Morgunblaðið - 10.02.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.02.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 BIRTING LÝSINGAR GLEQ 13 1 Útgefandi er AAM GLEQ fagfjárfestasjóður, kt. 630813-9990, Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Rekstrarfélag sjóðsins er Alda sjóðir hf., kt. 560409-0790. AAM GLEQ hefur birt lýsingu, dags. 7. febrúar 2014, vegna töku afleiðutengdra skuldabréfa til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Áætlað er að skuldabréfin verði tekin til viðskipta föstudaginn 21. febrúar 2014, en með eins dags fyrirvara mun kauphöllin tilkynna opinberlega fyrsta viðskiptadag. Lýsingin var staðfest af Fjármálaeftirlitnu, dags. 7. febrúar 2014 og er gildistími hennar í 12 mánuði frá staðfestingu hennar. Aðgengi að lýsingunni er tryggt meðan hún er í gildi á vef rekstrarfélagsins á slóðinni www.aldasjodir.is/?q=funds, en einnig er hægt að nálgast prentað eintak hjá rekstrarfélaginu að Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið eftir að tekin verði til viðskipta er 665.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1.000 kr. Tegund skuldabréfanna er eingreiðslubréf og bera þau ekki vexti heldur er ávöxtun bréfanna tengd ávöxtun vísitölukörfu. Útgáfudagur skuldabréfanna var 22. október 2013 og er gjalddagi þeirra 24. október 2016. Auðkenni skuldabréfaflokksins er GLEQ 13 1 í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og hefur verið óskað eftir sama auðkenni í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000023950. H.F. Verðbréf hf. hefur umsjón með töku skuldabréfanna til viðskipta. Reykjavík, 10. febrúar 2014 Alda sjóðir hf. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Ég kunni að bregðast við og var heldur ekkert hrædd, því ég hafði gert þetta margoft áður á skyndihjálparnám- skeiðunum. Það skipti sköpum,“ segir Bylgja Dögg Sig- urðardóttir sem valin var skyndihjálparmaður ársins 2013 af Rauða krossi Íslands í gær. Hún sýndi hárrétt viðbrögð þegar hún kom að bifreið með hættuljósin á sem lagt hafði verið í vegkanti í Selja- hverfi í Breiðholti. Ungur maður, Patrekur Maron Magn- ússon, sem var farþegi í bifreiðinni, fór í hjartastopp og á líf sitt að launa þeirri meðvituðu ákvörðun Bylgju að stöðva alltaf þegar hún sér fólk í vanda. Af hreinni tilviljun var Bylgja á ferðinni þarna á þessum tíma með börnin sín tvö. Hún ákvað að bjóða fram aðstoð og hefja endurlífgun, en hún er aðeins 24 ára. „Þú ert að gera rétt, stelpa“ Bylgja lét eðlishvötina ráða og einbeitti sér að því að hnoða þar til hjálp barst, í stað þess að stoppa og blása á milli, en hún var þá komin í samband við Neyðarlínuna. Fleiri vegfarendur voru þá komnir á vettvang. „Ég var bú- in að hnoða frekar lengi og segi allt í einu upphátt: „Hvernig veit ég hvort ég er að gera þetta rétt?“ Þá var eldri maður sem stóð beint fyrir ofan mig, afalegur með eins konar pípuhatt, og sagði: „Þú ert að gera rétt, stelpa, þú stendur þig vel.