Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 42

Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ Erna GuðbjörgIngólfsdóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1933. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 27. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Vilhelmína Ingibjörg Ágústs- dóttir, f. á Ósi í Borgarfirði eystra 7. ágúst 1914, d. 6. september 2006, og Ingólfur Siggeir Andr- ésson, f. 26. apríl 1912 í Reykja- vík, d. 26. apríl 1957. Fjöl- skyldan fluttist 1. júní 1936 norður á Sauðárkrók. Erna stundaði þar nám við Barna- og gagnfræðaskólann. Hún vann í síldarsöltun á Sauðárkóki og á Siglufirði frá níu ára aldri með móður sinni. 16 ára gömul vann París 23. nóvember 1955, og Al- freð f. á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 20. maí 1962. Við lát Ingólfs Andréssonar fluttu Erna og Guðmundur til Ingibjargar og bjuggu þar uns þau höfðu byggt sér sitt eigið hús 1962. Erna vann að ýmsum félags- málastörfum. 22 ára settist hún í stjórn Víkings, félags ungra sjálfstæðismanna á Sauð- árkróki, og hún vann fyrir Sjálf- stæðisflokkinn til ársins 1982. Einnig var hún í stjórn verka- kvennafélagsins Öldunnar auk þess sem hún starfaði fyrir Slysavarnafélagið. Þegar Ingólfur fæddist ákváðu hjónin að Erna yrði heimavinnandi og héldi heimili á meðan börnin væru heima. Síðar aðstoðaði hún við póst- flutninga yfir sumartímann, en maður hennar annaðist póst- flutninga í Akra-, Víðvíkur- og Hólahreppi og í Hegranesi um 17 ára skeið. Útför Ernu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 11. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. hún eitt sumar á Hótel Varmahlíð hjá Albert Volker Lindemann hót- elstjóra. Að loknu námi við Gagn- fræðaskóla Sauðár- króks hóf hún aftur störf hjá Linde- mann og vann á hótelinu til 14. maí 1952. Þá hóf Erna búskap með Guð- mundi Helgasyni í Þórshamri, hjá Lárusi Blöndal og Sigríði konu hans. Árið 1954 festu þau kaup á neðri hæð hússins við Freyjugötu 17 á Sauðárkróki sem þá nefndist París að göml- um sið á Króknum. Erna og Guðmundur eign- uðust þrjá drengi: Ingólf, f. á gamla spítalanum á Sauð- árkróki 14. maí 1953, Ágúst, f. í Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Ernu Guð- björgu. Erna, eins og hún var alltaf kölluð, kom mér strax fyr- ir sjónir sem viljasterk kona, skarpgreind og með fastmótaðar skoðanir. Hún hafði viss lífsgildi sem hún kvikaði yfirleitt aldrei frá. Henni var mjög í mun að fólk væri heiðarlegt, samvisku- samt, duglegt og reglusamt. Alla óreiðu og óreglu þoldi hún illa, enda bar hún og heimili hennar merki um staðfestu og reglu. Erna var einbirni og mótaði það hana á vissan hátt. Hún sagði mér oft frá bernsku sinni og átti hún ekki alltaf sjö dag- ana sæla á uppvaxtarárum sín- um. Hennar skjól var móðir hennar og voru þær mæðgur mjög nánar alla tíð og stóðu saman í gegnum súrt og sætt. Aldrei vissi ég til að þeim yrði sundurorða. Í eðli sínu var Erna ekki mjög mannblendin og þótti best að vera heima að sinna sínum eða á Innstalandi þar sem hún undi sér vel í rólegheitum með Munda, fjölskyldu og vinum. Margar góðar stundir átti hún uppi í Tindastóli þar sem hún tíndi ber, hlustaði á fuglana eða fylgdist með hestunum og kind- unum sem þau voru með á Innstalandi. Erna hafði mjög gaman af að baka og var ávallt að prufa nýjar uppskriftir