Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar í nýju ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. Ástvinur spáir í framtíðina, reyndu að fylgja með. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er margt spjallað í kringum þig og það virðist valda þér einhverjum áhyggjum. Finndu þér félaga við hæfi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þeir sem vinna með börnum ná góðum árangri í kennslu um þessar mund- ir. Ef þú leggur þig fram um að ná tak- marki þínu ætti þér að takast ætlunarverk þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Heiðraðu ímyndunarafl þitt með því að gefa því pláss, tíma og athygli. Ráð- gerðu að borða kvöldmat með vinunum og segðu þeim góðu fréttirnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leitar ráða hjá félaga sem reynist skemmtileg blanda af speki og hnyttni. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vandamál sem hefur íþyngt þér um hríð virðist skyndilega ofureinfalt. Vertu viðbúin/n að halda áfram og láttu ekki einhverja smámuni draga úr þér kjarkinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eins og risavaxin geimryksuga fjarlægi alla framandi hluti úr lífi þínu. Einn dagur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjáðu fyrir þér að þú hafir náð takmarki þínu. Vertu ögrandi og hag- aðu þér eins og þú vilt að félagar þínir geri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er góð skemmtun að leita á nýjar slóðir. Ef þú stendur með þér munu aðrir líta upp til þín. Búðu þig undir að þurfa að grípa gæsina, ef hún gefst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir leiðst út í deilur í dag. Vandamálin eiga ekki að vaxa þér í augum. Þú ættir að láta smá dekur eftir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert viðkvæm/ur fyrir ójafn- vægi annarra, sem er ástæðan fyrir því að veikt fólk þefar þig uppi. Reyndu að gera hvað þú getur til að bæta umhverfi þitt og gera það skilvirkara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver er ekki heiðarlegur við þig. Það er ekki alltaf auðvelt að gera ekki veð- ur úr neinu og halda sig frá ágreinings- efnum, en þannig öðlast þú vald yfir að- stæðum. Sigmundur Benediktsson skrif-aði á Leirinn 22. desember „nú lengir daginn og við fögnum hækkandi sól, sem nú skín hér í heiði“: Heiðrík sólin himni frá heldur upp á daginn. Málar fagrar myndir á merkur, fjöll og sæinn. Glöð hún snúast leiðir lét, linast skuggavandi. Hefur fært sig hænufet heim að okkar landi. Jón Ingvar orti jóla- eða að- ventuvísu: Þó að jólasöngva syngi sumir Fróni á vegast hart á voru þingi vinstri, græn og blá. Hjálmar Freysteinsson yrkir um „öll lífsins gæði“: Skaparinn leggur líkn með þraut, lystisemda ég margra naut.. Auðvitað koma hingað hlaut hundrað milljóna rennibraut. Ármann Þorgrímsson yrkir undir „tilraun við stuttstafahátt“: Saman rerum einni ár enn var vor í sinni en armurinn er aumur, sár eru á rænu minni. „Það ætlar að verða tóm vitleysa úr þessu !!!“ bætir Ármann við og yrkir: Þó ég alltaf þykist hress þarna skortir máttinn, vantar mikið vit til þess að virkja þennan háttinn. Davíð Hjálmar Haraldsson sér ástæðu til að setja þessa athuga- semd á Leirinn: Hægri fótinn hjó ég af, hinn er lítið valtur þótt ég noti stuttan staf strax ef verð ég haltur. Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir sléttubönd: Laga óðinn mælskir menn, mögnuð bjóða gæði Bragaglóðir efla enn andlegt þjóðarfæði. Hér yrkir Ingólfur hringhent: Braga stilla strengi fer, stökur hylli færa vonafylling ætíð er orðasnillin kæra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is. Vísnahorn Um hækkandi sól, lífsins gæði og dýra hætti Í klípu „ÞEGAR ÉG SAGÐIST VILJA VERA MEÐ Í HASARNUM VAR ÉG EIGINLEGA AÐ TALA UM VERÐBRÉFAVIÐSKIPTIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER BÍÓMYND UM HOUDINI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stóra spurningin. ÞARNA ER HREIÐUR RISASTÓRA KÚKÚMÚNGA ARNARINS, ILL- VÍGASTA OG GEÐVERSTA FUGLS Í HEIMI! ER ÞETTA EITT AF EGGJUM ÖSSUNNAR? JÁ. ÉG SKIL MJÖG VEL AÐ HÚN SÉ GEÐVOND. HERRA JÓN, HÉR ER REIKNINGURINN FYRIR ÞRIFIN Á ÍSSKÁPNUM. SVONA MIKIÐ? ÉG MISSTI TVO MENN ÞARNA INNI. KJÖTHLEIF- URINN ER HÆTTULEGUR. Mikið eiga börn almennt gott aðþurfa ekki að hugsa um mat og matarkaup um jólin. Víkverji var í skötuveislu á Þorláksmessu og þá vildu tveir ungir frændur frekar bíða úti í bíl en samlagast skötulyktinni. Komu þó inn þegar konfektið var bor- ið á borð en vissu ekki hverju þeir misstu af – og var alveg sama. x x x Heilbrigðið svífur yfir vötnum. Mið-að við sölutölur hefur hver læs Íslendingur fengið um fimm megrun- arkúrabækur í jólagjöf og þrjár bæk- ur um líkamsrækt. Það má enda ekki minna vera en ef svo heldur sem horf- ir verða Íslendingar horfnir um næstu jól. x x x Víkverji leggur sitt af mörkum tilþess að halda þjóðinni í horfinu og neyslunni yfir meðaltali en það get- ur verið erfitt að taka þátt í öðru eins áti og á sér stað í aðdraganda jóla og um jól og áramót. x x x Þetta haust var að vísu það erfiðastasem um getur í heila öld, það er að segja hvað veislur varðar. Mogginn var auðvitað 100 ára, Ölgerðin hélt líka upp á aldarafmælið og svo voru það öll hin tilefnin áður en kom að sjálfum jólunum. En á einhvern hátt tókst að mæta í allar veislurnar og gera vel við sig í mat og drykk. x x x Á tímabili var Víkverji farinn aðhalda að hann væri ekki eins og fólk er flest, þegar kemur að því að borða veislumat. Til að vekja ekki á sér óþarfa athygli fækkaði hann ferð- um í matvöruverslanir fyrir jól en við vörutalningu eftir matinn sl. sunnu- dag komst hann að því að epli vantaði. Fór því út í búð en var snöggur að koma sér út á ný því hún var kjaftfull. Sama staða í næstu verslun en Vík- verji átti ekkert val. Hann varð að kaupa epli í waldorf-salatið og þurfti ekki körfu, sem var lán í óláni því allar voru teknar. Víkverji þakkaði fyrir að hann var ekki sá eini sem vildi að hann væri sofnaður, vaknaður aftur og byrjaður að borða á ný. víkverji@mbl.is Víkverji Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.