Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rannsóknir sem Landsvirkjun vinn-
ur að á vatnasviði Stóru-Laxár í
Hreppum miðast við að gera miðl-
unarlón í Illaveri á Gnúpverjaafrétti
og leiða vatnið í stöðvarhús við
Hrunakrók. Afrennslið færi aftur í
Stóru-Laxá neðan við Laxárgljúfur
en ofan við helstu veiðisvæðin.
Tilgangur rannsókna Landsvirkj-
unar er að fá niðurstöður um það
hvort líkur séu á því að hagkvæmt
yrði að virkja í vatnakerfinu. Leyfið
var veitt á árinu 2012. Nú er unnið að
frumrannsóknum og forathugun. Sú
vinna beinist að vatnamælingum, öfl-
un kortagagna og athugun á hugs-
anlegri tilhögun virkjunar. Þá verður
kostnaður metinn gróflega. For-
athugun á að ljúka í apríl.
Ef niðurstöður þessa fyrri áfanga
verða jákvæðar mun verða haldið
áfram með verkefnið og unnið að
rannsóknum á umhverfisáhrifum og
frumhönnun virkjunar. Lands-
virkjun áætlar að ljúka þeirri vinnu á
árinu 2016.
Ljóst er af þessu að vinnan er á
frumstigi og mikið vatn á eftir að
renna til sjávar áður en ákvörðun um
virkjun verður tekin. Landsvirkjun
hefur tilkynnt virkjanakostinn til
Orkustofnunar með það að markmiði
að hann verði metinn við þriðju
rammaáætlun um vernd og orkunýt-
ingu landsvæða. Undirbúningur
verður í hægagangi á meðan beðið er
eftir niðurstöðum matsins. Ef virkj-
unin fær framgang í nýtingarflokki
þarf að vinna skipulag og mat á um-
hverfisáhrifum og hanna virkjunina.
Dregur úr umhverfisáhrifum
Umræður um virkjun Stóru-Laxár
eru ekki nýjar af nálinni. Settar voru
fram hugmyndir um virkjun hennar í
tveimur þrepum í skýrslu iðnaðar-
ráðuneytisins sem kom út á árinu
1994. Efra þrepið átti að vera miðl-
unarlón við Tangahorn og þaðan yrði
vatninu veitt til inntakslóns í Illaveri
og frá því að virkjun í nágrenni við
Hrunakrók. Í neðra þrepinu var
áætluð stífla nærri Laxárdal með
stöðvarhúsi í stíflunni.
Landsvirkjun er eingöngu að
skoða efra þrepið og jafnframt er
dregið mjög úr umfangi Tangahorns-
lóns, frá því sem áður var, og jafnvel
eingöngu notast við miðlun í Illaveri.
Minnkun lóna dregur úr áhrifum
virkjunarinnar á umhverfið.
Sú tilhögun sem unnið er út frá nú
grundvallast á því að veita Leirá inn í
Stóru-Laxá nokkru ofan við ármót og
þeim veitt saman inn í Illaver. Reisa
þarf þrjár litlar stíflur sunnan og
vestan Illavers. Gert er ráð fyrir um
tveggja kílómetra aðrennslisgöngum
eftir Kóngsási og að við enda þeirra
verði um 240 metra lóðrétt göng að
stöðvarhúsi neðanjarðar. Frá því
yrðu um 2,3 km löng frárennslisgöng
sem opnast út í Skillandsá, rétt ofan
við ármótin við Stóru-Laxá.
Óli Grétar Blöndal Sveinsson,
framkvæmdastjóri þróunardeildar
Landsvirkjunar, segir að afl virkj-
unarinnar gæti orðið 30 til 35 mega-
vött og orkuvinnslugeta 180-200
gígavattstundir. „Þetta virðist vera
heppileg stærð þegar verið er að
stækka orkukerfið í þrepum.“
Minnkar í gljúfrunum
Stóra-Laxá er góð laxveiðiá.
Landslag við hana þykir mikil-
fenglegt. Þekktust eru Laxárgljúfur
sem áin hefur grafið niður í berg-
grunninn á hálendisbrúninni í þús-
undir ára. Gljúfrin eru um 10 kíló-
metra löng og eru víða 100-200 metra
djúp.
Stóra-Laxá er laxgeng inn í Laxár-
gljúfur en talið hefur verið að Foss-
inn í gljúfrunum sé ólaxgengur þann-
ig að lax hafi ekki komist ofar.
Virkjunin byggist á því að veita
vatninu fram hjá Laxárgljúfrum. Þau
þorna þó ekki upp þar sem nokkrar
ár renna áfram í gljúfrin.
