Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. Stórkostlegt 8 hesta hús í Faxabóli á félgasvæði Fáks. Fæst á mjög sanngjörnu verði. Til sölu Jón Egilsson hrl., sími: 568 3737 – 896 3677 Hér verður gerð til- raun til að svara þeirri spurningu. En hvað er til ráða til þess að bæta úr þessu ófremd- arástandi? Sá sem þetta ritar er með ótal róttækar tillögur í huga. Í fyrsta lagi ætti að fækka þingmönnum að minnsta kosti um tuttugu eða jafnvel enn fleiri, þá mundu þeir fyrst finna fyrir niðurskurði á sínu eigin skinni. En hvernig á að bera sig að því? kynni einhver að spyrja. Það liggur í augum uppi að þingmönnum sjálf- um væri engan veginn treystandi til þess. Myndi það ekki jaðra við eins- konar pólitískt sjálfsmorð? Væri því ekki þjóðráð að fela forseta Íslands ásamt hæstaréttardómurum að skipa nefnd góðra, gáfaðra og eld- klárra manna sem aldrei hafa setið á Alþingi til þess að vinna það vandasama verk? Hvað ráðherra varðar þyrfti að gera gagngerar breytingar á störf- um þeirra. Í fyrsta lagi ættu þeir að steinhætta að sækja fundi í sal- arkynnum Alþingis. Er ekki æðinóg fyrir þá að gera í ráðuneytum sín- um og stjórna þar starfsfólki von- andi af röggsemi og hyggjuviti? Um langt árabil hefur viðgengist sá fádæma ósiður að þingmenn, sem láta af störfum, séu ýmist gerð- ir að sendiherrum eða þá seðla- bankastjórum. Er ekki fyrir löngu orðið tímabært að afleggja með öllu þennan ósið, sem hefur kostað þjóð- ina morð fjár og þar með yrði hin svokallaða samtrygging þingmann- anna loksins úr sögunni fyrir fullt og allt? Ekki má heldur gleyma því að fyrrverandi utanríkisráðherrar hafa því miður verið ósínkir á að út- hluta sendiherraembættum til stuðningsmanna sinna og vina sem voru ekki allir hæfir til slíkra starfa. En nú er komið að aðalatriðinu, þ.e.a.s. hvernig eigi að fara að því að fækka sendiráðum Íslands um víða veröld og það verulega og var- anlega. Ég legg til sérstaklega róttækar tillögur í þessu mikilvæga máli. Ég tel m.a. alveg nægilegt að það sé aðeins eitt sendiráð fyrir eftirtalin lönd: Frakkland, Spán, Portúgal, Ítalíu og Sviss með staðsetningu í París. Í Þýskalandi yrði líka eitt sendiráð fyrir það sjálft og ná- grannaríki þess. Staðsetningunni fengju Þjóðverjar sjálfir að ráða. Á Norðurlöndum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi og Eystra- saltsríkjunum yrði sömuleiðs eitt sendi- ráð, staðsett í Kaup- mannahöfn. Eitt sendi- ráð á eftirtöldum stöðum: í Moskvu, í London, hjá Samein- uðu þjóðunum, í To- ronto, í Washington, eitt í einhverju Balk- anríkjanna, í Mið- Austurlöndum, eitt í Asíu, eitt í Mið- og Suður-Ameríku. Að lokum eitt í Afríku. Ég er ekki einn um að vera á þessari skoðun, ég held t.d. að kunningi minn Styrmir Gunnarsson sé að vissu marki sam- mála mér í þessum efnum. „Málakunnátta skiptir engu máli!“ Nú langar mig, lesendur góðir, að segja ykkur frá ævintýralegri lífs- reynslu minni, sem tengist beint ut- anríkisþjónustunni. Þannig var mál með vexti að við feðgarnir fórum á fund doktors Kristins Guðmunds- sonar, þáverandi utanríkisráðherra, í kringum 1953, en hann gegndi því embætti í þrjú ár, ef mig misminnir ekki. Ráðuneyti hans var þá til húsa í Stjórnarráðinu. Okkur var vísað inn á biðstofu og látnir bíða þar í heljarinnar langan tíma, sem í mín- um augum jaðraði við beina ókurt- eisi. Allt í einu birtist þar óvænt Vilhjálmur Þór, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga og fyrr- verandi utanríkisráðherra, og var honum þegar vísað inn til doktors Kristins. Faðir minn og hann heils- uðust ekki af persónulegum ástæð- um, sem ekki verður frekara greint frá hér. Að fundi doktorsins og Vil- hjálms Þór loknum var utanrík- isráðherrann loksins reiðubúinn að veita okkur áheyrn og þá gafst okk- ur loks tækifæri til að bera upp er- indi okkar eða réttara sagt mitt. Ég var nefnilega að falast eftir starfi í utanríkisþjónustunni. Mér til frek- ari stuðnings benti faðir minn gamla spilafélaga sínum á Akureyri m.a. á málakunnáttu mína og rifjaði upp fyrir honum hvaða einkunnir hann hefði alltaf gefið mér í þýsku í MA, þ.e. 702 (767), næsthæsta ein- kunn samkvæmt gamla Örsends- kerfinu. Hvernig haldið þið að gamli spilafélagi föður míns og gamli þýskukennarinn hafi brugðist við þessum meðmælum hans? Ein- faldlega með eftirfarandi orðum: „Málakunnátta skiptir engu máli í því starfi.“ Ótrúlegt en satt. Mér býður hins vegar ósjálfrátt í grun að Vilhjálmur Þór hafi beinlínis hvatt doktorinn til að synja starfs- umsókn minni. Mér er ennfremur spurn hvort utanríkisráðherrann hafi ekki sjálfur hringt í Vilhjálm Þór. En nú kemur rúsína í pylsuend- anum. Eftir að doktor Kristinn var orðinn sendiherra í Moskvu fór hann sjálfur að læra rússnesku, enda málamaður góður. Þar með sannaði hann sjálfur og sýndi að málakunnátta getur skipt máli í ut- anríkisþjónustunni, þótt það gilti ekki í mínu tilfelli. Eftir þennan útúrdúr væri ef til vill réttast að snúa sér aftur að að- alatriðinu í þessari grein minni. Lesendur góðir, getið þið gert ykk- ur í hugarlund hversu mikið fé myndi sparast, ef öllum þessum rót- tæku hugmyndum yrði hrundið í framkvæmd? Hvað getum við t.a.m. gert fyrir Landspítalann? Persónu- lega hugnast mér best tillögur Páls Torfa Önundarsonar læknis er það mál varðar. Hann mælir eindregið með því að allt verði gert ofan við Hringbraut eins og t.d. endurbætur á öllum byggingum ásamt nýbygg- ingum á lóð staðarins, endurnýjun á öllum tækjabúnaði, bættum starfs- skilyrðum og kjörum þeirra sem þar vinna o.s.frv. Hann vill greini- lega ekki vera jafnstórtækur og ýmsir aðrir aðilar og giskar því á að heildarkostnaðurinn við þessa hugs- anlegu framkvæmd yrði um 30 milljarðar, ef mig misminnir ekki. Ég hef það á tilfinningunni að fjöldi fólks myndi styðja þessa skyn- samlegu hugmynd hans. Er þörf fyrir jafnfámenna þjóð að hafa 63 þingmenn og öll þessi sendiráð? Eftir Halldór Þorsteinsson »En nú er komið að aðalatriðinu, þ.e.a.s. hvernig eigi að fara að því að fækka sendiráð- um Íslands um víða veröld og það verulega og varanlega. Halldór Þorsteinsson Höfundur er fyrrv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.