Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 ✝ Unnur Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 6. janúar 2014. Foreldrar Unnar voru Ólafur Ingi Árnason, yf- irfiskimatsmaður, frá Hurðarbaki í Villingaholts- hreppi, f. 1900, d. 1987, og Ólöf Jóna Ólafsdóttir húsmóðir, frá Mjósundi í Vill- ingaholtshreppi, f. 1903, d. 1968. Systkini Unnar eru Guð- rún, f. 1922, d. 2005, Guð- mundur, f. 1924, Áslaug Mar- grét, f. 1926, d. 1979, Axel Þórir, f. 1927, d. 1953, Alexía Margrét, f. 1933, d. 2007, Árni, f. 1943 og Jón Ingi, f. 1946. Unnur giftist 15. maí 1954, Alfreð Eymundssyni rafvirkja- meistara, f. 28. apríl 1929. For- eldar hans voru Eymundur Austmann Friðlaugsson, f. 1907, d. 1988 og Margrét Jóhanns- þeirra a. Alfreð, f. 1988, sam- býliskona Edda Bergsveins- dóttir, f. 1988. b. Hákon f. 1994. Unnur og Alfreð hófu búskap sinn hjá móður Alfreðs, Herm- ínu ljósmóður að Barmahlíð 37, þar sem öll börn þeirra fæddust í faðmi ömmu sinnar. Á uppeld- isárum barna þeirra bjuggu þau í Stóragerði 34. Seinna í Lálandi 15. Síðari ár hennar bjuggu hjónin í Dalalandi 6. Foreldrar Unnar voru meðal stofnenda kirkju Óháða safn- aðarins. Við lát móður sinnar tók Unnur við starfi móður sinn- ar í kvenfélagsstarfi kirkjunnar. Unnur var virk í félagsstarfi Sundfélagsins Ægis ásamt eig- inmanni sínum. Unnur var hús- móðir þegar börnin voru ung, ásamt því að starfa með eig- inmanni sínum við rafverktaka- fyrirtæki þeirra. Síðar hófu þau frekari atvinnurekstur og keyptu þau söluturninn Jumbó- Ís í Drafnarfelli ásamt Helgu og Jóni Inga, bróður Unnar. Unnur starfaði þar í 12 ár ásamt ætt- ingjum sínum. Útför Unnar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 16. janúar 2014, kl. 15. dóttir, f. 1905, d. 1988. Alfreð ólst upp á Bíldudal hjá fósturforeldrum sínum Ólafi Jóni Jó- hannssyni, f. 1904, d. 1950 og Hermínu Gísladóttur, f. 1904, d. 1977. Börn Unn- ar og Alfreðs eru 1. Ólafur, f. 1953, d. 1979. 2, Axel Þórir, rafvirki, f. 1956, maki Sigríður Jensdóttur, f. 1958. Börn þeirra a. Ólafur Örn, f. 1982, börn hans, Axel Örn, f. 2003 og Unnur Borg, f. 2006. b. Aldís, f. 1986, sambýlismaður Elvar Örn Rúnarsson, f. 1989, börn þeirra Emil Aron, f. 2007 og Viktor Óli, f. 2010. 3. Her- mann rafvirki, f. 1959, maki Þórunn Jónsdóttir, f. 1956, börn þeirra a. Andri, f. 1989, sam- býliskona Anna Gunnarsdóttir, f. 1989. b. Kristjana, f. 1992. 4. Þórunn Jóhanna, bókari, f. 1960, sambýlismaður Ellert Val- ur Einarsson, f. 1958, börn Móðir mín ólst upp á Grund- arstíg í Reykjavík og voru systk- inin 8 og eru 5 látin. Mamma gekk í Austurbæjarskóla. Fór hún snemma að vinna við ýmis verslunarstörf. Leiðir mömmu og pabba, Alfreðs Eymundssonar, lágu saman 1951. Þau giftu sig 15. maí 1954. Ólafur bróðir fæddist 31. ágúst 1953, ég fæddist 21. október 1956, Hermann 23. júlí 1959 og Þórunn Jóhanna 21. des- ember 1960. Öll erum við fædd í húsi föðurömmu okkar, Hermínu, í Barmahlíð 37 í Reykjavík. Við ólumst upp í Smáíbúðahverfinu þar sem mamma var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin. Þeg- ar við fluttum í Stóragerði eign- uðust mamma og pabbi gott vina- fólk í blokkinni, meðal þeirra voru Vera, Keli, Helga og Gísli. Á þessum árum fóru foreldrar okk- ar á þessi stóru böll hjá Angelíu- félaginu og Arnfirðingafélaginu, þar sem þau klæddu sig upp í smóking og fína kjóla. Okkur systkinum fannst þetta ekki minna spennandi að sjá foreldr- ana svona fallega og hamingju- sama. Mamma eignaðist margar góðar vinkonur í Stóragerðinu og var oft setið