Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 28
✝ Áki Stefánssonfæddist á Dal- vík 23. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 14. des- ember 2013. For- eldrar Áka voru Þóra Antonsdóttir frá Hamri í Svarf- aðardal, f. 18. júlí 1899, d. 1. maí 1979, og Stefán Jón Tryggvi Kristinsson, gjald- keri frá Miðkoti í Svarfaðar- dalshreppi, f. 24. ágúst 1898. Áki var eina barn þeirra. Hinn 24.12. 1953 kvæntist Áki Sigurlaugu Magnúsdóttur frá Herjólfsstöðum í Laxárdal í Skagafirði f. 18.1. 1931. For- eldrar Sigurlaugar voru Þór- unn Björnsdóttir, frá Skíða- stöðum í Laxárdal, f. 20.8. 1885, d. 9.1. 1970, og Magnús Elías Sigurðsson, frá Bolung- arvík, f. 6.11. 1890, d. 3.7. 1974. Börn Áka og Sigurlaugar síðan í Héraðsskólanum á Laugum í einn vetur. Hann lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1953. Hann var 13 ára þeg- ar hann fór á sjó og var svo öll sumur á sjó á ýmsum bátum og skipum þegar hann var ekki í skóla til 1955. Þá hóf hann störf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. sem annar stýrimaður á Harðbaki EA 3 og síðar 1. stýrimaður þar. Skipstjóri var hann frá 1958, fyrst á Sléttbaki EA 4, þá á Harðbaki EA 3, síðan á Sól- baki EA 5 en Sólbakur var fyrsti skuttogari Útgerðar- félags Akureyringa og sótti Áki skipið til Frakklands og dvaldi þar í nokkrar vikur til að skoða skipið og reyna. Síð- ast var hann skipstjóri á Slétt- baki EA 304, sem hann sótti til Færeyja 1973 og var skipstjóri á því skipi til ársins 1985 þeg- ar hann hætti til sjós. Þá gerð- ist hann hafnarvörður á Akur- eyri og var í því starfi út starfsævina. Útför Áka Stef- ánssonar verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju föstudaginn 27. desember 2013 klukkan 13.30. eru tvö, Þóra og Stefán. Þóra, f. 27.5. 1954, eiginmaður Ólafur B. Thor- oddsen, f. 1953, og eiga þau þrjá syni. 1. Áki, f. 2.12. 1974, sambýlis- kona Anna Ólafs- dóttir, f. 1974, og eiga þau tvær dæt- ur, Þóru og Guð- rúnu. 2. Bragi, f. 3.8. 1981, sambýliskona, Margrét Skúla- dóttir, f. 1981, sonur þeirra er Ólafur. 3. Egill, f. 26.5. 1983, eiginkona Kolbrún Ýrr Bjarna- dóttir, f. 1985. Börn þeirra eru Brynja Karítas, Baldur og Kári. Stefán, f. 7.12. 1970, sam- býliskona hans er Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, f. 1973, og eiga þau tvær dætur Sigurlaugu Rán, f. 27.8. 1999, og Matthildi Brá, f. 26.11. 2002. Áki ólst upp á Dalvík og gekk þar í barnaskóla og var Áki tengdafaðir minn var um margt sérstakur maður og ekki allra. Hann hafði mjög sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og þar voru svartir og hvítir litir ráðandi og lítið um gráa tóna. Tungutakið var óheft og ákveðið, kveðið fast að og áhersluorð not- uð. Þegar ég kynntist frændum hans úr Kotunum á Dalvík varð mér ljóst hvaðan orðfærið var ættað. Þetta voru gegnheilir og traustir menn sem aldrei brugð- ust sínum og sú ættarfylgja náði líka til Áka eins og tungutakið. Ég fann það þegar við Þóra bjuggum á Dalvík að frændfólkið var alltaf tilbúið að rétta hjálp- arhönd ef eftir var leitað. Þarna ríkti samheldni og traust sem ekki brást. Þannig var tengda- faðir minn. Tryggð margra af samferðamönnum hans við hann, gamalla skipsfélaga og sam- starfsmanna, sýnir líka hve vel þeir kunnu að meta mannkosti hans. Þeir komu og heimsóttu Áka fram á síðasta dag og það gladdi hann mjög. Eftir að ég kom í fjölskylduna fann ég umhyggjuna og væntum- þykjuna hjá honum í minn garð. Við gátum tekið sennur um mál- efni líðandi stundar og vorum ekki alltaf sammála og þá voru stóru orðin ekki spöruð en það risti ekki djúpt. Þegar synir okk- ar Þóru uxu úr grasi fundu þeir vel hve vænt honum þótti um þá. Hann hvatti þá til dáða í því