Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 11

Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 11
Morgunblaðið/Kristinn ASAP Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindasvið Háskóla Íslands, tilheyrir hópi vísindamanna í sam- tökum um sjálfbærni og velmegun og nefnist ASAP. Grein eftir hópinn birtist í vísindatímaritinu Nature í dag. „Eftir stóra fjármálavandann í kringum 1930 var farið í það að setja maskínuna í gang í Bandaríkjunum til þess að skapa störf og að mæla framleiðsluna í vergri landsfram- leiðslu. Til þess að geta verið með alla þessa framleiðslu þarf að nýta alls konar auðlindir. Þetta er það sem þjóðir nota til að mæla árangur sinn. Allar þær tölur sem við heyr- um talað um í fréttunum byggjast á því sem fer í gegnum hagkerfið. Ef það verða gífurlegar náttúruhamfar- ir þá fer maskínan í gang við að reyna að laga það og það kemur líka fram í vergri landsframleiðslu. Þannig að þetta mælir ekki réttu hlutina,“ segir Kristín Vala. Því þurfi að mæla aðra þætti, eins og kemur skýrt fram í grein hópsins. Merkilegar áherslur í Bútan Í konungsríkinu Bútan í Suð- austur-Afríku hefur áhugavert starf verið unnið með hamingjustuðla. „Konungurinn í Bútan sagði fyrir þrjátíu árum þegar hann var spurður af hverju það væri ekki meiri hagvöxtur í ríkinu svaraði hann því að það væri ekki stefna hans sem konungur að einblína bara á það heldur vildi hann frekar ein- blína á hamingju og vellíðan fólksins í landinu sínu,“ útskýrir hún. Þegar hann hafði sagt þetta þurfti hann vissulega að gera eitt- hvað til að sýna fram á að hann væri að mæla þessa þætti. „Þá fékk hann til sín, fyrir um tuttugu árum, fjölda sérfræðinga frá útlöndum til að hjálpa til við að setja upp hvernig þeir mæla þennan ham- ingjustuðul sem talað er um sem Gross National Happiness,“ segir Kristín. Byrjað var að notast við ham- ingjustuðulinn fyrir alvöru fyrir um sex árum. „Þar koma inn margir þættir sem tengjast sálfræðilegri vellíðan, heilsu, nýtingu tíma, menntun, menningarbreytileika, góðum stjórnarháttum, samfélagsgrósku, vistkerfabreytileika, viðmótsþrótti og lífskjörum. Allt kemur þetta inn í þennan stuðul og það er einmitt það sem við erum að segja í þessari grein, að við þurfum að fara að nota aðra stuðla og aðra áhersluþætti.“ Þessir stuðlar eru til og má sem dæmi nefna Genuine progress in- dicator eða framfarastuðulinn sem er einn af þeim sem hægt væri að notast við ásamt öðrum. Tveir vísindamannanna sem að greininni koma, Kate E. Pickett og Richard Wilkinson, skrifuðu bók þar sem þau skoða verga framleiðslu og hamingju fólks. „Fram kemur að í Bandaríkjunum hafi hámarksham- ingjan verið í kringum 1955 en þá hafði fólk náð ákveðnum framförum en síðan hefur þetta bara farið niður. Hamingjan hefur farið niður en verg þjóðarframleiðsla farið upp þannig að það mælir ekki hvernig fólki líð- ur,“ segir Kristín Vala. Sameinuðu þjóðirnar stefna nú að því að setja nýja þróunarstefnu sem yfirleitt er nefnd stefnan um sjálfbæra þróun, eftir að tímabili þúsundáraþróunarstefnunnar lýkur árið 2015. Bútanstjórn hefur unnið að því að leiðbeina í því ferli ásamt myndarlegum hópi vísindamanna, þar á meðal er ASAP-hópurinn sem Kristín Vala tilheyrir. Auk greinarinnar í Nature er hópurinn að skrifa bók um sama efni og kemur hún út síðar á þessu ári. Allar niðurstöður ASAP-hópsins eru sendar til Sameinuðu þjóðanna til að leiðbeina í ferlinu fyrir stefnuna um sjálfbæra þróun fyrir árin 2015 til 2030. Komið að mörkunum Eins og fram kom hér að ofan er útlit fyrir að ekki líði á löngu þar til sumar auðlindir gangi til þurrðar. Hópurinn hefur vissulega af því áhyggjur og er komið inn á þann vanda í greininni. „Við erum komin fram úr há- marksframleiðslu á olíu, á fosfati sem notað er í áburð og við erum komin fram úr hámarksframleiðslu á gulli og silfri. Það verður hámarks- framleiðsla á nánast öllum auðlind- um sem við nýtum fyrir 2050, en flestum í kringum 2030,“ segir Kristín Vala sem gerir ráð fyrir að flestir muni átta sig á þessari stað- reynd á næstu tíu árum þegar hag- kerfin fara að falla saman. „Í rauninni er það þannig að fyrst er hámarksframleiðsla á auð- lindum og auðurinn er þá til í ein- hvern tíma í innviðum þjóðfélagsins og svo fer hann að minnka eftir 20 til 40 ár vegna þess að auðlindirnar eru að þverra og því of dýrar. Við þurf- um bara að lifa á öðruvísi máta,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir. Slíkir lifnaðarhættir eru að þróast um heim allan, til dæmis í vistþorp- um (Ecovillages) og umbreyting- arbæjum (Transition Towns). DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Í dag klukkan 14 býður Þjóðminja- safn Íslands í fyrsta sinn leiðsögn sem sérstaklega er ætluð foreldrum í fæðingarorlofi. Foreldramorgnar eru vel þekktir og er það markmið Þjóðminjasafns- ins að koma til móts við þann sama hóp og bjóða honum þjónustu sína. Að þessu sinni verður sýningin Silfur Íslands í Bogasal safnsins skoðuð en þar gefur að líta silfur- gripi sem smíðaðir voru af íslenskum lista-og hagleiksmönnum allt frá síð-miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Umfjöllun um sýninguna hefur verið góð og hún vakið nokkra at- hygli. Leiðsögnin er ókeypis og allir for- eldrar í fæðingarorlofi boðnir vel- komnir. Foreldrar í fæðingarorlofi boðnir velkomnir Morgunblaðið/Kristinn Safn Börn hafa ekki síður en fullorðnir unun af að skoða gamla tímann. Ókeypis leiðsögn fyrir foreldra Vocal Project skilgreinir sig sem söngafl á sviði popp-, rokk- og dægur- lagatónlistar en þetta er blandaður áttatíu manna poppkór með hljóm- sveit. Kórmeðlimir eiga það sumir til að spila líka á hljóðfæri og æfingar eru stundum eins og rokktónleikar. Á morgun, föstudag, heldur Vocal Proj- ect tónleika í Hörpu og flytur dagskrá með slögurum heimsþekktra lista- manna, t.d. U2, Coldplay, ABBA, Stev- ie Wonder, Toto, Of Monsters and Men o.fl. Hljómsveitin ku ætla að rokka Hörpu upp á æðra stig, en einnig verður frumflutt klögunarlag eftir Þórunni Valdimarsdóttur, sérstaklega samið fyrir kórinn. Útsetningar eru skemmtilegar og krefjandi. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 og kórstjóri er Matthías „Matti Sax“ Baldursson. Frumflutningur á klögunarlagi Hamagangur í Hörpu með poppkór Íslands: Vocal Project Vocal Project Eldfjörugt söngafl á sviði popp-, rokk- og dægurlagatónlistar. www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 16 “á lfl eg ur ,þ ok ul jó s Volkswagen Polo Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.460.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.