Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 12
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is 279 aldraðir einstaklingar bíða nú á landinu öllu eftir því að fá úthlutað hjúkrunarrými. 110 þeirra eru á höfuðborg- arsvæðinu, 39 á Suðurnesjum, 35 á Suðurlandi, 28 á Vest- urlandi, 8 á Vestfjörðum, 46 á Norðurlandi og 13 á Austur- landi. Almenn hjúkrunarrými fyrir aldraða á landinu öllu voru 2.432 í september 2013, 1.394 þeirra eru á höfuðborg- arsvæðinu. Að sögn starfsmanna færni- og heilsumatsnefnda á landsbyggðinni er fjöldinn sem bíður eftir hjúkrunarrým- um svipaður nú og fyrri ár fyrir utan á Norðurlandi þar sem biðlistinn er óvenjulega langur, þar bíða 46 einstak- lingar og rýmin eru 361 á svæðinu frá Blönduósi að Þórs- höfn. „Á Akureyri eru nú 24 á biðlista eftir hjúkrunarrými sem er meiri fjöldi en við höfum lengi séð en þar eru 175 rými í boði og alltaf nokkur hreyfing á listanum. Á Sauð- árkróki bíða 9 og eru það fleiri en að jafnaði og á Húsavík bíða 13 eftir því að komast að á Hvammi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Húsavík, en þar eru aðeins í boði 22 rými,“ segir Rannveig Guðnadóttir, starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands. Hún segir stöðuna á Húsavík erfiða. „Þar bíða nú 14 eft- ir því að komast að í dvalarrými, þau pláss eru aðeins 18 svo sú bið getur tekið allt að fimm til sjö ár en það hafa að- eins losnað tvö til þrjú dvalarrýmispláss á ári síðustu ár.“ Rannveig segir að út af fjarlægðinni bíði fleiri eftir dval- arrýmisplássi á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. „Heima- þjónustan á stóru þéttbýlisstöðunum bjargar málunum en í sveitunum er heimahjúkrun ekki í boði nema kannski einu sinni í viku. Hvernig einstaklingnum gengur að búa heima í sveitunum, þar til hann fær pláss á hjúkrunar- heimili, byggist mikið á stuðningi aðstandenda og ná- granna. En ef eitthvað kemur upp á er fagfólk aðgengilegt og fólk þarf stundum að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Rannveig og bætir við að vissulega sé oft erfitt og mikil óvissa hjá þeim sem bíða eftir að flytja á hjúkrunarheimili, þá sé aukið álag á sjúkrahúsin, heimahjúkrun, félags- þjónustu og hvíldardvalir þegar biðlistar lengjast. Ekki er á dagskránni að fjölga hjúkrunar- og dvalar- rýmum á Akureyri en það gæti verið í skoðun á öðrum stöðum á Norðurlandi, s.s. Húsavík og Sauðárkróki. Ekki fleiri rými Bæði er verið að byggja ný hjúkrunarheimili í Reykja- nesbæ og á Egilsstöðum, en þrátt fyrir það mun rýmunum ekki fjölga neitt að ráði. Í mars á að opna nýtt hjúkrunarheimili með 60 rýmum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Á móti á að loka Garðvangi í Garði þar sem eru 39 rými og flytja íbúa yfir á nýja heim- ilið. Þá hefur sjúkrahúsið verið með 18 hjúkrunarrými opin meðan á byggingu nýja heimilisins stendur. Þeir sem þar dvelja flytjast yfir á nýja heimilið og rýmunum 18 á sjúkra- húsinu verður að öllum líkindum lokað. 57 rými eru þegar orðin full á Nesvöllum og því bætast aðeins þrjú ný rými við. „Það er í raun búið að fylla nýja heimilið með fólki sem er þegar inni á heimilum, á sjúkrahúsinu og Garðvangi. Það verða ekki mörg ný pláss laus til að hleypa nýjum að af biðlistanum,“ segir Rósa Víkingsdóttir, formaður færni- og heilsumatsnefndar Suðurnesja. Á Austurlandi eru nú 98 hjúkrunarrými í boði. Nýtt hjúkrunarheimili með 30 rýmum er nú í byggingu á Egils- stöðum og á Eskifirði er annað í byggingu með 20 rýmum. Rýmunum á Austurlandi mun þó aðeins fjölga um 5 þegar nýju byggingarnar verða teknar í notkun, um 3 á Egils- stöðum og 2 á Eskifirði, því rými sem eru til staðar í dag verða lögð niður á móti. Óvenjulangur bið- listi á Norðurlandi  279 aldraðir bíða eftir hjúkrunarrýmum  13 sitja um 22 rými á Húsavík  Þurfa stuðning ættingja og nágranna Morgunblaðið/Golli Aldraðir Hátt í 300 aldraðir einstaklingar eru á biðlista eftir að komast í hjúkrunarrými á landinu. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Glussa-, vökva- og loftkerfi Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands hafa ekki aukist í samræmi við fjölgun þeirra síðast- liðinn áratug. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um tekjur ríkissjóðs af hverjum ferða- manni. Samkvæmt svari ráðherra komu 672.900 ferðamenn til Íslands árið 2012. Skattar á ferðaþjónustuna skil- uðu það ár alls 20,6 milljörðum króna í ríkissjóð, en skattar á hvern ferða- mann árið 2012 námu 30.659 kr., eða 31.801 kr. á verðlagi ársins 2013. Til samanburðar námu skattar á hvern ferðamann árið 2002 hins vegar 59.000 kr. á verðlagi ársins 2013, en tekjurnar hafa farið minnkandi ár frá ári. Árið 2002 voru ferðamenn- irnir sem sóttu Ísland heim 277.900 talsins og alls námu skattar á ferða- þjónustuna það ár 8,8 milljörðum kr. Í svarinu segir að margir sam- verkandi þættir eigi hér hlut að máli. Leiða megi að því sterkar líkur að hin mikla fjölgun ferðamanna feli í sér breytingar á samsetningu hóps- ins. Orðrétt segir: „Ýmsar kannanir virðast benda til þess að hver ferða- maður eyði lægri fjárhæðum hér á landi en í upphafi tímabilsins sem skoðað er. Gistimöguleikum hér- lendis hefur til dæmis fjölgað veru- lega, sérstaklega í ódýrari kantinum, sem væntanlega á sinn þátt í að skapa grundvöll fyrir þeirri fjölgun sem orðið hefur. Lækkun virðis- aukaskatts 1. mars 2007 úr 14% í 7%, á matvöru, veitinga- og gistiþjón- ustu, skýrir væntanlega einnig hluta af þessari þróun þar sem þau við- skipti veita ekki rétt til endur- greiðslu virðisaukaskatts eins og kaup á varanlegum varningi.“ Fleiri ferðamenn en minni tekjur  Hver ferðamaður eyddi hærri fjárhæð fyrir áratug Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Tekjuaukningin er ekki í samræmi við fjölgunina. Haraldur L. Haraldsson hagfræð- ingur tók saman skýrslu um hjúkr- unarheimilið Garðvang fyrir sveit- arfélagið Garð og Sandgerðisbæ í fyrra. Hann segir að svo virðist sem stefnuleysi sé í málefnum aldraðra varðandi hjúkrunarrými og að eng- um reglum sé fylgt þegar úthlutað er úr Framkvæmdasjóði aldraðra. „Það virðist vera tilviljunarkennt hvar fjármagnið lendir. Skattgreið- endur borga sérstakt gjald í sjóðinn og maður heldur að þessi peningur fari til uppbyggingar fyrir aldraða, en svo þegar málið er skoðað kem- ur í ljós að það eru kannski rétt um 25% heildarfjárhæðarinnar sem fara í aldraða en restin virðist fara í annað,“ segir Haraldur. Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan fékk ríkið tæpa sex og hálfan milljarð gegnum Framkvæmdasjóð aldraðra á árunum 2010 til 2013. Um einum og hálfum milljarði var úthlutað til uppbyggingar fyrir aldraða, samkvæmt upplýsingum á vef velferðarráðuneytisins, en um fimm milljarðar virðast hafa farið í annað. „Það er skýrt í lögunum að Framkvæmdasjóður aldraðra er til að byggja upp fyrir aldraða en það er heimildarákvæði um að það megi nota þessa peninga í annað en mér finnst ekki hægt að túlka það þann- ig að það megi þá bara taka nánast allan peninginn og nota í annað.“ Haraldur segir að verulega hafi hallað á íbúa Suðurnesja hvað varð- ar hjúkrunarþjónustu við aldraða þegar borinn er saman fjöldi hjúkr- unarrýma í hverju heilbrigðis- umdæmi. Einnig hafi hallað veru- lega á Suðurnesin þegar framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru borin saman á milli heilbrigðis- umdæma. „Á tímabilinu frá 2000 til 2010 námu úthlutanir til Reykja- ness einungis 30,4% þess sem fjöldi aldraðra á svæðinu gefur tilefni til. Hefði hlutfall úthlutunar á þessu tímabili til Suðurnesja verið það sama og hlutfall aldraðra, þ.e. 5%, hefði úthlutunin verið samtals 385 millj. kr. en hún var einungis 116,9 millj. kr.“ Heimild: velferðarráðuneytið Ár Samtals úthlutað Samtals gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra á verðlagi hvers árs Mismunur Úthlutað sem hlutfalla af gjaldi í Frmkv. sj. aldraðra 2010 2011 2012 2013 Samtals 688 335 150 367 1.540 1.516 1.486 1.662 1.757 6.421 828 1.151 1.512 1.390 4.881 45,4% 22,5% 9,0% 20,9% 24,0% Úthlutanir og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra 2010 til 2013 Í milljörðum króna Stefnuleysi í mál- efnum aldraðra Sjóðurinn » Framkvæmdasjóður aldr- aðra er fjármagnaður með sér- stöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldr- inum 16-70 ára. » Fé úr sjóðnum skal varið til uppbyggingar þjónustu- miðstöðva, dagvistar og stofn- ana fyrir aldraða og til breyt- inga og endurbóta á slíku húsnæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.