Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Páll hættir sem útvarpsstjóri 2. Ætlar að bjarga foreldrum sínum 3. Safnarar sækja í zetu-seðla 4. Spáð fyrir um skotárásina í Hraunbæ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nightfall, geisladiskur saxófónleik- arans Sigurðar Flosasonar og danska Hammond-orgelleikarans Kjelds Lauritsens, er einn af tíu bestu djass- diskum sem gefnir voru út í Dan- mörku á árinu, að mati vefritsins jazznyt.blogspot.com. Nightfall var gefinn út af alþjóðlega djassútgáfu- fyrirtækinu Storyville líkt og nýjasti diskur Sigurðar, The Eleventh Hour. Meðal þeirra fjölmiðla og vefmiðla sem hafa lofsungið Nightfall eru Jazz Weekly, Jazz Matters og dagblöðin Politiken og Berlingske Tidende. Gagnrýnandi Politiken segir m.a. að svífandi hljómar Sigurðar og Kjelds Lauritsens fái hárin til að rísa. Meðal tíu bestu djass- diska Danmerkur  Tónlistarhúsið Harpa hefur ákveðið að fá ís- lenska listamenn til að búa til jólatré Hörpu frá og með þessum jólum og var það fyrsta afhjúpað 14. desember. Listamaðurinn Helgi Þórsson er höf- undur jólatrésins í ár og er það held- ur ólíkt hefðbundnu jólatré enda listamanninum frjálst að túlka við- fangsefnið með sínum hætti. Jólatré Helga er ?einskonar heilandi hönd sem á að hafa góð áhrif á alla sem koma nálægt henni?, eins og segir í tilkynningu frá Hörpu. Verkið mun standa í Hörpu fram á þrettándann og geta áhugasamir virt það fyrir sér á fyrstu hæð hússins. Á myndinni sést Helgi við hlið verksins. Jólatré Helga eins- konar heilandi hönd Á fimmtudag Gengur í norðan 15-23 m/s með slyddu eða snjó- komu, en rigningu austast. Vestlægari með kvöldinu. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s og él, en hægara og léttir til fyrir austan og kólnar í veðri á landinu. Dregur úr vindi og éljum í kvöld. VEÐUR Gylfi Þór Sigurðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, vonast eftir því að nýr knattspyrnustjóri Totten- ham gefi honum tækifæri til að spila sína stöðu á miðj- unni. ?Ég fékk einn og einn leik í minni stöðu þegar Vil- las-Boas var við stjórnvöl- inn en ég hefði viljað fá fleiri í röð,? segir Gylfi í ít- arlegu viðtali. Hann kveðst vera mjög ánægður hjá Tottenham. »1 Vonast til að fá að spila sína stöðu Ákvörðun Alexanders Peterssonar um að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik fyrir EM í Danmörku kom ekki á óvart. Hann hefur glímt við erfið meiðsli og berst fyrir framtíð sinni sem hand- knattleiksmaður. Það kemur í hlut Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar að fylla hans skarð á mótinu. »4 Ákvörðun Alexanders kom ekki á óvart Ragnar Nathanaelsson úr Þór í Þor- lákshöfn er stærsti körfuboltamaður landsins og að mati Morgunblaðsins er hann sá leikmaður Dominos-deildar karla sem hefur komið mest á óvart á þessu keppnistímabili. Með viljann að vopni og með þrotlausum æfingum hefur hann bætt sig gríðarlega, skrif- ar Kristinn Friðriksson körfubolta- sérfræðingur um Ragnar. »2-3 Ragnar hefur komið mest allra á óvart ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ?Þetta er vertíð fyrir veitingamenn og það er gaman að sjá hve vel hefur tekist til með jólahlaðborðin út um allt land,? segir Wilhelm W. G. Wessmann, hótelráðgjafi og leiðsögumaður, sem var fyrsti veit- ingamaðurinn hérlendis til þess að bjóða upp á jólaglögg og síðar jóla- hlaðborð. Elof Wessman, faðir Wilhelms, var ættaður frá Svíþjóð í föðurætt og Kaupmannahöfn í móðurætt. ?Ég kynntist þessum siðum í gegnum hann,? segir Wilhelm. Hann áréttar að jólaglöggið sé sænskur siður sem hafi meðal annars borist til Þýska- lands og Danmerkur, en Danir hafi byrjað að bjóða upp á julefrokost eða jólahlaðborð 1940-1945. Hlaðborðið ruddi út glögginu Þegar Wilhelm tók við sem veit- ingastjóri á Hótel Sögu 1967 stóð Flugfélag Íslands fyrir jólafagnaði í Súlnasalnum síðasta laugardag fyrir jól og bauð viðskiptamönnum og öðrum velunnurum upp á jólaglögg. Wilhelm tók síðan siðinn upp nokkr- um árum síðar, fyrst á Sögu og svo á Holiday Inn (nú Grand Hótel Reykjavík), en hann segir að faðir hans hafi alltaf lagað jólaglögg í að- draganda jóla. ?Eftir því sem hann sagði mér fékk hann uppskriftina frá pabba sínum, en hver fjölskylda átti sína uppskrift og hélt vel utan um hana, því mikill metingur var um hver ætti bestu uppskriftina.? Fljótlega fóru veitingahús al- mennt að bjóða upp á jólaglögg sem og fyrirtæki. Mikil áfengisdrykkja fylgdi þessum sið, en jólaglöggið datt eiginlega út þegar Wilhelm byrjaði að bjóða upp á jólahlaðborð í Grillinu 21. desember 1980. ?Frá miðjum nóvember og fram á þorra var ekkert að gerast á veit- ingastöðunum fyrir utan nýárs- böllin,? rifjar Wilhelm upp. ?Einu skreytingarnar voru í Rammagerð- inni og ekkert gerðist fyrr en daginn fyrir Þorláksmessu. Í Kaupmanna- höfn var hver einasti veitingasalur fullur og ég hugsaði með mér að best væri að byrja með jólahlaðborð. Konráð Guðmundsson var hótelstjóri og honum leist ekkert á þetta en ég fékk þó með semingi að reyna. Þegar ég tók við öllum veit- inga- og ráð- stefnurekstri hót- elsins 1982 fékk ég Gunnar Stein Pálsson al- mannatengil til að mark- aðssetja jólahlaðborðið með mér og á nokkrum árum var þetta komið á fleygiferð alls staðar.? Vertíð fyrir veitingamenn  Wilhelm W.G. Wessman fyrstur með jólahlaðborð Morgunblaðið/Ómar Forsprakkinn Wilhelm Wessman við jólahlaðborðið á veitingastaðnum Skrúði á Radisson BLU Hótel Sögu í gær. Skemmtilegur siður WILHELM WESSMAN LÍTUR YFIR FARINN VEG Matgæðingar og fleiri taka jólahlaðborðum sem sjálfsögðum hlut en hefðin hefur þróast í um 30 ár hérlendis og um 70 ár í Danmörku. Wilhelm Wessman bendir á að á stríðsárunum hafi allur matur verið skammtaður í Danmörku og erfitt að fá hráefni í hátíðarrétti. Fólk hafi þá tekið sig saman, jafnvel nágrannar, slegið í púkk og fagnað saman í fé- lagsheimili eða á veitingastað, þar sem gestir hafi keypt drykki af veitingamanninum. Að stríði loknu hafi veitingamenn byrjað að bjóða upp á jólahlaðborð í des- ember. Fyrsta jólahlaðborðið í Grillinu hafi staðið í tvo daga, árið 1981 hafi það staðið til boða vikuna fyrir jól en síðan hafi tíminn lengst og nú byrji veitingahús að bjóða jólahlað- borð í nóvember, rétt eins og í Kaupmannahöfn. ?Þetta er skemmtilegur siður,? segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.