Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 EGILSHÖLLÁLFABAKKA WOLFOFWALLSTREET KL.4:30-8-11:30 WOLFOFWALLSTREETVIP KL.1-4:30-8-11:30 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.4:30-8-11:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.2-6-10 ANCHORMAN2 KL.5:40-8-10:30 FROZENENSTAL2D KL.2-8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL.1-3:20-5:40 HOMEFRONT KL.10:20 KRINGLUNNI WOLFOFWALLSTREET KL. 2 -5:40 -6:50 -9:10 -10:20 ANCHORMAN 2 KL. 5:50 - 8:20 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 2 - 4:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 DELIVERYMAN KL. 5:40 WOLFOFWALLSTREET KL. 8 -11:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3D KL. 4:20 - 8 ANCHORMAN 2 KL. 5:30 - 11:30 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 2 WOLF OFWALLSTREET KL.4:30-7-10:30 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG HFR3D KL.12:20-3:40-7-10:20 ANCHORMAN 2 KL. 5:30 - 8 - 10:30 RISAEÐLURNAR ÍSLTAL KL. 3D:12:20 2D:12:30 - 2:30 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 2:20 - 4:40 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 12:30 - 3 HOMEFRONT KL. 8 DELIVERYMAN KL. 10:15 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT AKUREYRI WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 11:30 ANCHORMAN 2 KL. 8 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 HOMEFRONT KL. 10:30 WILL FERRELL, STEVE CARRELL, PAUL RUDD ÁSAMT ÚRVALSLIÐI GRÍNLEIKARA Í JÓLAGRÍNMYNDINNI Í ÁR! USA TODAY LOS ANGELES TIMES JÓLAMYNDIN Í ÁR 2 tilnefningar til Golden Globe verðlauna Besta Mynd ársins Besti leikari í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT  ROLLING STONE  EMPIRE  THE GUARDIAN  ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM GLEÐILEG JÓL 12 L 7 10 Ævintýrið heldur áfram Will Ferrel, Steve Carell og Paul Rudd ásamt úrvalsliði grínleikara í jólagrínmyndinni í ár -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 6 - 7:30 - 10 - 11 ANCHORMAN 2 Sýnd kl. 8 - 10:30 RISAEÐLURNAR 3D Sýnd kl. 1:45 - 6 FROSINN 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:45 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd í 3D 48 ramma Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Pönkhljómsveitin Vafasöm síðmótun tók upp plötuna Íslenzk þjóðmenn- ing í byrjun sumars og er skífan við- bragð við nýrri ríkisstjórn, að sögn meðlima. Platan er sú fjórða sem pönksveitin sendir frá sér en Vafa- söm síðmótun var stofnuð í miðju góðæri. Íslenzk þjóðmenning kom út 1. október sl. í stafrænu formi, á þingsetningardegi og reyndi hljóm- sveitin að koma eintökum af plöt- unni til þingmanna, án árangurs. Til stóð að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra tæki við diskunum en í hans stað gerði það Erpur Þór Eyvindarson. Líklega hefði Sigmundur verið lítt hrifinn af skífunni þar sem eitt laganna er til- einkað honum og að honum skotið föstum skotum í lagatexta. Meðlimir hljómsveitarinnar kalla sig Hostage, Osama bin Laden, Lochness Mons- ter og H8 People. Blaðamaður tók þann er kallar sig Hostage tali. Óður til forsætisráðherra – Í ljósi lagatextanna virðist þið ekki gefa mikið fyrir íslenska þjóð- menningu, eða hvað? „Alla vega ekki skilgreiningu eða óljósar blammeringar ríkisstjórn- arinnar um íslenska þjóðmenningu,“ svarar Hostage. Hann segir laga- textana hafa verið samda skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í vor. „Þetta er innblásið af kosn- ingaloforðum og áætlunum ríkis- stjórnarinnar.