Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 47

Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ Harald Stein-grimur Har- aldsson Sigmar fæddist 30. mars 1917 í Selkirk, Manitoba, Kanada. Hann lést 15. des- ember 2013. Foreldrar hans voru hjónin Anne Margrethe Thor- laksson og séra Haraldur Sigmars- son Sigmar, prestur í Wynyard, Mountain, Vancouver og Blaine. Foreldrar Anne Margrethe voru Erika Christofa og Niels Stein- vígðist prestur til þjónustu við Hallgrímssöfnuð í Seattle árið 1943 og þjónaði þar í átta ár, síð- an í Gimli, Manitoba í nokkur ár, og svo í Kelso og Vancouver, Ta- coma og Seattle í Washingtonríki allt til starfsloka árið 1987. Árin 1957 til 1959 var hann kennari við guðfræðideild Háskóla Ís- lands. Eiginkona hans var Krist- björg Ethel Kristjansson, f. 1916, d. 2011. Börn þeirra: Wallace Harald, f. 1946, d. 2000, kona hans Jean Sigmar, Kristin Margrethe, f. 1948, gift Stefan Smith, Karen Ethel, f. 1950, gift Richard Mason, Thora Stefanie, f. 1953, gift David Michael, og Emelie Anne, f. 1960. Útför hans verður gerð í Seattle í dag, 11. janúar 2014. grímur Thorlaksson. Foreldrar Haraldar voru Guðrún Guð- björg Kristjánsdóttir og Sigmar Sig- urjónsson Johnson, f. á Hólum í Reykdæla- hrepp, S.-Þing. Harald lauk BA- prófi frá háskólanum í Norður-Dakóta árið 1938, framhaldsnámi í sálarfræði og upp- eldisfræði við Pennsylvaníu- háskóla og guðfræðinámi frá Mo- unt Airy Theological College í Philadelphia árið 1943. Hann Séra Harald Sigmar lést í Sunnyside, Washingtonríki, 15. desember sl. á nítugasta og sjö- unda aldursári. Hann verður jarð- sunginn í Seattle í dag. Á sömu stundu verður klukkum Einars- staðakirkju í Reykjadal hringt í minningu hans, en þaðan var faðir hans ættaður og sá staður honum afar hjartfólginn. Hann var þriðja kynslóð presta meðal Vestur-Ís- lendinga. Hann fæddist 30. mars 1917 og voru foreldrar hans hjón- in, Anne Margrethe Thorlaksson og séra Haraldur Sigmar, sem þá þjónaði íslenskum söfnuðum í Wynyard, í Sascatchewan í Kan- ada og síðar í Norður-Dakóta og víðar. Annar sonur þeirra hjóna, Eric, varð einnig prestur og var Íslendingum að góðu kunnur, en hann lést vorið 2010. Harald yngri stundaði háskóla- nám í Norður-Dakóta og í presta- skóla lútersku kirkjunnar í Phila- delphia. Árið 1943 vígðist hann prestur til Hallgrímssafnaðar í Seattle. Þjónaði síðan íslenskum söfnuðum í Gimli, Manitóba og á ýmsum stöðum í Washingtonríki. Á árunum 1957-1959 kenndi hann við guðfræðideild Háskóla Íslands. Harald Sigmar var prestur, kennimaður og fræðari af Guðs náð. Hann var afar vel lesinn og gagnmenntaður í guðfræði og biblíufræðum og hafði miklu að miðla, lifandi og kraftmikill pré- dikari, með sterka rödd og hríf- andi návist. Harald var vandaður og gjörhugull sem fræðimaður, víðsýnn og djúpvitur. Hógvær var hann og hjartahlýr kennari og sálusorgari, afar næmur á annað fólk, mikill mannþekkjari. Hann hreif stúdenta með sér sem og aðra sem honum kynntust. Hann hafði djúp og varanleg áhrif á nemendur sína og margir minnast þess með mikilli gleði og þakk- læti. Þegar séra Haraldar Sigmar er minnst þá er hans góða kona og trúfasti lífsförunautur aldrei langt undan. Þau Kristbjörg Ethel Kristjansson kynntust á barns- aldri, samvalin og samstillt í öllu góðu, hvort öðru gleði og blessun á langri samleið. Þau giftust 1940 og áttu síðan saman sjötíu ár, allt til þess er Ethel lést árið 2011. Okk- ur öllum sem henni kynntumst var hún ógleymanleg, mikilhæf og merk kona með sitt hlýja bros og ljúfa hlátur og óviðjafnanlega, ís- lenska orðfæri. Þau hjónin eign- uðust fimm börn, sonur þeirra Wallace, lést árið 2000. Eftir lifa dæturnar Kristin, gift Steven Smith, Karen, gift Richard Ma- son, Thora, gift David Michels og Emily Anne. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin fimm. Í fyrrasumar var þess minnst í Seattle að sjötíu ár voru frá prestsvígslu Haralds Sigmar. Við þá athöfn lýsti hann blessun Drottins. Það var öllum viðstödd- um áhrifaríkt andartak. Við öll sem kynntumst séra Haraldi og Ethel blessum minningu þeirra hjóna og sendum ástvinum öllum hugheilar kveðjur. Fyrir hönd vinahópsins, Kristín og Karl Sigurbjörnsson. Harald Sigmar ✝ Guðmundur Jó-hann Ragnar Jónsson fæddist á Merkisteini í Höfn- um, Reykjanesi 14. júní 1935. Hann lést 30. október 2013 á Landspítalanum, Fossvogi. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Sigurðsson, f. í Njarðvíkursókn, Gull. 19. desember 1893, d. 26. mars 1977, og Margrét Helga- dóttir, f. á Rauðanesi, Borgarhr., Mýr. 24. nóvember 1898, d. 28. október 1981. Ragnar, eins og hann var jafnan nefndur, átti tvær hálfsystur samfeðra, þær Guðnýju Jónu, f. í Kalmanstjörn, Hafnahr., Gull. 31. janúar 1919, d. 3. mars 1983, og Sigþóru, f. á Fögrubrekku, Vestmannaeyjum 22. júní 1925. Einn albróður átti hann, Sigurð Helga, f. í Merki- nesi, Hafnahr., Gull. 2. ágúst 1930, d. 12. maí 2012. Rúmlega þrítugur kynntist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Gísladóttur. í sjö ár uns Ragnar varð 18 ára. Frá Eyjum lá leið fjölskyldunnar til Reykjavíkur þar sem þau sett- ust að á Njálsgötu 26. Þrátt fyrir að vera fluttur frá Eyjum var Ragnar lengi vel með annan fót- inn þar og bjó þá hjá föðursystur sinni og fjölskyldu hennar. Á sumrum flutti fjölskyldan sig að Geysi í Haukadal og vann þar ýmsa vinnu sem til féll. Í Reykja- vík vann Ragnar lengi við hlið föður síns við upp- og útskipun í Reykjavíkurhöfn. Fyrsta búskaparárið bjuggu Ragnar og Guðbjörg í Stórholti 21. Síðla árs 1967 fluttust þau í Árbæinn, í Hraunbæ 4. Lengst af vann Ragnar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) eða frá 1966, fyrst sem næturstarfsmaður, síð- ar bílstjóri og loks sem varð- stjóri. Fyrir tuttugu árum greindist hann með Park- insonsjúkdóm sem smátt og smátt dró úr honum mátt og þrek. Ragnar vann hjá SVR í heil 37 ár eða allt til ársins 2003 en þá varð hann að láta af störfum vegna sjúkdóms síns. Í september 2013 fór Ragnar í aðgerð á spítala og náði sér vart eftir það. Útför Ragnars fór fram frá Árbæjarkirkju 8. nóv- ember 2013. Þau gengu í hjóna- band 26. nóvember 1966. Ragnar og Guðbjörg eign- uðust þrjú börn. 1) Jón Gísli, f. 1.1. 1967, maki Helena Björg Harð- ardóttir, f. 15.9. 1967, eiga þau tvo syni, Andra Þór, f. 24.5. 1989, í sam- búð með Krist- björgu Bjarnadóttur, f. 21.7. 1986, og Fannar Snæ, f. 28.11. 1996. 2) Margrét Björg, f. 31.7. 1969, gift Birni Inga Magn- ússyni, f. 18.4. 1962, eiga þau tvo syni, Þráin, f. 20.5. 1992, og Ragnar Helga, f. 12.4. 1998. 3) Sigurborg, f. 5.7. 1977, gift Jas- on Tremblay, f. 17.6. 1978, eiga þau tvö börn, Penelope Elínu, 23.11. 2005, og Alexander Þór, f. 20.4. 