Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 41

Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 41
til starfa hjá Landsvirkjun, við Búrfell, Sigöldu og síðan við Hrauneyjafoss. Erla Soffía og Kolbrún höfðu bæst við og Solla hætti að vinna. Árum síðar vann hún í mötuneyti Búrfells í mörg ár. Þar kom að við fórum saman í lítilli rútu austur í heimsókn. Það var svakalega gaman í góðu veðri. Nú þegar leiðir skilur um sinn þökkum við vinkonu okkar fyrir samferðina og margar gleðistund- ir í rúm 40 ár. Minning Sollu mun lifa í hugum okkar allra. Kristín, Sólrún og Sigurður. Það er haust og skólasetning á Bifröst árið 1963. Ungmennin sem þarna eru komin til sinnar fyrri ársdvalar eru að hleypa heim- draganum, yfirgefa æskuheimilið, og þurfa nú að standa á eigin fót- um. Við erum víðs vegar að af landinu, þekkjumst ekkert, og í huga okkar er bæði kvíði og til- hlökkun. Næstu tvö árin myndað- ist með þessum hóp samheldni og vinátta sem mun tengja okkur öll sterkum böndum til lífstíðar. Sól- veig Indriðadóttir var ein þessara ungmenna sem hófu mám við Samvinnuskólan á Bifröst haustið 1963. Solla, eins og hún var alltaf kölluð, var skarpgreind og stál- minnug og því gott til hennar að leita þegar minnið brást. Þegar horft er til baka voru það forrétt- indi að fá tækifæri til að stunda nám í Samvinnuskólanum á Bif- röst. Skólinn var strangur og krafðist bæði aga og ástundunar af nemendunum. En sjóndeildar- hringur okkar víkkaði og við þroskuðumst mikið á þessum tveimur vetrum. Árin liðu og þegar við hjónin festum kaup á íbúð í Leirubakka í Breiðholti kom í ljós að Solla og Bjössi áttu heima í sömu blokk, en þó í öðrum stigagangi. Þar urðu fagnaðarfundir, fagnaðarfundir sem styrktust enn frekar þegar skólasystkin okkar, Guðrún og Viðar, fluttu í næstu blokk. Já, ár- in í Bökkunum voru yndisleg þar sem mynduðust einnig mjög sterk vináttubönd milli barnanna okkar allra sem flest voru á svipuðu reki. Solla var mjög hjálpsöm við mig og fékk ég að leita til hennar þeg- ar þannig stóð á. Hún var alltaf til staðar. Seinna fluttu Solla og Bjössi að Búrfelli þar sem Bjössi vann hjá Landsvirkjun. Margar ferðir fórum við fjölskyldan í Búr- fell þar sem tekið var á móti okkur að höfðingjasið. Það var fastur siður að fara í Búrfell í byrjun desember og gera laufabrauð. Solla, sem átti ættir að rekja til þingeysks menningar- heimilis, hélt í þennan góða sið og var snillingur í laufabrauðsgerð sem öðru. Buðu þau Bjössi okkur að taka þátt í laufabrauðsgerðinni sem varð að árlegum viðburði. Þetta var ákaflega skemmtilegt, krakkarnir skáru út og við Solla hnoðuðum deigið. Í þessum heim- sóknum tókum við oftar en ekki í spil, bæði „vist“ og „brids“, eða fórum með krökkunum í „Trivial pursuit“ og yfirleitt vann Solla. Þessar heimsóknir voru alltaf sér- staklega skemmtilegar, þökk sé Sollu og Bjössa. Solla greindist með krabba- mein í brjósti fyrir nokkrum árum og var talið að hún væri hólpin, en í júlí sl. greindist hún með hvít- blæði. Hún tók þessum fréttum af æðruleysi og dugnaði eins og hennar var von og vísa. Hún lifði í kærleika fyrir mann sinn, börn og fjölskyldur þeirra. Í erfiðu veik- indastríði hennar var því ánægju- legt að fylgjast með því að frá fjöl- skyldu sinni uppskar hún eins og til var sáð. Við skólasystkinin frá Sam- vinnuskólanum í Bifröst 1963- 1965 vottum Bjössa, Indriða, Erlu