Afrennsli virkjunarinnar á að fara
aftur í Stóru-Laxá ofan við megin-
laxveiðisvæðin. Eigi að síður komu
fram áhyggjur hjá stangveiðimönn-
um þegar Landsvirkjun fékk rann-
sóknarleyfi. Veiðiréttareigendur sem
rætt er við benda á móti á að miklar
sveiflur séu í rennsli árinnar og miðl-
un gæti orðið til þess að rennsli henn-
ar yrði jafnara yfir sumartímann og
það orðið til hagsbóta fyrir laxinn.
Dregið úr umfangi lóna
Virkjun í efri hluta Stóru-Laxár í Hreppum miðast við að nýta vatn sem annars færi í Laxárgljúfur
Afrennsli kæmi út í ána fyrir ofan helstu veiðisvæði árinnar Virkjunin metin í rammaáætlun
Morgunblaðið/Einar Falur
Laxárgljúfur Stóra-Laxá er vatnsmikil og í neðri hluta hennar eru þekkt
laxveiðisvæði. Lax gengur upp í gljúfrin en Fossinn er ólaxgengur.
Virkjun Stóru Laxár
- Hugmynd að tilhögun
Búrfell
Þjó
rsá
Gullfoss
Flúðir
Hekla
Þjó
rsá
rda
lsv
.
Lan
dve
gu
r
Háifoss
Bláfell
Eystri-Hagafellsjökull
(Langjökull)
Kj
alv
eg
ur
Hr
un
am
an
na
af
ré
ttu
r
Þjó
rsá
Geysir
Þjófafoss
Aðkomugöng
Frárennslisgöng
Stöðvarhús
Aðrennslisgöng
Litlaversstífla III
Litlaversstífla I
Litlaversstífla II
Stóru Laxárstífla I
Stóru Laxár
veitulón
Leirárstífla
Leirárveitulón
Le
irá
rv
eit
u-
sk
ur
ðu
r
Stóru Laxár
veituskurður
Geldingaverslón
Illaverslón
Hallarmúli
Gullfoss
Stó
ra L
axá
Litlaver
La
xá
rg
ljú
fu
r
St
ór
a L
ax
á
Stóra Laxá
Núverandi
vegir og slóðar
Nýir
aðkomuvegir
Skurðir og
útlínur lóna
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Stóru Laxárstífla II
„Ég er ekki neikvæður gagn-
vart þessari hugmynd. Ef
þetta reynist góður virkj-
anakostur og hægt er að
vinna þetta án þess að spilla
landinu, má vel skoða hann,“
segir Hörður Harðarson, bóndi
í Laxárdal í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi og landeigandi við
Stóru Laxá.
Veiðifélagið hefur ekki tekið
formlega afstöðu til málsins.
„Við viljum fyrst fá að sjá nið-
urstöður rannsókna á lífrík-
inu. Framkvæmdin gæti alveg
eins orðið til bóta með jafn-
ara vatnsrennsli. Þegar nið-
urstöður liggja fyrir verður
tímabært að taka afstöðu,“
segir Esther Guðjónsdóttir,
bóndi í Sólheimum í Hruna-
mannahreppi og formaður
Veiðifélags Stóru-Laxár.
Esther telur ósennilegt að
virkjað verði í Stóru-Laxá á
næstunni. Segir að virkjun þar
verði tiltölulega lítil og reikn-
ar með að margar hagkvæm-
ari virkjanir séu framar í röð-
inni.
Hörður telur hverfandi líkur
á að sú tilhögun sem rætt er
um hafi neikvæð áhrif á fisk-
gengd í ánni. Hins vegar ætti
rennsli að verða jafnara yfir
árið. „Sveiflur eru slæmar fyr-
ir fiskinn og mér sýnist sem
leikmanni að virkjun yrði frek-
ar til bóta en hitt,“ segir
Hörður. Hann telur meira mál
hvað gert verði við orkuna og
vill að meira af orku Suður-
lands verði nýtt í fjórð-
ungnum.
Landeigend-
ur jákvæðir
VIRKJUN JAFNAR RENNSLI
Hörður
Harðarson
Esther
Guðjónsdóttir
Meginhluti mannvirkja virkj-
unar í Stóru-Laxá yrði í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi. Lónið, að-
rennslisgöng og stöðvarhús
yrðu þar og að meginhluta í
þjóðlendu. Hreppsnefnd
Hrunamannahrepps verður þó
einnig að koma að skipulags-
málunum þar sem áin rennur á
mörkum sveitarfélaganna.
Hreppsnefndirnar gerðu ekki
athugasemdir við að Orku-
stofnun heimilaði Landsvirkjun
að rannsaka virkjunarkostinn.
Esther Guðjónsdóttir sem sæti
á í hreppsnefnd Hrunamanna-
hrepps segir að í því felist ekki
afstaða til virkjunarinnar, hún
ráðist af niðurstöðu rann-
sókna. Hún bætir því við að í
sjálfu sér sé jákvætt fyrir
svæðið að fá þessar rann-
sóknir gerðar, þær geti nýst
við aðrar ákvarðanir.
Mannvirki
austan ár
TVÖ SVEITARFÉLÖG