sem hún tók t.d. upp úr dönskum blöðum eða bjó til sjálf. Hún hafði mikið yndi af lestri, að spá í ættfræði, spila brids og hlusta á sígilda tónlist. Á yngri árum var Erna mjög virk í félagsmál- um og lagði sitt af mörkum til ýmissa starfa, t.d. hjá Sjálfstæð- isflokknum, Slysavarnafélaginu o.fl. Tiltölulega ung fór hún að finna fyrir heilsubresti og þurfti hún að fara í hjartaaðgerð til Bretlands. Eftir það dró hún mikið úr vinnu sinni að fé- lagsmálum en einbeitti sér að því að halda góðri heilsu og sinna fjölskyldu sinni. Mjög gestkvæmt var á heim- ilinu alla tíð og tók hún mjög vel á móti öllum sem litu inn. Þegar ég kom þarna fyrst fannst mér ég koma inn á veitingahús. Það leið varla svo matar- eða kaffi- tími að ekki væru einhverjir gestir. Einhverju sinni, stuttu fyrir jól, ákvað ég að telja teg- undirnar sem Erna var búin að setja á kaffiborðið og taldi ég sextán tegundir og allt var þetta heimagert bakkelsi og hvað öðru betra. Erna tók virkan þátt í að ala upp barnabörnin sín og sinnti hún þeim af alúð og væntum- þykju. Hún var mjög dugleg að leiðbeina þeim og brýna fyrir þeim reglusemi og heiðarleika. Drengirnir mínir hafa alla tíð notið góðs yfirlætis hjá Ernu ömmu og Munda afa bæði á Knarrarstígnum og á Innsta- landi og eiga þeir margar góðar minningar þaðan sem fylgja þeim gegnum lífið. Þetta tel ég vera þá dýrmætustu gjöf sem ömmur og afar geta gefið barna- börnunum sínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Erna mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína í gegn- um tíðina. Þín verður sárt sakn- að. Elsku Mundi minn, þinn missir er mikill. Megi Guð styrkja þig á þeim erfiðu miss- erum sem framundan eru. Ykkar tengdadóttir, Helga Kristín. Flestar minningar um Ernu ömmu tengjast eldhúsinu á Knarrarstíg 1, heimili ömmu og afa. Heimili þeirra er örskammt frá barnaskólahúsinu á Krókn- um og því tilvalið að heimsækja ömmu eftir skóla. Þangað var alltaf gott að koma og fengum við barnabörnin heitt te, heima- bakað brauð, soðið brauð og jafnvel eitthvað sætara. Við eld- húsborðið sátum við löngum stundum við Gummi frændi, sögðum sögur af því sem á daga okkar hafði drifið og í minning- unni hafði amma alltaf tíma til að hlusta á sögurnar okkar. Það var mikið hlegið og áttum við margar góðar stundir. Ekki voru eingöngu sagðar hetjusög- ur við borðið, en heimsmálin voru einnig krufin og við barna- börnin frædd um lífsins gagn og nauðsynjar, ekki þó alltaf á hlut- lausan hátt. Fyrir alþingiskosn- ingarnar 1991 eignaðist ég barmmerki merkt Framsóknar- flokknum og þótti það fínt. Ekki féll barmmerki bændaflokksins í góðan jarðveg þegar komið var í tesopann á Knarrarstígnum. Var ungi framsóknarmaðurinn varla sestur við borðið er lestur um ágæti Sjálfstæðisflokksins hófst, stefna og frambjóðendur flokksins lofaðir í hástert og eft- ir þetta snaggaralega pólitíska uppeldi lofaði ég ömmu að kjósa alltaf Sjálfstæðisflokkinn. Þótt stundunum við eldhúsborðið fækkaði með árunum var alltaf gott að koma til ömmu og ræða málin. Heilsu hennar hrakaði síðustu árin en hún lét það ekki aftra sér frá því að hella upp á og raða mörgum sortum á borð- ið svo maður færi nú örugglega ekki svangur út úr húsi. Ágúst Ingi Ágústsson. Kæra amma mín. Nú er kom- ið að kveðjustund, það er margs að minnast. Helstu minningarn- ar sem koma upp í hugann minn núna eru