Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.01.2014, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 ✝ Jón Tryggvifæddist 11.2. 1928. Hann lést á gjörgæslu LSH 20. desember 2013. Foreldrar Jóns voru Valentínus Magnússon og Lovísa Eiríksdóttir. Fyrri kona Jóns var Eyja Pálína Þorleifsdóttir og áttu þau þrjú börn: Guðlaug, gift Arnóri Valda Valdemarssyni; Elísabet, gift Grétari Árnasyni; og Auðunn, giftur Maríu Níelsdóttur. Barnabörnin eru: Jón Tryggvi, Helga Eyja, Guðmundur Óli, Katrín og Árni. Barnabarnabörnin eru átta. Eiginkona Jóns Tryggva er Inge Löwner Val- entínusson og eiga þau einn son, Stef- án Þór, og er hann í sambúð með Sig- urbjörgu Ásmunds- dóttur. Jón Tryggvi var jarðsunginn í kyrrþey að eigin ósk frá Sel- tjarnarneskirkju 27.12. 2013. Elsku pabbi okkar. Nú hefur þú sagt bless við okk- ur í hinsta sinn og fylgt okkur út á tröppur og vinkað einsog þú gerðir ávallt þegar við komum. En í eigingirni okkar hefðum við viljað hafa þig svo miklu leng- ur. Við gerðum okkur ekki alveg ljóst hversu veikur þú varst þar sem þú barst þig alltaf svo vel. Með þrjósku þinni og umhyggju Inge fannst okkur þú eiga svo miklu lengra eftir. En Inge er bú- in að standa þér við hlið sem klettur öll þessi ár, hefur hjúkrað þér, vafið þig umhyggju og betri umönnun hefðir þú ekki getað fengið. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga okkar á þessari stundu. Minningar sem eru búnar að vera með okkur í tugi ára en koma nú í huga okkar .Góðar stundir sem við geymum í hjarta okkar. Bílaáhugamaður varstu mikill og öll höfum við systkinin erft það frá þér. Gott var að leita ráða hjá þér, hvort sem átti að kaupa notaða bíla eða að fá önnur ráð. Þú byrjaðir sem bílasali árið 1961/62 í Bílavali við Laugaveg, fórst svo að flytja inn notaða bíla og tæki frá Þýskalandi árið 1962 og vissir allt sem þurfti að vita um það og gaman var að ræða þessi mál við þig. Þó maður hefði eingöngu getu til að kaupa bíl að andvirði Trab- ants þá kom það fyrir að keyptur var notaður Mercedes Benz frá Þýskalandi með þinni aðstoð. Trabant var nú ekki alveg í þín- um anda, því að Mercedes Benz- maður varstu frá hjartanu. Þú varst nú pínulítið stríðinn, en þó á góðan og skemmtilegan hátt. Það voru nú sennilega hundarnir í fjölskyldunni sem fundu fyrir því en höfðu gaman af. Hundarnir hafa örugglega tekið vel á móti þér, Blaky, Lady, Prins, Tara og Skotta og svo núna er það Hekla sem situr eftir í stólnum þínum góða. Við erum viss um að þú og Tara getið fengið ykkur koní- akstár saman. Elsku pabbi okkar, það verður tekið vel á móti þér af ættingjum og vinum sem farin eru á undan. Það verður tómlegt í Græn- umýrinni nú þegar þú ert farinn, við munum sakna þess að sjá þig ekki í stólnum þínum með vind- ilinn góða. Inge syrgir góðan eiginmann og vin, og við systkinin góðan föð- ur og skemmtilegan félaga. Viljum við færa Brynjari Við- arssyni sérstakar þakkir, svo og krabbameinsdeild LSH við Hringbraut fyrir sérstaklega góða umönnun og umhyggju. Elsku pabbi, hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Guðlaug, Elísabet og Auðunn. Jón Tryggvi Valentínusson Ég á mjög erfitt með að finna nógu góð orð til að lýsa henni ömmu. Amma mín var án efa ein yndislegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún vildi allt fyrir aðra gera. Setning- in sem lýsir henni hvað best er úr lagi sem hún var alltaf að raula: „Og glaður skal ég gefa þér allt gullið sem ég á.