Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
✝ Valur Ragn-arsson fæddist
á Leifsstöðum í
Eyjafirði 10. nóv-
ember 1930. Hann
lést 2. janúar 2014.
Foreldrar hans
voru Lilja Odds-
dóttir og Ragnar
Brynjólfsson. Valur
var þriðji elsti tíu
barna þeirra.
Snemma flutti fjöl-
skyldan inn á Akureyri og bjó
búskap á Staðarhóli. Fimmtán
ára flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur og fór þá
út á vinnumarkaðinn. Á þeim
árum átti flug hug hans allan
og lauk hann einkaflugmanns-
prófi um leið og hann hafði ald-
ur til, sextán ára skráður á
skírteini nr. 104. Í júlí 1949 var
hann í hópi þeirra fyrstu sem
útskrifuðust hér á landi sem at-
vinnuflugmenn í bóklegum
fræðum. Valur hóf störf hjá bif-
reiðaverkstæðinu Ræsi á þess-
um árum og fór á samning hjá
þeim.
Hann kvæntist
15. apríl 1954 Þor-
björgu Steinólfs-
dóttur, f. 12. maí
1934, dóttur
hjónanna Vigdísar
Magnúsdóttur og
Steinólfs Bene-
diktssonar. Á sama
tíma og þau Þor-
björg hófu búskap
lauk Valur sveins-
prófi og síðar
meistaraprófi í bifvélavirkjun
frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Valur starfaði við bílaréttingar
í samstarfi við bróður sinn allan
sinn starfsaldur. Þau hjón
bjuggu í 47 ár á Rauðalæk 67
þaðan sem þau fluttu á Jökul-
grunn 17 árið 2003. Börn þeirra
hjóna eru: Vigdís, gift Bjarna
Ásgeirssyni, Ragnhildur, gift
Vali Tino Nardini, Lilja, gift
Erni Ernst Gíslasyni, og Steinar
Benedikt, kvæntur Kristínu Jó-
hannsdóttur. Afabörnin eru 11
og langafabörnin orðin 10.
Útför Vals fór fram í kyrrþey
frá Áskirkju 8. janúar 2014.
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Þetta ljóð Kristjáns Jónssonar
kom upp í huga minn í haust þeg-
ar pabbi sat í stólnum sínum við
gluggann og spurði til veðurs. Úti
blés köldu svo hvein í – í raun var
hann á þessum stað í lífinu. Við
sátum tvö þögul í litla herberginu
hans og gegnum hug minn fóru
minningabrot eins og gerist á
slíkum hljóðum stundum. Þegar
ég tók um hendur hans, ískaldar
og þreyttar, fannst mér ég þó
stinga lítilli hendi í hlýjan lófa,
fannst ég finna sterkar hendur
lyfta mér upp í hlýja holu að nóttu
til, sá fimar hendur tálga birki-
greinar.
Pabbi var ekki maður margra
orða eða sýndi væntumþykju með
faðmlagi, enda varla alinn upp við
það. Hann kom slíku frá sér á
sinn eigin hátt. Hann hjálpaði
þegar og þeim sem honum fannst
þurfa og ætlaðist ekki til neins á
móti. Tók ákvarðanir og hnikaði
ekki frá þeim.
Við erum fjögur systkinin,
tvær eldri stóru stelpurnar, við
hin tvö litlu krakkarnir. Fyrstu
ár mömmu og pabba hafa örugg-
lega einkennst af basli ungra for-
eldra með tvö börn að koma þaki
yfir höfuðið. Pabbi ýtti frá sér
draumum um flugmennsku,
reglubundin vinna og innkoma
hafa þótt vænlegri kostur. Þá
ákvörðun hefur hann sennilega
tekið hljóðalaust eins og aðrar.
Þegar ég man eftir mér var hag-
urinn orðinn betri og líf fjölskyld-
unnar breyst í samræmi við það.
Pabbi sinnti sínu hlutverki,
mamma sínu. Með komu tengda-
barna og síðar barnabarna hækk-
aði sól á lofti og skein sennilega
skærast á þeim árum þegar öll
stórfjölskyldan hnoðaðist saman í
útilegum, bústöðum og heima við.
Pabbi naut sín sem tengdapabbi
og ekki síður afi. Kannski hefur
honum fundist hann hafa komið
okkur í örugga höfn. Nú síðustu
ár hafa langafabörnin verið hans
sólargeislar.
Afabörnin, þeirra stolt eins og
mamma orðaði svo fallega, báru
hann síðasta spölinn. Svo sann-
arlega mega þau líka vera stolt af
að hafa átt hann sem afa, og
þeirra börn sem langafa.