Soffíu, Kollu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð vegna andláts elskulegrar eiginkonu, mömmu og ömmu. Minningarnar um góða konu munu ylja ykkur í framtíðinni. Far í friði elskulega vinkona. Þín verður sárt saknað. Þóra Einarsdóttir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ Ragnar Krist-jánsson fæddist í Eyrarsveit 17. júní 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 4. jan- úar 2014. Foreldrar hans voru Kristján Jóns- son, f. 1. nóvember 1874, d. 16. febrúar 1967, og Kristín Gísladóttir, f. 6. júlí 1890, d. 25. janúar 1962. Systk- ini hans voru Kristín Kristjáns- dóttir, f. 1905, d. 1908, Kristín Guðríður Kristjánsdóttir, f. 1908, d. 1993, Guðríður Krist- jánsdóttir, f. 1911, d. 1992, Gísli Kristjánsson, f. 1913, d. 1928, rún Ragnarsdóttir, f. 26. maí 1958, d. 24. desember 1966. 2. Kristján Tryggvi Ragnarsson, f. 24. júlí 1963. Sambýliskona hans er Kristín Guðný Ottósdóttir, f. 7. mars 1963. Synir hans eru Ragnar, f. 15. febrúar 1990, og Kristófer Rúnar, f. 26. febrúar 1998. 3. Gunnar Ragnarsson, f. 25. ágúst 1965. Börn hans eru Þórdís Sigrún, f. 22. nóvember 1991, Benedikt Lárus, f. 22. nóv- ember 1991, Erna Katrín, f. 11. febrúar 1993 og Gunnar Ingi, f. 2000. Ragnar ólst upp í Móabúð í Eyrarsveit ásamt þrettán systk- inum sínum. Hann starfaði við sjómennsku ungur að árum eða þar til hann hóf verslunarstörf og sem umboðsmaður fyrir Olíu- félagið hf. í Grundarfirði. Hann starfaði við það til starfsloka. Útför Ragnars fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 11. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Guðrún Líndal Kristjánsdóttir, f. 1916, d. 2010, Jós- efína Kristjáns- dóttir, f. 1917, d. 2004, Una Krist- jánsdóttir, f. 1920, d. 1981, Jón Krist- jánsson, f. 1920, d. 1997, Hallgrímur Kristjánsson, f. 1923, d. 1998, Krist- ján Kristjánsson, f. 1925, d. 2001, Gísli Kristjánsson, f. 1928, Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 1930, d. 2003, og Arndís Kristjánsdóttir, f. 1937. Ragnar kvæntist 6. maí 1957 Þórdísi Gunnarsdóttur, f. 10. mars 1934. Börn þeirra: 1. Sig- Mig langar til þess að minnast í nokkrum orðum móðurbróður míns, Ragnars Kristjánssonar. Ragnar, eða Raggi eins og hann var alltaf kallaður, var litríkur persónuleiki sem var mér og minni fjölskyldu afar kær. Hann var sá tíundi í röð tólf systkina sem komust á legg í Móabúð í Eyrarsveit. Raggi var sérstak- lega glaðvær og elskulegur mað- ur, ekki ósvipaður Gísla í Tröð, afa sínum. Hann var höfðingi heim að sækja og þau hjónin bæði. Stóra gæfan í lífi Ragga var eiginkona hans og yndisleg- ur lífsförunautur, Þórdís Gunn- arsdóttir, alltaf kölluð Dísa. Þau eignuðust tvo syni og eina dóttur en það var þeim mikill harmur að missa fyrsta barn sitt, dótt- urina, unga að aldri. Synirnir og afkomendur þeirra hafa ávallt verið foreldrum sínum mikil gleði. Á heimili mínu hafa ósjaldan verið rifjaðar upp sögur af heim- sóknum til Ragga og Dísu í Grundarfjörðinn. Þar stóð okkur allt til reiðu og iðulega vorum við leyst út með gjöfum að höfðingja sið. Börnin upplifðu þessar heimsóknir sveipaðar ævintýra- ljóma. Það var alltaf gaman þar sem Raggi var. Hann gat sagt sögur um fólk og málefni, sem vöktu mikla kátínu. Slíkar sögur af fólki voru þó alltaf sagðar af skilningi og mildi og á þann hátt að á engan hallaði. Raggi og Dísa bjuggu alla sína tíð í