sem þeir höfðu fyrir stafni. Ef þeir voru lengi að borða sagði hann þeim að drífa sig eins og fullt dekk af fiski biði eftir þeim, ekk- ert slór. Ef einhver af fjölskyld- unni var á ferðalagi var hann ekki í rónni nema fá fréttir af þeim. Eftir að farsímar komu hringdi hann minnst tvisvar í þá sem voru á leiðinni milli Akur- eyrar og Reykjavíkur á bíl. Áki var af þeirri kynslóð sem hafði verkaskiptingu kynjanna á hreinu. Konurnar sinna uppeldi og heimilisstörfum en karlarnir vinna úti og koma ekki mikið að hefðbundnum heimilisverkum. Eitt sinn stóð ég og straujaði skyrtu af mér og allt var á fullu við undirbúning jólanna. Áki kom að mér við þessa iðju og sagði með nokkurri vanþóknun að aldrei hefði hann lotið svona lágt. Ég ákvað í anda jólanna að brosa og segja ekkert ljótt. Hann hafði ekki mikla trú á svuntu- körlum eins og hann kallaði þá karla sem stóðu í eldhúsi heima fyrir. Svo mikið er víst að hann þurfti ekki að standa með svuntu í eldhúsinu hjá Sigurlaugu (Sillu) konu sinni. Þar hefði hann orðið fyrir þeirri vösku konu og tafið. Seinna þegar Stefán sonur hans og synir mínir sýndu sig í að vera hinir mestu svuntukarlar fór við- horfið að breytast og slíkir menn viðurkenndir. Þó að vinnan í eld- húsinu væri ekki mikil brást mataröflunin til heimilisins ekki og nutum við unga fjölskyldan þess, ekki síst á námsárum í Reykjavík. Við fengum oft að heyra skemmtilegar sögur frá Dalvík og einnig af sjónum en þær komu ekki eftir pöntun. Eitthvert atvik eða umræða varð til að sögurnar komu og þá lögðu allir við hlustir enda frásagnarmátinn og orð- færið skemmtilegt. Það verður allt heldur tómlegra hjá okkur í fjölskyldunni hans Áka en hann var orðinn slakur til heilsunnar hin síðustu ár. Við kveðjum hann með söknuði og minnumst góðs drengs með trega. Ólafur Th. Elsku afi Nú ertu farinn, þú varst orð- inn gamall og sagðir það sjálfur. Það fór í taugarnar á þér hversu skrokkurinn var orðinn lélegur. Það dundu á þér áföllin síðustu árin en seiglan í gamla skipstjór- anum var alltaf til staðar. Það var alltaf gott að koma til þín og þú varst til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Oftar en ekki gaukaðir þú að okkur aurum eða öðru sem hug- urinn girntist. Þeir voru ófáir bíl- túrarnir sem við fórum með þér niður á bryggju eða að kíkja á hvort hryssurnar væru búnar að kasta eða ærnar bornar. Þær voru margar sögurnar sem komu í þessum ferðum bæði úr upp- vextinum á Dalvík og af sjónum. Því var verr að þú varst kom- inn í land áður en við urðum nógu gamlir til að fara á sjó með þér á Sléttbak sem þú sagðir að væri besta skip sem smíðað hefði verið. Sjóferðir á Sillu þar sem við náðum oftast í soðið voru mikið tilhlökkunarefni hjá okkur sem og veiðiferðir með stöng eða net. Ófá handtökin höfum við lært af þér, hvort sem það er að gera að fiski, þvo bílinn, gera upp bandspotta, ganga frá hlutunum á sinn stað og síðast en ekki síst að vera duglegir í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við munum sakna þín þegar fjöl- skyldan kemur saman. Við vorum ekki háir í loftinu þegar þú kenndir okkur að koma upp eldi í arninum í Espilundi á jólum og hátíðum, þó að sumum þætti aðfarirnar dálítið stór- karlalegar á stundum. Ef brennið var lélegt var gjarnan gripið til steinolíuflöskunnar og skvett vel á glæðurnar til að fá dálítið fútt í bálið, ekki ósenni- legt að eldtungur hafi teygt sig til himins upp úr skorsteininum við og við. Á þennan hátt munum við minnast þín, þú varst og verður alltaf hetja í okkar augum. Áki, Bragi og Egill. Það spáði ofsaveðri á Ný- fundalandsmiðum í byrjun febr- úar 1959. Þegar hinn ungi skipstjóri á Harðbak sá barómetið falla eins og byssukúlu, það var