Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 35
Frumraun Más í óperusöng var aðalhlutverkið í óperettunni Die schöne Galathee í Vínar Kamm- eróper í Vín, sumarið 1976. Hann söng síðan ýmis óperuhlutverk í Vín- arborg til 1977 er hann var ráðinn söngkennari til Söngskólans í Reykjavík. Már var kennari við Söngskólann í Reykjavík 1977-86 er hann fór í framhaldsnám í söng við Bloom- ington í Indiana í Bandaríkjunum 1986-88. Már var m.a. dagskrárgerðamað- ur við RÚV á árunum 1989-91. Hann var söngkennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri 1992-98 og deild- arstjóri þar síðustu fjögur árin. Þá var hann búsettur á Suður-Jótlandi á árunum 1998-2002 þar sem hann fékkst við kennslu í tungumálum og söng. Hann var síðan aftur kennari við Söngskólann í Reykjavík frá 2002-2013 er hann lét af störfum. Leiðsögumaður í hálfa öld Már fór að sinna leiðsögumennsku um miðjan sjöunda áratuginn og naut þá fyrst handleiðslu hjá Vigdísi Finnbogadóttur, síðar forseta. Hann var síðan leiðsögumaður á sumrin, einkum hér á landi, hjá ýmsum ferðaskrifstofum, allt til ársins 2013. Már hefur haldið tónleika hér á landi, hefur tekið þátt í óperuflutn- ingi, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, komið fram í útvarpi og sjón- varpi, söng með Leikfélagi Akureyrar og lék í kvikmyndunum Allt gott, og Opinberun Hannesar. Már var um skeið formaður óperu- deildar Félags íslenskra leikara og átti sæti í Leikhúsráði. Þá er hann félagi í frímúrarareglunni. Már hlær þegar hann er spurður um áhugamál: „Gallinn – eða kannski kosturinn – við tónlistarfólk er sá, að það vinnur yfirleitt við áhugamál sín. Auðvitað er tónlistin mitt helsta áhugamál. Ég hlusta töluvert á tón- list þegar ég hef næði til þess og þá nær eingöngu á klassík. Auk þess hef ég verið leið- sögumaður um landið og söguna um áratuga skeið, og kennt tungumál. Ég hef haft áhuga á þessu öllu. Það er því engin þörf að kvarta undan leiðinlegum starfsferli.“ Fjölskylda Synir Más og síðustu konu hans, Sigríðar Soffíu Gunnarsdóttur, f. 1954, ljósmyndara, eru Gunnar Kar- el, f. 17.5. 1984, tónskáld, búsettur í Reykjavík en kona hans er Agnes Guðjónsdóttir, grafískur hönnuður og eru dætur þeirra Ilmur og Urður; Mímir, f. 7.4. 1988, sem leggur stund á Alexanderstækni í London en unn- usta hans er Elín Widerdal skreyt- ingafræðingur. Hálfsystir Más, sammæðra, er Nanna Ingvadóttir Paschal, f. 28.4. 1946, sjúkraliði í Svíþjóð. Hálfsystkini Más, samfeðra: Katr- ín Edda Magnúsdóttir, f. 1.6. 1956, ljósmóðir á Seltjarnarnesi, og Sig- urður Gunnar Magnússon, f. 29.6. 1948, lést af slysförum 27.4. 1969, starfsmaður hjá Hafskipi. Foreldrar Más voru Magnús Valdimarsson, f. 6.1. 1925, d. 30.9. 1999, forstjóri Póla, og Sigríður Björnsdóttir, f. 11.5. 1924, d. 2000, verslunarmaður. Úr frændgarði Más Magnússonar Már Magnússon Soffía Björnsdóttir úr Garðahreppi Guðmundur Semingsson frá Skinnastöðum í Hún. Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Kaupmannahöfn Sigríður Björnsdóttir húsfr. og verslunarm. Dr. Björn Karel Þórólfsson málfr. og bókavörður við Konunglegu bókhlöðuna í Kaupmannahöfn Sigríður Björnsdóttir húsfr.á Dalshöfða Þórólfur Jónsson söðlasm. á Dalshöfða Brynjólfur Jónsson sjóm. í Rvík Herdís Maja Brynjólfsdóttir húsfr, í Rvík Magnús Valdimarsson forstj. í Rvík Valdimar Sveinbjörnsson leikfimikennari við MR í Rvík Sveinbjörn Sveinsson b. á Hámundarstöðum í Vopnafirði Grímur Valdimarsson forstj. í Rvík Valdimar Grímsson fyrrv, landsliðsm. í handbolta Guðbjörg Gísladóttir húsfr. á Hámundarstöðum Aldís Brynjólfsdóttir húsfr. í RvíkEllert B. Schram fyrrv. alþm., ritstj. og forseti ÍSÍ Bryndís Schram fyrrv. sendiherrafrú Margrét Magnúsdóttir húsfr. í Rvík, af Bergsætt Herdís Magnúsdóttir húsfr. Magnús Helgason kaupm. í Eyjum og gjaldkeri í Rvík Magnús H.Magnússon bæjarstj. í Eyjum og ráðherra Páll Magnússon fyrrv. útvarps- stjóri RÚV Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari Bjarni Guðmundsson í Rvík Soffía Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Egill Jóhannsson hljóðmaður hjá RÚV Guðríður Þórólfsdóttir húsfr. í Rvík Rósa Björk Þorbjarnardóttir prestsfrú í Kópavogi Árni Páll Árnason fyrrv. ráðherra Þórólfur Árnason fyrrv. borgarstjóri Þorbjörn Árnason pr. á Borg á Mýrum ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Steingrímur Jónsson alþm.fæddist á Gautlöndum í Mý-vatnssveit 27.12. 