2007. Fyrstu 11 ár ævi sinnar bjó Ragnar ásamt foreldrum sínum og systkinum á Merkisteini í Höfnum eða þangað til fjöl- skyldan fluttist til Vest- mannaeyja. Í Eyjum bjuggu þau Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Sárt er að kveðja þig, elsku pabbi okkar. Við vitum að Siggi bróðir þinn, sem lést í fyrra, hefur tekið vel á móti þér og þið bræður horfið saman á Arsenal-leikina ásamt öðrum ástvinum þínum. Guð blessi minningu þína. Jón Gísli, Margrét Björg og Sigurborg. Í dag kveðjum við kæran vin, hann Ragga frænda, eins og hann var alltaf kallaður á okkar heimili, en hann hefur verið órjúfanlegur hluti af tilverunni alveg frá því að við munum eftir okkur fyrst. Raggi var hálfbróðir hennar ömmu og ólst upp með henni í Höfnunum. Systkinahópurinn, tvær systur og tveir bræður, eyddi þar uppvaxtarárunum. Amma bjó í Merkinesi hjá ömmu sinni en hin þrjú systkinin, Gugga, Siggi og Raggi, voru á Merk- isteini. Mikill samgangur var þarna á milli bæja og því voru systkinin náin. Á ýmsu gekk á þessum árum, eins og gengur og gerist í fjörugum systkinahópi. Þegar þau systkinin uxu úr grasi fóru þau að hugsa sér til hreyfings, eignuðust maka og fluttu á höfuðborgarsvæðið. Amma og afi keyptu sér hæð í Stórholti 22 og með þeirri hæð var eitt herbergi í kjallara. Í því her- bergi voru Raggi og Gugga í nokkra mánuði árið 1966 meðan þau voru að bíða eftir að fá afhenta sína fyrstu íbúð í Hraunbæ 4 og byrjuðu því sinn búskap þar. Í framhaldinu eignuðust þau börnin Jón Gísla, Möggu og Sig- urborgu og hefur samgangur fjöl- skyldnanna ætíð verið mikill síð- an. Hefur þetta mikið verið í formi afmælis- og fermingarveislna, ferðalaga innanlands og í óform- legum heimsóknum, sem voru oft á árum áður á fimmtudagskvöld- um, þegar ekkert sjónvarp var. Þess ber þó sérstaklega að geta að Raggi og Gugga fengu sér snemma forláta litasjónvarp frá Nordmende og því var nokkuð vinsælt eftir það að fara til þeirra og kíkja á sjónvarpið, þegar út- sendingar voru í lit. Ávallt var tekið vel á móti okk- ur í þessum heimsóknum og það verður að segjast eins og er, að Raggi frændi var sérstakt ljúf- menni, sem við munum varla eftir að hafi skipt skapi, þótt eflaust hafi verið einhver galsi í mann- skapnum. Raggi var mikill áhugamaður um íþróttir og þó sérstaklega um knattspyrnu. Oft voru helstu tíð- indin í knattspyrnuheiminum rædd og kom þá oft við sögu gengi Arsenal í ensku knattspyrnunni og Fylkis hér heima, enda voru þetta hans lið, þótt vissulega hefði hann taugar til fleiri liða. Í okkar huga erum við því að kveðja í dag mikinn og góðan dreng, sem var trúr og staðfastur þeim gildum sem hann stóð fyrir. Hann var mikill fjölskyldumað- ur sem var trúr sínu fyrirtæki, studdi sitt lið, staðfastur í sínu hverfi og passaði vel upp á sína nánustu. Má í þessu samhengi nefna að þau hjónin voru mjög samheldin og aldrei var talað um annað þeirra nema nefna hitt í sömu andránni. Raggi og Gugga voru því eitt. Við kveðjum þennan öðling- smann með þakklæti fyrir vináttu og góðar samverustundir um leið og við sendum Guggu, Jóni Gísla, Möggu og Sigurborgu og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Sigþóra Jónsdóttir, Guðný Elín Elíasdóttir, Elías Magnússon, Einar Þór Magnússon. Ragnar Jónsson Um miðjan marz 1960 hafði ég orðið háseti á Þor- móði Goða, sem var í eigu Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Skip- stjóri þar var skemmtilegur karl úr Vestmannaeyjum, Hans Sigur- jónsson, sem fiskaði allra manna mest. Grunar mig að hann hafi veitt meiri matfisk en nokkur skipstjóri annar í heiminum. Sum- arið 1960 veiddum við 70 tonn á sólarhring, að jafnaði við Vestur- Grænland. „Karlinn“ réð bara til sín sérfræðinga og ég var sérfróð- ur um grásleppuveiðar. Seinna komst hann svo að því að ég drakk alls ekki áfengi, það var nú kostur sem minn maður kunni að meta. Einn undirmaður sem alltaf var hægt að reiða sig á, hvernig sem allt veltist. Vegna þessa sjaldgæfa hæfileika hlóðust á mig ýmis störf sem tengdust því að koma skipinu frá landi, eftir löndun. Í fyrsta túrnum til Vestur- Grænlands var með okkur skip- stjóri á