Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Björn Bjarnason bendir á það áEvrópuvaktinni að François Hollande Frakklandsforseti hafi skipt um gír og halli sér nú að frjáls- hyggjunni til að auka eigin vinsældir og bjarga Frakk- landi frá hruni.    Björn bendireinnig á að einn bloggari hafi sér- hæft sig í að vara Ís- lendinga við frjáls- hyggjunni, en það sé Stefán Ólafsson pró- fessor.    Hann hafi hallaðsér að Sam- fylkingunni fram á árið 2013 en hafi þá skipt um gír og hallað sér að Framsóknarlokknum og haldið í bitlinga að loknum kosn- ingum.    Björn segir: „Stefán Ólafsson hef-ur ekki gefist upp á að vara við frjálshyggju sjálfstæðismanna. Hann sagði til dæmis í bloggi sínu 31. júlí 2013: „Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru nú á dög- um helstu öfgamennirnir í íslensk- um stjórnmálum. Fyrir margt löngu mátti segja það um þá sem voru lengst til vinstri, sósíalista og komm- únista. […] Framsóknarmenn verða að passa sig á því að láta ekki sjálfstæð- ismenn draga sig ofan í þetta fen [að normalísera hægri öfgana í banda- rískum stjórnmálum inn í íslensk stjórnmál eins og Stefán orðar það] í stjórnarsamstarfinu. Það er mikils- vert að viðhalda norrænu samfélags- gerðinni hér á Íslandi áfram.“    François Hollande boðaði sömustefnu í frönskum ríkisfjár- málum og sjálfstæðismenn við gerð fjárlaga ársins 2014. Ætlar Stefán Ólafsson að vara Frakka við frjáls- hyggjuhauknum François Hol- lande?“ Björn Bjarnason Verða Frakkar varaðir við? STAKSTEINAR Stefán Ólafsson 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Tilbúnar til afgreiðslu vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og fingurgróp á frábæru verði, 99.500 kr Veður víða um heim 15.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 heiðskírt Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 súld Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 7 skúrir Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur -5 snjókoma Helsinki -10 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 súld Dublin 8 léttskýjað Glasgow 8 alskýjað London 10 skúrir París 7 alskýjað Amsterdam 5 alskýjað Hamborg 3 þoka Berlín 3 skýjað Vín 6 léttskýjað Moskva -11 heiðskírt Algarve 13 skýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -17 snjókoma Montreal 0 alskýjað New York 5 léttskýjað Chicago -7 léttskýjað Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:53 16:23 ÍSAFJÖRÐUR 11:24 16:02 SIGLUFJÖRÐUR 11:08 15:44 DJÚPIVOGUR 10:29 15:46 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja Skáksamband Íslands um 6,5 milljónir kr. Jón Gnarr borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti skák- sambandsins, undirrituðu í gær samning vegna þessa en styrkurinn er veittur vegna 50 ára afmælis Reykjavíkurskákmótsins sem fram fer 4. til 12. mars. Reykjavíkurskákmótið er í dag orðið eitt stærsta og virtasta al- þjóðlega mót hvers árs í skákheim- inum. Á síðasta ári tóku 230 kepp- endur frá 37 löndum þátt í því. Mótið verður haldið í Hörpu og verður með veglegri hætti að þessu sinni í tilefni tímamótanna en nú þegar hafa 170 manns skráð sig og búast skipuleggjendur jafnvel við fleiri keppendum í ár en í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Þá var einnig undirritað í gær samkomulag um mót EM-landsliða í skák sem haldið verður í Reykjavík árið 2015. Reykjavíkurborg mun styrkja mót- ið með endurgjaldslausum afnotum af húsnæði Íþrótta- og sýningarhall- arinnar í Laugardal. Styrkur fyrir stórmót í skák Styrkur Jón Gnarr borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands undirrituðu samninginn í gær. Kristján Þór Júl- íusson heilbrigð- isráðherra hefur ráðið Óla Björn Kárason tíma- bundið sem að- stoðarmann sinn í fjarveru Ingu Hrefnu Svein- bjarnardóttur. Þetta kemur fram á vef heil- brigðisráðuneytisins. Óli Björn er hagfræðingur að mennt og hefur fyrst og fremst starfað við blaðamennsku og rit- störf. Hann er kvæntur Margréti Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Óli Björn aðstoðar Kristján Þór Óli Björn Kárason Á höfuðborgarsvæðinu varð að meðaltali eitt umferðarslys á dag árið 2013 þar sem meiðsl urðu á vegfarendum. Þeim fjölgaði um 9% frá árinu 2012. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í mörgum tilvikum megi rekja slysin til hraðaksturs, of lítils bils á milli ökutækja eða annars af því tagi. Lögregla hvetur til þess að ökumenn setji sér það markmið að fækka slysunum um helming. Með þetta markmið í huga mun lögregla birta ítarlegar upplýsingar um slys á höfuðborgarsvæðinu, í þeirri von að upplýsingarnar komi í veg fyrir sambærileg slys. Fækki í eitt slys, annan hvern dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.