Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 33
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörtur Matthías Skúlason, James William Dickie, María Guðjónsdóttir, Elín Bríta sjálf, Kjartan Þór Trauner, Guðný Pálsdóttir og Ólöf Rut Sfefánsdóttir. Öll eru þau vöruhönn- uðir nema James sem er vefsíðuhönnuður. Ítalska rauðvínið Villa Puccini Chi- anti Superiore passaði einkar vel með öndinni. 500 ml rjómi 500 ml nýmjólk vanillustöng eða 2 tsk. vanilluextrakt 100 g sykur 6 blöð af matarlími 8 ástaraldin Matarlímsblöðin látin mýkj- ast í köldu vatni í um 10 mín- útur. Rjómi, mjólk, sykur og vanilla hituð í potti. Tekið af hitanum rétt áður en fer að sjóða og matarlímsblöð- unum bætt út í. Hrært saman þar til þau leysast upp. Hellið blöndunni í falleg glös og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Setjið innihald ást- araldins ofan á búðinginn þegar hann er orðinn stífur. 5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 BLANDAÐ SALAT Búnt af klettasalati ½ agúrka 1 rauðlaukur krukka af kapers 2 stórar rauðrófur 2 pakkar halloumi-ostur 4 andabringur nokkrir hvítlauksgeirar (má sleppa) nokkrar timíangreinar (má sleppa) BALSAMGLJÁI FYRIR RAUÐ- RÓFURNAR 100 ml balsamedik 4 msk. sykur (má nota hunang í staðinn) rifinn börkur af einni sítrónu safi úr hálfri sítrónu salt og pipar eftir smekk Allt hitað saman í potti þar til gljáinn Andabringur með ýmsu þykknar örlítið. Rauðrófurnar skornar í þykkar sneiðar, þeim er raðað á ofn- grind og penslaðar með balsamedik- gljáanum. Bakað við 225 gráður í 30-40 mínútur, snúið þeim á 5-10 mínútna fresti og penslið meiri gljáa á þær í hvert skipti. Saltið og piprið andabringurnar og steikið þær með fituna niður, u.þ.b. fimm mínútur á hvorri hlið. Gott er að bæta fersku timíani og heilum hvítlauks- geirum á pönnuna meðan bringurnar steikjast. Halloumi-osturinn skorinn í sneiðar og þurrsteiktur á heitri pönnu þar til hann brúnast á báðum hliðum. Skerið rauðrófurnar og ostinn í þykka strimla og bætið í salatið. Skerið andabringurnar í sneiðar og berið fram með salatinu. Gott að bera fram með fíkjubalsamediki. Ástaraldins- pannacotta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.