Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 6

Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 20% AFSLÁTTUR BAKSVIÐ Baldur Arnarson Anna Lilja Þórisdóttir Upp úr sauð hjá meirihlutanum í Kópavogi í gær og var jafnvel tvísýnt um hvort samstarfið héldi áfram. Virtist sem meirihlutinn myndi halda velli þegar Morgunblaðið fór í prentun en aðeins nokkrar vikur eru þar til prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi fer fram, 8. febrúar nk. Atburðarásin hófst með því að Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fv. bæjarstjóri, gekk gegn Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra við at- kvæðagreiðslu um tillögu minnihlutans í húsnæðismálum í fyrrakvöld. Tillagan var borin upp af fimm fulltrúum minnihlutans og studdi Gunnar hana. Aðalsteinn Jóns- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá en fjórir voru á móti, að Ármanni meðtöldum. Fór bæjarstjórinn fram á frestun en fékk ekki stuðning við það sjónarmið. Eins og komið hefur fram felur tillagan í sér kaup á íbúðum og framkvæmdir við nýbyggingar til að bregðast við eftirspurn eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi. Af þessu tilefni sagði Bragi Mikaelsson, formaður full- trúaráðs og kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, að hafin væri liðssöfnun gegn Ármanni á meðal stuðn- ingsmanna Gunnars. „Af frambjóðendum eru það náttúr- lega fyrst og fremst Jóhann Ísberg og Þóra Margrét Þórarinsdóttir sem hafa stutt Gunnar mjög dyggilega. Það eru nokkrir fleiri einstaklingar, já og Gunnlaugur Snær Ólafsson,“ sagði Bragi um samherja Gunnars en öll bjóða þau sig þrjú fram í prófkjörinu 8. febrúar. Snýr sér að forystu Sjálfstæðisflokksins Gunnlaugur Snær brást hart við ummælum Braga á mbl.is og krafðist afsagnar hans sem formanns ráðsins. „Ég er ekki viss um að formaðurinn geti haldið hlutleysi sínu í ljósi þess að hann hefur komið með yfirlýsingar gegn einstökum frambjóðendum,“ sagði Gunnlaugur Snær og kvaðst mundu koma sjónarmiðum sínum á framfæri við forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Jó- hann Ísberg yfirlýsingar Braga harðlega og segir að hann sé algjörlega vanhæfur til að sinna störfum for- manns í kjörnefnd og í fulltrúaráði. „Fer þetta ekki bara að verða gott hjá þér, Bragi,“ spyr Jóhann. Gunnar Birgisson vildi ekki svara því hvort hann styðji Ármann í oddvitasætið í prófkjörinu. Spurður hvort meirihlutinn haldi fram að kosningum sagði Gunnar: „Ég er ekkert á leið út úr honum [meirihlutanum]. En ég er búinn að vera mjög óhress í þessu máli og mörgum öðr- um þar sem það vantar ákvarðanir og stefnu. Þetta ástand hjá okkur er neyðarástand. Ég held að það sjái það allir sem kynna sér málið. Þótt við séum ósammála í einu máli þá hefur það ekkert með það að gera að meiri- hlutinn sé ekki ennþá í gangi,“ sagði Gunnar og vísaði til langra biðlista eftir félagslegum íbúðum í bænum. „Við getum ekki horft fram hjá okkar minnstu bræðr- um og systrum sem eru í neyð í Kópavogi og sagt að það sé ekki hægt að gera hlutina. Að setja hlutina í nefnd á meðan það er á vergangi. Það gengur ekki.“ Þá hafnaði Gunnar þeim ummælum Ármanns að tillög- urnar væru „brjálæði“, í ljósi fjárhagsstöðu Kópavogs. Það væri enda ekki gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu í nú- verandi fjárhagsáætlun Kópavogs. Gunnar og Ármann sóttust báðir eftir oddvitasætinu í prófkjöri flokksins 20. febrúar 2010. Sjálfstæðismenn voru í minnihluta eftir kosningarnar og þar til í ársbyrjun 2012 að þáverandi meirihluti sprakk og Ármann varð bæjarstjóri. Gunnar býður sig nú ekki fram í prófkjörinu. Gjá að myndast í Kópavogi  Gunnar Birgisson, fv. bæjarstjóri Kópavogs, deilir hart á framgöngu núverandi bæjarstjóra  Frambjóðandi í komandi prófkjöri krefst afsagnar formanns fulltrúaráðs sjálfstæðismanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Forystumenn Gunnar og Ármann á fundinum í fyrrakvöld. Síðar um kvöldið var umdeild tillaga samþykkt. Hlé Ólafur Þór Gunnarsson, VG, Pétur Ólafsson, Guð- ríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson, Samfylkingu, þegar gert var hlé á fundinum, að ósk minnihlutans. Fulltrúar Y-listans, lista Kópavogsbúa, hittust á fundi í Hamraborg í gærkvöldi og bar mögulegt samstarf við Bjarta framtíð í komandi sveitarstjórnarkosningum m.a. á góma. Listinn er með einn bæjarfulltrúa og einn varabæjarfulltrúa en Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi listans, er formaður bæjarráðs í Kópavogi. Tólf ein- staklingar eru virkir í nefndum og ráðum á vegum listans í dag. Þá staðfesti Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins í Kópavogi, í samtali við mbl.is að hann íhugi þátttöku í prófkjöri Bjartrar framtíðar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Hann myndi ekki bjóða sig aftur fram í nafni Næstbesta flokksins. Næstbesti flokkurinnn fékk 13,8% atkvæða í kosningunum 2010 en Y- listi, listi Kópavogsbúa, 10,2% atkvæða. Skilaði það alls tveim mönnum. Rannveig Ásgeirsdóttir Kanna samruna við Bjarta framtíð Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi, vísar þeim ummælum Ármanns bæjarstjóra alfarið á bug að hún og Gunnar Birgisson standi í sam- einingu á bak við atlögu gegn honum fyrir prófkjörið. „Það er alrangt. Það er langt frá því að þetta sé eitt- hvert upphlaup í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins. Ég held að Ármann sé svolítið að ofmeta sig og sína stöðu,“ segir Guðríður og vitnar í viðtal mbl.is við Rannveigu Ásgeirsdóttur, formann bæjarráðs, í gær. Þar komi skýrt fram að Samfylkingin hafi allt kjör- tímabilið unnið að hugmyndum um fjölgun leiguíbúða í Kópavogi. „Við höfum lagt þessa sömu tillögu reglulega fram í bæjarstjórn með mismunandi blæbrigðum. Ármann hefur talað skýrt gegn því í bæjarstjórn allt kjörtímabilið að það sé byggður upp leigumarkaður.“ Guðríður Arnardóttir Segist ekki vera í slagtogi með Gunnari Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópa- vogi, segir þolinmæðina gagnvart Gunnari þrotna. „Gunnar hefur varpað sprengjum á tveimur síðustu fundum bæjarstjórnar sem hann hefur mætt á. Hann mætti á fundinn þegar við kláruðum fjárhagsáætl- unina. Þar var hann með sprengjur, drap 35 leik- skólapláss fyrir okkur. Hann kom ekki á fund bæjar- stjórnar 10. desember sl. Þá var logn og blíða á fundinum. Nú mætti hann hins vegar á fund bæjar- stjórnar og sló sig til riddara með því að hjálpa Sam- fylkingunni, VG og Næstbesta flokknum með tveggja til þriggja milljarða skuldbindingu fyrir sveitarfélagið. Þessi bolti er alfarið hjá Sjálfstæðisflokknum. Síðast þegar Gunnar hljóp svona út undan sér lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins því yfir að flokkurinn ætlaði að starfa áfram af heilindum í þessu meirihluta- samstarfi. Það hefur Gunnar ekki gert. Ég get skilið að menn hafi sjálf- stæðar skoðanir. Þolinmæðin gagnvart Gunnari er hins vegar þrotin. Hann stendur ekki við neitt sem hann segir. Eftir að Gunnar tapaði fyrir Ármanni í prófkjörinu 2010 er allt tal hans um heilindi og tryggð gleymt og grafið. Hann tapaði ekki aðeins sætinu heldur heilindum líka. Það var alltaf hægt að taka í höndina á Gunnari Birgissyni og treysta því sem hann sagði. Það er ekki lengur hægt. Við erum í traustum og starfhæfum minnihluta. Gunnar segir að meirihlutinn sé traustur. Við erum hins vegar í meirihluta að sögn. Það má orða það þannig,“ segir Ómar. „Við erum hins vegar í meirihluta að sögn“ Ómar Stefánsson Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði aðspurður ljóst að stuðningur Gunnars Birgissonar við tillögu minnihlutans tengdist próf- kjörinu framundan. Gunnar og Guð- ríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, væru þar saman í liði. „Ég verð að segja eins og er að ég lít á þetta sem hurðaskelli þeirra beggja skötuhjúa, Guðríðar og Gunnars, áður en þau yfirgefa hið pólitíska svið. Það er alveg öruggt mál að það tengist þessu prófkjöri. Þessi tímasetning er engin tilviljun.“ – Þetta er þá atlaga gegn þinni stöðu sem bæjarstjóri? „Þetta er alveg klárlega atlaga. Þegar bæjarfulltrúar haga sér með þessum hætti eru þeir að setja per- sónu sína og eigin hagsmuni ofar hagsmunum bæjarsjóðs og bæjar- búa. Ég get fullyrt það að þegar Gunnar Birgisson var oddviti hafði hann fullan stuðning hjá mér. Kannski studdi ég hann alltof vel á sínum tíma.“ – Gunnar segir Kópavogsbæ hafa borð fyrir báru til að ráðast í fjár- festingar vegna félagslegra íbúða, enda sé í fjárhagsáætlun bæjarins ekki gert ráð fyrir tekjum af lóða- sölu. Með því að selja lóðir væru komnar tekjur fyrir þessum fram- kvæmdum, sem þú telur „brjálæði“ að ráðast í. Hvernig bregstu við því? „Þarna vill Gunnar, og þá kannski ekki í fyrsta sinn, eyða sömu krón- unni tvisvar. Það hefur verið yfirlýst stefna, ekki aðeins meirihlutans heldur allra bæjarfulltrúa, að allar tekjur af lóðasölu fari í að greiða nið- ur skuldir. Það er ekki hægt að nota sömu krónuna í að kaupa íbúðir og greiða niður skuldir,“ segir Ármann. Ármann sakar Gunnar og Guðríði um atlögu gegn sér Morgunblaðið/Rósa Braga Spenna Fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi fundar í gær. Fundurinn var lokaður fjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.