Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gjaldtaka af ferðamönnum sem
koma á Geysissvæðið í Haukadal
er ólögmæt. Þetta er mat sérfræð-
inga umhverfis- og auðlindaráðu-
neytis sem hafa sent Landeigenda-
félagi Geysis ehf. erindi um þetta.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hyggjast landeig-
endur nú í sumar hefja innheimtu
aðgöngugjalds af þeim hundruðum
þúsunda ferðamanna sem á svæðið
koma árlega. Þetta ætla þeir að
gera í því skyni að standa straum
af daglegri hirðu og umhverfisbót-
um, sem fylgja álagi á svæðið.
Í bréfi umhverfisráðuneytisins,
sem Morgunblaðið hefur undir
höndum, er vitnað til samráðs við
ráðuneyti fjármála og bent á að
ríkið sé eigandi helstu hvera á
Geysissvæðinu sem og víðfeðms
lands sem að því liggur. Einhliða
ákvörðun landeigendafélagsins um
gjaldtöku af þessum eigum ríksins
eða rekstri á þeim teljist því ekki
lögmæt.
Uppbygging mikilvæg
Að mati ráðuneytisins er mikil-
vægt að gera átak í uppbyggingu
innviða á Geysissvæðinu og marka
stefnu um rekstur þess til fram-
tíðar.
Er þar bent á að á vegum ráðu-
neyta og fleiri sé unnið að útfærslu
leiða og til að koma upp aðstöðu á
helstu ferðamannastöðum. Til að
fjármagna slíkt hafa hugmyndir
um svonefndan náttúrupassa verið
í deiglu. Stefnan sé að mynda sam-
ræmt kerfi um gjaldtöku í stað
þess að rukkað sé á sérhverjum
stað.
Geysisgjaldið talið óheimilt
Umhverfisráðuneyti telur innheimtu aðgöngugjalds við Geysi ekki standast
Ríkið á hverina Vilja náttúrupassa Ekki sé rukkað á sérhverjum stað
Morgunblaðið/Kristinn
Haukadalur Að óbreyttu kostar inn á Geysissvæðið strax í sumar. Stjórnvöld
telja ekki heimild fyrir slíku. Ríkið eigi hverina sem hafa mikið aðdráttarafl.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð-
herra ferðamála, mun á næstu
vikum leggja fram frumvarp á Al-
þingi um náttúrupassa eða að-
göngugjald að vinsælum ferða-
mannastöðum. Málið er í
undirbúningi í atvinnuvegaráðu-
neyti og hafa fulltrúar ferðaþjón-
ustu, sveitarfélaga og landeig-
enda ásamt fjölmörgum öðrum
hagsmunaaðilum komið að borð-
inu.
„Ég hef lagt mikla áherslu á að
allir aðilar máls séu samstiga í
þessu. Hef rætt við ýmsa land-
eigendur um að taka þátt í því
verkefni með okkur. Því er miður,
ef rétt reynist, að Geysismenn
ætli í raun að hefja gjaldtöku áð-
ur en við sjáum til lands í þeirri
vinnu og náttúrupassinn eða
önnur sambærileg leið hefur ver-
ið lögfest,“ segir ráðherrann.
Allir aðilar
séu samstiga
FRAMVARP VÆNTANLEGT
bakaðar kjúklingabringur
Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með
ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is
Bænastund var
haldin í Sauð-
árkrókskirkju í
gærkvöldi vegna
ungu stúlkunnar
sem lést í umferð-
arslysi á Vestur-
landsvegi við
Fornahvamm síð-
astliðinn sunnu-
dag. Hún hét
Anna Jóna Sigur-
björnsdóttur og var 16 ára gömul,
fædd 18. janúar 1997. Anna Jóna bjó
á Sauðárkróki með fjölskyldu sinni og
gekk þar í framhaldsskólann á staðn-
um.
18 ára piltur, sem slasaðist alvar-
lega í slysinu, liggur þungt haldinn á
gjörgæsludeild Landspítalans þar
sem honum er haldið sofandi.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sókn-
arprestur á Sauðárkróki, sem umsjón
hafði með bænastundinni, sagði í
samtali við Morgunblaðið að mikil
sorg ríkti í bænum vegna slyssins.
„Þetta er ógurlegt högg fyrir sam-
félagið hér,“ sagði hún. Mikill sam-
hugur væri ríkjandi meðal bæjarbúa.
Mikil sorg
vegna
banaslyss
„Ógurlegt högg
fyrir samfélagið“
Anna Jóna
Sigurbjörnsdóttir
Kirkjan á Sauðárkróki var þétt setin í gærkvöldi þegar þar var haldin
bænastund vegna Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur, sem lést í umferðarslysi á
sunnudaginn. Um 250 manns voru við athöfnina, fjölskylda hennar, vinir
og skólafélagar og fleiri bæjarbúar.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Um 250 manns sóttu bænastundina
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í
gær að Heilbrigðisstofnun Austur-
lands bæri að greiða Hannesi Sig-
marssyni, fyrrverandi yfirlækni á
Heilsugæslu Fjarðabyggðar, van-
goldin laun upp á um 14,8 milljónir
króna auk dráttarvaxta.
Forsaga málsins er sú að Hannes
var leystur frá störfum snemma árs
2009 eftir að hann var sakaður um
fjárdrátt með því að hafa oftekið sér
milljónir króna í laun. Fékk hann til-
kynningu um að hann héldi launum á
meðan málið væri til rannsóknar.
Rannsókn var látin niður falla 12.
júní og ríkissaksóknari staðfesti nið-
urfellingu lögreglunnar á Eskifirði.
HSA kærði hann að nýju til lögreglu
þar sem stofnunin taldi sig vera með
nýjar upplýsingar frá Ríkisendur-
skoðun um sekt yfirlæknisins. Var
Hannesi í kjölfarið tilkynnt í bréfi
frá forstjóra HSA að launagreiðslur
myndu niður falla frá 1. júlí 2009.
Var tilgreind ástæða sú að læknirinn
væri við störf erlendis fyrir tilstilli
einkahlutafélags í hans eigu. Hannes
hefði ekki beðið um leyfi frá stofn-
uninni til þess að sinna þeim störf-
um. Lögreglan á Eskifirði tilkynnti
Hannesi hinn 30. september að mál á
hendur honum hefði verið látið niður
falla. Honum var svo sagt upp störf-
um hjá HSA 28. desember 2009.
Fram kemur í uppsagnarbréfi að
hann átti rétt á fjögurra mánaða
uppsagnarfresti.
Stefndi Hannes HSA og krafðist
vangoldinna launa á tíu mánaða
tímabili, frá 1. júlí 2009 til 1. apríl
2010. Héraðsdómur féllst á kröfuna
og var HSA gert að greiða Hannesi
áðurgreinda upphæð.
Hannes fær vangoldin laun
HSA gert að greiða 14,8 milljónir króna
Stofnuninni var óheimilt að fella niður launagreiðslur
Vangoldin laun
» HSA höfðaði tvívegis mál á
hendur yfirlækni vegna gruns
um fjárdrátt.
» HSA ákvað að greiða lækn-
inum ekki laun frá 1. júlí 2009.
» Héraðsdómur telur það
ólögmæta aðgerð.