Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 52

Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur vakið athygli yfirmanna þinna með frammistöðu þinni. Einhver á eft- ir að koma þér skemmtilega á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hverjum manni nauðsynlegt að vera einn með sjálfum sér öðru hverju og láta aðra um að halda um stjórnvölinn. Sýndu þolinmæði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Haltu áfram að koma skipulagi á hlutina bæði á heimilinu og í vinnunni. Taktu eftir því hvað hugarfar þitt skiptir miklu. Spáðu í það hvert þig langar að stefna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að reyna að hvíla þig eitt- hvað í dag, því þú hefur satt að segja geng- ið ansi nærri þér. Varastu alla áhættu í fjár- málum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumir dagar eru gjöfulli en aðrir og þessi færir þér ýmis tækifæri. Kannski slærðu til og kaupir gjöf handa ástvini. Eða öfugt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk skilur ekki enn þinn kristaltæra stíl. Taktu þér tíma og þú munt græða mest á því sjálf/ur. Þú þarft ekki að gera ráð fyrir öllum í áætlunum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki slaka á þótt vel gangi, haltu þínu striki og láttu hlutina komast á skrið. Vertu viss um að þessar samræður eigi sér stað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður um viðkvæm mál- efni ganga ekki sem skyldi í dag. En nú ertu í miðjunni og veist hvað þarf til að komast í mark. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú verður ekki lengur undan því vikist að taka ákvörðun varðandi starfsvett- vang. Sýndu varkárni í peningamálum og ekki eyða um efni fram einungis til þess að skemmta þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sumt fólk fær þig til að finnast þú geta sleppt fram af þér beislinu og gefið þig augnablikinu á vald. Farðu gætilega í fjármálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur góðan tíma til að vinna mikið og skemmta þér. Fjölskyldulífið er í fyrirrúmi hjá þér. Mundu að annað fólk er jafn metnaðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í essinu þínu núna og gengur auðveldlega í augun á fólki án þess að leggja nokkuð á þig. Hafðu auga á smáatrið- unum því þau geta vegið þungt. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni. Á þrettándanum barst „lífs- lokavísa“ frá Páli Imsland, – „fyrst menn eru farnir að lýsa eftirmálum sínum á Leir,“ segir hann: Þegar mínu lífi lýkur lagður verð í blauta mold laus við mein og manna flíkur. Maðkar narta í fúið hold. Ekki hugguleg tilhugsun kannski, – en „raunsætt hjá þér Páll“ skrifar Fía á Sandi og bregður upp bjartari hlið: Þegar endar öl og sex og ónýtt verður hold upp af því ég veit að vex vænsta tré úr mold. Höskuldur Jónsson hélt áfram að spinna: Eftir rjóma, öl og kex og ýmsa fína lesti: Oná leiði voru vex vínviðurinn besti. Kristbjörg Freydís Steingríms- dóttir sendi Fíu lífslokavísu: Lifna mun nú í Leirsins hlóðum listfenginn andi blæs að glóðum færist í leikinn fjör og kraftur Fía er loksins komin aftur. Stefán Vilhjálmsson skrifaði í Leirinn að við þessa síðustu vísna- lotu hefðu rifjast upp fyrirmæli Hjörleifs á Tjörn um grafskrift sína sem Stefán hefði lært fyrir nokkr- um árum: Á lokasíðu í lífs míns bók skal letruð þessi hending: Ævi hans var „dirty joke“, dauðinn „happy ending“. Stefán segir að sér hafi lítt orðið misdægurt yfir hátíðir, – „þótt stundum hafi átt við „greinar- merkjalimran“ okkar Gunnars mágs sem til varð forðum yfir keti á glóðum“: Hann spurði mig: „Er þetta ætt? Er þetta bitastætt?