Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 36
36 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði BFEH byrjar nýja árið af krafti. 32 pör spiluðu Mitchell-tvímenning. Miðlungur var 312 og efstu pör í N/S: Sigurður Njálsson - Guðm. Sigurjónss. 362 Guðm. Sigurstss. - Unnar A. Guðmss. 351 Örn Einarss. - Pétur Antonsson 350 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 347 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 337 A/V: Kristján Þorlákss. - Guðlaugur Ellertss. 397 Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss. 373 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 363 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 346 BFEH spilar á þriðjudögum og fimmtudögum í Hraunseli, Flata- hrauni 3 í Hafnarfirði. Spilamennska byrjar kl. 13 og eru allir spilarar velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson. Heimasíða félagsins með öllum úr- slitum er www.bridge.is/bfeh. Vel mætt í Gullsmárann Mjög góð þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 9. janúar. Spilað var á 17 borðum.Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 336 Örn Einarsson - Jens Karlsson 314 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 309 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 306 Jón Stefánsson - Viðar Valdimarss. 302 A/V Dagný Gunnarsd. - Steindór Árnas. 323 Jón Jóhannsson - Sveinn Sveinsson 306 Björn Pétursson - Valdimar Ásmundss. 297 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 295 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 284 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Stórkostlegt 8 hesta hús í Faxabóli á félgasvæði Fáks. Fæst á mjög sanngjörnu verði. Til sölu Jón Egilsson hrl., sími: 568 3737 – 896 3677 Til sölu Austurstræti 20 Hressó Upplýsingar gefur Magnús Guðlaugsson hrl í síma 511 2000 eða magnus@logmal.is Góð viðbrögð voru við Myndagátu Morgunblaðsins. Rétt lausn er: „Árni Magnússon er sem sagt enginn meðaljón. Hann er einn af hinum veraldlegu þjóðardýr- lingum okkar og hefur verið lyft á stall sem einum af merkis- mönnum Íslandssögunnar.“ Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Þrenn bókaverðlaun eru veitt. Fyrstu verðlaun eru bókin Fjalla- land eftir Ragnar Axelsson, út- gefandi Crymogea. Bókina hlaut Valborg Stefánsdóttir, Kirkju- sandi 1, 105 Reykjavík. Önnur verðlaun, Náttúruna – Leiðsögn í máli og myndum eftir David Bur- nie og Karl Emil Gunnarsson, út- gefandi JPV, fékk Rán Flygenr- ing, Mjóuhlíð 4, 105 Reykjavík. Þriðju verðlaun, Karólínu Lár- usdóttur eftir Aðalstein Ingólfs- son, útgefandi JPV, hlaut Vilborg Jónsdóttir, Þverholti 14, 603 Ak- ureyri. Vinningshafar geta vitjað vinn- inganna í móttöku ritstjórnar Morgunblaðsins eða hringt í 5691100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakk- ar góða þátttöku og óskar vinn- ingshöfunum til hamingju. Lausn á vetrarsólhvarfagátu Mikill fjöldi lausna barst við vetrarsólhvarfagátunni og voru margir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Jólahelgi hug á manna heims um bólin jörðu á. Finna margir friðinn sanna, fátækir sem ríkir þá. Sumir spenna brostinn bogann, bauna vonum sínum út. Óraunhæfar óskir logann innst í hjarta gera að hnút. Þegar jólin úti og inni eru liðin hjá á ný, vona ég, að flestir finni fögnuð hjarta sínu í. Vinningarnir eru bækur frá Forlaginu. Brynja Bergsveinsdóttir, Litla- gerði 9, 860 Hvolsvelli, hlaut bók- ina Sigrún og Friðgeir eftir Sig- rúnu Pálsdóttur. Kristín B. Sigurbjörnsdóttir, Laufvangi 1, 220 Hafnarfirði, hlaut Glæpinn: Ástarsögu eftir Árna Þórarinsson. Halldór Svavarsson, Dyngju- vegi 14, 104 Reykjavík fær Kamb- an – Líf hans og starf eftir Svein Einarsson. Vinningshafar geta vitjað vinn- inganna í móttöku ritstjórnar Morgunblaðsins eða hringt í 5691100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakk- ar þátttökuna. Lausn á Myndagátu Morgun- blaðsins AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti Petra Björk Pálsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Ásta Magnúsdóttir og Hjalti Jónsson. AKURINN | Samkoma kl. 14, í Núpalind 1, Kóp. Ræðumaður Jógvan Purkhús. Söngur, bæn og biblíufræðsla. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta í upphafi nýs árs. Nýjar og spennandi myndir og efni. Umsjón með stundinni hafa Ingunn Björk, sr. Þór og Kjartan píanóleikari. Brúðuleikhús og margt fleira skemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragn- arsson. Kaffisopi eftir messu. Sjá www.as- kirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Starfsfólk sunnudagaskólans, Hólmfríður og Bryndís, annast fræðslu og leiða söng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Upphaf Sunnudagaskólans á nýju ári. Öll börn á Álftanesi fædd árið 2008 eru sér- staklega boðin velkomin og fá að gjöf Daginn í dag 3 frá söfnuðinum. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni þjóna ásamt Lærisveinum HANS og sunnudagaskólaleiðtogunum. Kaffi að guðsþjónustu lokinni í náttúruleikskólanum Holtakoti. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Dou- glas A. Brotchie. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Steinunnar Leifsdóttur. Kaffi og djús í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Þar fáum við að heyra um frægasta brúðkaup allra tíma sem er brúðkaupið í Kana. Þar gerði Jesús sitt fyrsta kraftaverk. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða, Antonía leikur undir. Sunnudags- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Svanur Daní- elsson fjallar um frumkvöðulinn Jesú og for- eldra hans í prédikun dagsins. Messuþjónar lesa ritningarlestra og leiða bænagjörð. Ant- onía Hevesi leikur undir og félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Prédikun Þor- gils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur. Org- anisti Gróa Hreinsdóttir. Kvennakór Kópavogs sér um sönginn. Eftir messuna verður súpa í safnaðarheimilinu. Helgistund kl. 15. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Lofgjörð, vitnisburður og fyrirbænir. Kvennakór Kópavogs og Gróa Hreinsdóttir sjá um tónlistina. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Sigurðar Jóns og Ólafs Jóns. Dómkórinn, org- anisti er Kári Þormar. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá Péturs Ragnhildarsonar og Hreins Pálssonar. Kór Litrófsins syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Prestur er séra Svavar Stefánsson. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arn- arsonar. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari Guðmundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Í dag, laugardag, kl. 11 verður fyrsta fjölskyldusamvera ársins. Hljóm- sveit hússins leiðir tónlistina, boðið verður upp á góða fræðslu og í lok samveru fá allir sem vilja eitthvað í svanginn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni, organista. Messukaffi í safnaðarheim- ilinu að guðsþjónustu lokinni. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 20. Prestur Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti Valmar Väljaots. Kór Glerárkirkju leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11 með fermingarbörnum úr Foldaskóla og Rimaskóla ásamt foreldrum. Séra Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Að lokinni messu verður fundur með foreldrum og ferm- ingarbörnum. Rætt verður um fermingardaginn og atriði er lúta að fermingunni. Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð- ardóttir. Undirleikari: Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Barna- starf í umsjón Lellu o.fl. Altarisganga. Samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni alla fimmtudaga kl. 18.10. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guð- marsdóttir og Aldís Rut Gísladóttir guðfræði- nemi. Þær ætla að vera með brúðuleikhús. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Leið- togi barnastarfs er Aron Heiðarsson, honum til aðstoðar er Margrét Heba. Forsöngvari er Þóra Björnsdóttir. Organisti er Guðmundur Sigurðs- son. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi í Ljós- broti Strandbergs, safnaðarheimilis Hafn- arfjarðarkirkju. Morgunmessa miðvikudag 15. janúar kl. 8.15. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Morgunverður í Odda Strand- bergs. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barnastarf í umsjá Arnars og Öllu Rúnar. Organisti Judith Þorbergsson. Prestur sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Áramóta- guðsþjónusta Ellimálaráðs kl. 11. Séra Bern- harður Guðmundsson predikar og séra Halldór Reynisson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Hjallakirkju syngur og leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Eft- ir messuna er boðið upp á léttar veitingar. Messan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæma og Hjallakirkju. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Kaffi- húsaguðsþjónusta í Mjódd kl. 17. Heim- ilasambandið á mánudögum kl. 15. HVALSNESSÓKN | Messa í Safnaðarheim- ilinu í Sandgerði kl. 14. Hljómsveitin Suð- urnesjamenn sjá um tónlistina með harm- onikkum og hljómborði. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta. Eftir messuna er árlegt sólrisukaffi kvenfélagsins Hvatar og FEBS í Samkomuhúsinu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma og brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Helgi Guðnason. Kaffi og samfélag eftir sam- komuna. Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkj- unni. English speaking service, kl. 14. Kvöld- samkoma kl. 18. Samfélag eftir stundina. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Ragnar Schram predikar. Barnastarf á sama tíma. Fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. KAÞÓLSKA kirkjan | Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, Reykjavík | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. Maríukirkja við Raufarsel, Reykjavík | Messa kl. 11, kl. 12.15 barnamessa. Virka daga messa kl. 18.30, lau. á ensku kl. 18.30. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og má.-fi. kl. 17.30, fö. í Karmelklaustri kl. 17.30, lau. kl. 18.30 á ensku. Karmelklaustur, Ölduslóð í Hafnarfirði | Messa kl. 8.30. Kapellan Austurgötu 7, Stykkishólmi| Messa kl. 10, lau. kl. 18.30 og má.- fö. kl. 9 (nema 1. fö. í mán. kl. 7.30). Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. og lau. kl. 18 á pólsku. (Í Njarðvíkurkirkju kl. 9 á sunnud. á pólsku). Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og fö.- lau. kl. 18. Má.-fi. í kapellu Álfabyggð 4 kl. 17.45. Þorlákskapella, Reyðarfirði | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 9. Fö. kl. 18 (fyrir börn). Lau. kl. 18 (á pólsku). Kapellan Lagarási 18, Egilsstöðum | Messa kl. 17. Má. kl. 17, þri. kl. 7:30, mi. kl. 17 (fyrir börn). 1. lau. í mán. kl. 17 (á pólsku). Kapellan Hafnarbraut 40, Höfn í Horna- firði | Messa kl. 12, 2. og 4. sd. í mánuði.Á pólsku: Þorlákshöfn: 1. sd. í mánuði kl. 17, Akranesi (Akraneskirkju, Skólabraut 15): 2. sd. í mánuði kl. 18, Hvolsvelli: 3. sd. í mánuði kl. 17, Selfossi: 4. sd. í mánuði kl. 17. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en heldur síðan í safnaðarheimilið Borgir. Umsjónarmenn sunnudagaskólans eru Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar ásamt messuþjónum og kirkjuverði, Snævar Andrésson, Kristín Sveinsdóttir og Jóhanna Gísladóttir stýra sunnudagaskólanum að venju. Söngdeild Kórskólans leiðir söng. Organisti er Jón Stefánsson. Kaffi á könnunni eftir messu! LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Kirkjukór Lágafells- sóknar, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Sunnudagaskólinn kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Arnhildur. Batamessa kl. 17. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Forsöngvari Einar Clausen, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi kl. 11. Messa fyrir byrjendur og lengra komna í Lindakirkju kl. 20. Ef þú hefur ekki lagt það í vana þinn að sækja messur er þessi eitthvað fyrir þig. Kór Linda- kirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari flytur tónlist. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Félagar úr frímúrarastúkunni Glitni koma í messuheimsókn ásamt mökum og fjöl- skyldum. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl. 14. Möguleikhúsið kemur í heimsókn og sýnir okkur leikritið Langafi prakkari. Kór safnaðar- ins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyr- ir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir. Maul eftir messu. Sjá nánar á www.ohadisofnud- urinn.is SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður Margrét Jóhannesdóttir. SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Barna- og unglingakórar syngja undir stjórn Editar Molnar. Prestar sr. Axel Njarðvík og sr. Ninna Sif. Súpa og brauð í hádeginu. Listafoss Selfosskirkju hefst viku síðar eða 19. janúar með messu kl. 11. Eftir þá messu verður síðan opnuð sýning Helgu Guðmundsdóttur í safn- aðarheimili og enn síðar kl. 17 verða org- eltónleikar. Minnum á morgunbænir kl. 10, þriðjudaga til föstudaga. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg- þórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Jón Bjarnason. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Barna- messa kl. 13. Prestur Axel Á Njarðvík. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta í gleði og vináttu kl. 11. Sameiginleg messa Víði- staðasóknar og Garðaprestakalls í Vídal- ínskirkju kl. 14. Eldri borgarar úr Víðistaðasókn koma í heimsókn og sr. Bragi J. Ingibergsson prédikar. Kaffi að lokinni athöfn. Sr. Kristín Þór- unn Tómasdóttir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjón- usta í Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 14, fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessa- staðasókn. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organisti Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Kaffiveitingar og skemmti- dagskrá í safnaðarheimili Vídalínskirkju að messu lokinni í boði Garðasóknar. Sunnudaga- skóli kl. 11 í suðursal kirkjunnar. Orð dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Akureyrarkirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.