Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bleikja á undir högg að sækjahér á landi og virðist verasama hvort rætt er umbleikju í sjó, ám eða stað- bundna bleikju í vötnum. Hækkuðu hitastigi síðustu ár er einkum kennt um, samfara öðrum breytingum á líf- ríkinu. Verði framhald á hlýnuninni gæti enn hallað undan fæti hjá bleikj- unni. Guðni Guðbergsson, fiskifræðing- ur og sviðsstjóri á Veiðimálastofnun, segir að þessar breytingar á stofn- stærð bleikju komi ekki alls kostar á óvart því bleikjan við suðurströnd landsins sé á suðlægum mörkum út- breiðslusvæðis hennar sem sé allt í kringum norðurpólinn. Horft hafi verið til bleikju sem ákveðins mælikvarða á áhrif hlýnunar á lífríkið. Bleikjan gæti því orðið um- ræðuefni á næstu misserum með auknum áherslum á norðurskautið og umræðum um áhrif hlýnunar á líf- fræðilegan fjölbreytileika. „Staðreyndin er sú, samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum, að bleikju er almennt að fækka, sér- staklega sunnan- og vestanlands, bæði sjóbleikju og staðbundinni bleikju í vötnum þar sem upplýsingar eru til,“ segir Guðni. „Hlýnun loftslags er önn- ur staðreynd og hitinn hefur áhrif á ýmsa þætti í lífríkinu. Hvernig þetta beinlínis verkar á bleikjuna er sú gáta sem við erum að reyna að finna svör við og þau geta verið margs konar.“ Hann segir miður að síðustu ár hafi dregið úr getu til rannsókna með sam- drætti og niðurskurði. Líður verr við breytt skilyrði Guðni segir að bleikju hafi fækk- að í vötnum hérlendis og urriða ekki fjölgað ýkja mikið á móti. Sjóbleikju hafi fækkað, en sjóbirtingi hins vegar fjölgað, sérstaklega í sjóbleikjuám á norðanverðu landinu og á Austurlandi, þó svo að stofnarnir séu ekki sér- staklega stórir. Á Norðausturlandi sé nánast enginn sjóbirtingur, aðeins lax og svo bleikja. Við suðurströndina sé sjóbleikja til staðar, þó að ekki sé mik- ið af henni, en þar hafi sjóbirtingi fækkað síðustu ár. „Þá veltir maður fyrir sér hvernig það gerist. Jú bleikjunni líður verr við breytt skilyrði, en sjóbirtingi eða urr- iða betur, sem hefur þá betur í sam- keppninni og tekur búsvæði yfir þegar bleikjunni fækkar. Bleikjan drepst ekki beinlínis úr hita, en henni líður ekki nógu vel og þá geta sjúkdómar eða sníkjudýr farið að herja á hana og geta orðið henni að aldurtila,“ segir Guðni. Hann vitnar til rannsókna á veg- um Árna Kristmundssonar líffræð- ings við Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum, sem hefur síðustu sex ár kannað útbreiðslu og áhrif sníkjudýra og PKD-sýkingar í laxfiskum. Fiskar geta borið einkennalaust smit en með hækkuðum vatnshita geti sýkin gert vart við sig. Guðni segir að sýnt hafi verið fram á að sníkjudýrunum vegni betur með hækkuðu hitastigi, en t.d. bleikjunni verr og þol hennar minnki þá að sama skapi. Ekki með fjarvistarsönnun Guðni segir spurður um fæðu í sjónum að tilgáta sé um að minna framboð af sandsíli hafi haft áhrif á sjóbirting fyrir suðurströndinni. Bleikja éti frekar marflær, minni krabbadýr og ýmsar agnir nálægt landi. Guðni bendir á aukna út- breiðslu flundru í árósum og segir vit- að að hún éti bleikjuseiði. Hann telur ekki líklegt að um beint afrán sé að ræða frá makríl á bleikju og urriða, en hins vegar geti hann að einhverju leyti nærst á svip- aðri fæðu og sjóbirtingur og bleikja. Hafa verði í huga að stofnar þeirra tegunda teljist í nokkrum tugum þús- unda fiska meðan makríll sé hér við land í hundruðum þúsunda tonna og éti gífurlega á fæðugöngum sumars- ins. „Ég held að makríllinn hafi alls ekki fjarvistarsönnun,“ segir Guðni þegar spurt er um áhrifavalda. Bleikjan á alls staðar undir högg að sækja Morgunblaðið/Golli Falleg bleikja Þessi tók flugu í Fljótaá, en víða hefur bleikju fækkað. 