eftirlaunum, Sigurður Gíslason, hann var með stríðs- fréttaritaramyndavél og tók mynd- ir af lífinu um borð. Nokkrum vik- um seinna voru þessar myndir í Vikunni, þ. á m.ein af skipstjóran- um í „veiðiúniforminu“. Þetta hafði þær afleiðingar að eiginkona skipstjórans sendi stráka um borð í Þormóð til að sækja „úniformið“, svo brenndi hún öllu í miðstöðvarkatlinum heima á Brekkustíg. Svo kom kaf- teinninn um borð í nýjum fötum og nýr stýrimaður, því Gunnar Jónsson var í sumarfríi. Nú datt meðalaflinn niður í níu tonn á sól- Hans Ragnar Sigurjónsson ✝ Hans RagnarSigurjónsson fæddist 16. júní 1927 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. des- ember 2013. Útför Hans Ragnars fór fram 8. janúar 2014. arhring, festumst í ís, og týndum bobb- ingunum undan trollinu. Það gerði nú ekki svo mikið til því við vorum ný- búnir að veiða miklu betri bobbinga sem einhver þýskur tog- ari hafði tapað þarna. Einn sólar- hring fengum við bara hlýra, þetta var löngu áður en hlýraskinn varð há- tískuvara, svo við sluppum við að verða milljónerar. Gunnar kom úr sumarfríinu, nokkrar slor- og koppafeitisslettur voru komnar í nýja úniformið skip- stjórans og fór þá veiðin að glæð- ast. Svo kom að því að Þormóður þurfti að fara í vélayfirhalningu í Bremerhaven, frí á fastakaupi 28 daga. Á leiðinni upp Faxagarð mæti ég Hans skipstjóra sem seg- ir: Kemur þú ekki með á nýja skip- ið, Gestur? Hvaða skip? Víking, sem er verið að smíða fyrir Akur- nesinga. Ekki nokkur leið að neita svona boði. Hættu hjá þessari hel- vítis bæjarútgerð, komdu að hitta mig á Brekkustíg 6 eftir þrjár vik- ur. Mætti svo á Brekkustíginn, þar hitti ég Hans, hressan og endur- nærðan eftir sumarfrí á Vestfjörð- um. Mitt hlutverk var að fara með Halldóri halta og nokkrum öðrum upp á háloft í gúanóinu í Laug- arnesi, þar útbjuggum við svo veiðarfæri fyrir Víking. Vorum klárir með þau þegar hann kom til Reykjavíkur 23. okt. Þaðan sigld- um við langt vestur fyrir Græn- land að veiða karfa. Akurnesingar gerðu samning um smíði Víkings fyrir 19 millj. Gengið féll, og verð- ið hoppaði upp í 40 millj. Til að borga af svo dýru skipi, þyrfti að stýra því afburðaskipstjóri. Með rannsókn á löndunarskýrslum fannst maðurinn, hann hét Hans Ragnar Sigurjónsson. Víkingur er ennþá á Akranesi. Gestur Gunnarsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ÞORKELS JÓHANNESSONAR sem lést sunnudaginn 15. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ester Eggertsdóttir og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGER ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 11. desember. Að ósk hinnar látnu fór útför hennar fram í kyrrþey. Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Ásgeir Óskarsson, og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR REYKDAL, Setbergi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sólvangs fyrir hlýju og frábæra umönnun. Halldór Einarsson, Unnur Jónsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Haukur Bachmann, Jóhannes Einarsson, Pálína Pálsdóttir, Friðþjófur Einarsson, Hulda Júlíusdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Gíslason, Pétur Einarsson, Guðrún Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSTU SIGURJÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Seyðisfirði. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði fyrir góða umönnun og vinarþel. Ari Bogason, Bogi Þór Arason, Hanna Guðjónsdóttir, Kristrún Aradóttir, Birgir Hermann Sigmundsson, Þorsteinn Arason, Inga Þorvaldsdóttir, Bryndís Aradóttir, Magnús B. Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.