1867. For- eldrar hans voru héraðshöfðinginn Jón Sigurðsson á Gautlöndum, hreppstjóri og oddviti í Skútustaða- hreppi og alþm. í rúm 20 ár, og k.h., Solveig húsfreyja, dóttir Jóns Þor- steinssonar, ættföður Reykjahlíð- arættar. Frá Jóni er komið mikið ráðherra- og þingmannaslekti því hann var faðir Péturs og Kristjáns alþm. og ráðherra og Steingríms alþm. sem hér er fjallað um, afi Haralds Guð- mundssonar alþm. og ráðherra og Steingríms Steinþórssonar alþm. og forsætisráðherra, langafi Jóns Sig- urðssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra og Málmfríðar Sigurðardóttur alþm. og langalangafi Hjálmars Jóns- sonar, fyrrv alþm. og prests í Dóm- kirkjunni. Solveig var hins vegar systir Benedikts, afa Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra. Eiginkona Steingríms var Guðný Jónsdóttir húsfreyja og voru börn þeirra Þóra Hólmfríður, húsfreyja á Akureyri; Jón, sýslumaður í Stykk- ishólmi og í Borgarnesi; Solveig, var búsett á Akureyri, og Kristján Pét- ur, sýslumaður í Stykkishólmi og bæjarstjóri í Neskaupstað. Steingrímur lauk stúdentspróf frá Lærða skólanum í Reykjavík 1888, lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1894 og öðlaðist hdl.-réttindi 1942. Steingrímur var aðstoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni í Kaup- mannahöfn 1894-97, sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1897-1920 og sat þá á Húsavík, og sýslumaður í Eyjafjarð- arsýslu og bæjarfógeti á Akureyri með aðsetur þar 1920-34. Steingrímur var konungskjörinn alþm. 1906-16 og sat á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn og Sam- bandsflokkinn. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Húsavíkur og í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í 20 ár, var formaður Sambands kaupfélaganna 1905-10, var bæjarfulltrúi á Ak- ureyri 1923-29 og var forseti bæj- arstjórnar á þeim tíma og var próf- dómari við Menntaskólann á Akureyri 1928-52. Steingrímur lést 29.12. 1956. Merkir Íslendingar Steingrímur Jónsson 90 ára Anna Sigurðardóttir Steinunn Jónsdóttir 85 ára Kristinn Jónsson 75 ára Helga Wium Karlsdóttir Ingiborg Hansdóttir Beck Nanna Sigríður Ragnarsdóttir 70 ára Margrét Guðríður Karlsdóttir 60 ára Alfreð S. Jóhannsson Bryndís Bjarnadóttir Guðrún Salome Jónsdóttir Gunnar Larsson Kristjana Júlía Jónsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir 50 ára Astrid Gundersen Einar Örn Birgisson Gestur Sævar Sigþórsson Guðný Rósa Magnúsdóttir Gunnar Jónsson Svava Ásdís Sigurðardóttir Theódóra Kristjánsdóttir 40 ára Aasa Charlotta Ingerardóttir Agnieszka Nowikiewicz Anna María Sigtryggsdóttir Arnar Hólm Sigmundsson Árni Brynjólfsson Daiva Pigagaité Gyða Hrönn Ásgeirsdóttir Hulda Helga Þráinsdóttir Margrét Þuríður Sverrisdóttir Peter Palasta Virginija Riskuviene Víðir Guðmundsson 30 ára Anna Blicharz Bryndís Ósk Jónsdóttir Helgi Guðjónsson Þóra Björg Andrésdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Steinþór ólst upp í Reykjavík, er búsettur í Kópavogi, lauk verkfræði- prófi frá HÍ og er verk- fræðingur hjá Eflu – verk- fræðistofu. Maki: Alda Halldórsdóttir, f. 1983, vöruhönnuður og nemi í gullsmíði. Börn: Nói, f. 2009; Lísa, f. 2011, og Einar, f. 2013. Foreldrar: Gísli Gíslason, f. 1958, og Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 1958, í Steinsholti við Þjórsá. Steinþór Gíslason 30 ára Ingibjörg ólst upp í Kópavogi en býr nú í Garðabæ, lauk kennara- prófi frá HÍ og hefur kennt við Álfhólsskóla í Kópa- vogi. Maki: Haraldur Péturs- son, f. 1983, starfsmaður MP banka. Foreldrar: Sigurður Þór Sigurðsson, f. 1959, graf- ískur hönnuður hjá Expo, og Sigrún Inga Magnús- dóttir, f. 1959, bókhaldari hjá Uppgjöri ehf. Ingibjörg Anna Sigurðardóttir 30 ára Orri ólst upp í Reykjavík og er þar búsett- ur, lauk stúdentsprófi frá FÁ og starfar við bensínstöð Ol- ís við Skúlagötu. Hálfsystkini: Bríet Krist- jánsdóttir, f. 1992; Bárður Jóhannsson, f. 1994; Theo- dór Kristjánsson, f. 1994; Freyja Jóhannsdóttir, f. 1998; Tómas Jóhannsson, f. 2002. Foreldrar: Jóhann Freyr Að- alsteinsson, f. 1965, og Pála María Árnadóttir, f. 1964. Orri Freyr Jóhannsson Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Norsaw 1203 Alhliða byggingasög: Bútsög, Ristisög Plötusög Þykktarhefill/afréttari Hms 2600ci Kr. 335.200 Byggingasög Tku 4000 Kr. 122.500 Profi-bútland 69.900 Byggingasög Norsaw 1203 Tilboðsverð kr. 497.000 - með báðum borðum og löndum (Spónsuga fylgir ekki) Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is TRÉSMÍÐAVÉLAR FRÁ BRYNJU FYRSTA VAL FAGMANNSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.