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍBretlandi hef-ur á síðustumisserum verið umræða um kosningaloforð Íhaldsflokksins um að nái hann völdum eftir kosningarnar 2015 verði efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu um það hvort Bretar vilji tilheyra Evrópu- sambandinu áfram eða ekki. Umræðan náði nýlega inn í sali bresku lávarðadeildarinnar og þar var eins og við manninn mælt, hver lávarðurinn á fætur öðrum úr röðum breska Verka- mannaflokksins reis á fætur og lýsti því yfir að breskum al- menningi væri hreinlega ekki treystandi til þess að greiða atkvæði um svo stórt og flókið mál. Meðal annars var vitnað til orða Clements Attlees, eins helsta forvígismanns flokksins á síðustu öld, en hann kallaði þjóðaratkvæðagreiðslur „tæki einvalda og lýðskrumara“, á þeim forsendum að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar gæti hugsanlega verið röng. Spurn- ingin, sem er einföld já- eða nei-spurning, var sögð of flók- in fyrir sauðsvartan almúgann. Og þetta heyrðist frá fulltrú- um þess flokks sem þykist vera þess best umkominn í Bret- landi að tala fyrir þann sama almúga. Ef þessi söngur hljómar kunnuglega, þá er það vegna þess að skoðanabræður þeirra hérlendis tóku í mjög svipaða strengi á síðasta kjörtímabili, þar sem því var hafnað þrisvar sinnum á Alþingi Íslendinga að leyfa þjóðinni að kjósa um helstu deilumál samtímans, meðal annars vegna þess hversu flókin þau væru og tor- skilin fyrir alþýð- una. Í tvígang þurfti inngrip for- setans til þess að knýja fram þá nið- urstöðu, og þá bar svo við í fyrra skiptið að þeir, sem í stjórn- arandstöðu höfðu sagt þjóð- aratkvæði vera allra meina bót, hvöttu stuðningsmenn sína, sem að vísu fór sífækk- andi, til þess að sitja heima. Og núna er aftur stigið fram með sama sönginn og áður, en undir öðrum formerkjum. Hamrað er á grófum mislestri á stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar og hann túlkaður sem loforð um þjóðaratkvæði um að halda „samningaviðræðunum“ við ESB áfram. Á sama tíma segir formaður hins íslenska flokks alþýðunnar að ástæðan til þess að ekki mátti leyfa al- þýðunni að ráða því hvort sótt yrði um ESB í upphafi sé sú að þá hefði samningsstaða lands- ins versnað! Fyrir utan þá staðreynd að um ekkert annað er að semja við Evrópusam- bandið en það hversu fljótt og vel Ísland tekur upp Lissabon- sáttmálann þá hefði umboð svokallaðrar samningsnefndar Íslands verið ólíkt sterkara ef þjóðin öll en ekki bara kúgaður þingheimur hefði staðið á bak við hana. Hún hefði þá haft umboð til að vinna að aðlögun Íslands að sambandinu. Hin raunverulega ástæða þess að ekki mátti leyfa þjóð- inni að ráða því hvort sótt yrði um aðild eða ekki liggur hins vegar í augum uppi. Það mátti ekki hætta á það að sá rúmi meirihluti þjóðarinnar sem sí- fellt hefur lýst sig andvígan inngöngu í sambandið myndi fá að ráða. Sjálfskipaðir talsmenn þjóð- arinnar streitast gegn vilja hennar} Alltaf sami söngurinn Þátttaka tveggjaríkja í loft- rýmisvörnum Ís- lands eða í viðbún- aði í tengslum við þær er enn ein táknmynd nýrra tíma. Í fyrsta sinn mun þjóð, Tékkar, sem var um all- langa hríð handan járntjalds- ins taka þátt í þeim vörnum í samræmi við samning Íslands og Nató. Og þegar Norðmenn munu hafa slíku hlutverki að gegna ætlar Finnland að eiga tiltekið samstarf við þá og hafa viðveru hér. Finnland fór forð- um tíð fram af nokkurri tillits- semi við Sovétríkin á árum kalda stríðsins. Í þá tíð fór það ekki leynt að herlið Bandaríkjanna var á Ís- landi vegna meintrar ógnar af útþenslustefnu höfuðríkis kommúnismans. Nú verður ekki sagt að tímabundin viðvera herja ein- stakra Natóríkja til að uppfylla samninga við Ís- land um loftrýmisvernd beinist að Rússlandi 21. aldarinnar. Slík gæsla beinist raunar ekki að neinum sérstökum, heldur að hinni almennu vá sem sér- hver þjóð býr við, ekki síst í herlausu landi. Kalda stríðinu er löngu lok- ið, en hvergi örlar á því við- horfi að þar með geti einstök ríki verið án varna. Vissulega hafa þau mörg dregið nokkuð úr sínum viðbúnaði og nýtt eft- irsótta fjármuni í