yfir kaffibolla og spjallað um daginn og veginn. Ferðalög fjölskyldunnar voru mörg og ferðuðumst við mikið inn í Þjórsárdal. Á fyrstu árunum áttu þau Ford Taunus sem við sváfum í, eins var sofið í tjöldum. Síðar eignuðust þau Bronco og var þá farið inn í Þórsmörk og inn á há- lendið. Í þessum ferðum voru með okkur Vera, Keli og krakk- arnir þeirra. Oft var farið á skíði í Jósepsdal og fór Óli bróðir að æfa skíði hjá Ármanni. Mamma og pabbi fóru í sína fyrstu utan- landsferð 1974 og fóru þau marg- ar ferðir eftir það og var Spánn þeirra draumastaður. Við systk- inin byrjuðum að æfa sund hjá Sundfélaginu Ægi og stunduðum við æfingar og keppni í 12 ár. Mamma og pabbi voru stuðnings- menn okkar nr. 1 og þau gerðust félagsmenn í Ægi og tóku þátt í félagsstarfinu. Foreldrar okkar og bróðir mömmu Donni og Helga mágkona hennar hófu rekstur 1979 á söluturninum Júmbó-ís. Ólafur bróðir lét lífið í slysi á Snorrabrautinni haustið 1979 og varð það mikill missir og sorg hjá okkur öllum. Við fluttum í Láland 15 árið 1980 þar sem mamma fann sína náttúruperlu í garðinum. Þar dvaldi hún margar góðar stundir við garðrækt. Þegar við bjuggum í Lálandi vorum við systkinin farin að kynnast mök- um okkar og fyrsta barnabarnið, Ólafur Örn, kom í heiminn 1982 og síðan Aldís, Alfreð, Andri, Kristjana og Hákon. Þá var mamma upp á sitt besta. Hún ljómaði þegar hún var með barnabörnum sínum. Fjölskyldu- böndin eru mjög sterk og við hitt- umst oft í Lálandi og fastur liður var veislur um jól og áramót. Mömmu fannst mjög áríðandi að haldið væri upp á öll afmæli í fjöl- skyldunni og var alltaf fyrst manna að bjóða fram aðstoð. For- eldrar mínir fluttu í Dalaland 6 árið 1999 og bjó móðir mín þar, þar til hún veiktist 2011. Hún náði ekki heilsu aftur. Elsku mamma mín þú ert verndarengillinn minn þú varst ávallt til staðar á gleði- sem sorgarstundum. Þú hefur ávallt hvatt mig og stutt. Þú hefur alltaf haft trú á mér. Þú vafðir vængjum þínum um mig, verndaðir og leiðbeindir. (Judith Bond.) Takk, mamma, ég elska þig. Þinn sonur. Axel Þórir. Elsku mamma. Nú er því mið- ur komið að kveðjustund. Senni- lega mun langur tími líða áður en ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að móðir mín og minn nánasti vinur sé fallinn frá. Að kveðja svo kæran vin er öllum erfitt. Sem yngsta barnið og einkadóttir þín, hefur vinátta og samvera okkar verið mjög náin í gegnum tíðina. Að hafa fengið að njóta þessa tíma með þér er mér kærkomið, enda metur maður vináttu og ást- úð ekki eingöngu eftir á, heldur meðan á henni stendur. Ég hef átt yndislegar stundir með þér með fjölskyldu minni. Þú hefur alltaf staðið með mér og stutt við fjölskyldu mína og verið strákunum okkar mjög kærkom- in. Þér á ég svo margt að þakka enda hefur þú, elsku mamma mín, staðið með mér gegnum líf- ið. Saman höfum við tekist á við þrautir þess og oft staðið uppi sem sigurvegarar. En í dag þarf ég að horfa fram á veginn án þín – kletturinn minn stendur ekki lengur mér við hlið og það er mér mjög erfitt að standa hér eftir, án móður minnar, besta vinar míns. Hún var búin að fylgja og kveðja ástkæra foreldra sína, Ólöfu Jónu og Ólaf Inga, ásamt bróður sínum Axel Þóri. Síðar kvaddi hún systur sínar Áslaugu Margréti, Guðrúnu og Alexíu Margréti, sem var henni mikill missir. Í dag standa eftir bræður hennar þrír, Guðmundur, Árni og yngsti bróðir hennar Jón Ingi, sem var henni afar kær. Saman höfum við fjölskyldan gengið gegnum svo margt. Að missa Ólaf, elsta bróður minn af slysförum varð okkur mikið