Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 18
Stöðugt aðgengi
lyfja ekki tryggt
„Það eru óteljandi ástæður fyrir því að
lyf fara á bið. Hinir ýmsu erfiðleikar í
framleiðslu geta komið upp, t.d. hrá-
efnaskortur. Þá höfum við lent í því að
lyfjasendingar hafi eyðilagst á leið til
landsins en lega landsins skiptir einnig
miklu máli,“ segir Þórdís Ólafsdóttir,
sölu- og markaðsstjóri hjá Actavis.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að í desember fékkst ekki á landinu
tiltekið samheitalyf sem notað er í eft-
irmeðferð vegna brjóstakrabba-
meins. Í staðinn þurfti að nota annað
sambærilegt samheitalyf sem var án
markaðsleyfis og þurfti að sækja um
undanþágu til Lyfjastofnunar til að fá
að nota lyfið. Það tók tíma og eru
dæmi um að einstakir sjúklingar hafi
verið án lyfsins í nokkrar vikur.
Þórdís segir að ávallt sé brugðist
hratt við því þegar ljóst sé að stefni í
lyfjaskort. Í sumum tilfellum eru til
sambærileg lyf á öðrum markaði og
þá sé farið í að útvega þau. Ef slíkt er
ekki mögulegt þurfi að fá undanþágur
fyrir önnur lyf. Í slíkum tilvikum get-
ur þurft að útbúa íslenska fylgiseðla
og merkja lyfin áður en þau geta farið
í sölu, eða þau eru seld í gegnum und-
anþágukerfi.
Spurð hvort hægt sé að bæta kerfið
með einhverjum hætti, þ.e.a.s. flýta
fyrir afgreiðslu lyfjanna með ein-
hverjum hætti, svarar Þórdís því til
að allt sé gert til að koma lyfjunum
sem fyrst til neytandans. Hún segir
reglur Lyfjastofnunar strangar en
það sé ekki að ástæðulausu. „Ef gerð-
ar yrðu einhverjar tilslakanir er ég
ekki viss um að þær myndu þjóna ein-
hverjum tilgangi og gætu jafnvel
valdið meiri skaða.“
Embættið styður Lyfjastofnun
„Það er alvarlegt og í reynd óvið-
unandi að stöðugt aðgengi að mikil-
vægum lyfjum sé ekki tryggt,“ segir
Geir Gunnlaugsson landlæknir en
bætir við að Lyfjastofnun geri sitt
besta til að tryggja gott aðgengi lyfja.
„Embættið getur fátt annað gert en
að styðja við starf Lyfjastofnunar til að
tryggja slíkt,“ segir Geir ennfremur.
Ef tiltekið lyf er ekki með markaðs-
leyfi, og ekki að finna á lista Lyfja-
stofnunar yfir undanþágulyf, þarf að
fá undirskrift frá Lyfjastofnun til að
fá þetta tiltekna lyf afgreitt á und-
anþágu. Þetta á við í þeim tilfellum
þar sem sjúklingur stendur frammi
fyrir því að þurfa að fá ávísun á annað
lyf, t.d. vegna lyfjaskorts. Þá þarf
hann að fá nýjan lyfseðil frá lækni.
thorunn@mbl.is
Erfiðleikar í framleiðslu lyfja hafa áhrif
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjölmennur fundur landeigenda og
fulltrúa landeigenda í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslum var haldinn í
ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgar-
nesi á þrettándanum, mánudaginn
6. janúar sl. Borgarbyggð boðaði til
fundarins. Þar stilltu menn saman
strengi vegna kröfugerðar ríkisins
um þjóðlendur. Rætt var um kröfur
ríkisins um þjóðlendur í Borgar-
byggð og hvernig landeigendur
hyggjast taka til varna gagnvart
kröfunum.
Nánast allir landeigendur
Óðinn Sigþórsson, bóndi í Ein-
arsnesi í Borgarfirði, hefur unnið
fyrir landeigendur og sveitarfélagið
að undirbúningi viðbragða við
kröfugerð ríkisins um þjóðlendur.
Hann sagði að nánast allir landeig-
endur, sem ættu hagsmuna að
gæta, hefðu mætt á fundinn.
„Þetta var mjög góður fundur,
mjög vel mætt og mikill hugur í
mönnum,“ sagði Óðinn. „Það var
farið yfir kröfurnar sem fjármála-
ráðherra hefur sett fram. Menn
veltu fyrir sér hvernig bæri að haga
lögfræðilegu forsvari gagnvart
rekstri málsins fyrir óbyggðanefnd
og síðar dómstólum eftir atvikum.
Þessi undirbúningur er kominn
mjög langt.“
Óðinn sagði að í hópi landeigenda
væru einstaklingar, sjálfseignar-
stofnanir og sveitarfélagið. Land-
eigendur hefðu samræmt forsvarið
eftir aðstæðum og landsvæðum.
