinum okkar dýpstu samúð. Við biðjum Guð að blessa þau öll í þeirra miklu sorg. Guð blessi og varðveiti minningu Valdísar Gunnarsdóttur. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt. Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann myrkrið streymir inní huga minn. Þá finn ég hlýja hönd sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós. Mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Elsku Valdís mín, yndislega vinkona mín, með fallega brosið þitt í augunum og blíðu röddina. Nú er röddin þín þögnuð og þú hefur lokað augunum í hinsta sinn. Farin í þitt síðasta flug. Komin á fallegan stað, þar sem þú munt taka á móti okkur vin- um þínum ? þegar okkar tími kemur. Ég trúi því. Það er ekkert eðlilegt við það að skrifa kveðjuorð til þín á þessum tímapunkti. Það er eng- in sanngirni í því að kveðja vin- konu sína í blóma lífsins. Sumt verður ekki útskýrt. Mér finnst ég heppin að hafa fengið að kynnast þér. Heppin að hafa verið vinkona þín. Heppin að hafa getað hlegið með þér og heppin að hafa getað grátið með þér. Það sem við gátum hlegið. Tilsvörin þín, húmorinn og ?frasarnir?. Sumar myndlíking- arnar þínar voru þannig að þær gleymast aldrei. Ein slík hélt mér lengi á floti þegar ég þurfti nauðsynlega að hafa ?kút og kork?. Ég get enn hlegið að henni. Við ræddum um lífið og tilveruna, um sorgir, um ástina og hamingjuna. Ég er ekki al- veg viss um að allir skilji hrósið sem Sturla minn fékk frá þér þegar þú sagðir hann vera: Al- vörumann, sterkan og stöðugan, með ?loðnu? og allt. Þeir sem þekktu þig vita nákvæmlega hvað við er átt. Við ræddum um Hrafn, fal- lega drenginn þinn. Það sem þú elskaðir hann og það er ekki skrítið. Hrafn er einstaklega vel heppnað eintak af ungum manni. Blíður og góður, fallegur að utan og innan. Flottur maður sem fer með fulla nestistösku út í lífið. Vel upp alinn af ynd- islegri mömmu sinni. Stundum minntir þú mig á mömmu mína ? bæði í útliti og í fasi. Enda voruð þið báðar gall- harðir sporðdrekar. Ákveðnar, staðfastar og stoltar konur. Þið höfðuð svipaða sýn á lífið. Smekkkonur á allan hátt, glæsi- legar á velli. Þið áttuð það líka sameiginlegt að þið ?tókuð enga fanga?. Fylltust réttlátri reiði þegar lítilmagninn átti í hlut og þið gleymduð ekki þeim sem gerðu eitthvað á hlut ykkar. En þið ætluðust ekki til neins af öðrum ? sem þið voruð ekki til- búnar að leggja sjálfar af mörk- um. Ég er þakklát fyrir þig Val- dís, þakklát fyrir að hafa fengið að kyssa þig bless og segja þér hvað mér þykir endalaust vænt um þig. Á sjúkrabeðinum varstu umkringd fólkinu sem þú elsk- aðir og elskaði þig. Þú varst aldrei ein ? aldrei. Ég votta fjölskyldunni þinni, Hrafni, Grétu, systrum ?okkar?, Jóa, Ragga og öllum vinunum þínum mína dýpstu samúð. Heimurinn er fátækari eftir ótímabært andlát þitt. Fyrir hönd okkar Hjördísar systur ?okkar?, Ingibjörg Gunnarsdóttir. Hlátur, fíflalæti, rauðvín og sjúklega sætir sveitasöngvarar einkenndu okkar vinskap eða réttara sagt Valdís að kynna fyrir mér æðislega sveitasöngv- ara. Ég er í forréttindahópi að vera í innsta vinahring Valdísar. Þangað komust ekki margir en hún valdi vel. Okkar leiðir lágu saman árið 1990 þegar útvarps- stöðvarnar Stjarnan og Bylgjan sameinuðust. Valdís verður í mínum huga alltaf stærsta kven- útvarpsstjarna þjóðarinnar. Í útvarpinu var hún dugleg að tala um það sem henni líkaði og það var alltaf á hreinu ef henni líkaði ekki eitthvað. Ég hef farið með henni í gegnum súrt og sætt. Börnin okkar eru fædd með viku millibili og eru bestu æskuvinir. Við höfum ferðast saman víða um heim, með og án barnanna. Vinskapur okkar er byggður á einlægni og hrein- skilni. Ég vissi alltaf þegar henni líkaði ekki mín hreinskilni en þá sagði hún ?