áfall. En í faðmi styrkleika fjölskyld- unnar með sterka móður í farar- broddi stóðum við öll saman og tókumst á við erfiðleikana sem upp hafa komið gegnum árin. Minningar um samverustundirn- ar eru svo margar og verða mér dýrmætari þegar fram líða stundir. Lífsvilji þinn, barátta og þrautseigja til að ná betri heilsu öll þessi ár voru ótrúleg – það að gefast aldrei upp við hvert áfallið á fætur öðru í veikindum þínum. Við stóðum saman, mamma mín, en í desember þegar þriðja heila- blóðfallið reið yfir, sáum við því miður hvert stefndi. Að lokum urðum við báðar að horfast í augu við að allt í lífinu hefur sinn tíma. Honum ráðum við hins vegar ekki. Það er svo sárt að sleppa takinu, en nú ert þú komin á betri stað í faðm son- ar þíns sem þú þráðir og saknaðir svo heitt. Ég vil þakka starfsmönnum á Landakoti og Eir fyrir aðstoð, umönnun og umhyggju fyrir móður minni síðastliðin tvö ár. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Ég mun alltaf sakna þín og blessa minningu þína. Þín dóttir. Þórunn. Elskuleg móðir, tengda- mamma og amma hefur kvatt þennan heim. Söknuður okkar er eftir sitjum er sár en minningarn- ar eru góðar og hlýjar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Okkur langar að minnast ynd- islegrar móður með þakklæti og hlýhug. Hún hafði um langt skeið glímt við sjúkdóm þann, sem tók hana frá okkur og hvarf hún inn í hans heim, án þess að fá að kveðja sína nánustu. Móðir mín var ávallt til staðar fyrir mig og fjölskylduna, það var alltaf gott að leita til hennar, hún stjórnaði heimilinu með festu en jafnframt hlýju og umburðar- lyndi. Hún var lífsglöð og ævin- lega tilbúin að vera með þar sem gleði var. Hún hafði gaman af að ferðast, fórum við margar slíkar ferðir innanlands sem utan. Henni varð tíðrætt um ferðina okkar sem við fórum frá Lúxem- borg, keyrandi, gegnum Frakk- land til Spánar sem var okkur öll- um svo minnisstæð. Hún nýtti allan þann tíma sem hún gat til að sinna áhugamálum sínum, sem voru garðrækt og að vera með fjölskyldunni. Hún var ráðagóð og vildi öllum vel og við erum þakklát fyrir allt það sem hún miðlaði til okkar í gegnum tíðina. Dásamleg nærvera hennar er það sem við söknum sárast. Ömmubörnin áttu dyggan stuðn- ing hennar ef á þurfti að halda, spilastundir og spjall við eldhús- borðið er meðal þess sem þau sakna hvað mest. Við erum að læra að sætta okk- ur við að hún sé farin frá okkur, en við vitum að hún hvílir nú á góðum stað með ástvinum sínum. Minning þín lifir að eilífu og erum við ákaflega þakklát fyrir að vera svo lánsöm að hafa átt svo dásam- lega mömmu, tengdamömmu og ömmu. Hermann, Þórunn, Andri og Kristjana. Í dag kveð ég ástkæra systur mína, Unni Ólafsdóttur, og á þeirri stundu er margs að minn- ast. Alla tíð hafa samskipti mín og minnar fjölskyldu við Unni, Alla og börnin þeirra verið mikil og var þeirra heimili eins og okkar annað heimili í mörg ár. Mikill samgangur var á milli og var allt- af gott og traust samband og dýr- mætt fyrir mig að eiga minningar um það. Við Helga leituðum mik- ið til Unnar þegar við þurftum pössun eða aðstoð með börnin og alltaf var sama svarið hjá Unni, „komið bara með þau“ og hafa börnin mín alla tíð litið á Unni og Alla sem eins konar ömmu og afa. Mér eru ofarlega í huga allar stundirnar sem ég átti á heimili þeirra hjóna, þar var ávallt glatt á hjalla og mikið fjör og minnist ég sérstaklega áramóta bæði í Stóragerðinu og Lálandinu þar sem við vorum ávallt velkomin ásamt vinum okkar og þar var sungið og dansað fram undir