dauðalogn, þá var hann viss um að aðstæður yrðu mjög erfiðar. Hann lét ræsa út frívaktina, trollið var tekið inn fyrir þó að logn væri og skipaði svo fyrir að allt af dekkinu skyldi sett niður í fiskilestina. Þannig var það að þegar ofs- inn skall á með grimmdarfrosti og sjávarhitinn fór niður fyrir frostmark var Harðbakur eins tilbúinn og hægt var til að takast á við næstu skelfilegu daga. Allur sjór fraus um leið og hann skvettist á skipið, ísingin varð strax mjög mikil. Það átti enginn að búa frammi í skipinu, menn áttu að taka það nauðsynlegasta sem þeir þyrftu að nota til næstu daga aftur í skipið. Kallinn hlýtur að vera orðinn vitlaus sögðu menn, annað kom á daginn og var skipshöfnin honum ævarandi þakklát fyrir framsýn- ina. Áki var óvenju veðurglöggur, varkár, anaði aldrei að neinu, fór vel með skip og áhöfn, sigldi allt- af skipum sínum heilum til hafn- ar. Ég kynntist honum sem barn, hann var fyrsti stýrimaður hjá föður mínum á gamla Harðbak þar sem ég var aðeins fimm ára þegar ég fór að fara á sumrin með þeim í túra. Hann kom mér oft í koju á kvöldin, las fyrir mig og svæfði. Seinna þegar ég var aðeins eldri gætti hann mín og fylgist með mér seint á kvöldin og fram á nótt þegar ég fór ekki að sofa á sama tíma og pabbi minn. Áki tók síðan við skip- stjórn á gamla Harðbak í janúar 1965 eftir að faðir minn hætti til sjós, áður hafði hann verið skip- stjóri á gamla Sléttbak frá því síðla árs 1959. Það kom aldrei annað til greina þegar ég byrjaði mína sjó- mennsku en að fara á Harðbak með Áka ef ég fengi pláss. Áki var tilbúinn að gefa ungum mönnum tækifæri og sagði að það væri framtíðin. Við vorum t.d. níu á sama tíma með honum sem allir urðum stýrimenn og skipstjórar. Áka var mjög um- hugað um að nýgræðingar lærðu strax réttu handtökin og hugsaði vel um áhöfnina. „Þorsteinn, þú verður að læra á kompásinn, gera rétt að aflan- um, passa þig á vírunum og ef brælir þá verður þú að sjá og læra hvernig brotin koma og forða þér á réttum tíma.“ Áki var ekki margmáll, en það sem hann sagði greyptist inn í hug manns, hann var ráðagóður og seinna meir leitaði ég oft til hans. „Þorsteinn þú ferð ekki suður, þú tekur Kaldbak, þeir eru búnir að bjóða þér hann.“ Og þar við sat. Áki tók við skipstjórn á fyrsta skuttogara ÚA, Sólbak, í byrjun árs 1972 og ári seinna tók hann við Sléttbak og var með hann þar til hann lét af skipstjórn 1985. Þá fór hann að vinna við höfnina á Akureyri sem hafnarvörður þar til hann lét af störfum. Hann varð fyrir því óláni að slasast mikið þegar vír slitnaði og slóst í hann og Baldvin föð- urbróður minn þegar þeir voru að koma stóru skipi að bryggju í vondu veðri. Hvorugur náði sér nokkurn tímann að fullu eftir það. Áki var mikill aflamaður, fór vel með alla hluti, fór sínar eigin leiðir hvort heldur það var til Grænlands eða annað og lét ekk- ert trufla sig. Við Þóra konan mín kveðjum merkan mann og vin. Mann sem ég bar alltaf ómælda virðingu fyrir og er þakklátur fyrir alla kennsluna og ráðleggingar, bæði til sjós og lands, sem hann gaf mér í gegnum tíðina. Elsku Silla, Þóra, Stebbi og fjölskyldur, megið þið geyma minningu um góðan mann. Guð blessi Áka Stefánsson. Þorsteinn Vilhelmsson. Fallinn er frá Áki Stefánsson fyrsti skipstjórinn minn. Með honum er genginn einn af þeim höfðingjum sem tóku þátt í þeirri byltingu sem fólst í að taka við skipstjórn á skuttogara, eftir að hafa verið farsæll skipstjóri á gömlum síðutogara. Það var um vorið árið 1968 sem undirritaður ásamt þremur öðrum 15-16 ára unglingum, allir blautir bak við eyrun, mætti um borð í gufutogarann Harðbak EA 3 til að fara í okkar fyrstu sjóferð. Skipstjóri var Áki Stef- ánsson. Mér telst til að í þessari