Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 23
Meira en 250 gróðureldar kviknuðu
í suðaustanverðri Ástralíu í fyrri-
nótt og margir Ástralar voru að
stikna vegna hitabylgju í suður- og
vesturhluta landsins í gær.
Í Vestur-Ástralíu, Suður-Ástralíu
og Viktoríu hefur hitinn verið allt
að 46 gráður á Celsíus. Í Mel-
bourne, höfuðborg Viktoríufylkis,
voru keppendur í Opna Ástralíu-
mótinu í tennis að stikna úr hita,
sumir þeirra köstuðu upp og hnigu
í yfirlið.
Í Adelaide, höfuðborg Suður-
Ástralíu, mældist hitinn rúmar 45
gráður á Celsíus á þriðjudaginn
var, fjórða heitasta deginum þar
frá því að mælingar hófust.
Slökkviliðsmenn lögðu í gær
áherslu á að slökkva tugi elda í
Virginíu þar sem 173 létu lífið og
meira en 2.000 íbúðir eyðilögðust í
gróðureldum árið 2009.
Gróðureldar og hitabylgja í Ástralíu
Slökkviliðsmenn börðust við meira en 250 gróðurelda
í suðausturhluta Ástralíu í gær, að sögn yfirvalda.
CANBERRA
Sydney
Melbourne
Perth
400 km
Nýja
Suður-
Wales
Queensland
Vestur-
Ástralía
Suður
Ástralía
Norður-
Svæðið
INDLANDSHAF
INDÓNESÍA
PAPÚA NÝJA-GÍNEA
Mjög mikil hitabylgja
Mikil hitabylgja
Hitabylgja
Þriggja daga spá
frá og með gærdeginum
Heimild: Veðurstofa Ástralíu
Pilbara
Eldar
geisa í hita-
svækju
fjögur börn en gengu ekki í hjóna-
band.
Bresk dagblöð furðuðu sig á því í
gær að franskir fjölmiðlamenn
skyldu ekki hafa þjarmað að Hol-
lande á blaðamannafundi í fyrradag
og spurt hann spjörunum úr um
meint framhjáhald hans með leik-
konunni Julie Gayet, sem er 18 árum
yngri en hann.
„Þetta virtist allt svo skrítið,“
skrifaði Michael Deacon, blaðamað-
ur The Daily Telegraph. „Við höfð-
um öldum saman hæðst að Frökkum
sem kynlífsfíklum í samræmi við
staðalímynd þeirra. Síðan kemur í
ljós að þessir flekklausu hófsemdar-
menn hafa svo lítinn áhuga á kynlífi
að þegar þjóðhöfðingi þeirra lendir í
mergjaðasta hneyksli frá Lewinsky-
máli Clintons þá vilja þeir aðeins
spyrja um almannatryggingar,“
skrifaði Deacon og spurði: „Eru
Frakkar galnir? Eða við?“
EPA
Hjónaleysin Valerie Trierweiler (t.h.) var lögð á sjúkrahús vegna þreytu og
þunglyndis þegar meint framhjáhald Hollande forseta komst í hámæli.
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
… Heilsurækt fyrir konur
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Curves er heilsurækt fyrir konur.
Það tekur einungis 30 mínútur
á dag að koma sál og líkama
í betra form.
Við tökum vel á móti ykkur og
bjóðum upp á notalegt andrúmsloft
og skemmtilegan félagsskap.
Fyrir nánari upplýsingar getur þú sent póst á
curves@curves.is
eða hringt í
síma 566 6161
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Hringdu og fáðu frían prufutíma
Bjóðum einnigupp á trimform
Settu heilsuna
í fyrsta sæti!
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Nepalar fylgjast með nautaslag á árlegri hátíð í nep-
alska þorpinu Tarake. Þúsundir manna söfnuðust sam-
an í þorpinu í gær til að fylgjast með viðureignum fjór-
tán nauta sem att var saman.
AFP
Nautum att saman í Nepal