Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 21
AFP Gjafir Netverslun vestanhafs síðustu dagana fyrir jól var mun meiri en vænst hafði verið. Úr einu af vörhúsum netrisans Amazon. Stærsta netverslun Bandaríkjanna, Amazon.com, hefur boðið ósáttum viðskiptavinum gjafakort og endur- greitt sendingarkostnað eftir að í ljós kom að hraðsendingafyrirtækinu UPS hafði ekki tekist að koma öllum pökkum til skila fyrir jólin. Fréttaveita Bloomberg segir að allt hafi lagst á eitt til að setja dreifing- aráætlun UPS úr skorðum. Seljendur reyndu að örva jólasölu með því að færa síðasta pöntunardag fyrir jól aft- ar í dagatalinu og flæði pantana á síð- ustu metrunum fyrir hátíðirnar var mun meira en vænst hafði verið. Wall Street Journal segir vandræði UPS gefa til kynna að seljendur og póstdreifingarfyrirtæki hafi ekki enn náð að skilja til fulls hegðun neytenda á tímum netsins. Samkvæmt grein- ingu IBM Digital Analytics jókst sala á netinu í Bandaríkjunum síðustu helgina fyrir jól um 37% milli ára. ai@mbl.is Áætlanir UPS gengu ekki upp  Óánægðir viðskiptavinir sem fengu ekki jólapakkana sína á réttum tíma FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-21 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-21 alla virka daga GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla, fram- leiðandi iPhone-leiksins QuizUp, tilkynnti á fimmtudag að tekist hefði að safna 22 millj- ónum Bandaríkjadala hjá fjárfestum, jafnvirði um 2,5 milljarða króna. Með þessu framlagi hefur Plain Vanilla sótt til fjárfesta samtals 27 milljónir dala, jafnvirði rösklega 3,1 milljarðs króna m.v. gengi fimmtudagsins. Allir fjárfestar sem fyrir hafa lagt fé í Plain Vanilla tóku þátt í þessari nýjustu fjármögn- unarumferð, þeirra á meðal Tencent Holdings og Sequoia Capital, sem leiddu fjáröflunina. Í tilkynningu frá Plain Vanilla segir að um sé að ræða stærstu einstöku fjárfestingu Sequoia Capital á árinu. Morgunblaðið hefur áður sagt frá mikilli vel- gengni QuizUp en um er að ræða spurninga- leik fyrir snjallsíma og spjaldtölvur Apple. Leikurinn kom út í nóvember og síðan þá hafa rúmlega fimm milljónir notenda hlaðið leikn- um niður í snjalltæki sín. Hefur enginn leikur í iTunes-búðinni áður vaxið að vinsældum með slíkum hraða. Það fjármagn sem Plain Vanilla hefur nú aflað verður notað til að styðja við áframhaldandi vöxt og stækkun fyrirtækisins. Spjallborðið logar Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, segir bæði ótrúlegt og skemmtilegt að fylgjast með þeim miklu vin- sældum sem QuizUp nýtur um allan heim. „Við vildum frá upphafi reyna að skapa vettvang þar sem fólk gæti tengst og kynnst í gegnum sameiginleg áhugamál sín og þess vegna sett- um við inn möguleika fyrir fólk að senda skila- boð sín á milli og settum jafnframt upp sérstök spjallborð fyrir hvern efnisflokk í QuizUp. Sá mikli fjöldi sem notar þennan möguleika til að kynnast öðrum notendum innan leiksins hefur hins vegar farið fram úr okkar björtustu von- um og ljóst að fólk nýtur þess að skiptast á skoðunum um áhugamál sín.“ Í tilkynningu er haft eftir Roelof Botha, ein- um af eigendum Sequoia Capital, að virkni not- enda innan QuizUp sé „stórkostleg“. „Þor- steinn Baldur og félagar hafa hitt á hið fullkomna jafnvægi mannlegra samskipta og leikjaspilunar sem höfðar til milljóna notenda um allan heim.“ ai@mbl.is Plain Vanilla tryggir sér fjár- mögnun upp á um 2,5 milljarða Morgunblaðið/Ómar Veldi Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla. Spurningaeikurinn QuizUp hefur slegið í gegn.  Á að styðja við áframhaldandi vöxt  Yfir fimm milljón manns hafa hlaðið niður QuizUp-leiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.