æ góði, vertu ekki með?etta?. Þá þurfti ég að bakka. Húmorinn okkar er ekki fyrir alla, stundum var nóg að líta hvort á annað og þá sprung- um við úr hlátri. Þær eru marg- ar stundirnar sem verða fátæk- legri án hennar. Þorláksmessuboðið heima hjá mér þar sem hún stendur yfir Hrafni sínum og passar að hann fái nóg að borða. ?Krakkinn er alltaf svo svangur.? Samveru- stundirnar voru svo margar og hver annarri skemmtilegri. Lífið varð fátæklegra með fráfalli yndislegrar vinkonu, ég mun sakna hennar út lífið. Hrafni, Grétu, skemmtilegu systrunum, Ragga og Jóa og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður H. Hlöðversson. Það er einhvern veginn óhugsandi að Valdís vinkona mín sé ekki lengur hér. Valdís var ein af þessum stóru per- sónuleikum, sem maður heldur að verði alltaf nálægt, alltaf til. Skarpgreind og myljandi húmoristi var hún, samband okkar einkenndist af glettni og kynlegum sjónarhornum á lífið, sorgir þess og gleði. Sorgir, því lífið er ekki alltaf dans á rósum. Valdís kynntist því, en það gerði hana líka að þeirri manneskju sem hún var, hún mátti ekkert aumt sjá, lagði sig fram við að hlúa að þeim sem minna máttu sín og naut þess að gleðja aðra. Gleðin var það sem einkenndi hana í allri framkomu. Fagur- kerinn hún. Heimili hennar og Hrafns var eins og opna í amer- ísku tímariti. Allt harmoneraði saman, áreynslulaust. Rómantík og nostalgía í hverju horni. Flugfreyjan hún. Sem vinnu- félagi var hún fyrirmynd, hún naut flugfreyjustarfsins fram í fingurgóma. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera far- þegi hjá henni eitt sinn, þar dáð- ist ég að því hvernig hún þjón- aði öllum með bros á vör, snerti alla á þann hátt að þeim fannst þeir einir skipta máli. Oftar en ekki tók hún ávörpin um borð, engum fórst það betur úr hendi að minna á Vildarbörnin okkar hjá Icelandair, þegar Valdís fór með Vildarbarnaávarpið safnað- ist oft meira en ella. Drottningin hún. Regína var millinafnið hennar Valdísar, ég kallaði hana svo oft Regínu þeg- ar ég vildi að hún fyndi hvað mér fannst mikið til hennar koma. Glæsilega kona. Fallegasta röddin var hennar. Hún var mín uppáhalds í út- varpinu eins og svo ótal margra annarra. Mýktin og blíðan í röddinni var einstök. Mýktin og blíðan einkenndi hana. Og hvar er hún nú? Hvaða verkefni biðu hennar annars staðar? Hvaða verkefni máttu ekki bíða? Þurfti að fægja regn- bogann, strá stjörnuhröpum eða vantaði flugfreyju á einkaþotu þarna uppi? Þurfti að koma á Valentínusardegi í himnaríki? Kannski vantaði bara fallega sál fyrir jólin. Fyrir vikið drúpum við höfði og grátum, söknum og syrgjum. En erum líka þakklát og gleðjumst yfir því að hafa fengið að verða henni samferða um stund. Við erum líka minnt rækilega á það að telja daga okkar, eins og ég fann á spjall- inu okkar frá því í fyrravetur, þar sem hún sagði: Dillý, pöss- um hvern klukkutíma, lífið er svo dýrmætt. Elsku Hrafn og aðrir ætt- ingjar og vinir, ríkidæmið er ykkar, þið áttuð hana sem móð- ur, systur og vin, það verður aldrei frá ykkur né heldur mér tekið. Guð blessi minningu yndis- legu Valdísar minnar. Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý). Það er erfitt að kveðja elsku Valdísi vinkonu mína, yndislega móður Hrafns og systur Ástu, Jónu og Eyrúnar. Útvarps- drottningin með silkiröddina og stóra hjartað sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir öll frá- bæru ráðin eins og ?við reddum þessu?, engin vandamál, bara lausnir. Hún þoldi ekki væl, var töffari mikill og einstaklega góð- ur húmoristi og ófáar stundir þar sem hlegið var heilu kvöld- stundirnar. Ég er svo þakklát og mun varðveita síðustu skiptin sem við hittumst, matarboðið hjá mér og þegar ég hitti þig á spítalanum, það var mikið hlegið. Þakklát fyrir að vera sam- ferða þér með Hrafn og ég með Matthildi, ?krakkarassgötin? eins og þú sagðir svo oft. Fras- arnir þínir voru engum líkir og munu lifa með okkur áfram. Hjálpsemi þín í garð annarra var einstök og þú máttir aldrei sjá neinum líða illa, hvort sem þú þekktir fólkið eður ei. Á eftir eftir að sakna Valdísar svo mik- ið. Þín vinkona, Þorbjörg (Obbý). Það er komin ný stjarna í himnaríki sem skín skært yfir þessar hátíðar. Elsku Valdís mín, ég man þegar ég heyrði fyrst í þér í út- varpi, þá fannst mér eins og ég væri að hlusta á engil. Svo falleg var röddin þín og svo vorum við einnig með sama tónlistar- smekk, sem var ekki allra. Þeg- ar við síðan kynnumst og verð- um vinir uppgötva ég að þú varst engill og þú vildir alltaf hjálpa öllum og varst með mikla réttlætiskennd. Við eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið, drottningin sem færði okkur gleði og kær- leik og ilmandi jólahátíð með amerískum stíl. Húsið angar af ?mulling spices? og andi þinn svífur yfir. Jólin voru þinn tími og ófáar stundirnar sem við átt- um saman þar sem við hlust- uðum á perlur tónlistarinnar yf- ir Amarone og Primadonna og hlógum að sögunum þínum og frösum. Við eigum þér að þakka að hafa kynnst og við eigum þér að þakka óteljandi yndislegar stundir og minningar sem gleymast aldrei. Þú varst snill- ingur að breyta heimilinu okkar til hins betra, færðir til húsgögn og breyttir myndum, þannig að allt varð einhvern veginn flott- ara. Þú komst alltaf færandi hendi og með gjafir fyrir börnin. Heimskona með góðan smekk og auga fyrir öllu fallegu og góðu í mannfólkinu. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér þegar engillinn mætir í himnaríki. Við munum öll hugsa vel um og hjálpast að með fallega drenginn þinn. Hrafn er ótrú- lega sterkur persónuleiki og lík- ur móður sinni, gullfallegur að innan sem utan og á eftir að skara fram úr í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Við vott- um honum okkar dýpstu samúð sem og systrum þínum, Valdís mín, þetta er mikill missir fyrir okkur öll. Eins og segir í laginu sem við hlustuðum svo oft á: ?Ég mun aldrei gleyma þér, allt sem best þú áttir gafstu mér.? Guð geymi þig og minning þín lifir svo sannarlega með okkur. Hvert sem liggur leiðin þín löngum verður þessi. Innilegust óskin mín að þig Drottinn blessi Rögnvaldur (Goggi) og Rakel. Í dag kveðjum við mæta starfssystur okkar, Valdísi Gunnarsdóttur. Valdís hóf fyrst störf hjá Flugleiðum 1. apríl 1985 sem flugfreyja við sum- arafleysingar. Hún flaug nokkur sumur meðfram starfi sínu sem útvarpskona en sneri sér síðan alfarið að útvarpinu enda Valdís þar á heimavelli með sína óm- fögru rödd og aðlaðandi fram- komu. Hún kom aftur í flugið 1. júní 2007, til Icelandair og aftur sem sumarstarfsmaður. Valdís fékk fastráðningu síðastliðið vor. Valdís var sannkallaður gleði- gjafi í leik og starfi. Hún var fljót að hugsa, glettin og spaug- söm og með ráð undir rifi hverju eins og oft er sagt um úrræðagóða einstaklinga. Ótímabært fráfall Valdísar heggur skarð í flugfreyjuhópinn. Valdís