Þakka þér, elsku pabbi, fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig – fyr-
ir okkur.
Lilja.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Vals Ragnarssonar,
sem nú er látinn eftir langa sjúk-
dómslegu. Okkar leiðir lágu fyrst
saman 1973 þegar ég kynnti mig í
síma og óskaði eftir að ná tali af
elstu dóttur hans. Mun hann hafa
hlaupið niður á næstu hæð, þar
sem Vigdís var í heimsókn hjá
æskuvinkonu. Slíkt mun hafa ver-
ið afar óvenjulegt og gerði hann
undirrituðum þar með sinn fyrsta
en ekki síðasta greiða. Valur
reyndist mér ætíð mjög traustur
vinur og afar góður félagi á sinn
rólega og nægjusama hátt. Ég er
þakklátur fyrir þann hlýhug sem
hann bar til mín fram á síðustu
stundu, og ávarpaði hann mig
ætíð með nafni þótt flest annað í
minninu væri búið að gefa sig.
Hann var mjög dagfarsprúður,
stundum fremur fámáll, og lifði
almennt nægjusömu og rólegu
lífi. Valur var ráðagóður og hand-
laginn mjög. Hann var ávallt
reiðubúinn til að hjálpa ættmenn-
um sínum með hvaðeina og lét
gjarnan lítið á því bera. Hann
sýndi barnabörnum sínum alltaf
mikla þolinmæði og áhuga. Í því
sambandi rifjast upp veiðiferðir
fjölskyldunnar í Elliðavatn og
Hvammsvík. Þar stendur Valur í
miðjum hópi lítilla barnabarna að
kenna hópnum að beita maís-
kornum á önglana með bros á vör,
klæddur köflóttu skyrtunni sem
var hans einkennisklæðnaður á
ferðalögum.
Valur las mikið af ýmsu efni og
lumaði á mikilli þekkingu og
skoðunum á mönnum og málefn-
um, sem hann var ekki endilega
að flíka. Engum hallmætli hann í
mín eyru og hann var almennt
mjög orðvar maður. Sömuleiðis
var hann aldrei dómharður þótt
ekki væri allt að hans skapi.
Valur átti sér einkum stang-
veiði sem áhugamál og fór gjarn-
an með bróður sínum og vinum í
veiðiferðir á sumrin. Eina skiptið
sem ég man að hafi þykknað í
honum gagnvart undirrituðum
var þegar ég óskaði honum góðr-
ar veiði þar sem hann var að
stinga veiðidótinu í Wagoneerinn
á leið í Blöndu, sem oft áður. Án
þess að mér væri það þá ljóst
voru slíkar árnaðaróskir taldar
geta spillt verulega fyrir veiði-
horfum. Valur hafði einnig alla tíð
áhuga á flugi og mun hafa helst
óskað sér starfsferils á þeim vett-
vangi. Hann tók einkaflugmanns-
próf ungur að aldri og átti um
tíma hlut í lítilli flugvél. Hann var
því ánægður að sjá tvö barnabörn
sín ná að feta í þau spor. Sjálfur
vann hann við bifreiðaviðgerðir
og rak lengstum verkstæði með
bróður sínum. Starf Vals hafði
stóran kost í för með sér fyrir
fjölskylduna sem ósjaldan leitaði
til hans með vandamál er sneru
að bílaflota hennar sem var
ótraustur og bilanagjarn á þess-
um árum. Þar sem hann var sjálf-
stætt starfandi, kom fyrir að
hann var þrautalendingin þegar
þurfti að bjarga við flutningum á
barnabörnum um bæinn, og
skipti þá engu þótt hann þyrfti að
loka verkstæðinu um stund. Er
ekki ofsögum sagt, að Valur var
einstaklega samviskusamur, úr-
ræðagóður og greiðvikinn maður,
sem bar hag fjölskyldunnar mjög
fyrir brjósti.
Valur átti sinn sterka bakhjarl
í tengdamóður minni, Þorbjörgu,
mikilli sómakonu, og vil ég að lok-
um votta henni mína innilegustu
samúð og óska henni velfarnaðar
í framtíðinni.
Bjarni.
Valur Ragnarsson tengdafaðir
minn var hvíldinni feginn er hann
kvaddi þessa jarðvist á öðrum
degi nýs árs. Hann hafði barist
við veikindi lengi. Valur var ekki
maður margra orða en frá honum
stafaði hlýja og nærveran var
ljúf. Þegar hann sagði eitthvað og
gerði var eftir því tekið. Hann
virkaði lokaður á þá sem hann
ekki þekkti en við okkur fjöl-
skylduna var hann alltaf hlýr,
umhyggjusamur og oft fyndinn
og skemmtilegur. Mér þótti vænt
um hann og barnabörnin elskuðu
hann.
