Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Umsókn Vesturgarðs ehf. um leyfi
til að byggja þrjár hæðir ofan á Kjör-
garð á Laugavegi 59 í Reykjavík, var
synjað á fundi byggingarfulltrúa nú í
vikunni.
Að sögn Gunnars Indriðasonar,
framkvæmdastjóra Vesturgarðs, er
hugmyndin að gera þar skrifstofu-
og þjónusturými. Húsið er fjórar
hæðir sem stendur en sótt var um að
bæta 5., 6. og 7. hæð við.
Að sögn Gunnars var einnig sótt
um leyfi til að bæta hæðum við
Laugaveg 59 árið 2006. Slíku var
einnig hafnað á þeim tíma. „Þá var
þessu hafnað vegna þess að nýting-
arhlutfall lóðarinnar var of hátt. Það
helgast af því að lóð aðkomunnar að
Kjörgarði telst ekki tilheyra bygg-
ingunni, heldur Hverfisgötu 80,“
segir Gunnar. Nú var beiðninni hins
vegar synjað á þeim forsendum að
ekki væri gert ráð fyrir hækkun
hússins í deiliskipulagi.
Gunnar segir að með umsókninni
hafi verið lagðar fram teikningar.
„Þar má sjá að ekkert skuggavarp
verður af byggingunni. Við vísuðum
á Landsbankahúsið við Laugaveg
þar sem þar er einnig inndregin hæð
til varnar skugga. Við erum með
húsið allt útleigt og gætum þess
vegna leigt út frekara rými ef það
væri leyft,“ segir Gunnar.
Munu reyna áfram
Hann segir að áfram verði umleit-
anir til þess að reyna að finna lausn á
málinu með yfirvöldum. ,,Borgaryf-
irvöld hafa sjálf lagt til þéttingu
byggðar og betri nýtingu á lóðum,“
segir Gunnar.
Synjað um leyfi til að
byggja ofan á Kjörgarð
Morgunblaðið/Ómar
Kjörgarður Umsókn um leyfi til að bæta þremur hæðum við Laugaveg 59 var hafnað á fundi byggingarfulltrúa.
Útsendingum Rásar 2 á þættinum Næt-
urvaktinni á föstudags- og laugardags-
kvöldum hefur verið hætt og þess í stað
verða endurfluttir þættir sem voru á dag-
skrá á síðasta áratug á föstudagskvöldum
og þættir frá því í fyrra á laugardags-
kvöldum.
Á föstudagskvöldum frá klukkan 22.00
til miðnættis verða sérvaldir þættir af
„Geymt en ekki gleymt“ endurfluttir, segir í fréttatilkynningu frá RÚV.
Þættirnir voru á dagskrá Rásar 2 á árunum 2002-2008 en í þeim tók
Freyr Eyjólfsson fyrir eina plötu úr íslensku dægurtónlistarsögunni, spil-
aði lög af henni auk þess að spjalla við tónlistarmennina á bak við plöt-
urnar. Á laugardagskvöldum mun Rás 2 síðan endurflytja þættina „Árið
er... íslensk dægurlagasaga í tali og tónum,“ sem voru á dagskrá Rás-
arinnar á síðasta ári. Umsjónarmaður þáttanna var Gunnlaugur Jónsson.
Dagskrárefni frá síðasta áratug kemur
í stað Næturvaktarinnar á Rás 2
nazar.is · 519 2777
ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR.
Swim a’hoy!
Hér lærir barnið að
synda í sumarfríinu
Dance Stars
Núna geta bæði þú
og börnin lært að
dansa í fríinu!
Sjóræningja-
klúbbur
Barnaklúbbur með
sjóræningjaskemmtun
Chillout Klúbbur
Griðarstaður ungling-
anna með allskonar
afþreyingu
FJÖLSKYLDUPARADÍS
Okkar uppáhaldsströnd
Pegasos Resort og Pegasos Royal
eru á uppáhaldsströndinni okkar,
sem er frábær fyrir börnin.
Sundlaugargarður Pegasos
Royal er byggður upp sem
sjóræningjakastali en íslenskir
barnaklúbbar og fararstjórn
er á hótelunum. Ís er í boði
allan daginn og úrvalið í „allt
innifalið“ er ótrúlegt.
Allt innifalið frá154.000,-
Börn undir 16 ára aldri frá 84.000,-
BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS
KANNSKI BESTA STRÖND
MIÐJARÐARHAFSINS!
100%
ALLT INNIFALIÐ
LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA!
www.fyrirtaekjakaup.is
www.investis.is
investis@investis.is
TÆKIFÆRIN
liggja í atvinnulífinu
Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, s. 546 1100
SÉRFRÆÐINGAR Í MIÐLUN FYRIRTÆKJA OG REKSTRAREININGA