þær þegar ég kom á Knarrarstíginn og fékk mjólk og súkkulaðitertu með miklu kremi á. Á meðan ég borðaði tvær kökusneiðar og drakk tvö ísköld nýmjólkurglös með hlustaði ég á þig segja gömlu sögurnar af því hvað þú gerðir á þínum yngri árum. Sumum af þeim, vonandi flestum, mun ég aldrei gleyma. Ég man til dæmis alltaf söguna af því þegar þú varst í kringum fimm ára aldurinn og bakaðir lummur fyrir langömmu áður en hún kom heim í hádegismat, frá síldarvinnslunni. Þá hrærðir þú saman vatni, hveiti, eggi og nokkrum rúsínum og smelltir því svo á pönnu og mamma þín sagði að þetta væru bestu lummur sem hún hefði fengið á ævi sinni. Einnig man ég aðrar sögur, eins og þegar þú byrjaðir að vinna í síld 11 ára gömul og náðir þá ekki einu sinni niður á botninn á tunnunni, eða sögurn- ar af því þegar þú varst að vinna á Hótel Varmahlíð, byrjaðir bú- skap með afa, auk margra fleiri. Á síðustu árum finnst mér orðin þrautseigja og dugnaður lýsa þér best. Margir hefðu lagt árar í bát eftir að sjónin þeirra hefði farið niður fyrir 10%, en það gerðir þú ekki. Þú seiglaðist áfram heima við og hélst áfram að elda, baka flestallt brauð auk þess sem þú vannst áfram að húsmóðurshlutverkinu þínu, þrátt fyrir erfiðar hindranir. Ef fleiri hefðu þessa þrautseigju væri heimurinn pottþétt betri. Ég vil að lokum þakka fyrir alla velvildina og samverustund- irnar í gegnum árin. Það voru forréttindi að fá að alast upp í návist þinni. Kveðja, þinn sonarsonur, Guðmundur Alfreðsson. Okkur langar að minnast Ernu mágkonu okkar með nokkrum orðum. Hún var ung að árum er þau Guðmundur bróðir okkar kynntust. Hafði hún þá unnið hjá Lindemann í Varmahlíð við símavörslu, auk þess sem hún gekk í öll störf bæði í eldhúsi og þjónustu í sal, ræktaði öll sín verk af fádæma alúð og bundust þau Lindemann ævarandi vinaböndum. Þau Mundi giftust og byrjuðu bú- skap við lítil efni eins og þá var algengt. Þau leigðu um tíma í Þórshamri hjá hjónunum Lárusi og Sigríði Blöndal, þar fæddist þeirra fyrsti sonur, Ingólfur. Seinna byggðu þau sér fallegt heimili á Knarrarstíg 1 og bjuggu þar alla tíð. Mundi keyrði þá eigin vörubíl og oft var vinnan stopul og ekki allar ferðir farnar til fjár. Oft var teflt á tæpasta vað, en aldrei hlutust slys. Má það þakka dirfsku og hæfileikum hans, því ófáar svaðilfarir fór hann. Erna var húsmóðir í þess orðs fyllstu merkingu, heimilið var henni allt, hún var frábær kokkur, þrifin, reglusöm og vandaði til allra verka. Erna var heimakær, annaðist drengina sína og Munda fyrst og síðast. Hún bak- aði meira en fyrir heimilið, lengi vel kleinur, brauð og fleira fyrir verslun hér í bænum og ég veit með sanni að oft var beðið á tröppunum eftir bakkelsinu. Gestrisni þeirra beggja var orð- lögð, ófáir sem þáðu mat og drykk og margt var rætt við eldhúsborðið. Á Innstalandi, „óðalinu“ eins og Mundi sagði, naut Erna sýn í kyrrðinni, þau áttu um tíma nokkrar kindur og hesta sem voru gæludýr þeirra. Þau voru fljót að koma og þiggja brauð úr lófa Ernu og falleg orð í eyra. Fuglarnir voru líka í vinahópnum hennar og fengu gott í gogg. Árið 1982 gekkst Erna undir erfiða hjarta- aðgerð í London, hún hafði lengi fundið fyrir mikilli vanlíðan sem allt of langan tíma tók að greina og því miður náði hún aldrei fullri heilsu. En Erna bar sig vel, hún var glæsileg kona og henni fylgdi mikil reisn, hún missti aldrei