Þegar við Steinar giftum okk-
ur árið 1993 komst hann að því að
það ætti að dansa eftir matinn.
Ég skildi ekki alveg þessar
áhyggjur sem allir höfðu af Val
og hlutverki hans í veislunni.
Seinna meir uppgötvaði ég að
hann hefði verið dauðskelkaður
við að þurfa að dansa við konurn-
ar í veislunni. Bauð hann sig því
fram sem barnapíu og leysti þar
með margfaldan vanda. Hann
kom öllum barnabörnunum heim
á Rauðalækinn í öruggt skjól og
losnaði um leið við fjörið og dans-
inn þannig að brúðhjónin og
veislugestir gátu dansað fram á
nótt.
Valur hafði mikinn áhuga á
allri veiði og veiðimennsku. Þeg-
ar ég byrjaði að veiða sjálf kom
hann og gaf mér fluguveiðiboxið
sitt og fallegt veiðivesti en í því
leyndust gamlar flugur sem hann
hafði hnýtt af stakri lagni.
Tengdafjölskylda mín er mjög
samheldin. Þau eru ófá ferðalögin
sem farin hafa verið á undanförn-
um árum. Þar ber hæst hópferðir
í Djúpuvík, að Hrauni, Geysi og
Leifsstöðum. Þegar stórfjöl-
skyldan á Rauðalæk lagði í hann
á ættarmót til Ellu á Hrauni var
farið á lítilli benzrútu norður
þannig að allir kæmust saman.
Okkar fjölskylda var síðust um
borð en Valur var búinn að safna
öðrum fjölskyldum saman í benz-
kálfinn. Mér er hann minnisstæð-
ur ættarhöfðinginn við stýrið í
blárri Jay Leno-gallaskyrtu,
brúnu flauelsbuxunum með erm-
arnar uppbrettar, sólgleraugun
og óræða svipinn á sínum stað. Í
Ártúnsbrekkunni voru dregnar
fram áprentaðar gular húfur og
stuttu seinna sönghefti. Þetta var
eins og rútuferðir í gamla daga.
Kálfurinn fór hægt yfir en þegar
við loksins komumst á leiðarenda
biðu okkar höfðinglegar mót-
tökur hjá Ellu og Magga á
Hrauni í Skagafirði. Fjölskyldan
á Rauðalæk lagði undir sig jörð-
ina því allt var sjálfsagt á þessu
litla skemmtilega ættarmóti.
Á sjötugsafmæli Þorbjargar
fór hersingin öll til Kaupmanna-
hafnar. Þá naut Valur þess að
fagna með sínum ævifélaga,
börnum og barnabörnum. Máls-
verður í Tívolí og pílagrímsganga
í spor Fjölnismanna eru dýrmæt
myndbrot nú þegar leiðir skilur
um stund. Vart er hægt að hugsa
sér betri ömmu og afa en Val og
Þorbjörgu og hafa börnin okkar
svo sannarlega fengið að njóta
þess. Ávallt hafa þau verið boðin
og búin að gæta barnabarna
sinna og Valur naut þess að um-
gangast öll krílin. Það sá maður
ljóst á hlýju viðmóti, þolinmæði
og rólyndi sem hafði svo ljúf áhrif
á smáfólkið.
Nú skilur leiðir. Tengdafaðir
minn hefur lagt í sína hinstu för.
Eftir standa afkomendur með
stórar gjafir sem Valur gaf á sinn
hljóða og hógværa hátt. Gjafirnar
eru traust, trygglyndi, þolinmæði
og hófsemi, allt eiginleikar sem
lesa má úr fasi afkomenda hans
með ýmsu móti. Hann skilur eftir
sig ljúfar minningar um trausta
og vandaða manneskju.
Tengdamóður minni og ætt-
ingjum sendi ég samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning tengdaföð-
ur míns, Vals Ragnarssonar.
Kristín Jóhannsdóttir.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar maður hugsar um afa Val.
Það var alltaf jafngott að koma til
þeirra ömmu bæði á Rauðalæk-
inn og seinna í Jökulgrunn. Afi
var hæglátur, rólegur og vana-
fastur maður. Þegar hann kom
heim úr vinnunni, í köflóttu
vinnuskyrtunni sinni angandi af
bílalykt, fór hann beint inn á bað
til að skrúbba á sér hendurnar
með sérstökum naglabursta. Það
þótti mjög spennandi að læðast
inn á baðið á eftir honum, stelast í
naglaburstann og prófa að
skrúbba á sér hendurnar alveg
eins og hann gerði. Einnig var
mikið sport að fá að laumast í vas-
ann á vinnujakkanum hans þar
sem leyndist sterkur hálsbrjóst-
sykur eða Vicks-brenni. Í minn-
ingunni var afi ekki mikill mat-
maður en hann sló sjaldan
hendinni á móti fitu sem fjöl-
skyldumeðlimir skáru frá kjötbit-
unum og röðuðu á hans disk, það
þótti honum gott.