veiðiferð hafi verið a.m.k. sex ungir menn til viðbótar, frá 15 ára til tvítugs, sem allir áttu eftir að verða togaraskipstjórar. Lengi býr að fyrstu gerð og eng- inn efi í mínum huga að Áki hafi með sinni stóísku ró og reisn orð- ið fyrirmynd þessara skipsfélaga og kveikt í huga okkar löngun til að feta í fótspor hans. Þessi fjöl- menni hópur góðra drengja sem hófu sinn feril hjá Áka gengur undir nafninu Ranabörnin. Of langt mál væri að útskýra hvern- ig sú nafngift er til komin, en ég er stoltur af því að vera einn af Ranabörnunum og þakklátur fyrir þann góða skóla og þá góðu vini sem mér hlotnuðust á þess- um þroska- og mótunarárum. Áki mun ávallt eiga sér traustan stað í hugskoti mínu og örugg- lega fjölmargra skipsfélaga minna frá þessum árum sem munu ávalt minnast hans með hlýhug og virðingu. Eftirfarandi stöku hnoðaði ég saman fyrir margt löngu til heið- urs Áka á árlegum dansleik Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga sem var haldinn um árabil á Hótel KEA milli jóla og nýárs. Með Áka fóru á sjóinn fyrsta sinni fjölmargir þeir sem eru hérna inni honum megum við það margir þakka að hann bjó til hæfan mann úr böldnum krakka. Sillu og fjölskyldunni votta ég mína innilegustu samúð. Árni Bjarnason. Áki Stefánsson HINSTA KVEÐJA Í dag kveðjum við Áka Stefánsson kæran vin til margra ára. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Silla, Þóra, Stefán og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Björg Finnbogadóttir. ✝ Óli Gunnarssonfæddist í Skóg- um, Öxarfirði, 21. janúar 1925. Hann lést á sjúkrahúsinu Akureyri 19. des- ember 2013. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir, hús- móðir, f. 5. apríl 1881, d. 17. mars 1945 og Gunnar Árnason, bóndi og smiður í Skógum, f. 24. febrúar 1871, d. 23.4. 1960. Óli var yngstur níu systkina. Þau voru: Rannveig, f. 1901, Björn, f. 1903, Sigurveig, f. 1905, Arnþrúður, f. 1908, Árni, f. 1910, Sigurður, f. 1912, Jón Kristján, f. 1919, Þórhalla, f. 1923. Öll látin. Óli stundaði nám við Sam- vinnuskólann 1944-1946. gjaldkeri til ársins 1976, en síðan fulltrúi framkvæmdastjóra. Eftir það við ýmis störf á Kópaskeri allt til haustsins 2013 að hann lét af störfum við móttöku einnota umbúða, sem hann sinnti af mik- illi eljusemi allt þar til kraftar þrutu. Óli stundaði grásleppu- veiðar í mörg vor og aðrar veið- ar í frístundum. Var alla tíð mik- ill náttúruunnandi, þekkti flesta fugla og hljóð þeirra, tíndi mikið af berjum og fjallagrösum. Söng í kirkjukór Snartarstaðakirkju og í karlakór meðan hann starf- aði á svæðinu, var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Faxa í 20 ár og fleiri félög mætti upp telja. Að spila bridge og önnur spil veitti honum mikla ánægju allt til hins síðasta. Hann var og um- boðsmaður Happdrættis Há- skóla Íslands og SÍBS um árabil. Eins sat hann um tíma í hrepps- nefnd Prestshólahrepps. Útförin fer fram frá Snartar- staðakirkju í dag, 27. desember 2013, kl. 13. Eiginkona frá 16. júní 1951, Þórunn Guðrún Pálsdóttir, f. 11. apríl 1931, frá Ólafsfirði. Börnin urðu átta. Hugrún, f. 21. mars 1953, Gunnar Páll, f. 25. apríl 1954, Jón Kristján, f. 18. mars 1959, Lovísa, f. 25. október 1961, Krist- veig, f. 31. júlí 1963, Halla, f. 31. október 1965, Hild- ur, f. 31. október 1965 og Gunn- laug, f. 9. ágúst 1972. Barnabörn eru tuttugu og barnabarnabörn eru átta. Óli var verkamaður og bíl- stjóri hjá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga 1942-1945, en frá 1. júní 1946 til ársloka 1988 vann hann á skrifstofu KNÞ, fyrst við almenn störf, þá aðalbókari og Fyrst þegar ég heyrði nafn Óla Gunnarssonar nefnt hef ég lík- lega ekki verið nema 6-7 ára drengur heima í Ási við Kópa- sker. Það