Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 28

Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 28
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tap á búsvæðum og fæði auk ágangs manna hefur leitt til þess að þremur af hverjum fjórum tegund- um stórra rándýra í heiminum, þar á meðal ljóna, úlfa og bjarna, fer nú hnignandi. Meirihluti rándýra býr á svæðum sem eru innan við helm- ingur af fyrrverandi búsvæði þeirra samkvæmt rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Science. Í þróuðum löndum eru flest rán- dýr nú þegar útdauð en þegar litið er til 31 tegundar stórra kjötæta eiga þær einnig undir högg að sækja í Amasonfrumskóginum, Suðaustur-Asíu og Suður- og Aust- ur-Afríku. „Við erum að tapa stóru rándýr- unum í heiminum. Búsvæði þeirra eru að hverfa. Mörg dýranna eru í útrýmingarhættu, bæði staðbundið og á heimsvísu,“ segir William Ripple frá Oregon-háskóla í Banda- ríkjunum sem leiddi rannsóknina. Gegna mikilvægu hlutverki Hnignun rándýrategundanna hefur víðtæk áhrif á vistkerfið. Þannig leiddi til dæmis fækkun úlfa og fjallaljóna í Yellowstone-þjóð- garðinum í Bandaríkjunum til þess að öðrum dýrum eins og elgjum og dádýrum fjölgaði. Á yfirborðinu gætu það virst góðar fréttir en vís- indamennirnir komust hins vegar að því að fjölgun þessara skepna hafði slæm áhrif á gróður og trufl- aði líf fugla og annarra smærri dýra. Á sama hátt hefur fjölgun ólífu- bavíana í Afríku verið tengd við fækkun ljóna og pardusdýra. Teg- undin er nú meiri skaðvaldur við uppskeru bænda og húsdýr en fílar. Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina segja hluta vandans vera þá úreltu hugmynd fólks að rándýr séu skaðleg og ógni öðru dýralífi. Þeir segja að menn þurfi að gera sér grein fyrir því flókna hlutverki sem kjötæturnar gegni og um leið virði þeirra í vistkerfinu. Þörf er á alþjóðlegu átaki til þess að vernda stóru rándýrategundirn- ar svo að sambúð þeirra og manna geti verið friðsamleg. „Umburðarlyndi manna fyrir þessum tegundum er lykilatriði í verndun þeirra. Við teljum öll dýr eiga ótvíræðan tilvistarrétt en rán- dýrin veita einnig efnahagslega og vistræna þjónustu sem fólk metur,“ segir Ripple. AFP Í hættu Rándýrategundir á borð við úlfa eru nú þegar svo gott sem útdauð- ar í þróuðum löndum en þær eiga víðar verulega undir högg að sækja. Stóru rándýrin eru að hverfa úr heiminum  Þremur af hverjum fjórum stórum rándýrategundum fer hnignandi  Hefur slæm keðjuverkandi áhrif á vistkerfið Mynd Baltas- ars Kormáks, „2 guns“, er í 48. sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir í heiminum á síðasta ári samkvæmt lista vefsíð- unnar Box Of- fice Mojo. Alls halaði myndin inn jafnvirði um 15,4 millj- arða króna á heimsvísu. Á vefsíðunni kemur fram að áætl- aður kostnaður við myndina og kynningu hennar hafi verið jafn- virði tæpra 11,7 milljarða króna. Miðað við þær forsendur skilaði myndin hagnaði upp á um 3,7 millj- arða króna. „2 guns“ á þó langt í land í stærstu myndir ársins en það var ár stórmyndanna í Hollywood sem aldrei fyrr. Alls voru 26 myndir frumsýndar sem kostuðu hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, í framleiðslu eða meira. Aldrei hafa jafnmargar svo dýrar kvikmyndir verið fram- leiddar á einu ári í Hollywood. Stærsta mynd ársins var „Járn- maðurinn 3“ frá Walt Disney sem halaði inn jafnvirði 140 milljarða ís- lenskra króna á heimsvísu. Þar á eftir kom Universal-teiknimyndin „Aulinn ég 2“ með jafnvirði 107 milljarða króna. Í þriðja til fimmta sæti voru svo myndirnar „Fast and the Furious 6“ frá Universal, „Skrímslaháskól- inn“ frá Walt Disney og önnur myndin um „Hungurleikana“ frá Lionsgate en þær höluðu allar inn meira en sem nemur 85 milljörðum króna. kjartan@mbl.is Mynd Baltasars sú 48. tekjuhæsta HOLLYWOOD Baltasar Kormákur við tökur. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Michel Djotodia, forseti Mið-Afríku- lýðveldisins, sagði af sér embætti á fundi Afríkuríkja í Tsjad í gær. Allir 135 fulltrúar bráðabirgðaráðs lands- ins voru mættir til fundarins í N’dja- mena en forsætisráðherra Djotodia féllst einnig á að segja af sér. Leiðtogar Afríkuríkja boðuðu til fundarins til þess að finna leiðir til að binda enda á ofbeldisölduna sem gengið hefur yfir landið að undan- förnu. Um leið og þeir mættu til Tsjad var fulltrúum bráðabirgða- ráðsins skipað að hefjast handa við tillögu um framtíð forseta landsins sem hefur mistekist að stöðva blóð- baðið þar. Hann hafði áður streist við þrýstingi um að víkja til hliðar. Átök kristinna og múslíma Djotodia rændi völdum af Franco- is Bozize í mars í fyrra ásamt Seleka- uppreisnarher sínum og varð þar með fyrsti múslíminn til að gegna embætti forseta Mið-Afríkulýðveld- isins en meirihluti íbúa þar eru kristnir. Í kjölfarið hófust blóðug átök á milli trúarhópa sem urðu til þess að um fimmtungur þjóðarinnar hefur flúið heimili sín. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa varað við því að ástand mannúðarmála í landinni sé alvar- legt en margir flóttamannanna hafa hafst við í búðum þar sem aðstæður eru langt frá því heilsusamlegar, að því er kemur fram í frétt breska rík- isútvarpsins BBC. Djotodia segir af sér embætti  Mistókst að lægja ofbeldisöldu Forseti Djotodia (t.v.) féllst á að segja af sér á fundinum í Tsjad. Þúsundir hafa fallið Samkvæmt samkomulagi sem Afríkuleiðtogar komu á í fyrra átti bráðabrigðastjórn landsins að velja tímabundinn leiðtoga landsins þar til kosningar yrðu haldnar á þessu ári. Þau völdu Djotodia formlega í apríl. Djotodia leysti upp Seleka-sam- tökin formlega en vopnaðar sveitir þeirra hafa engu að síður haldið áfram að myrða og ræna. Á móti stofnuðu kristnir lands- menn sjálfsvarnarsveitir sem nefn- ast anti-balaka. Seleka-hóparnir eru mun betur vopnaðir, þungavopnum og vélbyssum, en sjálfsvarnarsveit- irnar eru aðallega vopnaðar sveðj- um, hnífum, spýtum og einstaka byssum. Þúsundir manna hafa fallið í voðaverkum beggja fylkinga. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.01.14 - 08.01.14 1 2 Iceland Small WorldSigurgeir SigurjónssonAlmanak Háskóla Íslands 2014Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson 5 MýrinArnaldur Indriðason 6 7 Tíminn minn Dagbók 2014Björg Þórhallsdóttir 8 10 Þegar kóngur komHelgi Ingólfsson9 SumarlandiðGuðmundur Kristinsson 4 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness3 Almanak Hins íslenskaþjóðvinafélags Jólasveinarnir 13 Brian Pilkington Úlfshjarta Stefán Máni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.