“ Amma mín hefur alltaf verið í hlutverki þess sem gefur af sér og hjálpar öðrum en biður ekki um neitt í staðinn. Hún vildi gera allt sjálf þrátt fyrir að það væri orðið erfitt fyrir hana á síðustu árum, til dæmis mætti maður henni oft í stiganum þar sem hún var að fara upp með þunga mjólk- urfötuna eina tröppu í einu. En það virtist ekkert fara í taugarn- ar á henni að hún væri svona lengi að þessu, hún var bara að dunda sér við þetta verk og raula lag. Hún var nú samt fegin þegar ég hjálpaði henni og hafði alltaf orð á því hvað ég væri miklu fljót- ari að þessu en hún þegar ég tók fötuna af henni og hélt á henni Þórdís Oddsdóttir ✝ Þórdís Odds-dóttir fæddist að Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýslu 22. októ- ber 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 19. desember 2013 og var jarð- sungin frá Snóks- dalskirkju 4. jan- úar 2014. upp fyrir hana. Hún hafði alltaf nóg að gera og passaði allt- af að enginn færi svangur út frá Ket- ilsstöðum, það var hálfgerð þráhyggja hjá henni að hafa nægan mat á borð- um fyrir fólkið og að fólk borðaði nóg, og það var einn af mörgum hlutum sem gerðu hana yndislega. Ég var mjög mikið að „passa“ ömmu mína þegar ég var yngri. Við vorum að passa hvor aðra þegar mamma og pabbi og allir hinir voru úti að vinna. Mér þótti ekki alltaf skemmtilegt að vera inni í sveit þegar ég var yngri því að þar voru engir aðrir krakkar, en í dag er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með bæði ömmu og afa. Amma mín var mjög stór part- ur af lífi mínu og það á eftir að vera tómlegt án hennar. Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef hún hefði ekki verið til. Foldin er fögur og sólin skín. Ég vona að þú sért ánægð núna, ástin mín. Ég veit að ég kem til með að sakna þín. (Hjálmar) Ég sakna þín, elsku amma mín. Þín Steinunn Brynja. ✝ Borghild IngerSteingríms- dóttir fæddist á Ak- ureyri 18. apríl 1929. Hún lést á Landspítalanum 27. desember 2013. Borghild var dóttir hjónanna Guðrúnar Petrine Hansen húsfreyju, f. 17. apríl 1906, d. 4. apríl 1988, og Steingríms Kristjánssonar, bif- vélavirkja, f. 10. nóvember 1899, d. 15. janúar 1962. Hinn 19. júlí 1958 giftist Borghild eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Ingvarssyni, vél- fræðingi, f. 11. maí 1930. Þeirra börn eru: Ellen Inga, f. 16.9. 1953, maki Ólafur Sigurðarson, f. 26.2. 1950, dóttir þeirra er Helen María, f. 29.7. 1975. Stein- grímur, f. 26.12. 1958, maki Sigríður Jóna Sigurjóns- dóttir, f. 23.3. 1966, þeirra dætur eru Borghild Agla, f. 22.10. 1991, El- ísabet Gígja, f. 28.5. 1996. Ingvar, f. 9.6. 1960, maki Kalisuri Murugasan, f. 9.5. 1960, sonur þeirra er Devin Ta- rah Einar, f. 28.10. 1997. Guð- rún María, f. 22.10. 1964, maki Viðar Ásgeirsson, f. 12.8. 1960, börn þeirra, Friðrik Ari, f. 11.12. 1991, María Lovísa. f. 28.11. 1993 og Ástrós Ýr. f. 14.2. 