annað. En áfram er vörn lands talin vera frumskylda, sem hvílir á for- ystumönnum þess að tryggja. Varnir Íslands mega ekki minni vera}Nýir tímar en sömu skyldur Eitt það dularfyllsta við núverandiborgarstjórn er andúð hennar áeinkabílnum, samfara þrá-hyggjukenndum áhuga á því aðsmala borgarbúum í óvistlegan strætisvagn sem kemur stundum og stundum ekki – eða setja þá upp á reiðhjól þar sem þeim er ætlað að komast ferða sinna í ofsafenginni baráttu við öflugan mótvind. Hvaðan er hún sprottin þessi draumkennda hugmynd um nyt- semi reiðhjólsins í íslensku umhverfi þar sem veður er sviptingasamt? Vissulega getur verið notalegt að hjóla á góðum degi en það er engan veginn hag- kvæmur ferðamáti allan ársins hring. Þeir sem halda annað hljóta að búa í einhverju öðru um- hverfi en við hin. Almenningssamgöngur eru heldur ekki að öllu leyti vænlegur kostur því borgaryfirvöld hafa lítið sem ekkert gert til að greiða fyr- ir þeim ferðamáta. Það er reyndar stórskrýtið að um leið og borgaryfirvöld vilja að fólk fylli strætisvagna gera þau um leið ekkert til að auðvelda fólki að nota almennings- samgöngur. Það líður of langur tími á milli ferða stræt- isvagna og dágóða stund tekur að komast á milli áfanga- staða. Stundum er það nánast ómögulegt. Það kemst til dæmis ekki nokkur maður milli bæjarhluta í Reykjavík með strætó fyrir hádegi á sunnudegi því strætisvagnar fara ekki af stað fyrr en klukkan tólf á hádegi. Það þarf því mikla útsjónarsemi og dágóðan slatta af þolinmæði til að vera fastur viðskiptavinur Strætó. Þegar ástandið er á þann veg er ekki furðulegt að fólk kjósi að fara á næstu bílasölu og fjárfesta í bíl. Framtíðarsýn núverandi borgarstjórnar, og þá sérstaklega Samfylkingar, virðist vera sú að upp rísi ný kynslóð sem hafnar einka- bílnum og hjólar allra sinna ferða eða bíður á biðstöðvum eftir næsta strætisvagni. Þess vegna er búin til stefna sem byggist á því að hafa sem fæst bílastæði við nýbyggingar. Í augum þessara stjórnmálamanna, sem hafa tekið bílpróf og eiga bíl, virðist einkabíllinn vera tákn um óþarfa bruðl og mengun. Er þetta ekki einmitt dæmi um hræsnisfullt við- horf stjórnmálamanna sem hafa ánetjast for- sjárhyggju? Nú vill svo óheppilega til fyrir Samfylk- inguna að flestir einstaklingar eru þannig gerðir að þeir kjósa að stofna fjölskyldu. Fjöl- skylda hefur ekki tíma til að bíða í biðskýlum borgarinnar og fer því yfirleitt ferða sinna í einkabíl. Það væri ráð hjá forsjárhyggjufólkinu í borgarstjórn (sem því miður hyggst bjóða sig fram aftur) að hætta að segja fólki hvernig það á að lifa lífinu. Ekkert er mikil- vægara fyrir einstaklinginn en frelsi til að velja, meðan hann velur ekki að skaða aðra. Flestir kjósa bílinn fram yfir almenningssamgöngur og það er skiljanlegt val og reyndar mjög skynsamlegt. Við sem ferðumst með strætó myndum svo gjarnan vilja þægilegri þjónustu, en margra ára reynsla segir okkur að við eigum ekkert sérstaklega að búast við henni. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Baráttan gegn einkabílnum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Í Hvítá í Borgarfirði var dregið úr sókn í bleikju fyrir tveimur ár- um vegna þess hve stofninn þar var orð- inn lítill. Guðni segir að stærð fisk- stofna gangi í bylgjum og þegar þeir séu orðnir mjög litlir þoli þeir ekki álag vegna veiði. Þessi mörk nálgist á fleiri stöðum. „Veiðiréttarhafar þurfa að hafa í huga hversu mikið veiðiþolið er. Þeir sem selja veiðileyfi vita að ef stofnar eru litlir seljast ekki veiði- leyfi. Það vill enginn veiða síðustu bleikjuna,“ segir Guðni. Hann bætir því við að t.d. á Norðurlandi vestra hafi bleikju fækkað, en sjóbirt- ingur komið í staðinn. Ef sil- ungsveiði sé notað sem sam- heiti yfir veiði á bleikju og urriða þá hafi heildarveiðin staðið nokkurn veginn í stað. Dregið úr veiði í Hvítá META ÞARF VEIÐIÞOLIÐ Guðni Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.