morgun. Fjölskyldur okkar Unnar ráku saman söluturn í Fellahverfi í mörg ár þar sem Unnur var við afgreiðslu og var ávallt gott á milli hennar og tíðra gesta og nutu þeir hlýju hennar og góð- vildar á þeim tíma. Samstarfið var gott og bar aldrei skugga á það né önnur samskipti og naut ég þess að starfa með Unni og Alla á þessum tíma. Nú er kallið komið Unnur mín og ég veit að þú ert á góðum stað hjá Óla þínum. Elsku Alli, Axel, Hemmi, Þórunn og fjölskyldur, við Helga og krakkarnir sendum innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu Unnar. Jón Ingi Ólafsson. Elsku amma. Þín verður sárt saknað. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að faðma þig, tala við þig eða spila við þig aftur. En við vitum að þú ert komin á góðan stað, betri stað, frá þessum veik- indum í faðm hans Óla þíns sem þú talaðir svo fallega um. „Óli minn“ sagðir þú alltaf. Það er gott að vita af ykkur saman. Okkur langar að þakka þér fyrir að hafa verið alltaf til staðar, alltaf haft tíma og alltaf verið svona ljúf, indæl og góð amma. Allar ömmur ættu að vera eins og þú. Þegar við komum í heimsókn sýndirðu okkur alltaf ómældan áhuga. Þegar þú komst til okkar varstu með lítinn glaðning í vesk- inu þínu og gafst okkur systkin- um. Þegar við komum til þín í pöss- un spilaðirðu við okkur og kennd- ir okkur ýmis spil. Þú varst ekki ein af þeim sem leyfa manni að vinna í hvert skipti, heldur spil- aðir þú til að vinna. Okkur fannst skemmtilegast að spila rússa og rommý við þig. Það var alltaf hlýtt skjól hjá þér. Þú átt góðan stað í hjörtum okkar og við eigum einungis góð- ar og fallegar minningar um þig elsku amma. Takk fyrir allar minningarnar. Þú lifir í okkur og börnunum okkar og við minnum börnin okkar á þig, hversu ein- stök amma þú varst. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig, en vitum einnig að þú ert á góðum stað, þú verður alltaf með okkur. Amma við elskum þig. Þín barnabörn, Aldís og Ólafur Örn. Elsku amma mín, að kveðja þig eftir okkar löngu og hlýju vin- áttu er mér gífurlega erfitt. Ekki eingöngu vegna þess að þú hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd í lífinu og einn besti vinur minn, heldur áttir þú stóran þátt í að ala mig upp og gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég og Há- kon, litli bróðir minn, vorum svo oft í heimsókn og pössun hjá þér þegar við vorum yngri og spiluð- um rommý af kappsemi og áttum yndislegar samræður um lífið og tilveruna. Þetta eru minningar sem verða mér alltaf ákaflega kærar. Það að hafa séð eina af kjarna- konunum í lífi mínu þjást í svona langan tíma tók mjög á mig og sambýliskonu mína. Þótt þú hafir oft á tíðum á Eir verið fjarri okk- ur vegna heilsu þinnar, þá komstu oft til baka og kallaðir til mín þegar þú sást mig. Að spari- stellið þitt hefði brotnað og ég, litli prinsinn þinn, hefði huggað þig. Þessi atburður átti sér líklega þegar ég var 4-5 ára gamall og uppáhaldsstellið þitt brotnaði og ég kom hlaupandi pjakkur og huggaði elsku ömmu mína. Sú minning hefur greinilega verið þér mjög nærri hjarta, á þessu erfiða tímabili. Ég veit að þú ert komin á betri stað með Óla, syni þínum, og systkinum þínum, enda áttu ekk- ert minna skilið. Þú varst og ert sterkasta kona sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Þér mun ég aldrei gleyma, elsku amma mín, hvíldu í friði. Þú stóðst við hlið okkar allra Þú sýndir okkur styrk þegar á þurfti Þú taldir í okkur kjark þegar nauðsyn var Þú varst okkar trú, okkar steinn, okkar fjall. Alfreð Ellertsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Unnur svilkona mín. Góður vinur. Vegferð okkar saman hófst á síðustu öld og lauk nú 60 árum síðar á dimmum janúardegi. Það eru ótal minningar og atvik sem koma upp í hugann þegar við mæðgur kveðjum þig hinstu kveðju bæði frá bernsku- og full- orðinsárum. Kærleikurinn, styrkur þinn og þrautseigja voru þeir mannkostir sem þú varst rík- ust af, í gnægð hjarta þíns í smáu sem stóru. Unnur var einhver góðhjartaðasta og hjálpfúsasta manneskja sem við höfum kynnst. Hún hafði yndislega nærveru, fallegt bros og smitandi hlátur. Það var einhver auðmjúk þægileg ró yfir henni. Ég kynntist Unni fyrst þegar Alfreð kom til okkar Jóhanns á Langholtsveginn með hana og kynnti fyrir okkur. Það tókst strax vinskapur milli okkar enda ekki erfitt að um- gangast hana því hún var mann- eskja elsku og vinsemdar. Okkur varð báðum barna auðið, Unnur eignaðist fjögur yndisleg börn og ég sex. Í þeirri gleði sem fylgdi því hefði okkur ekki grunað að við ættum báðar eftir að missa frum- burði okkar. Sú reynsla er djúp og sár og fylgir manni allt lífið. Við þessa reynslu okkar og miss- inn kom svo vel í ljós hversu dýr- mætt það er að eiga góðan vin eins og þig. Við skildum hvora aðra og gátum deilt saman gleði og sorg. Eiginmaður Unnar, Al- freð, börn þeirra og barnabörn voru hennar hjartans mál, því hún lifði alla tíð fyrir fjölskylduna sína. Heimilið var hennar helgi- dómur og þar var fjölskyldan í öndvegi. Það var alltaf svo gott og gaman að heimsækja Unni og Al- freð, þau hjónin voru svo sam- rýmd og aðdáunarvert að sjá hversu samstiga þau voru og hversu umhugað þeim var um þá sem stóðu þeim næst. Eftir sitja margar minningar um dásamlega konu, svilkonu og vinkonu okkar sem alltaf gat látið okkur líða vel með frábærum húmor, hjarta- hlýju, yndislegu brosi og hlátri. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman hvort sem það var heima eða að heiman.Við ferðuðumst mikið saman í gegn- um árin til dæmis til Akureyrar, Benidorm og seinna til Tyrk- lands. Alltaf var mikil gleði og glaum- ur sem einkenndi þær stundir. Börn Helgu fengu tækifæri til að kynnast Unni og hennar mann- kostum í einum af þessum ferð- um. Það hefur verið yndislegt að heyra allar fallegu frásagnirnar um Unni síðustu daga frá fólki sem hún gladdi með nærveru sinni. Veikindi Unnar hafa und- anfarin þrjú ár verið mikil og langvinn. Hún kvartað aldrei þó að baráttan hefði oft verið erfið. Við mæðgur heimsóttum Unni oft á meðan á veikindunum stóð bæði á Borgarspítalann og síðan á Eir. Við geymum í hjörtum okk- ar verðmætan tíma með þér og þökkum þér fyrir þá gjöf og fyrir þann tíma sem við áttum saman. Elsku Unnur, það sem huggar okkur í sorginni er að vita af þér á betri stað. Minningar um elsku- lega Unni mun lifa áfram um ókomna tíð. Guð blessi þig. Alfreð eiginmaður hennar, börn, barnabörn og tengdabörn hafa verið henni mikill stuðning- ur í erfiðum veikindum. Við mæðgur og fjölskyldan öll óskum Alfreð, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum Guðs blessunar. Hvíl í friði, kæra svil- kona og vinkona. Þínar Þórhalla Karlsdóttir og Helga Austmann Jóhannsdóttir. Unnur Ólafsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ARNÓRSDÓTTIR kennari, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 9. janúar. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 16. janúar, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sólvang eða öldrunar- deild Landspítalans. Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.