1996. Útför hennar fór fram frá Seljakirkju 7. janúar 2014. Elskuleg móðir okkar er skyndilega látin. Andlát hennar kom okkur í opna skjöldu því hún hafði ver- ið hress og kát að skera út laufabrauð rétt fyrir jólin, eins og vaninn er í okkar fjölskyldu. Hún var afar hamingjusöm að vera með fjölskyldunni á að- fangadagskvöld þar sem hún kyssti alla og faðmaði og var hrókur alls fagnaðar. En tími ástkærrar móður okkar var kominn og eftir sitjum við með yndislegar minningar sem við yljum okkur við og erum þakk- lát fyrir að eiga. Móðir okkar var ætíð hress og kát, rak heimilið með mikilli röggsemi þar sem hún var okk- ar stoð og stytta ásamt föður okkar í öllu því sem við fjöl- skyldan tókum okkur fyrir hendur. Við vorum ung þegar for- eldrar okkar fluttu að Sogs- virkjunum þar sem við áttum yndislega bernsku. Það voru forréttindi fyrir okkur börnin að hafa alist upp við Sogið. Eftir dvölina á Írafossi fluttu mamma og pabbi með okkur, ásamt yngsta barnabarninu, til Reykjavíkur, í íbúð í Fellsmúl- ann en það dugði ekki minna en öll efsta hæðin í blokkinni fyrir svona stóra fjölskyldu. Þar bjó einnig með okkur móðuramma okkar, Guðrún Hansen. Oft var þar mikið fjör og kæti þar sem á borð var borinn dýrindis matur og til- heyrandi. Í Reyjavík hóf mamma störf hjá Garðari Ólafssyni úrsmið á Lækjartorgi þar sem hún starf- aði í nokkur ár. Það dugði henni þó ekki því hún tók líka að sér að vera gjaldkeri hús- félagsins og sá um að reisa bíl- skúra fyrir blokkina, fékk lán eins og ekkert væri enda var nú alltaf hennar slagorð að maður ætti bara að „vaða í toppana“ til að fá sínu fram- gengt og þannig kríaði hún út lán þegar engin lán voru veitt. Eftir því sem börnin uxu úr grasi fór að þrengja að fjöl- skyldunni og byggðu mamma og pabbi þá hús í vesturbæn- um, á Skeljagranda og þangað fluttist fjölskyldan árið 1982 inn í hálfklárað húsið. Það þótti bara eðlilegt í þá daga enda á tímum óðaverðbólgunnar. Fjöl- skyldan lagðist hins vegar á eitt með að hjálpast að við að gera Skeljagrandann að góðu heimili og má segja að þetta hafi verið okkar bestu ár þar sem fjölskyldan var afar sam- rýnd og mikið um að vera. Okk- ur börnunum leið svo vel að enginn var að flýta sér úr for- eldrahúsum. Hjá stórfjölskyldunni bjó amma okkar, Guðrún Hansen, auk þess dvaldist hjá okkur um tíma Didda frænka, sem var móðursystir mömmu. Þetta var yndislegur tími hjá okkur öll- um. En svo kom að því að systk- inin fóru að tínast í burtu eitt af öðru og þá var húsið að Skeljagranda orðið alltof stórt fyrir mömmu og pabba sem seldu húsið og fluttu í Árskóga 8 í Breiðholti þar sem þau hafa átt gott heimili síðastliðin 17 ár. Mamma varð þar fljótlega gjaldkeri húsfélagsins og þar leið foreldrum okkar afar vel. Síðustu tvö árin eru hins vegar búin að vera erfið fyrir pabba okkar þar sem minni mömmu var farið að dofna. Faðir okkar hugsaði einstaklega vel um mömmu og hafði hún oft orð á því hversu heppin hún væri með sinn mann. Við þökkum þér, elsku fal- lega mamma okkar, fyrir ynd- islega samveru í gegn um allt okkar líf og lofum því að passa vel upp á pabba sem sér á eftir lífsförunauti sínum til rúmlega 60 ára. Hans sorg sem og okkar er mikil en eftir standa yndislegar minningar um þig og þær mun- um við ylja okkur við og minn- ast með gleði í hjarta. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín börn, Ellen, Steingrímur, Ingvar og Guðrún. Borghild frænka hefur yfir- gefið þennan heim. Nóttina áður en Ellen dóttir hennar hringdi og tilkynnti andlátið dreymdi mig að faðir hennar, Steini, kæmi í heim- sókn til mín. Hann hafði mig aldrei dreymt áður. Tilviljun eða hvað? Mig persónulega langar að trúa því að ég hafi verið látin vita að tekið yrði á móti henni. Segja má að við Borghild höfum verið nokkurs konar uppeldissystur. Systradætur sem bjuggum hvor á sinni hæðinni í sama húsi. Þótt aldursmunurinn væri talsverður vorum við nánar. Fyrstu minningarnar eru þær að ég stóð gjarnan uppi í tröpp- unum heima í Lögbergsgötu og kallaði til hennar þegar hún var á leiðinni í gagnfræðaskólann. Ég mun ekki hafa verið altal- andi því ég kallaði alltaf „Bol- gilli-gill“ og frænka mín sneri sér alltaf við og vinkaði. Ég man sérstaklega eftir fal- legu rauðu kápunni, sem hún klæddist við þau tækifæri. Móðursystir mín, Guðrún, setti metnað sinn í að klæða dóttur sína vel, enda góð saumakona. Sjaldan missti Borghild þolin- mæðina við mig. Það var þó þegar hún fór með mig í sund í fyrsta skiptið. Þá ætlaði hún að synda með mig á bakinu yfir endilanga sundlaugina á Akur- eyri en varð fljótt að gefast upp og synda að bakkanum: „Ætl- arðu að hengja mig stelpa?“ sagði hún eftir sundafrek okk- ar. Ég, sem var nokkuð góð í stærðfræði, lokaðist þó jafnan þegar um orðadæmi var að ræða, var þá leitað til Boldy, sem ég kallaði hana jafnan þá. Hún útlistaði eftir bestu getu en það komst illa inn í hausinn á mér. Þá missti hún oft þolinmæð- ina, varla var að undra. Minn- ingarnar hlaðast upp þegar þetta er ritað. Glæsileg frænka mín í nýsaumuðum fötum að fara til Noregs með foreldrum sínum og koma svo aftur með margt fallegt handa litlu frænku. Þó eru það berjaferðirnar að Vöglum í Fnjóskadal sem standa upp úr. Faðir hennar hafði einhvern tíma gert bónd- anum þar greiða, sem hann hafði ekki gleymt, og vorum við ein af fáum sem fengum að tína þarna ber, þótt hann sigaði hundum á aðra. Í mínum huga var lyngið fegurra og bláberin stærri þar en ég hef séð síðan. Það var síðan meiriháttar að borða saman nestið og var seg- in saga að ég reyndi að setjast sem næst Boldy. Þótt við vær- um sjaldnast langt hvor frá annarri vorum við samt hvað nánastar þegar þau hjónin voru staðsett á Írafossi og ég á Sel- fossi. Þegar ég átti við erfið veikindi að stríða tók hún dæt- ur mínar í fóstur og hef ég eftir þeim að það hafi verið góður tími. Ingvar sonur hennar var svo heimagangur hjá mér á Reynivöllum 8 á Selfossi meðan hann var í skóla. Varla leið svo vika að þau hjón, Borghild og Einar, kæmu ekki í heimsókn. Borghild var eins manns kona. Einar Ingv- arsson var stóra ástin í lífi hennar. Ég vil þakka Einari af heilhug fyrir hve vel hann hugsaði um Borghild eftir að minnið fór að versna hjá henni. Ásamt innilegum samúðar- kveðjum til hans, Ellenar, Steina, Ingvars og Gullýjar ásamt fjölskyldum þeirra kveð ég nú frænku sem mér var svo kær. Inga Holdö. Borghild Inger Steingrímsdóttir Þið afi og heimilið ykkar á Brekkubrautinni voru gersemi æsku minnar. Þar mátti finna allt það sem gat svalað huga drengs sem vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni. Milli anna bauðstu til höfðinglegrar veislu. Þær veitingar sem bornar voru fram voru allar heimabakaðar að mestu og þá ekki eftir uppskrift nema að hluta til og voru veit- ingarnar alltaf óaðfinnanlegar. Þú varst oft langt á undan þinni samtíð og mikil baráttu- kona. Mér