var frá ömmubróður mínum Páli Friðrikssyni. Þegar Páll talaði um Óla var það alltaf með djúpri virðingu, miklu eldri manns. Ég kynntist svo Óla þeg- ar við fluttum niður á Kópasker í gegnum leik og vináttu við elstu börn þeirra Óla og Tótu, einkum Hugrúnu og Gunnar Pál. Það var mikill samgangur milli heimila okkar eins og geta má nærri enda ekki um langan veg að fara. Eftir að ég varð unglingur náðum við Óli vel saman, ásamt Barða heitnum Þórhallssyni og raunar fleirum en við áttum sameigin- legt áhuga mál. Það var að fara á handfæri. Ýmist var siglt út að Rauðanúp eða vestur að Tjör- nesi. Þessi leið var svipuð í tíma, rúm klukkustund eða svo. Á þessum árum fór ég oft á sjó og gjarnan með þeim Óla og Barða annaðhvort á trillunni þeirra Álfaborg eða þá á bátnum And- vara sem kaupfélagið átti. Aflan- um var síðan skipt og aldrei kom annað til greina af þeirra hálfu en minn hlutur yrði jafn stór og þeirra. Þannig voru þessir heið- ursmenn. Ég minnist þess einu sinni þegar við vorum staddir úti við Rauðanúp í norðan kalda og hitastigið eftir því. Skyndilega lygndi og síðan kom sterkur hlýr sunnanvindur og umskiptin voru mikil. Þar upplifðum við gamalt orðtæki: „það er ekki sama hvað- an vindurinn blæs“. Veturinn 1972 útvegaði Óli okkur vinunum, mér og Gunnari Páli, skipspláss á Höfn í Horna- firði, en hvorugur okkar hafði verið á vertíð fyrr. Gunnar var á bátnum Ólafi Tryggvasyni, en ég var á Gissuri hvíta. Bæði þessi skip rótfiskuðu á þessari vertíð, annað var hæst í tonnum talið en hitt að aflaverðmæti. Óli og Ás- grímur Halldórsson, kaupfélags- stjóri á Höfn, voru skólabræður og góðir félagar. Að námi loknu í Samvinnu- skólanum hóf Óli störf hjá Kaup- félagi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, líklega 1945, og starf- aði þar nánast allan sinn starfs- feril, lengst af sem fulltrúi kaup- félagsstjóra. Óli var afburða góður bókhaldari, nákvæmur, skipulagður, rithöndin fáguð og stílfögur. Hann var ráðagóður en fremur hlédrægur að eðlisfari. Óla kynntist ég svo enn frekar eftir að ég varð kaupfélagsstjóri á Kópaskeri á árunum 1976-1982. Á þeim tíma unnum við náið sam- an og aldrei bar skugga á okkar samstarf, þó svo að aldursmun- urinn væri mikill. Á þeim árum sem Gunnar Páll og Anna voru við búskap í Efri-Hólum var Óli iðinn við að létta undir. Það var þeim án efa mikil hjálp einkum þegar stóð yfir sauðburður og heyskapur. Stundum hitti ég Óla á þeim árum þegar við Freyja heimsóttum Gunnar og Önnu í Efri-Hóla. Þar skynjaði maður áhuga hans og elju við búskapinn og hvar rætur hans lágu. Eftir kynni mín við Óla Gunnarsson skil ég nú innihald þeirrar virð- ingar sem lá í orðum Páls frænda míns forðum. Við fráfall Óla vilj- um við Freyja koma á framfæri okkar innilegustu samúðarkveðj- um til þín, Tóta mín, og allra ykk- ar afkomenda. Ólafur Friðriksson. Við fregnina um lát Óla rifjast upp minningar um okkar fyrstu kynni. Ég var að hefja störf hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga sem vörubílstjóri árið 1944. Fyrsta verkið var að leggja veg að malarnámu í svokallaðri Núpsvík. Nokkrir menn voru til- búnir í það. Þar í hópnum var hár og hinn gjörvilegasti maður, Óli Gunnarsson, 19 ára. Tókst þegar með okkur góð vinátta sem entist ævilangt. Íbúðarhús okkar voru sitthvorum megin við sömu göt- una á Kópaskeri auk þess sem við unnum hjá sama fyrirtæki í nær hálfa öld. Vorum við báðir í mörg- um félögum og nefndum og unn- um saman að lausn ýmissa mála. Óli var ákaflega nákvæmur og samviskusamur maður og lán að kynnast honum. Með samúðarkveðju til Tótu og fjölskyldu, Friðrik og Anna í Sunnufelli. Óli Gunnarsson 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.