kjarkinn. Síðastlið- ið ár var Ernu afar erfitt, oft þurfti hún á sjúkrahúsdvöl að halda en alltaf vildi hún heim, því Munda vildi hún annast, hún var heyrnin hans og hann sjónin hennar. Svona bættu þau hvort annað upp, hjálpuðust að í blíðu og stríðu. Nú hefur bróðir okkar misst mikið, söknuður hans er sár sem og sona, tengdadætra, barna- barna og barnabarnabarna sem sjá á eftir ástríkri móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, þau voru hennar stolt og yndi. Við sem þekktum Ernu geymum góðar minningar, kveðjum með söknuði og þökk- um fyrrir allt og allt. Guð blessi minningu Ernu Ingólfsdóttur. Kristín og Valdís. Kveðja frá Sjálfstæðis- kvennafélagi Sauðárkróks Þann 30. ágúst árið 1966 komu saman nokkrar konur til þess að stofna félag sjálfstæð- iskvenna á Sauðárkróki. Ein í þessum hópi var hún Erna, sem við kveðjum í dag. Erna sat í fyrstu stjórn félagsins, varð seinna varaformaður og síðar formaður. Erna var mjög virk í starfi, sótti landsfundi og starfaði í fjölmörgum nefndum á vegum félagsins. Erna var glæsileg kona og vönduð, glaðlynd og trygg. Með Ernu var gott að starfa og þökkum við sjálfstæðiskonur henni allt samstarfið og sendum Guðmundi eiginmanni hennar, sonum þeirra og öðrum ástvin- um innilegar samúðarkveðjur. F.h. Sjálfstæðisfélags Sauðár- króks, Birna Guðjónsdóttir. Erna Guðbjörg Ingólfsdóttir ✝ Elskulegur sonur, sonarsonur og bróðir, ARNAR ÓLI BJARNASON, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.00. Steinunn Inga Ólafsdóttir, Atli Ísaksson, Bjarni Sigurður Jóhannesson, Bjørg Jóhannesson, Vilborg Fríður Björgvinsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Hrafnar Jafet Hrafnsson, Bryndís Arngrímsdóttir, Birgir Þór Birgisson, Ragnar Þór Atlason, Helga Jóna Guðbrandsdóttir, Elvar Már Atlason, Friðrik Páll Atlason, Ísak Sindri Atlason. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð • Virðing • Traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR SIGURÐSSON frá Straumi, til heimilis að Heiðarbrún 8, Hveragerði, lést fimmtudaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13.00. Sunna Guðmundsdóttir, Hörður Vignir Vilhjálmsson, Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, Alfreð B. Þórðarson, Játvarður V. Vilhjálmsson, Irma Sigurðardóttir, Steingerður Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR PÉTURSSON, Pétur Færeyingur, Garðbraut 85, Garði, áður Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.00. Sigrún Pétursdóttir, Jónatan Sigurjónsson, Sævar Pétursson, Þurý Jónasdóttir, Pétur Þór Pétursson, Kristján Högnaberg Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ARNÓRSDÓTTIR kennari, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 9. janúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sólvang eða öldrunar- deild Landspítalans. Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, laugardaginn 4. janúar. Jarðarförin fer fram í Langholtskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.00. Hjördís Þórhallsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Valgerður M. Þorgilsdóttir, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Guðmundur Þórhallsson, Sæbjörg Ásmundsdóttir, Halldór M. Aðalsteinsson, Hjördís L. Aðalsteinsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Heiða Kristinsdóttir, Lilja Dís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.