Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Allir með Það er ekki nokkurt réttlæti í því að skilja yngstu börnin útundan þegar þau eldri fara að renna sér á skautum. Hér má sjá hvernig þau mál voru leyst í gær á Reykjavíkurtjörn. Ómar Tvær merkar menningarstofnanir fögnuðu nýverið stó- rafmælum er bæði Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlist- arfélagið í Reykjavík urðu 80 ára. Var þessara tímamóta minnst meðal annars með nokkrum glæsi- legum tónleikum sem Tónlistarskól- inn í Reykjavík hélt. Vart er á neinn hallað þó fullyrt sé að fáir aðilar hafi lagt meira til klassískrar tónlistar- menningar hér á landi en þessar tvær stofnanir. Saga þeirra er reyndar samofin, enda félagið stofn- að meðal annars til að styðja við tónlistarskólann, sem hóf starfsemi sína í kjölfar Alþingishátíðarinnar 1930. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti tónlistarskóli landsins og hefur stór hluti íslenskra tónlistarmanna stundað nám við skólann. Enn í dag er Tónlistarskólinn í Reykjavík höf- uðvígi framhaldsmenntunar í tónlist hér á landi og þaðan útskrifast meirihluti nemenda á framhalds- stigi í klassískri tónlist. Í skólanum er unnið þrotlaust og óeigingjarnt starf við menntun tónlistarmanna og þar með uppbyggingu íslensks tónlistarlífs og menningar- samfélags. Í skólanum er lögð áhersla á að veita nemendum góða og innihaldsríka menntun í hljóð- færaleik og fræðigreinum í tónlist. Boðið er upp á fjölda hliðargreina með tilliti til áhuga og þroska nem- enda til þess að dýpka skilning og kveikja áhuga á hinum ýmsu grein- um tónlistar. Skrautfjöður Tónlist- arskólans í Reykjavík er sinfóníu- hljómsveit skólans þar sem nemendur hljóta nauðsynlega þjálf- un í hljómsveitarleik og kynnast mikilvægustu verkum hljómsveitar- bókmenntanna. Á hverri önn keppa nemendur um að koma fram sem einleikarar með hljómsveitinni. Ekki er síður áhugavert að fylgjast með árlegum óperuuppfærslum í Iðnó undir stjórn Þórunnar Guð- mundsdóttur. Þá er starfræktur fjöldi minni hljómsveita og kamm- erhópa við skólann, svo sem strengjasveit, blásarasveit, klarín- ettukór, flautukór og minni hópar en skólinn stendur fyrir fjölda op- inberra tónleika á ári hverju. Um árabil stóð Tónlistarfélagið í Reykjavík fyrir margháttaðri tón- listarstarfsemi og var helsti tón- leikahaldari hér á landi á sínu sviði. Stóð félagið fyrir komu margra stórkostlegra tónlistarmanna sem auðguðu verulega íslenska menn- ingu og verður hlutur félagsins og þeirra sem þar voru í fyrirsvari í kynningu á sígildri tónlist ugglaust seint fullþakkaður. Félagið var stofnað af 12 athafnamönnum í Reykjavík, sem gjarnan hafa verið kallaðir postularnir, en þeir og fleiri sem að þessu komu unnu mikið og óeigingjarnt starf. Nú síðustu ár hefur Tónlistarfélagið í Reykjavík einbeitt sér að upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að styðja við bakið á Tón- listarskólanum í Reykjavík, meðal annars með því að leggja skólanum til húsnæði sitt og standa að baki honum eins og því er kostur, en sí- fellt þarf að huga að viðhaldi og endurnýjun á hljóðfærum og bún- aði, svo skólinn haldi sess sínum á sviði tónlistarkennslu hér á landi. Á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að gefa nýrri kynslóð áhugamanna um sígilda tónlist og tónlistarmenningu kost á að gerast félagar í Tónlistarfélaginu í Reykja- vík og verða þannig þátttakendur í verkefnum félagsins og stuðnings- aðilar Tónlistarskólans í Reykjavík. Er nú verið að skrá áhugasama að- ila á félagaskrá og eru allir sem hug hafa á og láta sig málefnið varða boðnir velkomnir. Á móti er ráðgert að Tónlistarskólinn í Reykjavík muni bjóða reglulega til styrktar- tónleika þar sem þeir félagsmenn sem það vilja geta fengið að njóta þess mikla árangurs sem skólinn og nemendur hans hafa náð á tónlistar- sviðinu. Við hvetjum alla til að taka höndum saman, ganga til liðs við Tónlistarfélagið í Reykjavík og standa vörð um góða og metnaðar- fulla tónlistarmenntun. Þá er þess að geta að sérstakir tónleikar verða haldnir í Hörpu í byrjun mars nk., í tilefni þess að 110 ár eru í febrúar liðin frá fæðingu Ragnars Jónssonar í Smára, sem lét sig öðrum fremur málefni félagsins og skólans varða. Þó það göfuga markmið Tónlistarfélagsins í Reykjavík að koma að byggingu tónlistarhúss hafi ekki náð fram að ganga á félagið án efa óbeinan hlut í þeirri sögu sem síðan endaði í glæsi- legri Hörpu. Vegna þessara tengsla hefur Harpa sjálf óskað eftir að vera með í undirbúningi tónleikanna á næsta ári. Eftir Guðrúnu Nordal og Andra Árnason » Við hvetjum alla til að taka höndum sam- an, ganga til liðs við Tónlistarfélagið í Reykjavík og standa vörð um góða og metn- aðarfulla tónlistar- menntun. Andri Árnason Guðrún er formaður Tónlistar- félagsins í Reykjavík, Andri er formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Reykjavík. Guðrún Nordal Tónlistarstofnanir á tímamótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.