fannst það alltaf mikils vert að þú skyldir fá að læra Margrét Þuríður Friðriksdóttir ✝ Margrét Þur-íður Friðriks- dóttir fæddist á Eskifirði 14. mars 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 26. desem- ber 2013. Útför Margrétar var gerð frá Kefla- víkurkirkju 9. jan- úar 2014. ensku á unglingsár- unum, nokkuð sem fáir kunnu. Það hef- ur sennilega komið þér langt á þinni starfsævi og eflt þig umtalsvert. Réttlæti var þér of- arlega í huga og ef þú fannst að það var einhver ósann- girni til staðar barðist þú gegn henni en það af sanngirni. Þannig lærði ég að standa á mínu og mér hefur oft orðið hugsað til þess hvernig amma myndi bregðast við þegar mér mætir mótlæti í lífinu. Sjálfstæðið var þér ofarlega í huga alla tíð og varstu ekki hrædd við að lýsa skoðunum þínum hvar sem þú varst. Ég man það svo vel þegar við hitt- um eitt sinn virtan stjórnmála- mann sem ég vissi hver var en þú aðeins í gegnum fréttirnar. Hann kynnti sig fyrir þér með handabandi og brosti blíðlega til þín. Þú varst ekki lengi að svara þessu með brosi og þeim ógleymanlegu orðum: „Þú ert nú ágætur, en mér líst ekkert á þennan flokk sem þú ert í.“ Þannig varstu alltaf fljót í svör- um fram á seinasta dag og yf- irmáta fyndin. Ég mun sakna þín svo lengi sem ég lifi, elsku amma mín, og þakka þér fyrir allan þann stuðning sem þú hefur sýnt mér í gegnum tíðina. Þú mundir allt- af eftir mér og minni fjölskyldu, hvort sem um afmælisdaga eða aðra áfanga var að ræða. Ég vil einnig þakka þér fyrir það. Baldur og fjölskylda. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari ynd- islegu litlu konu sem hafði svo hlýtt og gott hjarta. Ég kynntist Möggu fyrir um níu árum þegar ég var í leit að húsnæði fyrir snyrtistofu sem ég hugðist setja á laggirnar. Pabbi minn hafði heyrt af íbúð á fínum stað sem vinkona ömmu átti og fórum við saman að skoða. Mér leist strax ljómandi vel á minn tilvonandi vinnustað þar sem ég átti eftir að starfa næstu níu árin. Þetta var íbúð í húsinu henn- ar Möggu. Okkur Möggu samdi alltaf vel og var hún tíður gestur hjá mér á stofunni. Við létum hvor aðra oft heyra það hvað við vorum ánægðar með að hafa hvor aðra. Fólk sem kom til mín á stofuna hafði jafnan á orði hvað það væri góður andi í þessu húsi, fólki leið vel og sagði að það væri eitthvað sérstakt í þessu húsi. Ég svaraði því að það gæti nú ekki verið nema góður andi í kringum hana Möggu. Hún var myndarleg húsmóðir hvort sem var í mat eða bakstri og gestrisnin leyndi sér ekki enda hafði hún mjög gaman af því að fá til sín fjölskyldu- og vinafólk, þar sem hún var höfð- ingi heim að sækja. Magga var mikil félagsvera og fannst mér alveg frábært hvað kona á hennar aldri var dugleg að fara allra sinna ferða keyrandi á sínum bíl og sækja ýmis félagsstörf eins og brids, félagsvist, bingó og svo má ekki gleyma kóræfingunum. Það er leitun að eins duglegri og sjálf- stæðri konu og hún Magga var. Síðustu árin hennar, eftir að heilslu hennar tók að hraka, hætti hún að geta keyrt og farið sinna ferða og þá var mikið af henni tekið. Magga var einstak- lega vel af guði gerð og var það mér því mikil gæfa að leiðir okk- ar skyldu liggja saman. Hvíldu í friði elsku besta Magga mín. Svala Björk Reynisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.