skilur eftir sig fallegar og góðar minningar sem styrkja okkur á erfiðum tíma. Við horf- um á eftir samstarfssystur okk- ar með söknuði og vottum Hrafni syni hennar og aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Sigríður Ása, Sturla, Anna Dís og Þóra. Drottning ljósvakans hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Þegar rödd Valdísar Regínu Gunnars- dóttur heyrðist á Rás 2 fyrir 30 árum kom fljótt í ljós að hún hafði einstaka hæfileika. Hún naut fljótt mikilla vinsælda og með einstakri rödd sinni tókst henni að skapa stemmingu sem áður hafði ekki verið í íslensku útvarpi. Hún hreif fólk með sér í sérstaka töfraveröld í hvert sinn sem hún var við hljóðnemann. Með rómantísku lagavali geislaði frá henni mýkt og ljúf- leika sem hafði áhrif og fékk hlustendur til að láta hugann reika á aðrar slóðir í dagsins önn. Það var sannur tónn í röddinni hennar, hún var ekki að leika eða búa til sérstaka persónu fyrir útvarpið. Þetta var bara Valdís. Hún speglaði sitt eigið líf til þjóðarinnar, hennar sýn á lífið, von hennar og ósk sem bjó í hjarta hennar um hamingju og rómantík. Þetta var það líf sem hún sjálf vildi lifa og leitaði að. Það var þess vegna sem hafði hún svona mikil áhrif á líf fólks. Valdís hafði algjöra sérstöðu sem útvarpskona og hún setti ný viðmið. Hún var stjarna. Hún hefði verið stjarna hvar sem er í heiminum. Ef hún hefði verið í stærra landi hefði ekki þurft að spyrja að því hvernig henni hefði vegnað þar, hún hafði ein- stakan stíl í útvarpi sem enginn hefur enn leikið eftir. Valdís var sannkölluð drottning ljósvakans ? og hafði innistæðu að gera til- kall til þess titils. Hinsvegar má segja að oft hefði ?bransinn? mátt sýna henni meiri virðingu fyrir það sem hún átti og þá fá- gætu hæfileika sem hún hafði yfir að búa. A.m.k. verður langt þangað til íslenskar útvarpsstöðvar finna arftaka hennar, hvað þá að krýning fari fram. Frægðinni fylgir skuggahlið. Líkt og með margt fólk sem rekur þá leið að verða þekkt á okkar litla landi var Valdís stundum umdeild og umtöluð. Margt af því sem um hana var sagt í gegnum tíðina átti hún ekki skilið, annað spratt upp af öfund og afbrýðisemi, sem að öllu jöfnu er erfitt að verjast. Hún lá sjaldan á skoðunum sínum og kom venjulega til dyr- anna eins og hún var klædd, þannig að þeir sem áttu við hana erindi vissu allajafna hvað það var sem hún átti við hverju sinni. Kannski þess vegna var hún dæmd ranglega fyrir vikið. Hún hafði lag á því að verjast því sem sagt var með styrk, þó svo að oft sviði undan. Ég var svo heppinn að fá að þekkja Valdísi Regínu og við áttum samleið í gegnum þykkt og þunnt, jafnt í útvarpinu sem utan. Sú Valdís Regína sem ég þekkti hafði smitandi hlátur, var smekkleg, hrein og bein og vin- ur vina sinna. Það gustaði oft um okkar vinskap en eftir sitja eingöngu góðar minningar, hlát- ur og grín. Textinn í lagi James Taylor ?You got a friend? segir meira en mörg orð um Valdísi Regínu, hvaða persónu hún hafði að geyma. Sendi Hrafni og fjölskyldunni allri mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Það var bara ein Val- dís. Megi hún hvíla í friði. Jón Axel Ólafsson. Ég sit í eldhúsinu, með jóla- lyktina, kerti um allt og hugsa til Valdísar. Við hittumst fyrir 27 árum, ég tvítug að hefja störf á Bylgjunni, hún 8 árum eldri, flugfreyja og vön útvarpskona. Mér fannst hún svo lífsreynd, hún virtist hoppa vikulega til NY! Sama vor kynntist ég eigin- manninum og tók með mér í partí. Þegar Valdís sá hann spurði hún mig hreint út: ?Er þér