“ – Eitt lagið er samið sérstaklega fyrir Sigmund Davíð og hann fær væna sneið. „Ja, það er nú bara settlegt lag. Óður til forsætisráðherra,“ segir Hostage og kímir en í texta lagsins, sem ber titilinn „Sigmundur“, segir m.a: „Sigmundur er ég og þú. Sig- mundur er íslensk kú! Sigmundur fær sér aldrei blund! Sigmundur gefur gull í mund.“ Hostage segir forsætisráðherra hafa lýst því yfir að óæskilegar skoðanir séu ekki æskilegar og því taki Vafasöm síð- mótun enga áhættu. Þess má að lokum geta að allur ágóði af sölu plötunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar félags- ins Ísland-Palestína. Óæskilegar skoðanir ekki æskilegar  Vafasöm síðmótun gefur út Íslenzka þjóðmenningu Þjóðmenning Þekkt andlit prýða umslag Íslenzkrar þjóðmenningar. Ljóðin í Af hjaranumspruttu af dvöl skáldsins íbæ á vesturströnd Græn-lands. Flest eru þau stutt- ir ljóðprósar þar sem brugðið er upp myndum og greint frá upplifunum, einnig kemur fyr- ir að textar séu óslitnar tilvitn- anir í gæsalöpp- um. Grunnupplifun verksins byggist á ákveðnum fram- andleika og leit að skilningi á þessu nýstárlega um- hverfi, og ólíkri menningunni. Sumir bestu prósarnir eru þeir stystu, eins og „Ærandi“, þar sem auðnast að bregða upp myndum af þessum veruleika en blanda þær með litum úr farteski þess sem talar: Þér gengur illa að sofna í ærandi þögninni. Vonandi reynist þér auð- veldara að gleyma. Í öðrum prósa fær ljóðmælandinn hláturskast eftir að hafa heyrt fólk hafa samfarir á klósettinu við hliðina og verið síðan ávörpuð af manni með heiti „vinsællar svefnpokateg- undar“. Hún hefur ekki hugmynd um í hverju hún er lent: „Veist bara að þetta er ekki þinn heimavöll- ur.“ Sumir prós- anna fjalla um ástand mála í þessu samfélagi, og að gestkom- andi hætti til að sjá ákveðnar hlið- ar en hinar síður. Þeir eru áhuga- verðir sem slíkir þótt það sé ekki alltaf mikill skáldskapur. Eins og í „Qujanaq“: „Þér finnst skrýtið að vera í mekka heimilisofbeldis og drykkju. Þú ættir að koma vel út í öllum samanburði. Fyrstu dagarnir fara í að leita að staðfestingu um allt það ömurlega sem þú þykist vita um þennan stað. Það er ekki fyrr en nokkru síðar að þú ferð að sjá lífs- gleðina og fegurðina sem er hér um allt.“ Ljóðmælandinn talar sífellt um sig í annarri persónu og verður fyrir vikið allt of ópersónulegur. Heldur lesandanum með því í fjarlægð. Þessi lesandi tengir sig strax betur við suma prósana með því að skipta á orðunum „þú“ og „ég“. Slæst þá í ferð með þeim sem talar í stað þess að horfa staður á þennan óljósa „þú“ sem er ávarpaður aftur og aftur. Þegar prósarnir verða óræðastir ganga þeir líka best upp; galdurinn birtist og skynjun lesandans er virkjuð. Til dæmis í „Skynjun“: Þessu nær myndavélin ekki; rykbragð í munni og sandur í augum. Lykt af blautum hundum, úldnandi selshræi. Þögnin í firðinum. Ilmur af lyngi. Stingandi heimþrá. Áfengisþefur. Hundgá. Endalaus hundgá og ýlfur. Endalaus hundgá og ýlfur Ljóð Af hjaranum bbmnn Eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur. Ungmennafélagið Heiðrún, 2013. 63 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Heiðrún Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.