Grundarfirði. Raggi rak þar bensínstöð og sjoppu mestan hluta starfsævi sinnar og setti mikinn svip á bæjarfélagið. Þau hjónin ferðuðust mikið og nutu sín tvö saman á suðrænum slóð- um. Þar gekk Raggi um með hvíta skipstjórahúfu og Dísa hló að honum. Heimili þeirra bar glöggt merki af þessum ferðum. Þar var að finna hina ýmsu minjagripi frá fjarlægum slóðum sem voru miklir dýrgripir í aug- um barnanna. Raggi var maður sem kunni að njóta lífsins. Það var honum vafalaust erfitt þegar heilsan fór dvínandi á efri árum en hann nýtti tíma sinn vel með sinni elskulegu eiginkonu. Ragga verður sárt saknað í minni fjölskyldu. Hann markaði spor sem erfitt er að fylla. Ég og fjölskylda mín vottum Dísu og fjölskyldunni allri innilega sam- úð okkar. Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (Ragnar S. Gröndal) Hvíl í friði, elsku frændi. Ingibjörg Pétursdóttir. Sannur höfðingi og vinur er fallinn frá, það má með sanni segja þegar maður rifjar upp þær stundir sem maður átti með Ragnari og Þórdísi, bæði á Kan- arí og ekki síður í Grundarfirði. Þær voru yndislegar. Tengda- móðir mín Guðrún og Ragnar voru miklir mátar enda margt brallað þegar þau hittust og kom Raggi ávallt við í Skála þegar Guðrún og Stefán tengdafaðir minn bjuggu þar. Kanarí var í miklu uppáhaldi hjá Ragga og Dísu. Camilías var þeirra hótel, íbúðin þeirra merkt með merki Grundarfjarðar að sjálfsögðu, góða skapið og húm- orinn alltaf á réttum stað. Minn- ingar frá Kanarí koma upp í hug- ann, Raggi og Dísa bjóða í mat, að sjálfsögðu lúða með öllu, há- karl og harðfiskur í desert. Einu sinni datt okkur hjónum í hug að koma þeim hjónum Ragga og Dísu á óvart fyrir jól- in, ég hafði samband við blóma- búð sem þá var í Grundarfirði, lét senda blómvönd með ósk um gleðileg jól, frá hjónunum í Skála, Önnu og Reyni Hólm. Þetta fannst Ragga og Dísu skemmtileg uppákoma. Ávallt sendi Raggi okkur hjónum pakka með góðgæti, fisk, hákarl, harðfisk og krækiber og bláber á sumrin og annað sem ekki verð- ur rakið hér. Að lokum viljum við þakka all- ar samverustundirnar á liðnum árum. Blessuð sé minning þín. Sendum við Dísu og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Anna Stefánsdóttir og Reynir Hólm, Skála, Seltjarnarnesi. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinar míns Ragnars Kristjánssonar, sem lagði upp í sína hinstu ferð nú í byrjun ársins. Ég kynntist Ragnari fyrir rúmlega hálfri öld þegar ég fluttist til Grundar- fjarðar og starfaði þar hjá Kaup- félagi Grundfirðinga í nokkur ár. Hann og Þórdís kona hans voru næstu nágrannar mínir. Þórdís var dóttir Gunnars Njálssonar, sem á þessum árum var formað- ur stjórnar kaupfélagsins. Ná- grennið og þessi tengsl urðu til þess að ég kynntist þeim hjón- um, Ragnari og Dísu, fljótt. Þau kynni leiddu svo til samskipta og vináttu sem enst hefur síðan. Ragnar ólst upp í stórum syst- kinahópi og þurfti ungur að fara að vinna og bjarga sér á eigin spýtur. Hann stundaði sjómennsku og vann einnig við fiskvinnslu. Um það leyti sem ég var í Grund- arfirði réðst hann til kaupfélags- ins og annaðist þá olíuútkeyrslu og fleiri tengd störf, en kaup- félagið var þá með umboðið fyrir Olíufélagið Esso. Í framhaldinu skipuðust mál þannig að Ragnar tók við umboðinu og sá um sölu á gasolíu, bensíni og ýmsum olíu- vörum. Þetta varð síðan starf þeirra Ragnars og Dísu í nokkra áratugi eða