alvara með þennan leður- klædda slána? Það eru dauðar flugur á mótorhjólajakkanum hans!? Það sem við hlógum að þessu síðar þegar þau höfðu kynnst og hann hlaut náð fyrir augum Valdísar og rúmlega það. Ég man t.d. eftir boði þar sem við vorum 3 vinkonur með börnum. Karlinn minn var með því hann átti frí þetta kvöld. Hann stjanaði við okkur og þeg- ar talið barst að því að Bó væri með ball um kvöldið lagði hann frá sér servíettuna og sagði: ?Stelpur, þið farið á ball, ég passa krakkana.? Hann svæfði skrílinn á meðan við vinkonurn- ar tjúttuðum. Það voru svona hlutir sem gerðu Valdísi orð- lausa og í gegnum árin minntist hún oft á það hvað við Stebbi værum heppin að hafa hist. Hún samgladdist vinum sínum sem höfðu fundið sinn sálufélaga og óskaði þess svo heitt að finna sinn. Nokkru síðar vorum við sam- an með daglega þætti. Við vor- um uppátækjasamar og glúrnar, sveifluðum augnhárunum og fengum það í gegn að senda stundum út utan úr bæ, frá kaffihúsum eða sundlaugarbökk- um. Fór eftir veðri. Ef mér fannst Valdís vera orðin of væmin fór ég í hina áttina og gerði grín. Hún frussaði af hlátri, að sama skapi tókst henni að mýkja mig og finna rómó- takkann. Ég kallaði hana stund- um Regínu og hún svaraði ?æi þarna asninn þinn? með hlýju í augum og dillandi hlátri. Já, við hneggjuðum út í eitt þetta ynd- islega sumar. Við höfum brallað margt og vorum í góðu sambandi, oft á dag, en svo komu tímabil þar sem við heyrðumst sjaldnar en það breytti engu. Vinskapurinn var þannig, við tókum bara upp þráðinn! Fyrir örfáum árum ætluðum við að vera voða sniðugar og styðja hvor aðra í þeim leið- indum sem flestir kalla líkams- rækt. Við höfðum þá báðar átt pínu erfitt og höfðum að auki safnað á okkur óþarfa kílóum. Við vorum vart æfingahæfar vegna hláturs. V: ?Kallarðu þetta rass, asninn þinn, þú ert eins og lítill api.? A: Ætlarðu að æfa í þessum skúringagalla eða ertu með önn- ur föt með þér? Við sáum alltaf spaugilegu hliðina á öllu og hefðum viljað fá afhenta þvagleggi við inngang- inn því engin leið var að halda þvagi í þessum félagsskap. Síðasta samtal okkar var 2 dögum áður en hún lagðist inn. Það var í henni beygur og ég reyndi að stappa í hana stálinu. Við sammæltumst um að ég léti hana í friði á spítalanum en kæmi heim til hennar viku síðar með ?ógeð? úr bakaríinu með opna blaðurskjóðuna. Það bíður betri tíma. Maðurinn í lífi Valdísar var Hrafn Valdísarson. Hennar líf breyttist mikið með tilkomu hans. Hann var augasteinn hennar og yndi og hans velferð skipti öllu. Í dag stendur þessi 19 ára gamli drengur við kistu móður sinnar og bestu vinkonu. Elsku Valdís mín getur aldeilis verið stolt af þessum dreng sem orðinn er að myndarlegum ung- um manni, sem er svo duglegur, sjálfstæður, vinnusamur og ynd- islegur. Elskulegur Hrafn minn, Ásta, Jóna, Eyrún, Gréta Lind og fjöl- skyldur, Raggi, Jói og ástvinir allir. Við Stebbi og strákarnir sendum ykkur kærleikskveðju. Minningin lifir. Anna Björk Birgisdóttir. ? Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, BRYNHILDUR MAACK PÉTURSDÓTTIR, Rauðahjalla 5, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 7. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. desember kl. 11.00. Ægir Pétursson, Ásgeir Ægisson, Sigrún Skaftadóttir, Brynja Ásgeirsdóttir, Logi Steinn Ásgeirsson, Hlini Ásgeirsson, Pétur Vignir Maack Pétursson, Hilmar Pétursson, Gunnar Pétursson, Bernharð Pétursson, María Bóthildur Pétursdóttir, Elísabet Þ. Á. Maack Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.