“ Það gaf mér aukinn kraft til að halda áfram,“ segir hún. Sjö mínútur liðu þar til lögregla kom á vettvang og tók við endurlífguninni. Sjúkrabíll fylgdi í kjölfarið. Að sögn Patreks var hann í rúmar þrjár vikur á hjarta- deild Landspítalans. Hann hefur náð sér ótrúlega vel eftir atburðinn og fór til dæmis í tilsett próf í skólanum í des- ember. Hann segist ekki eiga sér neina sögu um hjarta- sjúkdóma, en mjög sjaldgæft er að svo ungur maður fái skyndilega hjartastopp. Hann segir að þau Bylgja séu í af- ar góðu sambandi en sem dæmi bauð fjölskylda Patreks henni í heimsókn um jólin. Viðurkenningin var veitt í húsi Rauða krossins og var um sérstakan viðhafnarviðburð að ræða, þar sem félagið fagnar níutíu ára afmæli sínu á þessu ári. Öllum þeim sem hafa verið útnefndir skyndihjálparmenn Rauða krossins á síðustu fjórtán árum, sem og þeim sem bjargað hefur ver- ið, var boðið að samgleðjast með Bylgju Dögg. Þrír aðrir einstaklingar hlutu einnig viðurkenningu fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt. Lét eðlishvötina ráða og hnoðaði þar til hjálp barst Morgunblaðið/Árni Sæberg Í góðu sambandi Bylgja Dögg Sigurðardóttir og Pat- rekur Maron Magnússon, sem hún kom til aðstoðar.  Ung kona valin skyndi- hjálparmaður ársins af RKÍ BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á hverju ári sýna sig hér á landi nýj- ar eða sjaldséðar tegundir fugla. Fuglaáhugamenn fagna þessum heimsóknum til landsins og engir meira en karlarnir sem skipa 200- fugla hópinn. Þeir beinlínis safna fuglum og talsverð keppni ríkir á milli þeirra um að hafa séð flestar tegundir og fengið þær skráðar og staðfestar af Flækingsfuglanefnd. Nefndin sú hefur síðasta orðið um hvort rétt sé greint því ekki er alltaf auðvelt að þekkja fugla. Fyrir kemur að greiningu er hafnað. Myndir eru mikið notaðar sem gögn fyrir nefndinni og fugla- áhugamennirnir eru flestir vel tækj- um búnir. Einnig ríkir traust manna á meðal og menn eru meðvitaðir um að brýnt sé að skráningar séu örugg- ar því um alþjóðlegt samstarf er að ræða. Nefndin hittist einu sinni á ári undir forystu Gunnlaugs Péturs- sonar, verkfræðings, og þar er farið yfir gögn frá liðnu ári. Nefndin fylgir verklagi og vinnu- reglum sem settar hafa verið af sam- tökum evrópskra flækingsfugla- nefnda. Staðfestar skýrslur um athuganir eru síðan gefnar út í Blika, sem Náttúrufræðistofnun gefur út. Björn Arnarson á Höfn í Horna- firði á flesta skráða fugla, alls 311, en nokkrir eru skammt á eftir honum á listanum og gætu farið yfir 300 fugla markið á næstu árum. Þeirra á með- al er Yann Kolbeinsson líffræðingur sem starfar á Náttúrustofu Norð- austurlands á Húsavík. Mikil þekking og vaxandi áhugi Yann segir að mikið og gott sam- starf sé meðal fuglaáhugamanna, en um leið ríki keppni á milli þeirra. „Hálfdán Björnsson frá Kvískerj- um var fyrstur í 200-fugla markið fyrir um 20 árum, en markviss söfn- un á fuglum og keppni í greiningu þeirra hefur örugglega ekki verið í huga hans,“ segir Yann. „Áhugi á fuglaskoðun hefur farið vaxandi með árunum og þegar ég setti í loftið vefinn Birding Iceland upp úr aldamótum fóru menn að geta fylgst með stöðunni hver hjá öðrum. Það er ekki óalgengt að ef einhver okkar bætir við sig fugli að þá sé hringt í næstu menn á listanum og spurt hvort þeir ætli ekki að fara að herða sig. Þetta er frábær félagsskapur þar sem heilmikil þekking er saman komin og að sjálfsögðu er skemmti- legast að verða fyrstur á landinu til að sjá fugl, sem ekki hefur sést hér áður. Að finna nýja tegund sem eng- inn annar hefur séð er ótrúlega skemmtilegt. Ef fuglinn hverfur síð- an fljótlega þá ertu með forskot eða tromp á hendi þar til hann gefur aft- ur færi á sér.