allt þar til þau létu af störfum fyrir aldurs sakir. Mér er kunnugt um að stjórnendur Esso mátu störf þeirra mikils, enda gekk rekstur umboðsins vel. Ragnar naut ekki mikillar skólagöngu í æsku. Aðstæðurnar leyfðu það ekki. Þetta bætti hann upp með miklum dugnaði og einstakri náttúrugreind. Hreinskiptni og félagslyndi voru ríkir þættir í fari hans. Hann var mjög laginn sölumaður, en gat verið fastur fyrir og harður í horn að taka ef honum fannst hann órétti beittur. Við Ragnar ferðuðumst tals- vert saman erlendis ásamt eig- inkonum okkar. Hann var ein- staklega ljúfur og skemmtilegur ferðafélagi. Hann kunni lítið fyr- ir sér í tungumálum en það virt- ist ekki hindra hann verulega í að ná sambandi við fólk Hann var einhvern veginn svo opinn, einlægur og ófeiminn að það ruddi öllum hindrunum úr veg- inum. Að leiðarlokum þökkum við Erla Ragnari fyrir margra ára- tuga samskipti og vináttu um leið og við sendum Dísu, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Húnbogi Þorsteinsson. Ragnar Kristjánsson ✝ Ásgeir Gunn-laugsson fædd- ist 1. október 1927 að Syðri-Sýrlæk í Villingaholts- hreppi. Hann and- aðist 4. janúar 2014. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. í Steinsholti, Gnúp- verjahreppi, 14. júní 1893, d. 22 september 1950, og Anna Ásgeirsdóttir, f. að Vatnsleysu í Biskupstungum, 27. júní 1894, d. 13. júní 1982. Systkini Ásgeirs voru Gunnar Gunnlaugsson, f. 24. júní 1922, að Mjósyndi. Fædd á Syðri- Sýrlæk eru: Óskírður Gunn- laugsson, f. 22. október 1926, d. 23. október 1926, Óttar Gunnlaugsson, f. 3. október 1931, Ingv- ar Gunnlaugsson, f. 19. maí 1935 og Sigrún Gunnlaugs- dóttir, f. 26. sept- ember 1937. Ásgeir tók við búskap ásamt Sig- rúnu systur sinni eftir fráfall föður þeirra 1950 og bjó Gunnar bróðir þeirra þar með þeim til ársins 1992, þegar systkinin fluttu að Suðurengi 1, Selfossi. Útför Ásgeirs verður gerð frá Villingaholtskirkju í dag, 11. janúar 2014, kl. 13.30. Að minningin helst í hvíld og kyrrð, sem krans yfir leiði vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð Hún er yfir dauðann hafinn. (Einar Benediktsson) Þín bíður fegurri dagur á stað þar sem sólin skín. Ég veit þér líður betur, við tekur nýtt líf. (Rakel Sif Sigurðardóttir) Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr geymslu rakna. Svo var þín samfylgd góð Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Sigrún, Ingvar, Óttar og Sigríður. Geiri frændi var mér kær enda með bestu manneskjum sem ég hef kynnst. Hann var bóndi alla sína starfsævi á fögr- um stað. Sveitin hans Geira frænda og hennar Rúnu frænku var mér sem jarðnesk paradís. Syðri-Sýrlækur í Vill- ingaholtshreppi á bökkum Þjórsár var ævintýraveröld. Þar breiðir fljótið úr sér og jöklarnir skína í eilífum morgn- inum. Eyjafjallajökull og Hekla drottning krýna sjóndeildar- hringinn og kalla fram þá lotn- ingu sem jörðin þeirra átti. Þau ráku þar fyrirmyndarbú í fyllstu merkingu þeirra orða. Á Sýrlæk var djúp virðing bor- in fyrir skepnunum, landinu og gestrisni þúsund ára ríkisins í öndvegi. Ég fékk að vera orlofsnætur hjá þeim sem ungur drengur og síðar var ég þar kaupamaður í nokkur sumur. Það var dýr- mætt veganesti að fá að læra til verka hjá þessu vandvirka og duglega fólki. Geiri frændi var einstaklega barngóður, húmoristi, jafnlynd- ur og mikið hlý manneskja. Hann hafði metnað í að kenna unglingi