Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Tengi óskar landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 Tengi Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco Opnast hratt & örugglega Eru orkusparandi Þola mikið vindálag Eru öruggar & áreiðanlegar Henta við allar aðstæður 15 ára reynsla við íslenskar aðstæður & yfir 130 hurðir á Íslandi • • • • • • Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Hverfisgötu 105 • www.storarstelpur.is Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. 11-15. 30% afsláttur 27.12 - 31.12.2013 Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Snorri Rafn Theodórsson, 19 ára nýstúdent frá Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði, fékk 9,77 í með- aleinkunn á stúdentsprófi sínu. Ein- kunnin er sú hæsta sem reiknuð hefur verið frá skólanum. Flensborgarskólinn brautskráði 58 nemendur hinn 21. desember sl. og lauk tæpur helmingur nemend- anna námi á þremur og hálfu ári, þar af einn á þremur árum. Á eftir Snorra var Jónas Grétar Jónasson semídúx með einkunnina 9,68 og hjó hann nærri eldra skólametinu sem var 9,71. Hvorki hann né Snorri Rafn höfðu einkunn undir 9 á einkunnaskírteini sínu. Hildur Rún Guðjónsdóttir var með 9,21, Guðrún Brá Björgvinsdóttir með 9,08 og Dagur Sigurður Úlfarsson með einkunnina 8,98. Best að vinna jafnt og þétt „Að vinna hægt og rólega og jafnt yfir önnina. Ekkert vera að stressa sig á þessu fyrir loka- prófið,“ segir Snorri Rafn um lyk- ilinn að þessum árangri. Hann seg- ist ekki hafa verið að hugsa neitt sérstaklega um að bæta skólametið. „Þetta gerðist bara. Ég heyrði þetta fyrst á útskriftarathöfninni,“ segir Snorri hógvær. Snorri Rafn dúxaði einnig á grunnskólaprófi sínu og segir að námið liggi vel fyrir sér, en með- fram námi lærði hann á hljómborð í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar auk þess að æfa bæði handbolta og fót- bolta. Hann segir að skipulag skili árangri í náminu en hann passar þó að skipuleggja sig ekki of mikið. En hvað ætlar hann að gera í framhaldi af þessum árangri? „Ég ætla að vinna eftir áramót og fram á næsta haust og þá ætla ég í heil- brigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík.“ Hæsta einkunn í sögu Flensborgar  Snorri Rafn útskrifaðist með 9,77 Nýstúdent Snorri Rafn var að von- um sáttur á útskriftarathöfninni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur nauðsynlegt að endurskoða þá ákvörðun að borgin hætti beinum stuðningi við Alþjóðlegu kvik- myndahátíðina í Reykjavík (RIFF). „Ég var mjög gagnrýnin á að vörkumerkinu RIFF skuli fórnað, tíu ára vörumerki sem borgin hefur fjár- fest mikið í,“ segir hún. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur menningar- og ferðamála- ráð borgarinnar farið að tillögu Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) um að styrkja ekki RIFF á næsta ári. Lagði BÍL til að hátíðin Heimili kvikmyndanna skyldi fá átta milljónir á næsta ári. Forsendurnar nær brostnar Heimili kvikmyndanna er sjálfs- eignarstofnun sem rekur m.a. Bíó Paradís sem styrkt er af Reykjavík- urborg. Fagfélög kvikmyndagerðar- manna standa að stofnuninni. „Ég lít svo á að þegar borgin núllar út sinn styrk til RIFF séu forsendur fyrir því að hátíðin fái styrki frá öðr- um nær brostnar. Við erum ekkert að hugsa um að reyna að halda henni á lífi eða hafa samkeppni milli hátíð- anna, heldur er aðeins tekin ein- strengingsleg ákvörðun um að byrja á nýrri, án þess að það liggi neitt fyrir um það sem að baki liggur,“ segir hún. Hún tekur fram að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í minnihlutanum í menningar- og ferðamálaráði hafi samþykkt tillögur faghóps BÍL um styrkveitingar til menningarmála á næsta ári að öllu leyti nema hvað varðar RIFF og Bíó paradís. Stefna borgarinnar gagnvart kvikmynda- hátíðum væri enda óljós. Menningar- og ferðamálaráð úthlutar 70 milljón- um á næsta ári á grundvelli tillagna BÍL en sótt var um 268 milljónir. Samkvæmt samningi borgarinnar fær Bíó paradís 14,5 milljónir í rekstr- arstyrk á ári. RIFF fékk níu milljónir frá borginni í ár en fær ekkert á næsta ári. Ekki á ábyrgð borgarinnar Spurð um það sjónarmið Þorbjarg- ar Helgu, að ákvörðunin um úthlut- unina feli í sér að RIFF verði fórnað, segir Margrét Kristín Blöndal, full- trúi Besta flokksins í ráðinu, að „það [sé] ekki ábyrgð Reykjavíkurborgar“ að koma í veg fyrir það. „Ég tel að það sé búið að ganga frá þessu, algjörlega. Til þess var stofnað til faghópsins fyrir ráðið að fagfólk færi yfir þessar umsóknir. Það væri þá sannarlega saga til næsta bæjar ef við færum að draga í efa álit þeirra í einhverjum einstökum málum.“ – Þannig að það er að þínu mati ekki á ábyrgð Reykjavíkurborgar að standa undir RIFF? „Nei. Það er auðvitað alls ekkert á ábyrgð Reykjavíkurborgar. RIFF hefur verið styrkt um miklar fjárhæð- ir í gegnum árin og staðið vel að sínu verki. Eins og komið hefur fram eru sendar inn umsóknir á hverju ári. Það var mat faghópsins að þetta skyldi vera svona í ár. Það geta allir sótt um styrki hjá Reykjavíkurborg. Það er ekkert sem bendir til þess að ég þurfi að draga álit þessa faghóps í efa í ein- hverjum einstökum málum. Alls ekki. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir þessu starfi sem þau hafa innt afskap- lega vel og fagmannlega af hendi,“ segir Margrét. Hvorki náðist í Jón Gnarr borgarstjóra né S. Björn Blön- dal, aðstoðarmann hans, í gær. Gagnrýnir að RIFF skuli fórnað  Borgarfulltrúi vill endurskoða málið Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Margrét Kristín Blöndal Greiðslumark ársins 2014 verð- ur 125 milljónir lítra, sem er níu milljóna lítra aukning frá árinu 2013. Breytingin er gerð í ljósi mik- illar söluaukn- ingar í haust og minni birgða- stöðu en venja er til. Aukningin hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við greinina og verður fullt afurða- stöðvaverð greitt fyrir alla inn- vegna mjólk á árinu 2014. Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði höfðu í september sl. sagt fyrir um sölu á fitugrunni upp á 123 milljónir lítra, en sú spá hefur nú verið endurskoðuð m.t.t. söluaukn- ingar og hækkuð um tvær milljónir lítra. Greiðslumarkið orð- ið 125 milljónir lítra Kýr Greiðslumark- ið var hækkað um níu milljónir lítra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.