Tvær sjálfseignarstofnanir voru
settar á fót um landareignir fyrir
sameiningu sveitarfélaga. Þær voru
annars vegar sjálfseignarstofnunin
Arnarvatnsheiði og Geitland og
hins vegar sjálfseignarstofnunin
Ok. „Hrepparnir keyptu þessi lönd
upphaflega og höfðu þau með hönd-
um. Þegar varð sameining sveitar-
félaga var þessum löndum haldið
eftir og stofnaðar sjálfseignarstofn-
anir og þær eru á forræði heima-
manna,“ sagði Óðinn. Hann sagði
skamman tíma til stefnu og væri
lögð áhersla á að ýta málum úr vör.
Óðinn sagði að langt væri komið að
ráða lögmenn til að fara með málið.
Um væri að ræða hóp fjögurra til
fimm lögmanna.
Krafa gerð í eignarlönd
„Þetta kemur okkur mjög á
óvart. Við munum svara þessu af
fullri hörku. Þetta er algjörlega í
andstöðu við þinglýstar eignarheim-
ildir á þessum löndum sem við telj-
um okkur eiga. Við teljum þetta
vera hrein eignarlönd,“ sagði Rúnar
Hálfdánarson, bóndi á Þverfelli 2
og formaður sjálfseignarstofnunar-
innar Oks. Stofnunin á upprekstr-
arlönd sem liggja við Reyðarvatn
og að Oki. Flestar jarðir í Lund-
arreykjadal og Andakíl hafa nýtt
landið. Það var áður í eigu jarða í
Lundarreykjadalshreppi og Anda-
kílshreppi. Rúnar sagði að ríkið
vildi taka allt landið sem sjálfseign-
arstofnunin Ok ætti.
Landið var keypt á fyrstu ára-
tugum 20. aldar af nokkrum jörðum
og Reykholtskirkju í þeim tilgangi
að verða upprekstrarland bænda í
fyrrgreindum tveimur hreppum. Til
eru afsöl fyrir kaupunum, að sögn
Rúnars. Sjálfseignarstofnunin Ok
hefur ráðið lögmann til að gæta
hagsmuna sinna.
Krefst stórra svæða
Ríkið krefst þess að allt land inn-
an tilgreindra marka verði úrskurð-
að þjóðlenda. Í Borgarfjarðarsýslu
eru það Geitland, afréttur Lund-
dæla og Andkílinga ásamt vestur-
hluta Þórisjökuls, Langjökull. Í
Mýrasýslu eru það afréttarsvæði
Hraunhrepps, Álftaneshrepps,
Hrafnabjarga og Borgarhrepps
ásamt Staðartungu og Beilárheiði.
Einnig Ystutunguafréttur og Mið-
dælingaafréttir, Sauðafellsafréttur
og Fellsendaafréttur. Auk þess
sameiginegt afréttarsvæði Staf-
holtstungna sunnan Norðurár,
Þverárhlíðar og Hvítársíðu, auk
Lambatungna, Arnarvatnsheiðar og
sameignarlands Kalmanstungu-
jarða.
Landeigendur grípa til varna
Borgfirðingar og Mýramenn ráða sér lögmenn til að bregðast við kröfum ríkisins um þjóðlendur
Ríkið gerir m.a. kröfu um að upprekstrarlönd í eigu tveggja sjálfseignarstofnana verði þjóðlendur
Þjóðlendukröfur ríkisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum
Langjökull
Eiríksjökull
Þórisjökull
Ok
Borgarnes Kj
al
ve
gu
r
SkjaldbreiðarvegurGrunnkort/Loftmyndir ehf.
Hítarvatn
Langavatn
Arnarvatnsheiði
Varmaland
Hvanneyri
Kleppjárnsreykir
Bifröst
Aðalkrafa ríkisins um þjóðlendumörk
Landamerki jarða í Borgarbyggð
Heimild: Borgarbyggð
Óbyggðanefnd
» Óbyggðanefnd er sjálfstæð
stjórnsýslunefnd sem hefur
þríþætt hlutverk og starfar á
grundvelli þjóðlendulaga.
» Óbyggðanefnd kannar og
sker úr um hvaða land telst til
þjóðlendna og hver séu mörk
þeirra og eignarlanda.
» Óbyggðanefnd sker úr um
mörk þess hluta þjóðlendu
sem nýttur er sem afréttur.
» Óbyggðanefnd úrskurðar
um eignarréttindi innan þjóð-
lendna.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Ríkið hefur birt kröfur um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum á
svonefndu svæði 8 vestur. Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtinga-
blaðinu 18. desember sl. Óbyggðanefnd hefur kallað eftir kröfum þeirra
sem telja sig eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Lýsa þarf kröfum skrif-
lega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 20. mars næstkomandi.
Óbyggðanefnd hefur þegar lokið umfjöllun um eignarlönd og þjóð-
lendur á 70% af landinu öllu og 86% lands á miðhálendinu, samkvæmt
skipulagslegri skilgreiningu á því hugtaki, samkvæmt tilkynningu nefnd-
arinnar.
Búið að úrskurða um 70%
GREINT Á MILLI EIGNARLANDA OG ÞJÓÐLENDA
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
* Lyf og heilsa, Apótekarinn, sjálfstætt starfandi apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina?
Weleda Birkisafinn hjálpar!
20%
afsláttur í
janúar*
Morgunblaðið/Ómar
Langjökull Verði þjóðlenda.