vel til verka og bar velferð mína fyrir brjósti þá sem síðar. Hann kenndi mér marga lexíuna um að yrkja jörðina, fara vel með menn og málleysingja og gleðjast yfir því smágerða. Þessi paradís var þeirra heimur allur. Margt ungmennið fékk að dvelja hjá þeim á Sýrlæk og systkini ömmu sem þá lifðu, áttu þar orlofsdaga í ellinni. Á fáum stöðum hefur mér liðið jafn vel enda komið til þeirra æ síðan, eins mikið og ég hef get- að og oft með nokkra gesti. Öll- um tekið af sömu gestrisninni og hjartahlýjunni. Geiri og Rúna brugðu búi og fluttu á Selfoss þegar erfiði æv- innar hafði tekið sinn toll og þau sáu að þau gætu ekki leng- ur rekið sitt bú eins vel og þau vildu. En heimili þeirra á Suð- urenginu hélt áfram að vera sama myndarheimilið og griða- staðurinn og Sýrlækurinn hafði verið. Geiri átt við heilsuleysi að stríða síðastliðin tvö ár. Rúna annaðist hann frábærlega eins og hún ein kunni. Ég náði að kveðja hann á Sjúkrahúsi Suð- urlands núna á nýársdag. Hann var mikið veikur og veit ég að hann Geiri minn er hvíldinni feginn. Ég votta elsku Rúnu minni og fjölskyldu þeirra mína dýpstu samúð. Geira þakka ég allt hið góða sem hann gaf mér. Genginn er góður maður Hvíl í friði. Ferdinand Jónsson. Ásgeir Gunnlaugsson ✝ Karl ÁgústÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 6. ágúst 1966. Hann lést á Grensásdeild 18. desember 2013. Foreldrar hans voru Elín Inga Karls- dóttir, f. 28. desem- ber 1928, d. 6. apríl 1996, og Ólafur Haukur Ólafsson, f. 27. apríl 1928, d. 18. febrúar 2001. Eft- irlifandi systur hans eru Ragnhildur, f. 27. febrúar 1958, og Helga Sigríður, f. 5. apríl 1960. Karl Ágúst var ókvæntur og barn- laus. Útför Karls fór fram frá Fossvogs- kapellu 7. janúar 2014. Þegar ástvinur fellur frá streyma minningarnar fram sem eru dýrmætar og skýrar í huga okkar. Karl Ágúst var yngstur okkar systkina og var hann allra hugljúfi og gerðum við systur mikið til að passa upp á hann ásamt foreldrum okkar og móð- urömmu, Ragnhildi Þórarins- dóttur, sem er látin. Karl Ágúst greindist með flogaveiki á menntaskólaárum sínum og varð það honum þungæbrt að sam- þykkja. Hann gekk í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk það- an stúdentsprófi. Á seinni árum barðist hann við skjúkdóm sem enginn vissi hvað hét og þráði Karl ekkert heitar en að ná bata. Hann barðist hetjulega allt þar til yfir lauk og hann gat ekki meira og lést hinn 18. des- ember síðastliðinn. Bróðir okkar hafði góðan húmor og gerði oft grín að sjálfum sér og samferða- fólki. Hann gat verið mjög stað- fastur og fylginn sér og var oft erfitt að hagga honum þegar hann var búinn að mynda sér skoðun. Elsku bróðir, þú vildir geta gert svo miklu meira í lífinu og það sárnaði þér en að ná bata hélt þér uppréttum lengi. Þú varst góður bróðir og enn betri frændi og varst alltaf tilbúinn í leik með frændsystkinum þínum þegar þau voru yngri og fara með þau á fótboltaleiki sem voru þitt uppáhald, enda mikill KR- ingur og Liverpool-maður. Elsku Kalli bróðir, við kveðj- um þig með trega í hjarta og söknuði. Þessi litla bæn hefur fylgt okkur systkinunum lengi og fannst okkur hún þurfa að fylgja með: Vertu yfir og allt í kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Guð blessi þig. Þínar systur, Ragnhildur Ólafsdóttir og Helga Sigríður Ólafsdóttir. Karl Ágúst Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.