Þótt hann afi hafi kannski ekki
verið mikið fyrir að spjalla var
hann alltaf áhugasamur um það
sem við vorum að gera. Hann
hafði góða nærveru og sóttu
barnabörnin og síðar langafa-
börnin í að leika sér á stofugólfinu
við stólinn hans þar sem hann sat
og virtist njóta þess að hafa þau í
kringum sig. Afi hafði líka mikla
kímnigáfu og tók glaður þátt í því
þegar maður kom til hans og bað
hann að taka út úr sér fölsku
tennurnar og gretta sig fyrir okk-
ur.
Þegar við vorum yngri var
stórfjölskyldan, með afa í farar-
broddi, dugleg að fara í tjaldútil-
egur. Afi og amma voru bæði iðin
við að hafa ofan af fyrir okkur
krökkunum hvort sem það var að
fara með hópinn í sund eða leika í
yfir eða fótbolta langt fram á
kvöld. Afi Valur hafði einstaklega
gott lag á krökkunum og sem
dæmi um það bauðst hann til að
vera með allan krakkaskarann í
næturpössun eftir brúðkaup
Steinars sonar síns. Við fengum
að gista öll í flatsæng í stofunni
og skemmtum við okkur konung-
lega við að horfa á Stöð 2 langt
fram eftir nóttu. Þegar við urðum
aðeins eldri var á tímabili farið
eitt kvöld í viku á Rauðalæk,
borðað örbylgjupopp og horft á
Beverly Hills.
Sat þá afi með okkur stelpun-
um þar sem hann lét unglinga-
dramað yfir sig ganga og virtist
hafa gaman af.
Afi Valur var yndislegur mað-
ur sem við eigum eftir að sakna
mjög mikið!
Þóra, Vala og Hildur.
Elsku afi. Nú ertu farinn frá
okkur og bíður eftir okkur hinum
megin. Mikið finnst mér það eitt-
hvað skrýtið.
Samt hefur mér fundist þessi
stund vera að nálgast í þó nokk-
urn tíma. Það að uppgvötva að
einn af mínum föstu punktum í
lífinu er nú horfinn veitir mér
þessa skrýtnu óþægindatifinn-
ingu. Ég ætla að reyna að blása
henni í burtu og halda í allt það
góða.
Mínar uppáhaldsminningar
um þig eru svo óendanlega nota-
legar. Þær snúast flestallar um
það að sitja í nánd við þig, og þá
oftast á arminum á brúna stóln-
um, sitja saman og njóta augna-
bliksins. Það sem er mér dýr-
mætast er þessi góða og örugga
tilfinning sem þetta veitti mér og
gerir líklega enn. Að sitja bara
saman án þess að þurfa að segja
mikið. Þessar minningar veita
mér alltaf sömu tilfinningu, alveg
sama hvort þetta minningabrot
er 25 ára gamalt eða einnar viku
gamalt. Mér leið meira að segja
vel á næturvöktum þegar ég vissi
af þér í sama húsi. Svo notalegt
að geta sest inn á sjúkrastofu til
þín og bara verið þar án þess að
þurfa að gera eða segja mikið og
ná sér þannig í svolítinn frið og
ró.
Brúni stóllinn þinn kveikir síð-
an á enn stærri minningaranga
og tengist hann þá helst spila-
mennsku. Mér þótti óendanlega
skemmtilegt að læra af þér
rommý og spilakennsla ykkar
ömmu hefur án efa verið mér gott
veganesti. Það að hugsa fram í
tímann og sjá fyrir hvað gæti
komið upp næst er jafnnytsam-
legt í spilum, lækningum og bara
lífinu öllu.
Ég skal sko lofa þér því afi
minn að spila áfram vel úr mínum
spilum.
Hlakka til að hitta þig aftur
hinum megin.
Sjáumst, þín
Martína.
Valur
Ragnarsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Kæru vinir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar dóttur okkar, systur, mágkonu og
barnabarns,
DAGNÝJAR ASPAR RUNÓLFSDÓTTUR,
Bjarkarheiði 6,
Hveragerði.
Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, Runólfur Þór Jónsson,
Hrefna Lind Heimisdóttir, Friðjón Þórðarson,
Una Ósk Runólfsdóttir, Haukur Benedikt Runólfsson,
Kristinn Hólm Runólfsson, Berglind Kvaran Ævarsdóttir,
Thelma Rún Runólfsdóttir, Þráinn Ómar Jónsson,
Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Una Runólfsdóttir, Kristján Jónsson.
Ásta var tengdamóðir mín frá
1976 til 1989. Kynni okkar hófust
þegar við Sigurlín, dóttir hennar,
tókum saman, en þau héldust síð-
an en fjöruðu lítillega út þegar
þau Sveinbjörn fluttu aftur aust-
ur. Ég held að okkur hafi alltaf
þótt vænt hvort um annað.
Byrjunin var ekki eins og best
var á kosið. Við Sigurlín komum
Ásta Ingibjörg
Árnadóttir
✝ Ásta IngibjörgÁrnadóttir hús-
freyja fæddist í Öl-
versholtshjáleigu,
Holtum, 23. janúar
1923. Hún lést 6. des-
ember 2013 á Kirkju-
hvoli, Hvolsvelli.
Útför Ástu fór
fram frá Breiðaból-
staðarkirkju í Fljóts-
hlíð 21. desember
2013.
bæði úr fyrri sam-
böndum og Ástu
var ekki vel við það
að fólk skipti um
maka. Fljótlega
fann ég þó að vissu-
lega gæti Ásta átt
það til að viðra
hvassar skoðanir
en það var í raun
bara í nösunum á
henni. Í gjörðum
var hún umburðar-
lyndið og elskulegheitin uppmál-
uð.
Á fyrstu árum kynna okkar
bjuggu þau Sveinbjörn í íbúð í Álf-
heimum en það var ekki vist að
skapi Ástu. Hún saknaði sveitar-
innar í Fljótshlíð og þau hjónin
fóru þangað eins oft og tækifæri
gafst. Seinna eignuðust þau sum-
arbústað í sveitinni. Allt varð samt
bjartara hjá henni þegar þau
seldu íbúðina og keyptu sér lítið
hús í Heiðargerði. Sveinbjörn
fékk þar með bílskúr en hún lítinn
garð sem hún hafði mikla ánægju
af að nostra við.
Í upphafi níunda áratugarins
bjuggum við Sigurlín í Danmörku,
en Árni, sonur Sigurlínar, vildi
fara í framhaldsskóla á Íslandi og
úr varð að þau Ásta tóku hann í
hús til sín einn vetur þangað til við
komum heim.
Þegar eftirlaunaaldurinn fór að
íþyngja, fluttu þau Sveinbjörn í
Sólheima 27, beint á móti okkur
Auði. Hefði maður notað kíki,
hefðum við getað horft inn í eld-
húsið og borðstofuna hjá þeim,
þau í stofuna hjá okkur. Heim-
sóknir voru fáar en við Ásta hitt-
umst oft á göngu í hverfinu og
spjölluðum saman á léttum nót-
um.
Ásta vann á prjónastofu fram-
an af. En svo kom að prjónastofan
lagði upp laupana og önnur vinna í
sama geira var ekki til. Ásta tók
vinnu á veitingastaðnum á Um-
ferðarmiðstöðinni. Þetta var allt
of þung vinna, en krafist var af
starfsfólkinu, óháð aldri, að það
afgreiddi í næturlúgunni. Þá var
ég farinn af vinna í Menntaskól-
anum við Sund og vitandi um mat-
arsmekk rektors notaði ég í þetta
eina sinn bakdyraleiðina og kom
því til leiðar að þau töluðu saman
um að hún tæki við mötuneyti
starfsmanna þar. Þetta var upp-
hafið að afskaplega farsælum
starfstíma sem við starfsmenn
skólans sem enn störfum, minn-
umst með söknuði. Enginn okkar
gleymir brauðsúpunni hennar! En
Sveinbjörn þurfti víst stundum að
láta sér nægja leifar frá borði okk-
ar. Ég færi hér með kæra kveðju
frá öllum í MS sem störfuðu á
þessum árum.
Dóttir okkar Sigurlínar, Mar-
grét, var í Vogaskóla við hliðina og
kom iðulega við hjá ömmu á leið
heim frá skóla. Líka fyrir hana var
þessi ráðagjörð góð; amma var
henni í þessu sem öðru góð stoð og
stytta á erfiðum unglingsárum.
Ásta var fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem gat vissulega kveðið
upp harða dóma en mátti í raun
ekkert aumt sjá og var ævinlega
tilbúin til að hjálpa öðrum.
Pétur Rasmussen.