“ „Svei mér,“ ég segi, „sé þetta eigi svo gott að ég geti hætt!“ Stefán segist reyndar vera að láta nudda úr sér einhverja hnúta og hafa gefið nuddaranum svofellda áskorun: Hér á bekknum ligg sem lík, á lúnum vöðvum slaka; á þínu nuddi þörf er rík þú skalt fast á taka. Síðast lét Hermann Jóhannesson til sín heyra: „Heilir og sælir leir- fuglar. Ég reyni að hugsa bara mátulega mikið um vistaskiptin:“ Þegar endar mitt bjástur og baks verð ég bljúgur og meir eins og vax, því Dauðinn er strix og þá duga engin trix, en ég vona að það verði ekki strax. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vistaskiptin og vínviðurinn hreini Í klípu „ÉG GLEYMI OFT AÐ TAKA MYNDIR, ÞÓTT ÉG SÉ MEÐ MYNDAVÉLINA Á MÉR. MIG VANTAR BETRA MINNISKORT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN FÉKK SVARTA BELTIÐ Í FYRSTA TÍMANUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera enn heilluð hvort af öðru. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA STAFRÆN FRAMKÖLLUN Brúðkaupsafmæli ATSJÚ! KANNSKI AÐEINS OF MIKILL PIPAR? ATSJÚ! ATSJÚ! ATSJÚ!SMAKKAÐU ÞETTA OG SEGÐU MÉR HVAÐ ÞÉR FINNST. NEI, HVAÐ ER ÞETTA? TÓMT FISKABÚR? KANNSKI UXU FISKINUM FÆT- UR OG HANN LABBAÐI BURT! BEINT Í KALD- HÆÐNI. HÆTTU AÐ BORÐA GULL- FISKANA MÍNA, GRETTIR! OG NÚ ÓRÁÐS- BULLIÐ. UPPGERÐ UNDRUN. Jólatréð stendur enn í stofu Vík-verja. Og það sem meira er að hann skammst sín ekkert fyrir það. Hann ætlar hreinlega að bjóða fólki í bröns í dag í jóladótið. Vegna þess að það er markmið (ekki áramóta- heit þar sem honum líkar ekki við þetta heiti) á nýju ári að vera ögn slakari. Ekki stressa sig yfir óþarfa hlutum. Þegar tími gefst til ratar jóladótið niður í kassann. x x x Öllu er best slegið á frest, þaðgerir það einhver annar fyrir rest. Þó þessi speki sé stundum nokkuð góð þá er þetta þó ekki al- veg viðkvæðið sem Víkverji fer eft- ir. Heldur verður hann að við- urkenna að öll kvöld undanfarið hefur hann verið út um hvippinn og hvappinn. Því er óþarfi að láta jóla- dótið fara fyrir brjóstið á sér þegar stigið er fram úr á morgnana. Held- ur kveikir Víkverji á jólatrénu og dáist að því hversu fallegt það er. x x x Það er líka aðeins annað sem hanner að prófa. Það er prófraun á sambýlismanninn. Í þetta skipti ætl- ar Víkverji ekki að vera fyrri til og rjúka í að taka niður jóladótið (eins og ávallt hefur verið undanfarið). Þess í stað verður farið í þetta þeg- ar bæði hafa tíma, „nenna“. Af ein- hverjum ástæðum telur Víkverji að jólatré í miðri stofu muni ekki fara jafn mikið fyrir brjóstið á karlpen- ingnum. Þannig að þetta verður líka ákveðið próf á Víkverja að tuða ekki. x x x Eftir á að hyggja þá telur Víkverjiað síðasta atriðið í Áramóta- skaupinu nái að stórum hluta að endurspegla sambúð karls og konu. Tekið skal fram að Víkverji hefur hvorki reynslu af sambúð með sama kyni, né þekkir hann það vel til slíkra sambanda að hann geti fullyrt út frá því. Tuð kvenmanns í karl- manni yfir hlutum sem hann þarf að gera í stað þess að gera það sjálf. x x x En í þessum téða „skets“ þá eruhjónin að reyna að bæta sig eins og við viljum innst inni öll – verða betri í dag en í gær. víkverji@mbl.is Víkverji Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. (Orðskviðirnir 3:5)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.