“ 390 tegundir fugla hafa sést hér á landi og hér verpa að staðaldri 76 tegundir, en nokkrar til viðbótar stöku sinnum. Ísland er hins vegar mikilvægur viðkomustaður á farleið nokkurra fuglategunda, gæsa og vaðfugla, milli varpstöðva á Græn- landi og í Kanada og vetrarstöðva í Evrópu,“ segir á vef Náttúrufræði- stofnunar. Gusa af sjaldgæfum fuglum í janúarmánuði Þá berast til landsins, einkum á fartímum vor og haust, fjöldamargar tegundir flækingsfugla, bæði úr austri og vestri. Það var því kær- komið fyrir fuglasafnara að fá til landsins fjölmarga óvænta gesti í ný- liðnum janúarmánuði með lægða- gangi síðustu vikna. Yann nefnir að óvenjumikið af fuglum hafi borist miðað við árstíma, þar á meðal 16 akurgæsir. Sjaldgæf- astur hafi verið sefþvari sem fannst á Laugum, en tegundin hefur aðeins sést fimm sinnum áður hér á landi áður. Ástæður þessara óvæntu heimsókna til Íslands kunna að hafa verið hörkur í vetrarstöðvum fuglanna samhliða óvenjumikilla austanátta í janúar. Síðustu viku hefur dregið úr heimsóknum flæk- inga, en Yann segir að öll nótt sé ekki úti enn, því austanáttir séu í kortunum. Ekki sami brennandi áhuginn meðal kvenna Yann segir að hópur fuglaáhuga- manna hafi séð 150-200 fugla og hóp- urinn stækki stöðugt. En hvers vegna eru engar konur í þessum flokki? „Því miður virðast þær ekki hafa jafn brennandi áhuga, en í hópnum eru samt nokkrar sem fylgjast vel með og hafa gaman af að sjá þessa flækingsfugla. Það virðist samt ekki vera sami keppnisandinn meðal þeirra,“ segir Yann. Hann segir að mestar líkur séu á að finna sjaldgæfa fugla á Suður- og Suðausturlandi, en hann segist þó hafa verið heppinn og hafi fundið „nokkra býsna góða fugla fyrir norð- an“. Yann nefnir víxlnef, hellumáf og flóasnípu á síðustu árum, en þessir fuglar höfðu ekki sést áður hér- lendis. Fagna framandi flækingum  20 karlar í klúbbi þeirra sem hafa séð yfir 200 tegundir fugla hér á landi og einn kominn yfir 300  Safna fuglum og Flækingsfuglanefnd þarf að staðfesta greiningu  Samstarf en einnig samkeppni Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Sefþvari Guðmundur Smári Gunnarsson, kennari á Laugum, fann fuglinn og lét fuglaáhugamenn á Húsavík vita af þessum sjaldgæfa gesti. Yann var ekki lengi að bregða sér inn að Laugum, myndaði fuglinn og skráði í safn sitt. Á ferðinni Yann Kolbeinsson líf- fræðingur og fuglaáhugamaður. Eftirtaldir skipa „200 fugla hópinn“. Sumir safna af miklum áhuga, hjá öðrum hefur fuglunum fjölgað með árunum án þess að stefnt hafi verið að einhverju sérstöku marki. Á listanum er að finna nafn Kjartans G. Magnússonar, sem lést árið 2006, en hann varð á sínum tíma fyrstur Íslendinga til að sjá þúsund tegundir fugla í heiminum. Björn G. Arnarson 311 Yann Kolbeinsson 294 Brynjúlfur Brynjólfsson 292 Gunnar Þór Hallgrímsson 291 Hálfdán Björnsson 289 Gunnlaugur Pétursson 288 Gunnlaugur Þráinsson 288 Sigmundur Ásgeirsson 283 Hallgrímur V. Gunnarsson 267 Edward Barry Rickson 252 Jóhann Óli Hilmarsson 251 Stefán Áki Ragnarsson 248 Daníel Bergmann 240 Gaukur Hjartarson 238 Kjartan G. Magnússon 228 Ingvar Atli Sigurðsson 226 Erling Ólafsson 217 Einar Ólafur Þorleifsson 216 Ómar Runólfsson 214 Ólafur Einarsson 208 Kristinn Haukur Skarphéðinsson 206 200 fugla hópurinn GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.